Þjóðviljinn - 28.12.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1990, Blaðsíða 7
Sovétríkin Stjórnmálaráðsmaður varaforseti Gennadíj Janajev, fyrrum æðsti maður hins opinbera verkalýðssambands Sovétríkj- anna, var í gær á þjóðfuiltrúa- þingi kjörinn í hið nýstofnaða embætti varaforseta. Janajev er 53 ára og fulltrúi í stjórnmála- ráði sovéska kommúnista- flokksins. Kjör Janajevs er verulegur sigur fyrir Gorbatsjov forseta, sem tókst að knýja það fram þrátt fyrir verulega andstöðu við Janajev á þingi. Mun mörgum þingmönnum hafa komið á óvart að Gorbatsjov, sem sjálíur er Rússi og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, skyldi bjóða fram til varaforsetaembætt- isins mann sem einnig er Rússi og háttsettur í ríkisflokknum. í fyrstu umferð kosningarinn- ar náði Janajev ekki kjöri, en að þeirri umferð lokinni tók Gorbat- sjov til máls, hvatti þingmenn þá, er greitt höfðu atkvæði gegn frambjóðanda hans, eindregið til að endurskoða afstöðu sína og kvaðst vilja hafa við hlið sér „mann sem ég get treyst“. Hafði sú ræða forsetans tilætluð áhrif. 1237 þingmenn greiddu Janajev atkvæði í síðari umferð, en 563 voru á móti. Reuter/-dþ. Gorbatsjov - kom stnum að. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, sem frá byltingunni 1917 sætti ofsókn- um eða lifði skuggatilveru, eflist nú á ný að áhrifum, eins og samþykkt- imar um jóladag sem opinberan frtdag bera með sér. Frí á jóladag ing rússneska sambands- lýðveldisins samþykkti í gær að jóladagur yrði héðan í frá opinber frídagur þarlendis. Jóladagur er hjá Rússum 7. jan. og er það samkvæmt almanaki rétttrúnaðarkirkju þeirra. Þessi samþykkt var gerð eftir að Aleksí annar, patríarki af Moskvu og öllum Rússalöndum, hafði skorað á Borís Jeltsín, Rúss- landsforseta, að veita helgidegi þessum opinbera viðurkenningu. Skömmmu áður höfðu þing Úkra- ínu og Moldovu, þar sem rétttrún- aðarkristni er einnig útbreiddust trúarbragða, gert samskonar sam- þykktir fyrir sín lýðveldi. Jólamessa á Kúbu Ríkisútvarpsstöð á Kúbu út- varpaði á jóladagskvöld guðsþjónustu, sem haldin var í baptistakirkju í Havana. Fleiri mótmælendasöfnuðir tóku þátt i guðsþjónustunni. Er þetta í annað sinn á þremur ára- tugum, sem kúbanska ríkisútvarp- ið útvarpar guðsþjónustu, að sögn kúbönsku fréttastofúnnar Prensa Latina. Lítið hefur verið um jóla- hald á Kúbu síðan 1969, er stjóm- völd lögðu jólin niður sem opin- bera helgi. En undanfarið hafa stjómvöld sýnt lit á því að vilja bæta samskipti sín og kirkjufé- laga og hafa fengið góðar undir- tektir hjá mótmælendum, en siðri hjá kaþólsku kirkjunni. Vinningstölur laugardaginn 11 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 14.280.553 2. 2 692.363 3. 4af 5 267 8.946 4. 3af5 10.573 527 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 23.625.832 kr. UPPLYSINGAR : SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ÞETTA ERU SÖLUSTAÐIR OKKAR: ^REYKJAVÍK Skátahúsið, Snorrabraut 60, Stilling, Skeifunni, Heklav/Laugaveg, vib Kaupstaö, Mjódd, Seglagerðin Ægir, Eyrargötu 7, Örfirisey, Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1, söluskúr viö Miklagarö, á efra bílaplani v/ Kringluna, Bílabúð Benna, Vagnhöfða. ^AÐALDALUR Hjálparsveit skáta Aöaldal. ^EGILSSTAÐIR Stór-flugeldamarkaður I nýja áhaldahúsinu viö Tjarnarás. {%> VESTMANNAEYJAR Skátaheimilið við Faxastíg 38. ^ BARÐASTRÖND Hjálparsveitin Lómfell. O ÍSAFJÖRÐUR Skátaheimilið. Oblönduós Hjálparsveitarhúsið Efstubraut 3. Odalvík Flugeldamarkaður I söluskúr neöan viö Hafnarbraut. Oakureyri Stór-flugeldamarkaöir I Lundi, söluskúr viö Hagkaup, Norðurgötu 2, söluskúr við verslunina Siðu, söluskúr við Verslunarmiöstöðina Sunnuhlíö, Glerárgata 28. # SAURBÆJAR- HREPPURí EYJAFIRÐI Hjálparsveitin Dalbjörg. ^FLÚÐIR Hjálparsveitin Snækollur. Í^SELFOSS Við Tryggingu hf., Austurvegi 22, viö Fjölbrautarskólann Tryggvagötu 25, Hrísmýri 5. NJARÐVÍK- KEFLAVÍK Hjálparsveitarhúsið við Holtsgötu 51, íþróttavallarhúsið, söluskúr v/ Hitaveituplaniö, Stakkshúsið, Skátahúsiö, Keflavík, söluskúr v/ Skrúðgaröinn. ^GARÐABÆR Hjálparsveitarhúsið v/ Bæjarbraut, við Lyngás, á Garðstorgi, á Álftanesi. OkÓPAVOGUR Toyota, Nýbýlavegi 8, Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7, viö Sparisjóð Kópavogs, Dalvegur.14 (viö Reykjanesbraut). FLUGELDAMARKADIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Föstudagur 28. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.