Þjóðviljinn - 15.01.1991, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.01.1991, Qupperneq 3
FRETTIR Eystrasaltsríkin Ekkert annað en fullt sjálfstæði Alþingi Islendinga fordæmir harðlega íhlutun sovéska hersins í Litháen og ekkert annað en fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna er talin lausn í málinu Það voru utanríkismál sem biðu þingmanna eftir jólaleyfið. Dagskrá Sameinaðs þings f gær hófst á munnlegri skýrslu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um ástandið f Litháen og við Persaflóa. Hann á hér tal við utanrfkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. ( baksýn ræða Valgerður Sverrisdóttir, Frfl., og Anna Ólafs- dóttir Björnsson, Kvl., líklega annaö hvort málið. Mynd: Kristinn. Iþingsályktunartillögu, sem utanríkismálanefnd Alþing- is var sammála um í gærkvöldi, fordæmir Alþingi harðlega íhlutun sovéska hersins í Lithá- en og krefst þess að herinn verði nú þegar dreginn til baka. Því er lýst yfir að ekkert annað en fullt og óskorað sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sé lausn á þessu máli. Einnig er skorað á aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Vesturveldin, að veita þjóðun- um við Eystrasalt þann stuðn- ing sem þarf til þess að sjálf- stæði þeirra nái fram að ganga. Fastlega var búist við, áður en blaðið fór í prentun, að tillagan yrði samþykkt, en kvöldfundur hófst í Sameinuðu þingi í gær- kvöldi þar sem enn voru margir á mælendaskrá um skýrslu forsæt- isráðherra um ástandið í Litháen og í Persaflóa sem var fyrsta mál á dagskrá þingsins sem kom sam- an eftir jólaleyfi i gær. Þingmenn allra flokka voru samtaka í fordæmingu sinni á of- beldisaðgerðum sovéska hersins í Litháen og lýstu yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjómarinnar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að utanríkis- ráðherra Jón Baldvin Hannibals- son hefði beitt sér fyrir því að sameina Norðurlöndin í fordæm- ingu á aðgerðum hersins. Hann sagðist einnig hafa ritað forseta Sovétríkjanna Mikhaíl Gorbat- sjov bréf sem gengi lengra en Norðurlöndin væm tilbúin til. Þar lýsir Steingrímur yfir þungum áhyggjum af ástandinu og að Alþýðubandalagið Pólitíska lausn í stað stríðs Þingflokkur AB telur rangt að beita heimild- um SÞ til stríðs við Irak Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkti í gær eftirfar- andi ályktun um Persaflóadeil- una: „Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins leggur áherslu á að íslensk stjómvöld geri allt sem unnt er til að koma í veg fyrir hemaðarátök við Persaflóa. Þingflokkurinn lýsir stuðningi við kröfúr ríkisstjómar Islands og utanríkisráðherra Norð- urlanda um friðsamlega lausn þessara deilumála. Höfúðáherslu ber að leggja á að íraksher hverfi tafarlaust ffá Kuwait, að stofnaðar verði sjálfstæðar ffiðargæslusveitir og haldin verði alþjóðaráðstefna um málefni Austurlanda til að tryggja varanlegan frið. Þingflokkurinn bendir á að samþykktir Sameinuðu þjóðanna um Persaflóadeiluna fela í sér heimildir til hemaðaríhlutunar, en ekki ákvörðun um að hefja stríð. Þingflokkurinn telur ekki rétt að beita þessum heimildum, en reyna beri i þess stað með öllum tiltæk- um ráðum hvort samkomulag get- ur tekist um pólitíska lausn mála, en mikið vantar enn á að svo hafi verið gert. Islendingar mega undir engum kringumstæðum gerast stríðsaðil- ar, heldur ber þeim að leggja sitt lóð á vogarskál ffiðar og afvopn- unar.“ hann harmi tíðindin, hann biður í bréfinu forsetann að stöðva vald- beitinguna gegn litháísku þjóð- inni og lýðsræðislega kjörinni stjóm landsins. Steingrimur upp- lýsti að forseti Eistlands hefði óskað eftir að koma í heimsókn til Islands og að það stæði honum til boða hvenær sem er. Eins upp- lýsti hann að Landsbergis forseti Litháens hefði fyrir mánuði boðið honum í heimsókn. Ólafúr Ragnar Grimsson sagði að íslendingar ættu að bjóða hugsanlegum útlagastjóm- um Eystrasaltsríkjanna ísland sem gististað ef þær hefðu áhuga ingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkti í gær eft- irfarandi ályktun um málefni Eystrasaltsríkjanna: „Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins fordæmir harðlega hem- aðaríhlutun Sovétríkjanna í mál- efni Litháens. Sú hemaðaríhlutun er alvarlegt áfall fýrir þá jákvæðu þróun sem einkennt hefur málefni Evrópu siðustu misseri. Þingflokkurinn lýsir stuðningi við þau skref sem íslensk stjóm- völd hafa þegar stigið til stuðn- ings sjálfstæðisbaráttu Eystra- saltsríkjanna. Brýnt er að varð- veita þá samstöðu sem náðst hef- ur í þessu máli hér innanlands. Til að undirstrika hana ætti Alþingi að birta stuðning sinn við málstað Eystrasaltsríkjanna með tveggja mínútna þögn í upphafi fúndar kl. 14 á morgun og beina þeim til- mælum til þjóðarinnar að gera það einnig á sama tíma, hver á sínum vettvangi, á öllum vinnu- stöðum og með stöðvun allrar umferðar. Þingflokkurinn átelur að for- á því. Hann sagði einnig að hyrfi herinn ekki á burt yrði að endur- skoða öll samskipti okkar við Sovétríkin, en nokkrir þingmenn gagnrýndu að viðskiptanefúd ís- lands sem nú er í Moskvu skuli ekki vera kölluð heim. Kristín Einarsdóttir, Kvl., hafði orð á því að slíkt hefðu Grænlendingar gert og að yfir því hefði verið reisn. Þorsteinn Pálsson lýsti yfir- lýsingu þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, en þingflokkamir vom duglegir við að álykta í gær. Hann taldi rétt að íslendingar frestuðu eða hættu viðskiptaviðræðunum, kölluðu sendiherrann í Moskvu ysturíki á Vesturlöndum skuli ekki hafa veitt sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna þann stuðning sem henni ber, m.a. með því að tengja kröfúna um óskorað sjálf- stæði þeirra Ráðstefnunni um ör- yggi og samvinnu í Evrópu og Parísaryfirlýsingunni í nóvember 1990. Eftir síðustu atburði hljót- um við að gera þá kröfú sérstak- lega til vestrænna ríkja og allra Evrópuríkja að þau veiti stuðning málstað Eystrasaltsríkjanna hvar- vetna á alþjóðavettvangi. Þingflokkurinn styður það að ísland fylgi málinu eftir af fullum þunga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo og hvarvetna ann- ars staðar á alþjóðavettvangi, m.a. innan Norðurlandaráðs og RÖSE- ráðstefnunnar. Þá telur þingflokkurinn rétt að Alþingi sendi hið fyrsta nefnd þingmanna til Eystrasaltsríkj- anna, og kanna ber hvort ekki sé hægt að kalla saman þegar í stað sameiginlegan fúnd forsætisráð- herra Norðurlanda, forseta þjóð- þinga Norðurlanda og forsætis- heim til skrafs og ráðagerða og skipaði Sovétmönnum að fækka í sendiráði sínu hér. Ályktanir Al- þýðubandalagsins varðandi Lit- háen og Persaflóadeiluna birtast hér. Menn vom sammála um það í umræðunum á þingi að eini ljósi punkturinn í málinu öllu væri af- dráttarlaus afstaða Borisar Jelt- síns forseta rússneska lýðveldsins með lýðveldunum við Eystrasalt og gegn yfirvöldum í Sovétríkj- unum. Margir urðu til að benda á að Gorbastjov hefði hlotið friðar- verðlaun Nóbels og þá tvöfeldni nefnd Norðurlandaráðs til að fjalla um stöðu mála í Eystrasalts- rikjunum og samskipti Norður- landa við Sovétríkin. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins lýsir yfir þeirri von sinni að forystumenn í Sovétríkjunum sjái að sér og láti af hemaðarógn- sem fælist í því ef það hefði verið hann sem fýrirskipaði árás hers- ins í Litháen. Páll Pétursson for- seti Norðurlandaráðs benti á bréf sem hann hefði sent forsetum þings og æðsta ráðs Sovétríkj- anna þar sem þess er krafist að samningaviðræður hefjist þegar um sjálfstæði þjóðanna við Eystrasalt, en þessi bréf vora send 10. janúar. Páll taldi valdið í Rauða hemum vera komið úr höndum Gorbatsjovs því að nú væri fylgt línu harðlínumanna. Ólafúr Ragnar tók undir þetta, en hann taldi að Gorbatsjov hefði ekki getað gefið skipun um þessa árás nema átök undanfarinna mánaða í Sovétríkjunum hafi brotið hann niður bæði siðferðis- lega og pólitískt. Bæði Páll og Ól- afúr heimsóttu Sovétríkin s.l. haust. Þó einnig væri verið að ræða Persaflóadeiluna urðu færri til þess að tengja þessi tvö mál, þó að Þorsteinn hafi bent á, að það væri varla tilviljun að Rauði her- inn hefði hafið aðgerðir á þessum tímapunkti. Steingrimur vildi þó tengja Persaflóadeiluna við annað vandamál, þ.e.a.s. vanda Palest- ínumanna á herteknu svæðunum. Það kæmi þó ekki til greina fyrr en írak hefði horfið burt úr Kú- væt. Kristín benti einnig á að Pal- estínumenn hefðu verið her- numdir á sínum tima. Hún lýsti þeirri skoðun Kvennalistans að Island ætti að lýsa andstöðu sinni við stríðsaðgerðir við Persaflóa. Hún sagði að Island ætti að leggja áherslu á að vopn leysi engin deilumál hvort sem þau eigi sér stað við Persaflóa eða Eystrasalt. I þessari umræðu lýsti Hjörleifúr Guttormsson, Abl., þeirri skoðun að senda ætti utanríkisráðherra á fúnd valdamanna á Vesturlöndum og hvetja þá til að leita friðasam- legra lausna. unum og ofbeldi í garð smáþjóða eins og Eystrasaltsríkjanna. Ger- ist það hins vegar ekki, telurþing- flokkurinn að endurskoða beri öll samskipti Islands við Sovétríkin, jafht á sviði viðskipta, félagsmála og menningarsamskipta“. Þriðjudagur 15. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Persaflóadeilan Stjórnin vöruð við D áðherrum ríkisstjórnarinnar ■* var fyrir helgi send viðvörun frá 14 einstaklingum sem eiga ættingja og vini á hugsanlegum átakasvæðum í Austurlöndum nær. Einstaklingarnir áskilja sér rétt til að draga ráðherrana per- sónulega til ábyrgðar, lagalega eða með öðrum hætti, vegna þeirra afleiðinga sem stríð kynni að hafa á líf ættingja þeirra og vina. Einstaklingamir hvetja ríkis- stjómina til að verða við áskoran gegn stríði og segja að þeir áskilji sér þennan rétt verði farið út í strið án þess að ríkisstjómin hafi varað við þeirri lausn. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist skilja vel áhyggjur þessa fólks vegna ætt- ingja og vina og að það ætti samúð hans. Hann sagði að hinsvegar ættu íslendingar aðild að 12 sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna varðandi Persaflóadeiluna og gætu ekki hlaupist frá því. -gpm -gpm Alþvðubandalagið Hernaðaríhlutun Sovétríkjanna fordæmd Alþingi hafi tveggja mínútna þögn í upphafi fundar í dag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.