Þjóðviljinn - 15.01.1991, Side 5
VIÐHORF
Dagvistun - og dagmæður
Steinunn Pálsdóttir skrifar
Fá útivinnandi foreldrar ein-
hveiju ráðið? Er það spuming um
efnahag þinn í hvaða höndum
bamið þitt verður fyrstu ár sín
fram að skólaaldri? Og hvað tek-
ur svo við?
Oft hefur verið sagt að þörf sé
á athugun á starfi dagmæðra og
viðhorfi foreldra varðandi mögu-
leika fyrir þá sem vilja að bömin
sín alist upp við fjölskylduað-
stæður svipaðar og þeir sjálfir
nutu. Þannig yrðu bömin fyrir
sem minnstum breytingum ffá
sínum eigin heimilum, sérstak-
lega ef um heildags vistun er að
ræða fyrstu mótunarárin.
A síðari ámm hafa orðið
breytingar á fjölskyldugerð, sem
leitt hafa til fjölgunar einstæðra
foreldra. Þar af leiðandi eykst
þörf bama einstæðra foreldra fyr-
ir vistun í anda stórfjölskyldu.
Gaman væri ef hagsmunaaðilar
snem bökum saman til að stuðla
að samræmdu viðráðanlegu verð-
lagi og aðstöðu til að fyrirbyggja
að böm einstæðra foreldra verði i
meirihluta í vistun hjá dagmæðr-
um, heldur blandaður hópur á öll-
um aldri. Því þarf niðurgreiðslu
og samræmingu daggjalda til að
gera fleirum mögulegt að notfæra
sér þessa þjónustu. Væri því ekki
ígrundunarefni fyrir borgaryfir-
völd hvort ekki er hagkvæmara
að taka þátt í slíku niðurgreiðslsu-
kerfi og kosta þannig minna til
reksturs og bygginga dagvistun-
arstofnana. Dagmæður hafa sum-
ar hveijar viljað líta á starfsemi
sína sem einskonar sjálfstæða
verktöku, sem er ekki nema eðli-
legt þar sem þær stofna til leik-
fanga-aðstöðu, og skapa uppeld-
is- og félagslegar aðstæður. Þrátt
fyrir það er þörf á mjög náinni
samvinnu dagmæðra og yfirvalda
dagvistunar.
Óskandi væri að stjómvöld
styddu þessa starfsstétt betur en
verið hefúr. Það hefur verið stutt
fjárhagslega við Samtök dag-
mæðra og dagmæður. En eins og
máltækið segir „Betur má ef duga
skal“.
Fyrir tilstilli Samtaka dag-
mæðra kom hingað í heimsókn
Malene Karlsson frá Svíþjóð í
okt. sl. og hélt hún hér fyrirlestur
á námskeiði Samtakanna. Einnig
var auglýst fræðsluerindi fyrir al-
menning, en einhverra hluta
vegna var léleg aðsókn, og er leitt
til þess að vita, því Malene reynd-
ist hafsjór af fróðleik og miðlaði
miklu um dagvistun bama í
heimahúsum.
Athyglisvert var, hve vel hef-
ur verið staðið að málum dag-
mæðra í Svíþjóð af hálfú hins op-
inbera á undanfömum árum.
Einkum er það varðandi aðstöðu
þeirra, húsnæði, garðaðstöðu,
skipulögð opin svæði til leikja og
gönguferða í hverfum og skógar-
svæðum, auk góðs samstarfs for-
eldra og dagmæðra. Greinilega
kom fram sá vilji foreldra gagn-
vart bömum sinum, að þau yrðu
alin upp við aðstæður sem líktust
þeirra eigin uppvaxtaráram, og
heimilis- og fjölskylduaðstæður
væra sem eðlilegastar, þar á með-
al að bömin á heimilinu væru á
mismunandi aldri, saman, eins og
um eina stóra fjölskyldu væri að
ræða.
En eflaust þarf umtalsverða
hugarfarsbreytingu til að stuðla
að einhveiju jafnræði í þessum
málum hér á landi. Gæti farið vel
á því að stofna samtök foreldra,
líkt og foreldarafélög í skólum,
og gæti það glætt innsýn og sam-
stöðu beggja aðila til að vinna
saman að möguleikum, sem
myndu tengja bamagæsluna meir
ýmis konar þjónustu, svo sem fé-
lagsmiðstöð, bókasafni, aðstöðu
til sameiginlegrar útivera og
íþróttaiðkana á opnum svæðum,
sundi ofl. Með slíkri samtengingu
skapast eðlilegur vettvangur
bama og annarra í nágrenninu til
að hittast og blanda geði við unga
sem aldna. Okkur hættir til að
vilja hafa ofan af fýrir bömunum
með hvers kyns skipulögðum
leikjum og föndri, nær eingöngu,
í stað þess að leyfa þeim að taka
þátt í eðlilegu heimilishaldi, og
ímyndunarafl þeirra fái að njóta
sín og þau verði þátttakendur í
flestu sem á heimilinu gerist.
Slíkt myndi verða þeim gott
veganesti síðar á lífsleiðinni,
einkum ef hafl er í huga að með
þessu móti hafa þau ekki farið á
mis við heimilið í æsku.
Jean Piaget er án efa áhrifa-
mesti þroskasálfræðingur þessar-
ar aldar. Eftirtektarvert var hjá
Piaget að hann áleit að bömum
væri ásköpuð eins konar „rann-
sóknarhvöt", sem væri driffjöður
þroskans. Þau lærðu mest af eigin
Vér
aðdáendur
Ævinlega hefur Þrándur
ánægju af að lesa pistla eftir
Hannes Hólmstein Gissurarson.
Þetta er ekki vegna þess að Hann-
es Hólmsteinn segi manni nýjan
sannleika í hverri grein, heldur af
virðingu fyrir þeirri þolinmæði
Hannesar að hnoða alltaf sama
deigið, óháð því hvaða köku hann
er að baka. Þetta minnir náttúrlega
á fræga setningu: „Að endingu
legg ég til að Karþagó verði lögð í
eyði.“ Hjá Hannesi hljómar þetta
þannig: „Eins og venjulega legg
ég til að Davíð Oddsson verði
hylltur."
Hannes Hólmsteinn skrifaði
einn slíkan Pistil í DV í gær og var
yndislega hollur sfnum trúar-
brögðum.
„Ekkert var eðlilegra en að
kjósa Pálma Jónsson í Hagkaup
mann ársins í viðskiptalífinu, eins
og Fijáls verslun gerði. Kjör al-
mennings hafa sennilega batnað
meira vegna keppni Pálma og
annarra hagsýnna kaupsýslu-
manna um hylli neytenda en fyrir
sextíu ára baráttu Dagsbrúnar og
annarra verkalýðsfélaga.
Hinn einstaklingurinn, sem
verðskuldaði að vera kallaður
tilraunum og eigin mistökum.
Aldrei verður of rík áhersla
lögð á dýrmæti þess að alast upp
við eðlilegt heimilislíf eða fara
ekki á mis við möguleika á dag-
vistun í anda þess. Mikið ffam-
faraspor væri ef aðilar tækju
höndum saman gagnvart hinum
svokölluðu lyklabömum sem era
á aldrinum 6 ára og eldri. Mætti
hugsa sér að þessum bömum yrði
kleift að koma á heimili dagmóð-
ur tímabundið, t.d. með að fá mál-
tíð og/eða nestispakka í skólann,
einkum þar sem ekki væri um
samræmdan skólatíma að ræða
fýrir þau. Á undanfömum áram
hefúr aukist að foreldrar komi
bömum sínum fýrir hjá öðram, en
erfiðleikar margra fjölsksyldna
leyfa ekki slíkt launalega séð.
Sameinuð geta foreldrar og dag-
mæður samt fengið ýmsu áorkað,
sér og bömunum til hagsbóta.
Hvað varðar ákvæði laga ffá
1973 um sérmenntað fólk í upp-
eldismálum, má segja að þróunin
á síðustu árum hafi verið sú að
meðan dagvistarheimilum fjölgar
jafnt og þétt, er á móti æ eiifiðara
maður ársins, var tvímælalaust
Davíð Oddsson, borgarstjóri í
Reykjavík. Hann vann stærsta
kosningasigur sem einstaklingur
hefúr unnið í kosningum á Islandi,
hlaut 60% atkvæða í Reykjavík.
Davíð hefúr til að bera sömu eig-
inleika og gerðu Jón Þorláksson,
Ólaf Thors og Bjama Benedikts-
son að miklum stjómmálaleiðtog-
um; hugrekki, lagni og réttsýni."
Þegar nánar er gáð hefúr HHG
líklega nokkuð til síns máls um að
Davíð hafi verið einn í framboði í
vor. Ef borgarbúar væru spurðir:
hveijir skipa meirihluta borgar-
stjómar Reykjavíkur, þá er það
næsta vlst (ekki má minna vera en
Þrándur grípi til ástkæra ylhýra
íþróttamálsins) að þeir myndu
svara: Davíð Óddsson.
Eins og gefúr að skilja kemur
húsbóndinn ffam fýrir hönd þess
heimilis sem hann er höfúðið á.
Hvort sem það er af praktískum
ástæðum eða öðrum þá verður
þess varla nokkumtíma vart að
aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins en Davíð taki þátt í að
stjóma borginni.
Og nú hefúr ffést að borgar-
stjórinn ætli að færa út kvíamar
væntanlega við mikla tilhlökkun
Hannesar Hólmsteins. Hann er
þegar orðinn varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, og farinn að
stjóma í hinum meiri málunum.
Sagt er að borgarstjórinn hafi lagt
á ráðin þegar þingflokkur Sjálf-
að fá fóstrumenntað fólk til starfa
á dagvistarheimilum, og jafn-
framt hafa mannaskipti orðið æ
tíðari. Lág laun ráða tvímælalaust
um hve erfitt er að fá fóstra-
menntað fólk til starfa á dagvist-
arheimilum.
Lausn þessa sérmenntaða
fólks hefúr ofl verið að setja á
stofn einkaheimili. Um er að ræða
sjálfstæðan rekstur, rekinn af
fóstrum og kennaramenntuðu
fólki. Tvímælalaust hefúr þetta
komið sér vel, að minnsta kosti
fýrir böm þessara foreldra, sem
hafa efni á að veita þeim það.
Þroski þessara bama fer oft fram-
úr öðram bömum á sama aldri.
Því miður hefúr þó með slíkum
einkaheimilum myndast viss
stéttaskipting og uppeldis- og fé-
lagslegt misræmi bama hér á
landi.
Æskilegast væri að öllum yrði
gert jafnt undir höföi, bæði þeim
efnalitlu og hinum, sem meira
mega sín, jafhframt því að ein-
hver lausn fýndist í launamálum
uppeldismenntaða hópsins, sem
gerði þeim kleíft að koma aftur til
starfa á dagheimilum og leikskól-
um, og að dagmæður sömuleiðis
starfi að sem eðlilegastri fjöl-
skyldumótun á sínum vettvangi.
Þannig yrði útivinnandi foreldr-
um gert mögulegt að velja böm-
um sínum dagvistun og uppeldis-
form óháð efnahag sínum. í æsk-
unni eru fólgnir dýrmætustu fjár-
sjóðir þjóðarinnar. Eg vona að við
berum gæfú til að glata þeim
ekki.
Óska ég Samtökum dag-
mæðra, Dagvistun bama, bömum
og foreldrum farsæls nýs árs.
Steinunn Pálsdóttir er
dagmóðir og ritari.
stæðismanna ákvað „einróma" að
vera á móti bráðabirgðalögunum
ftægu. En þá kom babb í bátinn. í
þingflokknum er nokkuð á annan
tug manna, rétt eins og í borgar-
stjóm (auðvitað finnst Þrándi þeir
vera allt of margir, en það er annað
mál). Hjá þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins þýðir „einróma“ að all-
ir séu á sama máli, en í borgar-
stjóm að Davíð sé einróma. Þessi
blæmunur á tungumálinu olli ótrú-
legum leiðindum og uppistand-
andi með þeim alkunnu afleiðing-
um að þingflokkurinn varð þögull
um stund, síðan nokkuð hjáróma
og margróma á tímabili, en sjálf-
um sér til háðungar áður en lauk.
Þrándur Á náttúrlega ekki að
vera með svona hugleiðingar og
efasemdir um réttmæti orða viturs
manns á borð við Hannes Hólm-
stein. Og það heföi hann áreiðan-
lega heldur ekki gert ef nefndur
Hannes heföi ekki endað áramóta-
hugleiðingu sína á þessum orðum:
„Einhver kann síðan að sakna
Margrétar Thatcher úr þessari
upptalningu. Mikil eftirsjá er að
henni. En við aðdáendur hennar
getum huggað okkur við eitt: Þótt
Thatcher blessunin sé farin frá lif-
ir thatcherisminn og hefúr aldrei
verið sprækari."
Við þessu segjum vér aðdá-
endur skarprar hugsunar og mik-
illa vitsmuna ekki annað en: Það
var og.
Þrándur.
BIL
Mótmæla
valdbeitingu
Sovétmanna
Stjórn Bandalags íslenskra listamanna var köll-
uð saman til skyndifundar á sunnudag þar sem
samþykktar voru tvœr ályktanir vegna valdbeit-
ingar sovéska hersins í Litháen
Önnur ályktunin, þar sem vald-
beitingunni er mótmælt, var send
Mikael Gorbatsjov, forseta Sovét-
ríkjanna. í hinni ályktuninni er lýst
yfir stuðningi við baráttu Litháa
fýrir frelsi og var hún send Vyutat-
is Landsbergis, forseta Litháens.
Ályktunin sem send var Gor-
batsjov fer hér á eftir:
„Bandalag íslenskra lista-
manna mótmælir harðlega vald-
beitingu sovéska hersins í Litháen.
Við krefjumst þess að réttur þjóða
Eystrasaltsríkjanna til sjálfsforræð-
is og mannréttinda verði virtur, og
að stjómvöld í Moskvu stöðvi of-
beldisverk Rauða hersins gegn
friðsömum borguram.“
Ályktunin sem send var Lands-
bergis hljóðar svo:
„Bandalag íslenskra lista-
manna styður eindregið baráttu
Litháa fýrir frelsi og mannréttind-
um. Samtök okkar sendu i dag
mótmæli til sovéskra yfirvalda
vegna innrásar og glæpaverka sov-
éska hersins í Litháen. islenskir
listamenn lýsa yfir fúllri samstöðu
með þjóðum Eystrasaltslandanna
og dást að staðfestu þeirra og ein-
urð í baráttunni fýrir sjálfstæði og
eigin menningu." -Sáf
Þroski þessara barna fer oft framúr öðrum
börnum á sama aldri. Því miður hefurþó með
slíkum einkaheimilum myndast viss
stéttaskipting og uppeldis- og félagslegt
misrœmi barna hér á landi
Þriðjudagur 15. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5