Þjóðviljinn - 15.01.1991, Blaðsíða 9
FRETTIR
Magnús H. Gíslason skrifar
Orkusamningar
A
A FÖRNUM VEGI 24
Niðurstaða í febrúar
Birgir Isleifur Gunnarsson: Viðrœðunum mið-
ar vel áfram
Nú er kominn 24. október, níu
dagar síðan ég hóf ferðalagið og
fimm fundir að baki. Aðrir fimm
eru eftir, ef allt færi að áætlun.
Hún gat þó auðvitað raskast, t.d.
ef veður spilltist til muna, en
hingað til hafði tíðin verið ein-
muna góð.
Ég hafði nú lagt að baki þann
hluta Vestfjarðakjálkans þar sem
bílum varð komuið við, svo heitið
gæti. Framundan var ganga yflr
Qöll og heiðar og bátsferðir yfir
firðina. Að því var stefnt, að
halda fund á Bíldudal í kvöld.
„Eigi skal haltur ganga meðan
báðir fætur eru jafhlangir,“ var
einu sinni sagt, og þótti hreysti-
lega mælt. Ég gát því miður ekki
tekið mér þessi orð í munn, þó að
fætur mínir væru jafnlangir, að
því er ég best vissi. En lömunar-
veikin hafði á sínum tíma leikið
mig þannig, að töluvert vantaði á
að ég hefði jafnan mátt í báðum
fótum. Bagaði það mig einkum,
er ég tók að þreytast á göngu, og
hlaupið gat ég ekki svo að nokkur
mynd væri á. Var því með öllu
útilokað að ég gæti bjargað mér
fótgangandi á flóta, þótt ég þyrfti
þess með, sem raunar var fráleitt
meðan ég var hér meðal Vestfirð-
inga. Þeir höfðu hingað til borið
mig á höndum sér og ástæðulaust
að ætla annað en svo yrði áffam.
Mér fannst skynsamlegt að
spara gönguþrekið svo sem kost-
ur var og því útvegaði Birgir mér
bíl það langt upp í Brekkudalinn,
sem þannig var hægt að skrön-
glast. Síðan var ekki um annað að
gera en að spenna á sig bakpok-
ann og leggja Rafnseyrarheiðina
undir fót. Allbratt er upp á brún
Rafnseyrarheiðar að norðan-
verðu, en sjálfur heiðarhryggur-
inn mjór og hallar brátt suður af í
átt til Amarfjarðarins. Auðvelt
var að rata þetta í björtu veðri því
sæmilega glöggir götuslóðar lágu
yfir heiðina og fylgdi ég þeim. Á
rennur eftir Rafnseyrardal og
þurfti ég yfir hana. Ég reyndi að
stikla yfir hana á steinum, en þeir
voru sleipir og auk þess langt á
milli þeirra svo ég tók það ráð, að
fara úr sokkunum, bretta upp bux-
umar og vaða ána berfættur. En
ferðist sóttist vel og liðu ekki
nema 2 klukkutímar frá því ég
skildi við bílinn og þar til ég kom
niður að Rafnseyri.
Á Rafnseyri tóku á móti mér
fjórir geltandi hundar. Það hlýtur
að vera erfið smalamennska á
þeim bæ ef þörf er fyrir alla þessa
hunda. Ég var að hugsa um að
demba yfir þá mergjuðum kafla
úr erindi mínu ef verða mætti til
þess, að eitthvað sljákkaði í þeim,
en rétt í því kom bóndinn, Ingi-
valdur Benediktsson minnir mig
hann héti, - út á hlað, og þögnuðu
þá hundamir.Ég spurði Ingivald
hvort hann gæti flutt mig yfir til
Bíldudals. Jú, ekki stóð á því, en
fyrst skyldi ég ganga í bæinn og
fá mér hressingu. Báturinn var
uppi í fjöru og allþungur, en ekki
annað manna heima en bóndi,
kona hans og dóttir. En það var í
samræmi við erindi mitt á vit
Vestfirðinga, að með sameigin-
legu átaki gátum við komið bátn-
um á flot. Töluverður spölur er
þama yfir Amarfjörðinn, um
klukkutíma stím á trillu milli
Rafnseyrar og Bíldudals, en lítið
reyndi á sjóhreysti mína, því
kvikulaust var með öllu. Ekki
gekk ferðin þó alveg skrykkja-
laust. Einu sinni strönduðum við
vegna þess, að þaraflækjur
þvældust í skrúfuna. Greiðlega
gekk þó að hreinsa skrúfublöðin,
en hefði getað orðið erfiðara, ef
sjór hefði verið ókyrr. I annað
skiptið þraut bensínið, en það
kom ekki að sök, því eins og
vænta mátti var Ingivaldur það
forsjáll að hafa með sér vara-
birgðir af því.
Þegar til Bíldudals kom fylgdi
Ingivaldur mér á fund kaupfé-
lagsstjórans, Böðvars Pálssonar.
Þama stóð svo á, að samkomu-
húsið, sem mér skildist raunar að
væri pakkhús, var upptekið vegna
kvikmyndasýningar, en ekki hægt
að fresta fúndi til næsta dags
nema að raska áætlun minni og
færa til þá fiindi, sem eftir vom.
Böðvar bauð mér því með sér á
bíóið og hóaði síðan nokkmm
mönnum saman heima hjá sér þar
sem við skutum á fundi. Var hann
ágætur, en gjaman hefði ég viljað
hafa hann fjölmennari. En Böðv-
ar var ánægður með fundarsókn-
ina, sagði að þama væri þungt
fyrir fæti hjá samvinnumönnum
„í þessu höfuðvígi Gísla vél-
stjóra“, eins og hann orðaði það.
Og það gleddi sig, að þama hefðu
mætt menn, sem hann hefði ekki
átt von á að láta sjá sig á svona
þingi.
En það var eins og fyrri dag-
inn að seint var gengið til náða,
því Böðvar kaupfélagsstjóri
þurfti margs að spyija úr öðmm
sóknum og „þér er óhætt að sofa
vel út í fyrramálið, þú nærð nógu
snemma til Sveinseyrar fyrir
það“.
-mhg
'»*«.y i w- w.. ’W ‘r'*y *w* a *Y ^*1
rJLOAiVIAKJvA±> UR PJOÖVIJLJAJ>liS
Ýmislegt
Trymbill
Trymbill óskast ( „underground"
rokkhljómsveit. Uppl. í slma
73424 allan daginn.
Fyrir lítið
Til sölu fyrir litið: Gamall frysti-
skápur, tekk-borðstofuborð,
barnarúm, skrifborð, svart-hvltt
sjónvarp, sófaborð, hornborð,
gamlir stólar og stelpureiðhjól fyrir
5 ára. Sími 23076.
Skíöaskór
Til sölu Nordica skíðaskór, stærð
39-40 á kr. 2000. Hvítt barnarimla-
rúm með dýnu til sölu á kr. 4000.
Sími 34868.
Hljómtæki
Til sölu 70 W. Goldstar hljóm-
tækjasamstæða án hátalara. Verð
kr. 20.000. Simi 621894 e. kl. 19.
Handfærarúlla
Til sölu 24 volta DNG tölvurúlla af
nýrri gerð. TII greina koma skipti á
góðum farslma. Sími 93-61478,
Guðmundur, e. kl. 18.
Husnæéi
íbúð til leigu
Ca 55 fermetra stúdíoíbúð til leigu
I risi ( Miöbænum. Suðursvalir.
Lysthafendur hringi inn nöfn sln og
símanúmer ( slma 17162 eftir kl.
17.
Myndlistarfólk
Eitt vinnuþláss á 5 manna verk-
stæði á besta stað ( bænum á
Laugavegi, laus frá 1. jan. Uppl. (
sfmum 14626 og 25659 á kvöldin.
íbúð 3-4 herb.
Við erum hjón með eitt barn og
vantar 3-4 herb. (búð (Vesturbæn-
um frá áramótum. Helst (nágrenni
Grandaskóla. Skilvísum greiðslum
og reglusemi heitið. S(mi 624624
á kvöldin.
(búð óskast
Óska eftir 2-3 herbergja fbúð til
leigu I miðbænum sem fyrst. Slmi
11013, Þórdís.
Húsgögn
Svefnherbergishúsgögn
Til sölu mjög falleg og sérstök
svefnherbergishúsgögn. Verð eftir
samkomulagi. Sími 17087.
og raftæki
Rafmagnsritvél
Notuð kúlu-rafmagnsritvél óskast
til kaups. Skilyrði að vélin sé I
góðu lagi. Slmi 681310.
Til sölu
(sskápur, frystikista og þvottavél til
sölu. Uppl. ( síma 670993 eftir kl.
19.00.
Tölva
Til sölu Commandor 64 tölva með
kassettutæki, 300 leikjum og 2
stýripinnum. Verð kr. 10.000.
Philiphs, tvöfalt kassettutæki með
equilizer , dubbing system og út-
varpi. Losanlegir hátalarar. Verð
kr. 9.000. Slmi 34868
Bassi og magnari
Til sölu er bassi og bassamagnari.
Seljast ódýrt. Gott fyrir byrjendur.
Sími 73424.
Til sölu
Eumenia þvottavél, frystikista og
lítill Isskápurtil sölu. Slmi 11605.
Dýrahald
Hestaflutningar
Tek að mér hesta- og heyflutn-
inga. Uppl.l s(ma 77054 og 985-
22776.
Fyrir börn
Barnakarfa
Ef einhver á bamakörfu sem hann
er hættur að nota í geymslunni,
vinsamlegast hringið í Hrefnu í
síma
681333 til kl. 17 og 666182 e. kl.
17.
Bamavagn
Lltill barnavagn með buröarrúmi til
sölu. Simi 39616
Barnagæsla
Óska eftir barnaplu þrjú kvöld (
viku frá kl. 18-21. Um er að ræða
gæslu á 1 árs stelpu. Sími 37835.
Gefins
Svalavagn fæst gefins. Sími
34937.
Dagmamma Breiðholti
Vantar þig dagmömmu fyrir barnið
þitt hálfan eða allan daginn? Sími
76522.
Bílar
og varahlutir
Góður bfll á góðu verði
Til sölu Skoda 120L árg. 1987, ek-
inn innan við 30 þúsund. Verð kr.
80.000 staðgreitt. Slmi 611431 og
51522 á morgnana og kvöldin.
bjónusta
Vélritun-ritvinnsla-þýðingar
Tek að mér vélritun og ritvinnslu.
Einnig þýðingar úr frönsku, ensku
og dönsku. Uppl. (s(ma 20237.
Þriðjudagur 15. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Við gerum okkur vonir um
að endanleg niðurstaða af
þessum viðræðum um orku-
samning fáist í febrúar. Viðræð-
unum miðar vel áfram, en ég
get ekki tjáð mig um einstök
efnisatriði þeirra, segir Birgir
ísleifur Gunnarsson, stjórnar-
maður í Landsvirkjun, í samtali
við Þjóðviijann.
Viðræðunefnd Landsvirkjun-
ar og fulltrúar Atlantal komu
saman til fundar í London í
síðustu viku, en að sögn Birgis Is-
leifs hefúr verið ákveðið að fúnd-
ir verði haldnir að nýju 31. janúar
og 5. febrúar.
- Við vonum að þessir fundir
skili okkur nær endanlegri niður-
stöðu um orkusamning. Það
gengur ört á þau atriði sem hafa
verið óljós, segir Birgir.
Viðræður Landsvirkjunar og
Atlantal hafa ekki snúist um orku-
verðið sjálft. Að sögn Birgis Is-
leifs er enn gengið út frá því að
kílóvattstundin verði seld á 18,3
mills, en það verð er meðal annars
byggt á spám um álverð.
Hann vill ekki tjá sig um það
nánar hvort hann telji þetta verð
fúllnægjandi, eða hvort hann álít-
ur spár um álverð raunhæfar.
- Ég hef ekki ástæðu til þess
að vefengja þessar spár, þær eru
eins góðar og hægt er að búast
við, segir Birgir ísleifur.
Dijúgur tími hefúr hins vegar
farið í að ræða ákvæði um endur-
skoðun, sem stjóm Landsvirkjun-
ar hefúr lagt mikla áherslu á. -gg
Verðbólgan
Á svipuðu róli
Vísitala framfærslukostnaðar
miðuð við verðlag i janúarbyrjun
reyndist 0,6 prósent hærri en í des-
ember 1990. Síðustu 12 mánuði
hefur vísitalan hækkað um 73 pró-
sent Hækkun síðustu þriggja mán-
aða jafngildir hinsvegar 6,4 pró-
sent árshækkun.
Verðbólgan er því heldur á upp-
leið, en síðasta ár var meðaltalshækk-
un visitölunnar 14,8 prósent miðað
við 22,1 prósent árið áður og 25,5
prósent árið 1988.
Það var 1,2 prósent hækkun á
matvöm sem áti heiðurinn af 0,2 pró-
sentum af þessum 0,6. Rafmagns- og
húshitunarkostnaður hækkaði um 1,8
prósent og olli 0,1 prósent hækkun.
Vöm- og þjónustuhækkanir áttu af-
ganginn eða 0,3 prósent. -gpm
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
AB Reykjanesi
Kjördæmisráð AB Reykjanesi
(aöalmenn og varamenn)
Fundur ( kjördæmisráði Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður
haldinn laugardaginn 19. janúar nk. ( Þinghóli, Hamraborg 11,
Kópavogi, kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Tekin ákvörðun um skipan framboðslista fyrir alþingiskosn-
ingar á vori komanda.
2. Önnurmál.
Til fundarins eru boðaðir aðal- og varamenn samkvæmt samþykkt
slðasta fundar í kjördæmisráði. Stjórnin.
Árangur ríkisstjómarinna
verkefni þeirrar n
Árangur ríkisstjórnarinnar
og verkefni þeirrar næstu!
Fundur ráðherra Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars, Steingrlms
og Svavars, verður I Þinghóli, Hamraborg 11 I Kópavogi, í kvöld kl
20.30. Fundarstjóri: Sigríður Jóhannesdóttir. Umræðustjóri Heimir
Pálsson.
Umræður, fyrirspurnir, svör.
Sýnum kjark og kraft - fylgjum árangrinum eftir.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið I Reykjavík
Félagsfundur
Félagsfundur ABR verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar kl.
20.30, að Hverfisgötu 105, 4. hæð.
Fundarefni:
1. Almenn stjórnmálaumræða og áherslur ( komandi alþingiskosn-
ingum.
2. Önnur mál.
Allir Alþýðubandalagsmenn velkomnir. Frambjóðendur I forvali G-
listans ( Reykjavík vegna væntanlegra alþingiskosninga eru sér-
staklega boðnir velkomnir á fundinn.
Stjóm ABR
Forval G-iistans í
vegna alþingiskosninga
Reykjavík
199T
Forvalið fer fram (einni umferð á sérstökum forvalsfundi laugardag-
inn 19. janúar 1991 kl. 10.00-20.00, að Laugavegi 3, 4. hæð.
Þeir sem ekki verða ( Reykjavík á forvalsdaginn eiga kost á þvl að
kjósa f sérstakri forkosningu dagana 16., 17. og 18. janúar kl. 16.00-
19.00 alla dagana, að Laugavegi 3, 4. hæð.
Atkvæðisrétt hafa félagsmenn ( Alþýðubandalaginu I Reykjavlk og
aðrir félagar (Alþýðubandalaginu sem lögheimili eiga (Reykjavlk og
voru á félagaskrá Alþýðubandalagsins 9. janúar sl.
Kjörnefnd