Þjóðviljinn - 24.01.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.01.1991, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. janúar 1991 — 16. tölublað 56. árgangur Loðnuveiðibann Tugmiljóna tap loðnubæja Tekjutap loðnubœjanna metið á marga tugi miljóna og verðmœti mjöls og lýsis af óveiddum kvóta á um 3 miljarða Ljóst er að þau sjávarpláss þar sem loðnuvinnsla hefur verið mikilvæg í atvinnuiífinu, verða fyrir veruiegum fjárhags- Iegum skakkafoilum verði loðnuveiðibannið ekki feiit úr gildi. Sum sveitarfélaganna munu tapa tugum miljóna. A næstunni verða teknar ákvarðanir um uppsagnir starfs- manna loðnubræðslanna, en í venjulegu árferði eru starfsmenn þeirra hátt á fimmta hundrað. Asgeir Magnússon, bæjar- stjóri í Neskaupstað, segir að tap bæjarsjóðs vegna aðstöðugjalda og hafiiargjalda geti orðið allt að 20 miljónir króna eða 10% af árs- tekjunum, fyrir utan öll önnur áhrif, ef engin loðna verði veidd. Eitthvað svipuð munu áhrifin Kópavogur Bæjar- fulltrúar f hár saman Guðmundur Oddsson segir sig úr stjórn- sýslunefnd: Traust mitt á Gunnar Birgis- syni gjörsamlega horjið Gunnar Oddsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi, hefur sagt sig úr stjórn- sýslunefnd bæjarins og tilkynnt að Alþýðuflokkurinn muni ekki skipa annan fulltrúa í nefndina. Astæðan er harðar deilur við Gunnar Birgisson, bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins og for- mann bæjarráðs. Deilurnar eiga rætur að rekja til samninga bæjarins við Frjálst framtak. Guðmundur lagði úrsögn sína fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Hann segir að sú vinna sem unnin er í stjómsýslunefnd sé þess eðlis að nefndarmenn verði að bera fúllt traust hver til annars. „Hinar stöðugu yfirlýsingar formanns bæjarráðs, Gunnars Birgissonar, í íjölmiðla um van- hæfni undirritaðs sem bæjarfull- trúa, sýna ljóslega „traust“ hans á viðkomandi. Þessar yfirlýsingar hafa vissulega rýrt traust mitt á Gunnari Birgissyni, og nú er svo komið að það er gjörsamlega horf- ið,“ segir Guðmundur í bréfi sínu til bæjarráðs. Guðmundur vísar þama til yf- irlýsinga Gunnars vegna samn- inga fyrrverandi meirihluta bæjar- stjómar við Fijálst framtak um byggingarframkvæmdir. Gunnar lét hins vegar bóka í bæjarráði að úrsögn Guðmundar úr stjómsýslu- nefnd breyti í engu skoðun sinni á samningunum við Fijálst framtak. -gg verða á tekjur Eskiíjarðar, og að sögn Þorvaldar Jóhannssonar, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, yrði varanlegt loðnuveiðibann nánast rothögg á annars bágborið at- vinnuástandið þar. I Vestmannaeyjum er tekjutap bæjarsjóðs áætlað 40-45 miljónir króna, 1100 miljónir tapast í framleiðsluverðmæti og launatap er metið á um 300 miljónir króna. Jón Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda, segir að þegar hafi verið losað eitthvað um mann- skap í bræðslunum vegna veiði- bannsins og á næstunni verða teknar ákvarðnir um uppsagnir þeirra sem em með þriggja mán- aða uppsagnarffest. I sjávarútvegsráðuneytinu er hin svokallaða bjargráðanefnd að skoða þann vanda sem skapast hefur vegna loðnuveiðibannsins og áhrif þess á afkomu verksmiðj- anna og veiðiflotans. Þá hafa bankastjórar viðskiptabanka verksmiðjanna verið kallaðir til viðtals í ráðuneytinu til upplýs- ingar um veðhæfni þeirra. Af 600 þúsund tonna heildar- loðnukvótanum komu 468 þús- und í hlut Islendinga, og því til viðbótar hafa verið keypt um 6.500 tonn af Grænlendingum eða samtals um 475 þúsund tonn. A haustvertíð veiddust um 84 þúsund tonn og því em óveidd um 390 þúsund tonn af loðnu. Fram- leiðsluverðmæti þeirra í lýsi og mjöli er metið á 3 miljarða króna, að viðbættum þeim verðmætum sem hægt er að fá með loðnufryst- ingu og hrognatöku. -grh . ■ : : Oddvitar framboðanna, Jóhannes Guðnason og Guðmundur Jóhann Guðmundsson, á framboðsfundi Dagsbrúnar ( gær. Mynd Kristinn. Dagsbrúnarkosningar Heitt í kolunum á framboðsfundi Þétt setinn bekkurinn á framboðsfundi Dagsbrúnar. Guðmundur./.: Eg kallaykkur alla til starfa. Þýðir lítið að tefla unglingum fram í baráttu. Jóhannes Guðnason: Tími kominn til breytinga eftir 18 ára sjálfkjörna forystu Dagsbrúnarmenn fjölmenntu á framboðsfund í Bíóborg- inni í gær vegna kosninga til stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins sem fram fara um næstu helgi. Guðmundur Jó- hann Guðmundsson, sitjandi formaður og oddviti á fram- boðslista stjórnarinnar, lagði þunga áherslu á að erfiðir tímar væru framundan og varaði menn við sundrungu í félaginu. Jóhannes Guðnason, oddviti mótframboðsmanna, sagði nú- verandi forystu hafa brugðist félagsmönnum sinum og að fyrir löngu væri tími kominn til breytinga, enda hefði stjórn fé- lagsins verið sjálfkjörin í heil 18 ár. Þótt hnútur flygju milli ræðu- manna voru þeir málefhalegir í málflutningi sínum. Á mælenda- skrá voru 20 manns sem ýmist mæltu með endurkjöri sitjandi stjómar eða hvöttu menn til að kjósa framboðslista mótfram- boðsins. Guðmundur Jóhann höfðaði í sínu máli til samvisku og sam- stöðu félagsmanna og varaði menn fastlega við því að kjósa yf- ir sig óreynda unglinga. -Eg kalla ykkur alla til starfa, Dagsbrúnar- menn. Við þurfúm að haldast hönd í hönd, sagði formaðurinn og minnti fúndarmenn á að fram- undan væri erfið samningagerð þar sem tekist yrði á um ávinn- inga þjóðarsáttar og ffekari ávinn- inga til betri og jafnari Iífskjara. -Menn mega bjóða fram í þessu félagi, þótt frambjóðend- umir séu flestir óharðnaðir ung- lingar, sagði formaðurinn og bætti við að það þýddi lítið að tefla slík- um mönnum ffam í baráttu. Jóhannes Guðnason sagði mótffamboðið vera tímamót í sögu Dagsbrúnar. -Þetta er í fyrsta sinn í 18 ár sem félagsmenn ráða sjálfir ferðinni, sagði Jó- hannes. -Það er sagt að þetta framboð sé ekki til góðs. Það er öðm nær. Stjómin hefur ekki fyrr komið jafn ofl saman og ályktað um alla hluti milli himins og jarðar, að því er virðist í þeim tilgangi einum að vekja athygli á sér, sagði Jóhann- es. Hann rakti einnig stefnumál mótffamboðsins, s.s. hækkun skattleysismarka og að sett yrði hátekjuþrep miðað við mánaðar- laun 170.000 kr. Af undirtektum fundarmanna, sem gerðu góðan róm að máli ræðumanna, mátti ráða að sitt sýndist hveijum. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.