Þjóðviljinn - 24.01.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.01.1991, Blaðsíða 2
FRETTIR Menntamálaráðunevtið Bankaeftirlitið Evrópa og íslensk menning Málþing um stöðu íslenskrar menningar á tímum aukinnar samvinnu í Evrópu Kyolos, menningarmálaráð- herra Litháens, og Lalumi- ere, framkvæmdarstjóra Evr- ópuráðsins, hefur verið boðið hingað á málþing um alþjóð- lega þróun í þágu íslenskrar menningar sem haldið verður á vegum menntamálaráðuneytis- ins í febrúar næstkomandi. EURIMAGE, sem er evrópskur kvikmyndasjóður. Hins vegar eru Islendingar aðilar að mörgum samevrópskum verkefhum á sviði vísinda. Svavar sagði að mikilvægt væri að skipa hóp að loknu mál- þinginu sem ræddi til hlítar þær spumingar sem upp hefðu komið. Hann sagði spuminguna ekki vera hvort erlend menningaráhrif bæmst til iandsins, heldur hvem- ig við nýttum okkur þau þegar þau bærast. Ekki væri hægt að spenna regnhlíf yfir ísland eins og þróun í Qölmiðlun hér síðustu vikur hefði sýnt. Menntamálaráðherra hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Litháens, en enn er óvíst hve- nær af henni verður. Formlegt boð barst menntamálaráðherra með Emannelis Zingeris, for- manni utanríkismálanefndar þingsins í Litháen, sem er staddur hér á landi. BE Málþingið mun velta upp spumingum um það hvemig ís- lensk menning geti nýtt sér al- þjóðlega strauma í ljósi þróunar í Evrópu. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra sagði aukna sam- vinnu í Evrópu ekki vera bundna við samninga um tolla og fjár- magnsflutninga, heldur væri sam- starf um mikilvæga þætti er lytu að vísindum og listum einnig stór þáttur í þeirri samvinnu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, mun flytja upp- hafsræðuna á þinginu. Frú Cat- herine Lalumiere mun í ræðu sinni fjalla um þróun í Evrópu og stöðu fámennra þjóða í henni. Menntamálaráðherra flytur ræðu undir heitinu Erlend áhrif - ís- lensk nýsköpun. Að auki munu átta fyrirlesarar úr samtökum ís- lenskra rithöfunda og listamanna flytja stutt erindi. Ráðstefnunni mun ljúka með pallborðsumræð- um. Á sviði menningar og lista hafa tvíhliða samningar verið al- gengari en samningar Evrópu- bandalagsins í heild, að sögn Svavars. Frá því á síðasta ári hafa þó lslendingar verið aðilar að Frá stuðnings- mönnum Auðar Sveinsdóttur Vegna yfirlýsingar Ragnars Stefánssonar í tilefni auglýsingar til stuðnings Auði Sveinsdóttur í 3. sæti forvals ABR vilja stuðnings- menn Auðar taka fram að þau mis- tök að birta nafn Ragnars án þess að samþykki hans lægi fyrir era alfarið á okkar ábyrgð en ekki Auðar. Jafn- framt viljum við benda á að Ragnar var einn þeirra félaga ABR sem skoraðu á Auði að gefa kost á sér í forvalið. Minningarguðsþjónusta um Olaf V Miðvikudaginn 30. janúar verður útför Olafs V Noregskon- ungs gerð. 1 tilefni af því verður minningarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni í Reykjavík á vegum norska sendiráðsins. Athöfnin hefst kl. 15. Biskup Islands, herra Olafur Skúlason, mun annast at- höfnina og flytja minningarræðu. Marteinn H. Friðriksson dómorg- anisti leikur á orgel. Hamrahlíð- arkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur undir stjóm Rutar Ingólfsdóttur taka þátt í athöfn- inni. Minningarbók vegna andláts Ólafs V liggur frammi í norska sendiráðinu alla virka daga til og með 29. janúar nk. kl. 9 til 16. Guðmundur Andri skoð- arjólabækurnar Félag islenskra fræða boðar til aðalfundar í Skólabæ í kvöld kl. 20.30. Að loknum hefðbundn- um aðalfundarstörfum talar Guð- Emannelis Zingeris, formaður utanríkimálanefndar þjóðþings Litháa, sem kom hingað til lands f óopinbera heimsókn i fyrradag, heimsótti utanrfkismálanefnd Alþingis í gær. Á myndinni með honum eru túlkur hans, Jör- undur Hilmarsson, Jóhann Einvarðsson, formaður nefndarinnar, og Hjörieifur Guttormsson. Zingeris Itrekaði óskir Litháa um að (sland taki upp formlegra stjórnmálasamband við Litháen en nú er og lagði hann áherslu á að það gerðist fljótt. Hann ítrekaði einnig aðrar óskir um mótmælaaðgerðir vegna framferðis Sovétríkjanna gegn sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar. Mynd: Kristinn. Bráðabirgðalögin Flugu í gegn Bráðabirgðalögin staðfest. Þrír Sjálfstœðismenn sátu hjá Bráðabirgðalögin á samning BHMR og ríkisins frá því í ágúst í fyrra voru staðfest á Al- þingi í gær. Við atkvæða- greiðslu í efri deild Alþingis sátu þrír Sjálfstæðismenn hjá. Það voru Eyjólfur Konráð Jónsson, sem skilaði sér minni- hlutaáliti frá fjárhags- og við- skiptanefnd, Guðmundur H. Garðarsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fyrir jól lýsti þingflokkur Sjálfstæðismanna því yfir að hann stæði einhuga gegn lögum þess- um en þrátt lyrir það sátu einnig Sjálfstæðismenn hjá í neðri deild. Stjómarliðar greiddu atkvæði með lögunum en á móti vora frá Kvennalista Danfríður Skarphéð- insdóttir og Guðrún J. Halldórs- dóttir; af hálfu Sjálfstæðismanna greiddu Halldór Blöndal og Sal- óme Þorkelsdóttir atkvæði á móti. Fjórir vora fjarverandi þing- fundinn þannig að 10 greiddu at- kvæði með Iögunum, íjórir vora á móti og þrír sátu hjá. Nú rekur BHMR prófmál vegna gjömings þessa fyrir dóm- stólum og er látið reyna á hvort lögin bijóti í bága við stjómarskrá Islands. Þeir sem greiddu atkvæði með lögunum telja þau ekki brjóta í bága við stjómarskrána en ekki er víst að niðurstaða fáist fyr- ir dómstólum fyrir þingslit um miðjan mars í vor. -gpm Hallgrlmur með nokkrum gesta sinna. Gestakvöld á Kjarvalsstöðum í tilefni yfirlitssýningar sinnar sem nú stendur yfir í Vestursal Kjar- valsstaða mun Hallgrímur Helgason bjóða þar til leskvæmis í kvöld, fimmtudagskvöld. Gestir Hallgríms verða myndiistarmenn og rithöf- undar sem lesa munu upp úr eigin verkum, auk þess sem Björk Guð- mundsdóttir mun taka lag á milli lína við undirleik Guðmundar Ing- ólfssonar. Dagskráin hefst kl. 20.30 og auk Hallgríms sjálfs munu þar lesa þau Bragi Ólafsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Haraldur Jónsson, Kristín Ómarsdóttir, Megas og Þórann Valdimarsdóttir, Valdimar Öm Flygenring, Sigfús Bjartmarsson, Sjón og Guðmundur Andri Thors- son, auk fleiri gesta og leynigesta. I hléi munu Hringir, polka-hljóm- sveit heimskunnar, leika með kaffisopum og kökuvali. Aðrir gestir era velkomnir meðan húsrúm Ieyfir. mundur Andri Thorsson, bók- menntafræðingur og rithöfundur, um sagnaskáldskap af nýliðinni jólavertíð. Blús á Tveimur vinum Vinir Dóra skemmta á Tveim- ur vinum í kvöld. Með þeim spil- ar þeldökkur leynigestur. Á föstu- dagskvöld Ieikur Stjómin á staðn- um og á laugardagskvöld Islands- vinir. Aðalskipulag Grindavíkur Skipulagstillaga Áma Þor- valdar Jónssonar arkitekts verður kynnt í kvöld kl. 20.30 í Félags- heimilinu Festi í litla salnum. Til- lagan, sem er viðauki við aðal- skipulag, er m.a. um tengingu bæjarins við athafnasvæði um- hverfis nýtt lón við rætur Þor- bjamarfells og iðnaðarhverfi norður af núverandi Bláa lóni. Fræðsla og ráðgjöf um fjölskylduáætlun Sóley S. Bender lektor flytur fyrirlesturinn Fræðsla og ráðgjöf „Víxlarinn“ væntanlega skoðaður Jóhann Albertsson hjá Bankaeftirlitinu segist reikna með því að Bankaeftirlitið muni kanna hvort viðskipti með fallna víxla og skuldabréf, sem undan- farið hafa verið auglýst í smá- auglýsingum DV og fjallað var um í Nýju Heglarblaði fyrir skömmu, samrýmist gildandi lögum um verðbréf og verð- bréfasjóði. -Við höfum verið önnum kaíh- ir við önnur mál, en þetta er héma á blaði hjá okkur, sagði Jóhann. Aðspurður hvað það væri sem Bankaeftirlitið tæki til athugunar í slíkum tilfellum sem þessum, sagði Jóhann að erfitt væri að segja í fjölmiðlum nákvæmlega til um hvaða þættir það væra. -En laus- lega sagt könnum við hvort þessi starfsemi heyri undir lög um verð- bréfaviðskipti og verðbréfasjóði og ef svo er hvort hún samræmist gildandi lögum. Athygli vekur að „víxlarinn“ hætti að auglýsa starfsemina í nokkra daga eftir að Þjóðviljinn gerði hana að umtalsefni, en síð- ustu daga hefur auglýsingin birst á ný í verðbréfadálki smáauglýsinga DV. Reykiavík Yfir helmingi lóða skilað Af þeim 238 Ióðum sem út- hlutað var fyrir einbýlishús og parhús í Reykjavík í fyrra var 150 skilað. Þetta kemur fram í bókun sem borgarfulltrúar Nýs vettvangs lögðu fram í borgar- stjórn í síðustu viku. Hins vegar kemur fram í bók- uninni að engri fjölbýlishúsalóð var skilað og fengu reyndar færri slíkar lóðir en vildu. Þannig fékk Búseti ekki eins margar lóðir og hann sótti um. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs telja að taka verði tiilit til þessa við skipulag hverfa. Þeir telja nauð- synlegt að auka ffamboð á lóðum fýrir fjölbýlishús og „aðra hag- kvæma byggingarkosti", eins og segir í bókuninni. -gg um fjölskylduáætlun í málstofu í hjúkranarffæði sem haldin verður mánudaginn 28. janúar kl. 12.15- 13.00 í setustofu á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu 34. Kynnt verð- ur könnun frá 1988 á fræðslu og ráðgjöf um fjölskylduáætlun, sem veitt er á heilsugæslustöðvum og niðurstaðan rædd. Sandgrasvöllur Breiöa- bliksvígður Breiðablik tekur formlega í notkun nýjan sandgrasvöll á laug- ardag. Völlurinn hefur verið lagð- ur á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal, en hér er um að ræða fyrsta gervigrasvöll sinnar tegundar hér á landi. í vellinum eru hitalagnir sem tryggja heils- ársnotkun á snjólausum og frost- fríum velli og er völlurinn flóð- lýstur. Heildarkostnaður við völl- inn eru 65 miljónir króna. Opnun- arhátíðin hefst með því að meist- araflokkur Breiðabliks mætir ís- landsmeisturum Fram. Leikurinn hefst kl. 13.15 og að honum Iokn- um hefst stutt hátíðardagskrá. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúarr 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.