Þjóðviljinn - 24.01.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1991, Síða 5
VIÐHORF Deilur í Alþýðubandalaginu Hallgrímur Hróðmarsson skrifar Það er mikið deilt innan Al- þýðubandalagsins þessa dagana. Því miður eru deilumar um menn en ekki málefni. Þetta þorir þó enginn að viðurkenna og sver hver um annan þveran að hann sé með málefnin að leiðarljósi í deil- um sínum við alla hina. Helst geta menn samþykkt að hinir (og eiga þá við andstæðingana) séu að deila um persónur. Eg ætla að deila hér á marga félaga í Alþýðu- bandalaginu, en jafnframt ætla ég að ræða tvö málefhi sem eitt sinn voru grundvallaratriði i stefnu flokksins. Þau málefni sem end- anlega voru jörðuð á síðasta flokksþingi. Þar felldu menn úr gildi meingallaða stefnuskrá flokksins, en samþykktu í hennar stað lofrollur um eigið ágæti í nú- verandi ríkisstjóm. Meðgóðufólki Ég hef reynt að halda mér ut- an við störf Alþýðubandalagsins nú um nokkurt skeið. Ein ástæða þess er sú að ég flultist frá Hafh- arfirði til Reykjavíkur, úr góðu fé- lagi i slæmt. Hjá góða fólkinu í Alþýðubandalaginu í Hafnarfírði var oft rifist og menn fóm oft sár- ir af fundum eftir slikar deilur. En daginn eftir hittust deilumenn gjaman aftur eða töluðust við í síma og gerðu málin upp. Það var kappkostað að sýna fulla hrein- skilni í samskiptum milli allra fé- lagsmanna. I fýsilegan félagsskap? Með þessa reynslu af starfi í Alþýðubandalagsfélagi gat það varla talist fýsilegur kostur ai koma til starfa í Reykjavík. Þar var hver höndin upp á móti ann arri, og til þess að teljast gjald- gengur þá þurfti maður helst að skipa sér í flokk annars hvors deiluaðilans eða einhvem flokk eftir því hvaða mál var til um- ræðu. Ef maður settist við ákveð- ið borð á fundi í félaginu fór það eftir því hver settist fyrst við hlið- ina á þér hvar þú lentir í það og það skiptið. Ef Kristín Ólafs tyllti sér hjá þér þá settust eintómir Birtingarmenn í kringum þig. Ef Guðrún Ágústsdóttir settist hjá þér þá settust eingöngu hennar fylgjendur í kring. Af hveiju gat herrastöðumar. Því til stuðnings var hvislað rætnum Gróusögum um Guðrúnu Helgadóttur manna á meðal. Karlamir óttuðust mjög að hún fengi almennan stuðning meðal félagsmanna Alþýðu- með þó nokkurri prýði. Ég tek svona til orða af því að henni hafa ekki verið sköpuð ýkja mikil tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Þingflokksfundimir hjá Alla- böllum eru nefnilega orðnir Ég hef reynt að halda mér utan við störf Alþýðubandalagsins nú um nokkurt skeið. Ein ástœða þess er sú að ég fluttist frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, úr góðu félagi í slœmt. ég ekki fengið að sitja með þær sína á hvora hlið? Mér líkar svo vel við þær báðar! Að drepa næstum því drauma Úr hófi keyrði svo fyrir síð- ustu kosningar til borgarstjómar. Þá klofnaði flokkurinn í afstöð- unni til gamals draums allra sannra vinstrimanna í Reykjavík um að sameinast gegn ihaldinu. Með háttalagi sínu áttu fulltrúar allra minnihlutaflokkanna í Borg- inni sinn þátt í að þessi draumur var næstum drepinn. Þeir „óflokksbundnu“ sem strax eftir kosningar komu sér á hinar ýmsu flokksjötur áttu ekki minni þátt í að drepa drauminn, alla vega i þetta skiptið. Karlamir deila... En deilumar eiga sér lengri aðdraganda, og mun ég nú fjalla nokkuð um karlaveldi flokksins. Við myndun síðustu rikisstjómar eða ríkisstjóma ef menn kjósa að telja með öll þessi brotabrot úr flokkum, sem hafa ýmist stutt eða ekki stutt ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, þá fengu karl- amir í flokknum allar „feitu“ ráð- BSRB Of beldið í Eystrasalts löndunum fordæmt Stjórn BSRB hefur sent stjórnvöldum í Sovétríkjunum eftirfarandi bréf, þar sem of- beldi sovéska hervaldsins í Eystrasaltslöndunum er harð- lega fordæmt: „Stjóm Bandalags starfs- manna ríkis og bæjar - BSRB - lýsir hryggð sinni og furðu á ótíð- indum þeim sem nú berast frá Eystrasaltslöndunum, en vald- beiting sovéska herveldisins gegn alþýðu manna er komin á það stig að óbreyttir borgarar hafa fallið, bæði í Vilníus, höfuðborg Lithá- en, og nú einnig í lettnesku höfúð- borginni Riga. Stjóm BSRB styð- ur heils hugar baráttu Eista, Letta og Litháa fyrir auknu sjálfsfor- ræði og lýðréttindum og fordæm- ir það ofbeldi sem réttindabarátta þeirra hefur mætt. Sérstaklega hörmum við þau manndráp sem átt hafa sér stað og lýsum ábyrgð á hendur sovéska herveldinu fyrir óhæfuverkin. BSRB á aðild að Verkalýðs- sambandi Norðurlanda - NFS - og vill í þessu sambandi árétta sam- þykkt þess ffá 17. janúar sl., en í bandalagsins. Mér er til efs að nokkur höfúndur þessara sagna hafí verið svo hreinskilinn að segja Guðrúnu þær beint augliti til auglitis. En svo marga vini á hún að hún hefur sjálfsagt heyrt þær allar og líka hverjir bám þær út. Guðrún var síðan kjörin for- seti sameinaðs alþingis og hefúr í því starfí sýnt ótvíræða hæfileika og margsannað að ráðherradóm hefði hún ráðið mun betur við en karlamir þrír: Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Sigfússon og Svavar Gestsson. ...og drottna Formaður þingflokksins var svo kjörin Margrét Frímannsdótt- ir og hefur hún skilað starfi sínu skrípaleikur einn. Af því að karl- amir hafa ekki getað talast við, þá hafa þeir pukrast hver í sínu homi með nokkmm velvöldum já- bræðmm og afgreitt málin þar. Síðan hefúr þingflokknum verið stillt upp við vegg og sagt: Sam- þykkið þetta! Síðan em haldnir landsfundir og miðstjómarfúndir og allskonar fundir til að samþykkja allar þess- ar gervisamþykktir þingflokksins. Þar með er nú ekki sagt að allt sem ráðherramir hafa gert sé mis- lukkað, en það má orða það svo, að gerðir þeirra séu misvel lukk- aðar. Tvö grundvallaratriði Ég sagði áðan að ég ætlaði að ræða tvö gmndvallaratriði úr stefnu Alþýðubandalagsins sem mér þykir ráðamenn flokksins hafa brotið gegn að undanfomu. í fyrsta lagi hlýt ég að nefna að ráðherrar í ríkisstjómum sem Alþbl. hefúr átt aðild að hafa kmkkað í gerða samninga við verkalýðsfélög, breytt þeim og rangtúlkað að eigin geðþótta og stundum að geðþótta ákveðinna embættismanna hjá ríkinu. Af öll- um þessum gjömingum er sá síð- asti allra verstur, þ.e. ólögin gegn BHMR. Sá gjömingur verður líka sennilega festur á spjöld heims- sögunnar þegar íslensk ríkisstjóm verður vítt af virtum erlendum stofnunum fyrir bolabrögð gegn starfsmönnum sínum. I öðm lagi nefni ég Sturlu- málið nýja, þ.e. brottvikningu forstöðumanns á rannsóknastöð- inni að Mógilsá. Flokkurinn hefur áratugum saman barist gegn svona vinnubrögðum. Væri ekki nær að þingmenn flokksins snem sér að því vandasama verki að setja heildstæð lög um forstöðu- menn á ríkisstofnunum í stað þess að ráðherra sé að mistúlka og of- túlka lög og reglugerðir, sumar meingallaðar? Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri að sinni. Ef menn hafa áhuga og nennu á að ræða þetta við mig af einhveiju viti hér á síð- um blaðsins þá er ég tilbúinn til þess. 10. janúar 1991 Hallgrímur Hróðmarsson kennari í MH. henni er Sovétstjómin harðlega átalin fyrir yfirgang gagnvart Eystrasaltslöndunum. I ályktun- inni segir meðal annars: „Það er engin leið að afsaka þá svívirðilegu og grófu valdbeit- ingu sem sovéska hemaðarveldið hefúr beitt í Litháen og Lettlandi. Það veldur vonbrigðum hvemig Sovétstjómin hefur svikið áform sín um umbætur og frið. NFS sættir sig ekki við hótanir og valdbeitingu. Ágreining verður að leysa við samningaborðið. NFS krefst þess að sovéska ríkisstjóm- in láti þegar af hemaðaraðgerðum og hefji samningaviðræður í stað valdbeitingar." Stjóm BSRB minnir á að i lok mánaðarins munu fulltrúar allra samtaka innan NFS - þeirra á meðal fulltrúi BSRB - sitja ráð- stefnu verkalýðssamtakanna í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Sovétstjómin má vita það að við emm ráðin í að styðja við bakið á félögum okkar í Eystrasaltslönd- unum með ráðum og dáð, og munum því fylgjast grannt með gangi mála.“ ÞRANDUR SKRIFAR Erhægtað semja um sannleikann? Félagsvísindastofnun hefur spurt kjósendur hvort þeir vilji að Islendingar gangi í Evrópubanda- lagið og líka um hve mikið þeir viti um bandalag þetta. Ekki undr- aðist Þrándur að meirihluti kjós- enda skyldi endilega vilja komast í bandalagið. Aftur á móti kom skemmtilega á óvart að fimmti hver kjósandi veit ekki betur en ísland sé í EB, og hefur Þrándur áður gert þessa merku uppgötvun að umræðuefni. í fyrrakvöld sýndi Sjónvarpið svokallaðan lokaþátt í röð „fræðsluþátta" um EB sem Ingi- mar lngimarsson hefur séð um og Þrándur hefúr líka gert að umtals- efni. Lokaþátturinn var bestur fýrir þá sem vilja í raun vita eitt- hvað um kosti og galla þess að ganga í Evrópubandalagið. Þátt- urinn var þess vegna líka fróðleg- ur fyrir stjómandann sem fram að þessu hefur ekki tekist að koma auga á gallana. Þama sátu foringj- ar allra flokkanna sem taldir em eiga möguleika á aðild að næstu ríkisstjóm (en sjálfan guðfoður ríkisstjómarinnar, Stefán Val- geirsson, vantaði), og ræddu fram og aftur um EB og ísland. Allt var það mikið tal og skemmtilegt á köflum, einkum þó undir lokin þegar fjölskyldumálefni utanrík- isráðherrans komust í brennidep- il. Maður er nefndur Gunnar Schram, fyrrum þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, nú prófessor við Háskóla íslands. Sérfróður er hann um málefni Evrópubanda- lagsins og kallaður til skrafs og ráðagerða um þau efni þegar nokkuð liggur við. Og nú lá mikið við; allir helstu stjómmálaforingj- ar landsins (fyrir utan Stefán Val- geirsson, Halldór Blöndal og Olaf Þórðarson) mættir í sjónvarpssal og greindi greinilcga á. Greip þá stjómandinn til gamals viðtals við Gunnar þar sem prófessorinn gerði sig beran að því að hafa aðra afstöðu en utanríkisráðherrann. Ráðherranum brá nokkuð við þessi tíðindi, sem vonlegt var, og kvaðst myndu snúa sér til tengda- móður sinnar, liklega til að fá skýringar eða þá til að segja pró- fessomum til syndanna. Fyrir þetta tiltæki hlaut ráðherra ómælda virðingu Þrándar; svona eiga sýslumenn að vera. Ævin- lega með svar á reiðum höndum við öllum vanda en auk þess virð- ist Ijóst að fjölskyldur professors- ins og ráðherrans mætast i tengdaforeldmm hins síðamefnda og því eðlilegt að taka vandamál af þessu tagi til úrlausnar í fjöl- skylduboðum. Umræður um pólitík em oft í leiðinlegra lagi, eins og allir vita, enda munu Islendingar vera manna slyngastir í þrætubókarlist og deilum um aukaatriði. Innskot utanríkisráðherrans (og nú ætlar Þrándur meira að segja að tala i alvöru) var yndislega islenskt og þrælglettið að auki. Hitt er svo allt annað mál að þáttur þessi opin- beraði fyrir sjáanda að umræðu- efnið er í meira lagi heitt. Þannig lýstu málsmetandi menn yfir því að þátttaka í Evrópsku efhahags- svæði væri næstum það sama og að vera í Efnahagsbandalaginu. En ekki varð betur skilið af um- mælum annarra, sem em líka málsmetandi, en slíkar fullyrðing- ar væm álíka mikils virði og baul í kú. Þegar þættinum var lokið, og Þrándur býsna lukkulegur yfir frammistöðu foringjanna, þá sat hann kyrr dálitla stund á eftir og hugsaði um það sem hann sá og heyrði. Áður en langt um leið fylltist hugur hans samúð - ekki með þátttakendunum, ekki heldur með Gunnari Schram, sem þarf líklega að svara til saka við þýð- ingarmikið eldhúsborð, og ekki heldur með stjómandanum. Sam- úðin er óskipt og einlæg með þeim hluta þjóðarinnar sem Fé- lagsvísindastofnun spurði á sín- um tíma um afstöðuna til Efna- hagsbandalagsins, því hvemig á hún að vita hvað er rétt og hvað er rangt þegar þeir sem hafa eiga vit fyrir þjóðinni geta alls ekki komið sér saman um sannleikann? -Þrándur. Fimmtudagur 24. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.