Þjóðviljinn - 24.01.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 24.01.1991, Side 7
ÞJÓÐMÁL Markaðs- og útbreiðslunefnd Gæði, hreinleiki, heilbrigt líf Steingrímur Hermannsson: Þurfum að taka okkur taki. Baldvin Jónsson: Þarf að marka stefnu í umhverfismálum Hugmyndir um að markaðs- setja ísland miðast helst við það að auglýsa landið sem stað þar sem tekið hefur ver- ið á umhverfismálum. Kjörorðin væru: gæði, hreinleiki og heil- brigt líf. Menn eru hinsvegar sammála um að hér vanti stefnu í Hrun loðnustofnsins Lögð hefur verið fram þings- ályktunartillaga þess efnis að Al- þingi kjósi fimm manna nefnd til að gera úttekt á atvinnumálum byggðarlaga þar sem loðnu- vinnsla hefur verið veruleg með hliðsjón af fyrirsjáanlegu hruni loðnustofnsins. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar Jón Sæmundur Siguijóns- son, Ain., segir í greinargerð að flest þau byggðarlög þar sem loðnubræðsla fer fram byggi af- komu sína nær eingöngu á vinnslu sjávarafla. Loðnubrestur bætir ekki um betur i plássum þar sem atvinnuástand er nú þegar ótryggt. Því er fyllsta ástæða til að mæta ástandinu með markviss- um aðgerðum, segir í greinar- gerðinni. Stunda- kennarar Kristin Einarsdóttir, Kvl., hef- ur beint þeirri fyrirspum til menntamálaráðherra Svavars Gestssonar hvers vegna stunda- kennarar hafí ekki samningsrétt. Hún spyr líka hvaða rök séu fyrir því að stundakennarar njóti ekki kjara samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga heldur samkvæmt einhliða ákvörðun ráðherra. Að lokum er spurt hversvegna stundakennarar njóti ekki hlið- stæðra kjara fyrir stundakennslu og fastráðnir kennarar við Há- skóla íslands. Mengunarbrot Elín S. Harðardóttir, Alfl., hefúr lagt fram þingsályktunartil- lögu þar sem Alþingi myndi álykta að skora á samgönguráð- herra Steingrím J. Sigfússon að setja nú þegar reglugerð um sekt- ir vegna laga um vamir gegn mengun sjávar. I greinargerð segir að sektar- ákvæðum laganna hafi ekki verið beitt þar sem reglugerðina vantar. En hafharstjóra og lögreglustjóra er heimilt, samkvæmt þessum lögum ffá 1986, að beita sektum vegna losunar eða úrkasts á hafn- arsvæði sínu. Matvælaastoð úti í kuldanum Jón Sæmundur Siguijónsson dró fyrir viku í Sameinuðu þingi til baka þingsályktunartillögu sína um matvælaaðstoð til Sovét- ríkjanna. Jón Sæmundur sagði að hann hafi upphaflega hugsað tillöguna sem merki þess að Island virti það sem væri að gerast í Sovétríkjun- um og hefði átt sér stað síðustu ár. „En allt í einu kemur Gorbatsjov í bakið á okkur með stalinískum aðferðum," sagði Jón Sæmundur og vísar til innrásar sovéska hers- ins í Litháen. Hann taldi því rétt að draga tillöguna til baka sem merki þess að Alþingi íslendinga fordæmdi aðgerðir sovéskra yfir- valda í Litháen. -gpm umhverfismálum. Þörf er á miklu átaki í þeim efnum, en talið er að slíkt átak væri auðveldara hér á landi en annarsstaðar vegna smæðarinnar. Þetta kom fram þegar skýrsla markaðs- og útbreiðsluneftidar Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra var kynnt á dögun- um. Nefndin spratt uppúr hug- myndum um að fylgja eftir þeirri góðu kynningu er landið hlaut vegna leiðtogafúndarins 1986 með því að skapa góða ímynd af því í hugum útlendinga. Stein- grímur Hermannsson sagði að nefndinni hefði verið gefnar fijálsar hendur og komið með fullt af tillögum sem sumar við fýrstu sýn gætu virkað broslegar, en væru meintar í fúllri alvöru. Þúsund ára borgin Fljótandi borg er nýtti orku sjávarfalla, nýtti sjófang og stein- efni úr hafinu auk sólarorku er ein þessara hugmynda. Það eru breskir aðilar sem hafa áhuga á að reisa svona borg og er Island eitt þeirra landa sem kemur til greina og telja aðstandendumir legu landsins ákjósanlega, auk þess sem hér búi fiskveiðiþjóð, meng- un sé lítil og mikil orka sé fólgin í ám, vötnum og iðmm jarðar. Borgin sem kölluð er Millenium City, og þýða mætti sem Þúsund- áraborgin, yrði fest með akkeri milli eyja eða í firði og myndi stíflan sem myndaðist nýtast við orkuframleiðslu. í borginni yrðu bílar óþarfir, hana mætti minnka og stækka eftir þörfum og mönn- um gæfist tækifæri hennar vegna til að kynnast hafinu betur. Umhverfislottó Nefndin ræddi margar tillögur sem miða að því að koma landinu í sviðsljós atburða, sérstaklega á umhverfimálasviði. Nefht hefur verið alþjóðlegt umhverfislottó og nú þegar hafa þær hugmyndir verið viðraðar við sjónvarps- stöðvamar CNN og Sky. Einnig að hér yrðu veitt umhverfisverð- laun af svipaðri stærð og umfangi og Nóbelsverðlaunin. Þá hefur einnig verið nefndur alþjóðlegur umhverfismánuður þar sem lögð yrði áhersla á að halda ráðstefhur hér á landi. Nefndin fjallaði einnig um til- lögur varðandi heilbrigðismál, ferðamál og annað slíkt sem allt miðaði að því að ísland yrði ímynd heilbrigðis og hreinleika. Nefndin fékk til liðs við sig breska aðila er kynntu hvemig ætti að nmarkaðssetja ísland í Bretlandi á ekki ósvipaðan hátt og stórfyrirtæki kæmu vöm- merkjum sínum á markað. Mark- miðið væri að fá Breta til að hugsa, að sé varan íslensk þá hljóti hún að vera eftirsóknar- verð. Slíkt myndi þó kosta margra ára átak og hundmð miljóna króna. Breska fyrirtækið Forum Communications Ltd. sér um feg- urðarsamkeppnina Ungfrú Heim- ur og kom fram sú hugmynd að keppninni yrði sjónvarpað héðan landinu til framdráttar. Margar fleiri hugmyndir er að finna í skýrslunni, en fulltrúi for- sætisráðherra í nefndinni Baldvin Jónsson sagði að Island þyrfti að marka stefnu í umhverfismálum. Það þarf að vera fyrsta skrefið svo hægt væri að skapa ímynd gæða, hreinleika og heilbrigðs lífs. Und- ir þetta tók forsætisráðherra og taldi hann landann þurfa að taka sér tak i þessum efiium. -gpm Hugmyndir markaðs- og útbreiðslunefndar ganga meðal annars út á að hér við land verði reist fljótandi borg sem ýtti undir það sjónarmið að ísland væri land gæða, hreinleika og heilbrigðs lífs. Hér mætti hugsa sér að fyrir akkerum lægi borg sem nýtti sér orku sjávarfalla. LAUNAGREIÐENDU Innheimta tiygaingagjalds R Þann 1. janúar 1991 komu til fram- kvæmda lög um tryggingagjald. Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að inna af hendi af vinnulaunum, reiknuðu endurgjaldi o.fl. Með því er sameinuð innheimta launatengdra gjalda. Tryggingagjaldið kemur í stað launaskatts, lífeyristrygginga- gjalds, slysatryggingagjalds, atvinnuleysistryggingagjalds og vinnueftirlitsgjalds. Gjaldstig tryggingagjalds Tryggingagjald er lagt á í tveimur gjaldflokkum, þ.e. sérstökum og almennum. •í sérstökum gjaldflokki er gjaldið 2,5% af gjaldstofni. I þeim flokki eru landbúnaður, iðnaður og sjávar- útvegur. •í almennum gjaldflokki er gjaldið 6% af gjaldstofni. í þeim flokki eru allar aðrar gjaldskyldar atvinnu- greinar sem ekki falla undir sérstak- an gjaldflokk. Gjalddagi og eindagi Gjalddagi tryggingagjalds er 1. dagur hvers mánaðar vegna launa næstliðins mánaðarog eindagi er 14 dögum síðar. Gíróseðlar Á næstu dögum fá launagreið- endur sendan áritaðan gíróseðil vegna tryggingagjalds með upp- lýsingum um greiðanda, greiðslu- tímabil o.fl. Skil er unnt að gera í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, í Reykjavík hjá tollstjóra. Þeir sem ekki hafa gíróseðil en þurfa að standa skil á trygginga- gjaldi geta fengið sérstakan greiðslu- seðil, RSK 5.28, hjá innheimtu- mönnum tryggingagjalds. Upplýsingabæklingur Nánari upplýsingar um trygginga- gjald er að finna í sérstökum upplýs- ingabæklingi sem sendurverður launagreiðendum á næstu dögum. SSK RÍKISSKATTSTJÓRI ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.