Þjóðviljinn - 24.01.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1991, Blaðsíða 12
þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 24. janúar 1991 16. tölublað 56. árgangur ... alla daga áff^ARNARFLUG P INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - simi 29577 ■ SPURNINGIN ■ Spurt á framboðsfundi Dagsbrúnar Hvernig heldur þú að kosningar í Dagsbrún fari? Dounreav Islendingar geta haft áhrif Arnar Þór Óskarsson starfsm. Vatnsveitu R.vikur: Ég þori ekki að segja til um úr- slitin, en það er kominn tími til að skipta um forustu. Stjórnin er bæði oröin þreytt og gömul. Sveinn Austmann, vinnur við sorphirðu: Ég spái því að Gvendur Jaki haldi velli, hann er minn maður. Ég vil ekki sjá þessa kettlinga sem eru í mótframboðinu. Guðmundur Hafliðason borgarstarfsmaður: Ég vil engu spá um úrslitin. Mótframboðið á rétt á sér. Það er full þörf á því að ýta við for- ystunni með þessum hætti. Chris Bunyan, talsmaður NENIG: Sá dagur kemur að flutningar á hættulegum úrgangi milli landa verður bannaður. Baráttan gegn Dounreay fœr góðar viðtökur á Islandi E* g tel að með stuðningi íslands og ann- arra Norðurlanda megi stöðva flutninga geislavirks kjarnorkuúrgangs til Dounreay. Islendingar hafa beitt sér í málinu og hafa áhrif. Ríkisstjórn íslands hefur að vísu ekki beitt sér af þeirri hörku sem skyldi, en það er nú eðli ríkisstjórna, segir Chris Bunyan, talsmaður samtakanna NENIG á Hjalt- landseyjum, í samtali við Þjóðviljann. Samtökin hafa verið virk í baráttunni gegn starfsemi stöðvarinnar í Dounreay. Bunyan var hér á landi í gær og fyrradag og ræddi mál- efni Dounreay við þingmenn og ráðherra. Is- lendingar hafa lengi verið í fararbroddi í bar- áttunni gegn starfseminni i Dounreay, enda er talið að Iíffíki hafsins geti stafað veruleg hætta af henni. Þýski úrgangurinn Bunyan segist hafa fengið góðar viðtökur hér á landi og að hans sögn mun Júlíus Sólnes umhverfismálaráðherra taka Dounreay-málið upp á fundi norrænna umhverfisráðherra eftir helgina. Helsta áhyggjuefni andstæðinga stöðvar- innar í Dounreay nú er flutningur á geislavirk- um úrgangi til endurvinnslu og geymslu í Do- unreay. Þjóðviljinn sagði frá því nýlega að reynt hefði verið að senda geislavirkan úrgang ffá Þýskalandi um Rotterdam til Skotlands, en sú tilraun mistókst. Flytja átti úrganginn á venjulegu ffaktskipi, en hafnarverkamenn í Rotterdam neituðu að vinna við lestun úr- gangsins um borð í slíkt skip, enda stríðir það gegn samþykktum Alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna. Sendingunni var því snúið aftur til Þýskalands, en að sögn Bunyans, verður líklega gerð önnur tilraun til þess að koma úrganginum til Skotlands á skipi sem ekki fullnægir kröfum um slíkan flutning. Sanngjörn krafa - Þeir munu reyna að flytja þetta um höfn þar sem verkamennimir eru ekki í stéttarfé- lagi. Slíkar hafnir eru því miður víða, segir Bunyan. Hann hefur beðið íslenska ráðamenn að beita sér fyrir alþjóðasamþykktum sem gera ráð fyrir að aðeins megi flytja geislavirkan úr- gang á skipum sem hafa sérstaklega verið byggð fyrir slíka flutninga. Þannig telur hann að hægt verði að koma í veg fyrir að stöðin í Dounreay nái samningum við kjamorkuver víða um heim. Skip sem sérstaklega eru byggð fyrir flutning á geislavirkum kjamorkuúrgangi eru afar fá, og það er dýrt að leigja þau. Buny- an telur að ef aðeins verður hægt að flytja úr- ganginn á slíkum skipum, verði Dounreay- stöðin af samningum um endurvinnslu og geymslu á úrgangi. Flutningabann - Það er sanngjöm krafa að úrgangurinn verði aðeins fluttur á sérstaklega til þess byggðum skipum. Það mun jafnframt gera Dounreay mjög erfítt fyrir að ná samningum. - Langtímamarkmið okkar er að stöðva Við þurfum stuðning (slendinga og annarra þjóða til þess að koma i veg fyrir flutning á hættuleg- um úrgangi milli landa, segir Chris Bunyan við Þjóðviljann. Bunyan ræddi þessi mál við þingmenn og ráðherra í gær og fýrrdag. Mynd Jim Smart. samninga af þessu tagi, en það tekur tíma. Til þess þurfum við stuðning Islendinga, annarra Norðurlanda, Evrópuráðsins og annarra Evr- ópuríkja og svo ffamvegis. Þessi barátta verð- ur ekki unnin á einum degi. En ef við getum stöðvað flutningana er mikilvægum áfanga náð og ég hef trú á að við munum vinna þessa baráttu. A síðustu árum hafa yfirvöld sýnt því meiri skilning að banna verði flutninga á hættulegum úrgangi og sá dagur mun koma að bann verður lagt við slíkum flutningum, segir Bunyan. Þá verður hver framleiðandi úrgangsins ábyrgur fyrir geymslu hans, en getur ekki flutt hann til annarra landa. Bunyan tekur þó skýrt íram að það sé ekki sama hvað gert verði við úrganginn, en segist sammála Júlíusi Sólnes um að geyma eigi hann á öruggan hátt á yfir- borði jarðar, sem næst framleiðslustaðnum. Svíar hafa meðal annarra sýnt því áhuga að senda úrgang til Skotlands. Júlíus Sólnes hefúr gert athugasemd við þau áform, og að sögn Bunyans mun Júlíus einnig taka það upp á fundi norrænu umhverfisráðherranna. - Eg vona að þetta mál hafi komið svo illa við sænsku stjómina að hún muni koma í veg fyrir að þessi áform sænska kjamorkuiðnaðar- ins verði að veruleika. Stjómin getur vissulega komið i veg fyrir þetta, segir Chris Bunyan. Hann fór héðan í morgun og hyggst leita stuðnings við málstað sinn i Noregi og Svíþjóð á næstu dögum. -gg Gísli Jónsson, vinnur í kjötvinnslu Nóatúns: Ég ætla ekki að spá öðru en því að úrslitin verði rétt, hvernig svo sem fer. RAFRÚN H.F. Smíöjuvegi 11 E Alhliða rafverkta kaþjónu sta Sími641012

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.