Þjóðviljinn - 24.01.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.01.1991, Qupperneq 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Að láta að sér kveða Á mælikvarða heimsbvggðarinnar er ísland lítið í öll- um skilningi. Þegar útlendingum, sem ekki þekkja til hér á landi, er skýrt frá því að landsmenn séu Ijórðungur úr miljón rekur þá einatt í rogastans og trúa naumast að hér sé flestar þær stofnanir að finna sem nauðsynlegar eru í nútíma samfélagi og sjálfstæðu þjóðríki. Löngum hefur verið dregið í efa að smáþjóðir gætu haft áhrif á þróun heimsmála. Þetta er vissulega rétt ef þær láta smæðina villa sér sýn. Islendingar hefðu til að mynda aldrei geta komiö fótunum undir efnahag lands- ins ef þeir hefðu óttast smæðina þegar þeir hófu baráttu fýrir útfærslu landhelginnar. Aðferðirnar sem notaðar voru gegn breskum togurum og flota hennar hátignar dugðu til að lokasigur vannst. Smæðin og vopnleysið urðu ekki til trafala, heldur þvert á móti. Við Eystrasalt eru þrjú ríki, öll smá á mælikvarða heimsbyggðarinnar eins og við, að feta vandrataða slóð til sjálfstæðis. Hún er vandrötuö vegna þess að við er að glíma stórveldi sem ræður yfir ógrynni vopna. Fyrir fá- einum misserum hefði vafalaust engum dottið ( hug að sjálfstæði til handa ríkjunum við Eystrasalt væri raun- hæfur möguleiki. Ástandið í Sovétríkjunum og okkar heimshluta var þá í svo föstum skorðum að enginn reiknaði með umtalsverðum breytingum á næstu árum. Nú eru aðstæðurnar allt aðrar. Styrkur dverganna hefur vaxið vegna þess að þeir hafa fengið tækifæri til að segja frá því sem þeir vilja og risinn er illa þjakaður af eigin sjúkleika. Yfirlýsingar Alþingis og ríkisstjórnar íslands breyta væntanlega einar og sér ekki gangi mála við Eystrasalt en þær eru framlag sem skiptir máli. Ferð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra til Eystrasaltsríkjanna á dögunum er einnig mikil- vægt framlag, sem ef til vill vekur ekki mikla athygli í heimsfréttum um þessar mundir, en í henni felst uppörv- un á erfiðri stund. Um þessar mundir er hér staddur formaður utanríkis- málanefndar litháíka þingsins. í næsta mánuði mun menningarmálaráðherra Litháens taka þátt í málþingi í Reykjavík um Evrópu og íslenska menningu. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur þekkst boð um að fara í opinbera heimsókn til Litháens og í gærfjallaði rík- isstjórnin um leiðir til að styðja Eystrasaltsríkin í sjálf- stæðisbaráttu þeirra. í samþykktinni felst að óskað er skýringa Sovétstjórnarinnar á athæfi sovéska hersins í Litháen og Lettlandi að undanförnu. Er skýringanna ósk- að á grundvelli samkomulags um öryggi og samvinnu í Evrópu. íslendingar munu beita áhrifum sínum hjá Sam- einuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu, Evrópuráð- inu og Norðurlandaráði, sendinefndir alþingismanna munu heimsækja þjóðþing landanna, samskiptum milli Alþingis og þjóðþinga landanna verður komið á formleg- an grundvöll og síðast en ekki síst verður kannað 'þieð hvaða hætti megi staðfesta stjórnmálasamband við rík- in formlega. Allt eru þetta dæmi um ráðstafanir sem ein smáþjóð getur á raunhæfan hátt gripið til í því skyni að styðja við bakið á annarri. Þær hafa mikið táknrænt gildi, eins og málum er nú háttað í Evrópu, þar sem gerðir hafa verið þýðingarmiklir samningar til að tryggja frið og verja sjálf- stæði þjóða. Þær eru til vitnis um að Islendingar geta lát- ið að sér kveða á alþjóðavettvangi með þeim hætti sem sæmir vopnlausri þjóð. hágé. Nýjaldarfólkið I þessum pistlum hefur stund- um verið vikið að þeirri undarlegu blöndu sem kallar sig nýjaldar- hreyfíngu. En þar slær saman öllu mögulegu, eins og menn vita: endurholdgunarhugmyndum, spíritisma, galdri, náttúrutrú, um- hverfisvemdarhyggju, glefsum úr hinum og þessum trúarbrögðum og mörgu fleim. Mætti æra óstöð- ugan að greina það allt í sundur og segja þetta er gott, þetta slæmt og þetta skiptir ekki máli, enda verð- ur það ekki reynt. Það sem er svo einna leiðin- legast við nýjaldarfólk er að það lætur sem það fari með einhveijar spánýjar bólur og fylgir með yfír- vættis skortur á hjartans lítillæti. En flest af því sem með er farið á þessum vettvangi er vitanlega hundgamalt þótt sumar áherslur séu nýlegar (þá tengdar ótta manna við að nú sé svo mjög á auðlindir jarðar gengið að „veisl- an“ sé að verða búin). Þessi kenn- ing um að nýjaldarlið fari með spánnýjan sannleika kemur t.d. fram í viðtali í DV við eiganda verslunarinnar „Betra líf‘ á dög- unum, en þar segir: Vertégþaö Sveinki „Fyrstu skilaboðin um þörf á breyttri framkomu manna hvers gagnvart öðmm og umhverfi sínu bámst gegnum miðla seint á síð- ustu öld og hafa ágerst eftir því sem líður á öldina.“ Það er ekki nema eðlilegt að svona tal fari nokkuð í taugamar t.d. á kristnum mönnum, sem þykjast hafa heyrt „skilaboð um þörf á breyttri framkomu manna“ fyrir margt löngu: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Og að því er varðar umhverfismál, þá em það ekki miðlar heldur nátt- úmfræðingar sem koma þeim í al- vöm af stað, og það var ekki um síðuslu aldamót því miður, heldur síðar. Hinsvegar hafa „skilaboð“ eða öllu heldur siðaboð gegn þeirri græðgi sem m.a. kemur náttúrunni á heljarþröm verið fastur liður í boðskap flestallra mannkynsfræðara, merkra sem ómerkra. Stríð og næmleiki Um þessar mundir verða til margar undarlegar kenningar um áhrif þess að strið er okkur sýnt í beinni útsendingu eða svo gott sem. (Með öðrum orðum: það sem til er ætlast að við sjáum af striðinu við Persaflóa.) Ein slík kenning kom fram í Alþýðublaðinu á dögunum i pistli eftir Guðmund Einarsson fyrrum alþingismann. Hún er á þá leið, að menn upplifi styijaldir því sterkar sem þeir sjá meir af þeim í sjón- varpi jafnóðum og tíðindi gerast. Guðmundur segir meðal ann- ars: „Sá sem stendur á fertugu hef- ur lifað Kúbudeilu og Víetnam svo hann muni. En þessi stríð snertu okkur lítt á Islandi því við sáum þau sjaldan í mynd og aldrei á tíma“ (m.ö.o. jafnóðum og at- burðir gerðust). Þetta er rangt (fyrir nú utan það að Kúbudeilan var deila, en ekki stríð). Svo sannarlega kom Víetnamstriðið mönnum mikið við og kom af stað miklu tilfinn- ingaróti, eins þótt sjónvarpsefni úr þvi stríði væri margfalt minna en frá Persafióastríði nú. Líklega höfðu fréttir og ljósmyndir frá því striði sterkari áhrif á fólk en sjón- varpssendingar allan sólarhring- inn þessa dagana. Vegna þess blátt áfram að ímyndunaraflið sem set- ur sér hlutskipti fólks fýrir sjónir var ekki eins þrældofið orðið og núna, þegar sjálft fréttaflóðið eins og snýr öllu í skemmtun og leik einskonar. Tískan og efnahagurinn Ýmsar kenningar merkar eru til um hagfræði. Ein snýr að kven- fatatísku. Hún er i stuttu máli sú, að pils og kjólar styttist eða síkki eftir efnahagsástandinu. Þegar allt er á uppleið, þá styttast kjólfaldar. Þegar efhahagsástand versnar, þá síkkar kvenfatnaður og verður all- ur efhismeiri. Ein útskýringin á þessu fyrirbæri er sú, að þegar kreppa er reyni ffamleiðendur að bæta sér upp sölutregðu með því að hafa sem mestan íburð og nota sem mest af dýrum efnum í fatnað þeirra tiltölulega fáu kvenna sem enn hafa efni á að borga. Heiðar Jónsson snyrtir tekur með sínum hætti undir þessa kenningu í tískusamantekt i Morgunblaðinu um síðustu helgi. Hann segir að tíska og klæðaburð- ur kvenna sé alltaf í andstæðu við efnahagsástandið. Þegar „slæmt peningaástand“ ríkir þá verður tískan mjög dýr. Hann segir að ís- lensk tíska hafi líklega aldrei ver- ið dýrari en nú og „efhahags- ástandið er að sama skapi erfitt. Á uppgangstímunum upp úr 1970 hentu allar konur bijóstahöldur- unum og fóru í mussur og mol- skinnsbuxur. Þá reyndi enginn að vera finn, enda efnahagsástandið tiltölulega gott þá“. Hvers vegna? Snyrtirinn spáir því svo, að aldamótatískan verði „glitrandi kjólar með perlusaumi", enda bíði okkar erfiðir tímar í efhahag. Það er nú ekki úr vegi að menn klóri sér dálitið í hausnum yfir þessu eins og öðru. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, að þegar að kreppir, þá fækkar þeim sem hafa efni á dýrum flíkum. En hitt er furðulegt, ef það gerist um leið, að þeir eða þær sem efni hafa á dýrri tísku, verði á krepputíma enn fiknari en áður í það að Iáta mikið á sínu ríkidæmi bera. Enn frekari í því að státa (með íburðarmiklum fatnaði) af sinni velgengni eða heppni: „Þetta hefi EG nú, en þið megið snapa gams, eymingjamir mínir.“ ÁB ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garöar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrlður Siguröardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.