Þjóðviljinn - 30.01.1991, Blaðsíða 2
FRETTIR
Kosningar
Kjördagur 20. apríl
Ríkistjórnin ákvað á fundi
sínum í gærmorgun að
þingkosningar fari fram 20.
apríl í vor. Hinn 25. aprfl eru
rétt fjögur ár liðin frá síðustu
kosningum, en samkvæmt
kosningalögum á að kjósa ann-
an laugardag í maí eða 11. maí.
Það er í von um samstöðu að
rikisstjómin ákveður þennan dag,
en í máli Halldórs Ásgrimssonar,
staðgengils forsætisráðherra, um
þingsköp í efri deild kom ífam að
það væri vilji ríkisstjómarinnar að
kjósa i maí, enda væri það lög-
ffæðilegt álit ýmissa að slíkt bryti
ekki í bága við stjómarskrána.
Þrátt fyrir það er farið að vilja
Sjálfstæðismanna sem eindregið
hafa lýst því að kjósa beri í apríl
þó þingflokkurinn hafi haft auga-
stað á 27. apríl eða fjórða iaugar-
degi í apríl líkt og fyirir fjórum ár-
um.
Þingskapammræða um þetta
mál stóð í hartnær tvo tima í gær
og hóf Halldór Blöndal, Sjfl., um-
ræðuna og vildi hann mótmæla
því sem varaþingflokksformaður
flokksins að hafa ekki fengið
fféttir af þessu á undan ffétta-
mönnum sem stuttu áður höfðu
sýnt honum fféttatilkynningu for-
sætisráðherra um þetta mál. Hann
fagnaði hinsvegar að þessi dagur
hafi verið valinn kjördagur. Dan-
ffíður Skarphéðinsdóttir, Kvl.,
mótmælti því, að í tilkynningunni
er staðhæft að öll stjómarandstað-
an leggist gegn kjördegi hinn 11.
maí. Hún lýsti þeirri skoðun þing-
flokksins að 11. maí væri ákjós-
anlegri dagur eftir að fram hefði
komið lögfræðiálit um að það
bryti ekki í bága við stjómar-
skrána. Aðrir þingmenn urðu til
að mótmæla apríldeginum og
töldu þjónkun ríkisstjómarinnar
við Sjálfstæðisflokkinn heldur
mikla í þessu.
Verði breytingar á stjómar-
skránni sem lagðar voru fram á
þingi í gær samþykktar, þurfa
þingmenn ekki að hafa ffekari
áhyggjur af þessu, þar sem i þeim
er gert ráð fyrir að þingmenn
haldi umboði sínu til kjördags. En
breytingar þessar fela aðallega í
sér að þingið verði gert að einni
málstofu. -gpm
Hekla
Tíð gos og stutt
Hraunrennsli frá gosstöðvunum helmingur þess sem rann í Vestmannaeyjagosinu.
Hekla yngri en talið var
Jarðfræðingar og jarðeðlisfræðingar kynntu í gær fyrstu niðurstöður
rannsókna sinna á Heklugosinu. Mynd: Jim Smart.
skilegt er að Helda gjósi
sem oftast, sagði Ágúst
Guðmundsson jarðfræðingur á
fundi þar sem kynntar voru
helstu niðurstöður rannsókna á
Heklugosinu í gær. Þar kom
fram að svo virðist sem
eldfjallið Hekla hafi ekki
myndast fyrr en rétt fyrir
landnám.
- Ef skammt er milli gosa
kemur vanalega lítið upp af gos-
efnum, kviku og gjósku, og þá
stafar minnst hætta af gosunum,
að sögn Ágústs.
Nýtt hraun úr Heklu þekur
rúmlega 20 ferkílómetra og er
áætlað rúmmál þess um 0,12 rúm-
kílómetrar, sem er helmingur þess
hrauns sem rann í Vestmanna-
eyjagosinu 1973. Vísindamenn
segja gosið, sem hófst þann 17.
þessa mánaðar kl. 17, um margt
svipað Heklugosinu 1980/81, sem
talið er sem eitt gos.
Jarðfræðingamir Ágúst Guð-
mundsson, Níels Oskarsson,
Haukur Jóhannsson og Oddur
Sigurðsson, auk jarðeðlisfræðing-
anna Bryndísar Brandsdóttur,
Ragnars Stefánssonar og Páls
Einarssonar, ræddu fyrstu niður-
stöður athugana sinna á Heklu-
gosinu við blaðamenn.
Sögðu þau gosið hafa gert lítil
boð á undan sér. Fyrstu skjálftar
komu fram á mælum hálftíma fyr-
ir gos, og á svipuðum tíma urðu
snöggar breytingar á streitumæl-
um, sem em í borholum í 14-45
km fjarlægð frá Heklu. Þær mæl-
ingar em gerðar til að fylgjast
með jarðskjálftum á Suðurlandi.
Ragnar Stefánsson sagði
hugsanlegt að gosið hefði gert
boð á undan sér, en menn væru
enn ekki færir um að skilja þau
boð. Aldrei hefðu hins vegar ver-
ið gerðar jafn miklar mælingar og
nú og mætti hugsa sér að menn
sæju eftir á hvað var að gerast.
Visindamennimir lögðu
áherslu á að mikilvægt væri að
reyna að sjá gos fyrir eða a.m.k.
gera sér fljótt grein fyrir hvað á
seyði væri, jafhvel þótt gos yrðu
langt frá mannabyggð, því að það
skipti t.d. öryggi i lofti miklu
máli. Gosstrókurinn náði rúmlega
11 km hæð 10 mínútum eftir að
gos hófst. Til samanburðar má
geta að gosstrókurinn árið 1947
var hæstur 27 km. Öskufall var þó
mun minna í þessu gosi en árið
1980. Askan barst aðallega norð-
norðaustur.
í byijun gossins gaus víða í
fjallinu, en fljótlega varð virknin
bundin við suðurhlíðar. Síðustu
daga hefur eingöngu gosið í ein-
um eða tveimur gígum á sprungu
sem gengur suðaustur ffá toppi
fjallsins.
Mest gaus á fyrstu klukku-
stundunum eftir að Hekla lét á sér
kræla. Fljótt fór að draga úr gos-
inu, þótt það hefði tekið dálítið
við sér við og við aftur, fór það
smádvínandi í heild. Nú kraumar
lítillega í Heklu og fastlega er bú-
ist við að ekki verði meira úr gos-
inu að sinni. Hallamælingar sem
gerðar vom við Heklu sl. laugar-
dag benda til þess að fjallið hafi
sigið nokkuð eflir kvikuflæðið úr
þrónni undir því.
Vísindamenn tóku ffam að
niðurstöður þeirra væru bráða-
birgðaniðurstöður. Enn væru
nokkur atriði varðandi gosið óljós
og sögðu þeir loftmyndir af því
fyrstu stundimar vel þegnar. BE
Sif Tulinius, Sigurbjörn Bernharðsson, Arinbjörn Árnason og Sigurjón
Halldórsson.
Einleikarapróf
með Sinfóníunni
Tónlistarskólinn í Reykjavík
og Sinfóníuhljómsveit íslands
halda tónleika í Háskólabíói ann-
að kvöld, fimmtudag, kl. 20. Tón-
leikamir em fyrri hluti einleikara-
prófa fjögurra nemenda sem út-
skrifast munu ffá skólanum í vor.
Einleikaramir em Sigurjón Hall-
dórsson klarinett, Sigurbjöm
Bemharðsson og Sif Tulinius
fiðlu og Arinbjöm Ámason pí-
anó. Á efnisskrá em verk eftir C.
Nielsen, Sibelius, Dvorák og
Liszt. Aðgöngumiðar em seldir
við innganginn.
Mannlíf og saga
í Helsinki
Dagana 4.-24. febrúar er fyr-
irhugað að setja upp á Kjarvals-
stöðum viðamikla sýningu undir
yfirskriftinni Helsinki - mannlíf
og saga. Það er Raimo Ilaskivi yf-
irborgarstjóri Helsinki sem er að-
alhvatamaður að uppsetningu
sýningarinnar. I tengslum við
sýninguna verða Helsinkidagar í
Reykjavík og koma fjölmargir
fmnskir listamenn til Reykjavíkur
sem munu setja Helsinkibrag á
Reykjavík fyrstu vikuna sem sýn-
ingin verður opin. Meðal þeirra
sem koma em Ilaskivi borgar-
stjóri, djasshljómsveitin UMO
Big Band og söngflokkurinn Tríó
Saludo. Þá mun handboltalið frá
Helsinki keppa í Reykjavík og
fmnskur matreiðslumaður mun
sjá um eldamennsku á fmnskum
sælkeradögum á Hótel Loflleið-
um. Finnski klipplistamaðurinn
Eero Manninen klippir út myndir
af gestum á Kjarvalsstöðum og á
sælkerakvöldum á Loftleiðum.
Fjöruskoðun
aðvetrarlagi
Sjötti rabbfundurinn sem
Náttúmvemdarfélag Suðvestur-
lands og Náttúmfræðistofnun
Kópavogs stendur að verður í
Náttúmfræðistofunni Digranes-
vegi 12, niðri, og hefst kl. 21
fimmtudaginn 31. janúar. Fjallað
verður um hvemig undirbúa megi
skemmtilega fjömferð laugardag-
inn 2. febrúar, en þá verður mesta
útfíri á árinu (stærstur straumur).
Háfjara verður kl. 14.43 í Reykja-
vík. Á fundinum verða kynntar
nokkrar tegundir lífvera sem
finnast í fjömnni á þessum árs-
tíma, hvemig nálgast megi þær
best og hvemig hægt er að fylgj-
ast með atferli þeirra. Þá verður
vísað á fróðleik sem er að finna
um lífríki fjörunnar. Næsti rabb-
fundur verður fimmtudaginn 7.
febrúar. Hann mun fjalla um líf-
ríki Tjamarinnar í Reykjavík og
hefst kl. 21 í Náttúmfræðistof-
unni.
Grísk tónlist
Grikklandsvinafélagið Hellas
heldur fræðslufund um gríska
tónlist annað kvöld, fimmtudag,
kl. 20.30. Fundarstaður er Kom-
hlaðan, bak við Lækjarbrekku,
Bankastræti 2. Þorkell Sigur-
bjömsson tónskáld flytur fyrir-
lestur. Hann mun koma víða við í
erindi sínu, enda á tónlistin sér
langa sögu í Grikklandi. Þekking
manna á fomgrískri tónlist er að
vísu takmörkuð, en tónlistararfúr
Grikkja er mikill og fjölbreytileg-
ur, allt frá býsönskum kirkjusöng
r
Isaíiörður
Meirihlutinn
klofinn
Meirihlutinn í bæjarstjórn
ísafjarðar er klofinn í afstöðu
sinni til nýs ráðningarsamnings
við Harald L. Haraldsson bæjar-
stjóra. Aðilar vildu lítið tjá sig
um málið í gær, en þeir komu
saman til fundar síðdegis í gær
til þess að reyna að jafna ágrein-
inginn.
Á fúndi bæjarráðs í fyrradag
var tillaga að nýjum ráðningar-
samningi við bæjarstjórann felldur
af einum fúlltrúa meirihlutans, Ge-
org Bæringssyni, og fúlltrúa
minnihlutans. Kolbrún Halldórs-
dóttir, bæjarfúlltrúi í- listans,
greiddi samningnum atkvæði sitt.
Gert er ráð fyrir því að dregið
verði úr greiðslum til bæjarstjórans
vegna aksturs, að húsaleiga verði
hækkuð og að hann greiði sjálfúr
fyrir rafmagn og hita. Ágreinging-
ur er hins vegar um hvort á að bæta
honum þetta tap með öðm. Kol-
brún segist vilja bæta honum tapið
með fjölgun yfírvinnutíma. Hún
fúllyrðir jafnframt að hún hafi
stuðning þriggja af fimm bæjar-
fúlltrúum meirihlutans við þetta.
Sem kunnugt er var I-listinn
klofhingsffamboð Sjálfstæðis-
manna á ísafirði síðast liðið vor og
var Haraldur L. Haraldsson oddviti
listans. í-listinn náði tveimur bæj-
arfulltrúum, en D-listinn þremur.
Þessir listar mynduðu svo meiri-
hluta í bæjarstjóm eftir kosning-
amar. Nú er talið að sá meirihluti
hangi á bláþræði.
Georg Bæringsson vildi ekki
tjá sig um málið við Þjóðviljann í
gær og ekki tókst að ná tali af Ólafi
Helga Kjartanssyni, forseta bæjar-
stjómar.
Kolbrún Halldórsdóttir sagðist
í gær vona að hægt yrði að ná sam-
komulagi um þetta mál, en hún
vildi ekki leggja mat á hvort líkur
væm á að meirihlutasamstarfið
brysti vegna þessa ágreinings.
- Við höfum þurft að yfirstíga
marga erfiðleika í þessu samstarfi.
Eg treysti því að við munum geta
hreinsað andrúmsloftið í þessu
máli. Það er alltaf hægt að koma til
móts við menn, það er bara spum-
ing um hvaða leið verður valin,
segir Kolbrún.
-gg
og sérstæðri alþýðutónlist með
austrænum blæ til nútíma tón-
verka í alþjóðlegum anda. Þorkell
mun fylgja máli sínu eftir með
tóndæmum af bandi og svara fyr-
irspumum. Öllum heimill að-
gangur.
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra hefúr boðið Darius
Kuolys menntamálaráðherra Lit-
háens að sitja þing ráðuneytisins
um Evrópu og íslenska menn-
ingu. Málþingið verður haldið 23.
febrúar nk. Menntamálaráðherra
átti viðræður við formann utan-
ríkismálanefndar litháiska þings-
ins Emanuelis Zingeris, þegar
hann var staddur hér á landi í síð-
ustu viku og, var þá þessi ákvörð-
un tekin.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. janúar 1991