Þjóðviljinn - 30.01.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1991, Blaðsíða 3
FRETTIR Hafnarfíörður Grynnkað á skuldum Fjárhagsáætlun Hafnarjjarðar: Stór hluti nettóskuldar greiddur niður. Framkvæmdir sáralitlar Fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- arbæjar fyrir þetta ár ein- kennist af því að verulegur hluti skulda verður greiddur niður á árinu, en framkvæmdir verða sáraiitlar. Frumvarp að fjár- hagsáætlun var lagt fram í bæj- arstjórn í gær. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram í greinargerð bæjar- stjóra með frumvarpinu fara 315 miljónir króna í niðurgreiðslu skulda á þessu ári, en til saman- burðar má geta þess að í fyrra var gert ráð íyrir rúmlega 40 miljón- um í sama tilgangi. Nettóskuld bæjarins er sögð vera um miljarð- ur króna. Á hinn bóginn verður sáralítið um nýframkvæmdir. Áætlunin gerir ráð íyrir að 84 miljónir króna fari í eignfærða fjárfestingu og er þar aðallega um að ræða fjárveitingar til skóla- og íþrótta- mannvirkja. Um 300 miljónir króna eiga að fara í gatnagerð, holræsi, viðhald og fleira. Gert er ráð fýrir því í frum- varpinu að heildartekjur bæjarins verði rúmir tveir miljarðar króna á árinu. Þar er um að ræða 16,8 prósent hækkun frá fýrra ári. Þessi mikla hækkun helgast lýrst og fremst af því að íbúum Hafhar- fjarðar fjölgaði á síðasta ári um 4,5 af hundraði, langt umfram landsmeðaltal. Hafnfirðingar greiða 6,7 prósent í útsvar og er áætlað að tekjur bæjarins af út- svari verði 856 miljónir króna. Rekstrarútgjöld verða fryst á þessu ári miðað við áætlun síðasta árs. Gert er ráð fýrir að tæp 57 prósent tekna fari í rekstur, eða sambærilegt hlutfall og árið á undan. Framkvæmt var af miklum krafti í Hafnarfirði á síðasta kjör- tímabili og var áherslan lögð á byggingu skóla, íþróttamann- virkja og dagvistarstofnana. -gg Sióðshappdrætti HHÍ sótti um í desember Ragnar Ingimarsson: Þvífleiri happdrætti, þeim mun minna í hvers hlut. Oli Þ. Guðbjartsson: Um er að rœða ígildi peningahappdrættis Sjóðshappdrætti til stuðn- ings flugbjörgunarmálum og skák kom nokkuð til um- ræðu á Alþingi fyrir jólin, en á sama tíma sótti Happdrætti Há- skóla Islands um að starfrækja svipað happdrætti til dóms- málaráðuneytisins. Happdrætti Háskóla íslands hefur einkarétt á peningahapp- drættum og i lögum frá 1986 var HHÍ veitt einkaleyfi til skyndi- happdrætta og til að sækja um annarskonar happdrætti en flokkahappdrætti. Sjóðshappdrætti er öðruvísi en flokkahappdrættin, sem stóru félögin reka, því í sjóðshapp- drætti renna peningamir i einn sjóð og eru vinningar dregnir út í þeim sjóði og þá í hlutfalli við hvað mikið kemur inn. Ragnar Ingimarsson forstjóri HHÍ sagði að ein ástæða þess að happdrættið hefði lagt inn þessa umsókn væri að sígandi samdrátt- ur hefði verið í flokkahappdrætt- inu síðustu ár og því vildi HHI bregðast við með nýjum leiðum. Sigurður Jónsson aðstoðar- maður dómsmálaráðherra sagði að umsókn HHÍ væri til af- greiðslu og á vinnslustigi og að ómögulegt væri um það að segja hvenær því verki yrði lokið. Hann taldi að ef úr yrði þyrfti að setja um þetta nákvæmari reglur í reglugerð. Við áffamhaldandi 1. umræðu um frumvarp til laga um sjóðs- happdrættið í vikunni lagði dóms- málaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson til að frumvarpinu yrði breytt þar sem fleiri aðilar en Landssam- band flugbjörgunarsveita og Skáksamband íslands hafi komið inní dæmið, en það eru Slysa- vamafélag Islands, Landssam- band hjálparsveita skáta og Rauði kross Islands. Happdrætti þetta yrði ígildi peningahappdrættis þar sem vinn- ingar yrðu í formi ríkisskulda- bréfa og rynnu 20 prósent af nettó hagnaði til Rannsóknaráðs ríkis- ins. Af öðrum hagnaði eiga 37,5 prósent að renna til björgunar- samtakanna, 12,5 prósent til Skáksambandsins og afgangurinn eða 50 prósent eiga að renna í þyrlu- og björgunarsjóð til fjár- mögnunar björgunarþyrlu. Happ- drætti HI greiðir 20 prósent einkaleyfisgjald sem hefur mnnið til byggingaframkvæmda rann- sóknastofnana ríkisins. Ragnar sagði að sér finndist þetta undarlegt ffumvarp þar sem HHÍ hefði verið veitt þetta einka- leyfi í lögunum nr. 23 frá 1986. Hann sagði að ef af lagasetning- unni yrði þá yrðu þessi tvö happ- drætti á sama markaði. Hann taldi að því fleiri sem happdrættin yrðu, þeim mun minna kæmi hreinlega í hlut hvers um sig. Likt og fýrir jól, er 1. umræða hófst, gagnrýndi Eyjólfúr Konráð Jónsson, Sjfl., frumvarpið sem hann taldi vera lúmska leið rikis- valdsins til skattheimtu vegna hluta sem ekki hafi fengist rúm fýrir á fjárlögum. -gpm 72% foreldra bama sem eiga börn á dagvistarheimilum I Reykjavfk telja að leikskólinn eigi að heyra al- farið undir menntamálaráðuneytið. Mynd: Jim Smart. væri síst til bóta. „Félagsmálaráð telur því að fella þurfi niður úr ffumvarpi til laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga öll ákvæði er lúta að dagvist bama, að undanskilinni 31. gr.“ Á aðalfúndi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt tillaga þar sem segir að fúndurinn telji óráðlegt að flytja dagvistarmál milli ráðuneyta, þ.e. frá menntamálaráðuneyti yfir til fé- lagsmálaráðuneytis. I tillögunni segir orðrétt: „Aðalfundur SSH tel- ur mikilvægt að stuðla að ffamþró- un dagvistarmála og auka tengsl milli leikskóla og grunnskóla innan menntakerfisins. Þvi telur fundur- inn rétt að halda þessum málaflokki innan menntamálaráðuneytisins." Félagsmálaráð Akureyrar og dagvistarfúlltrúi lýsa yfir ánægju með leikskólaffumvarpið og telja að verði frumvarpið að lögum sé Jóhanna einangruð í umsögnum til nefndar þeirrar, sem samdi frumvarp um leik- skóla er Svavar Gestsson menntamálaráðherra hyggst leggja fram, kemur fram mjög eindreginn stuðningur við það að leikskólinn eigi að heyra undir menntamálaráðuneytið. Jóhanna Sigurðardóttir félagsntálaráð- herra virðist því vera einangruð í þeirri stefnu að færa leikskólann inn í frumvarp um heildarlöggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga. I umsögn ffá Foreldrasamtök- unum, félagi áhugafólks um mál- efni bama, segir m.a. að það sé skoðun samtakanna að leikskólinn eigi eingöngu að heyra undir menntamálaráðuneytið. Einnig kemur fram i umsögn Foreldrasam- takanna að þau telji frumvarpið tímamóta ffum varp. í áliti Fóstrufélagsins kemur sama skoðun ffam, að málefni leik- skóla eigi að heyra alfarið undir menntamálaráðuneytið. Þá styður Fóstmfélagið þá hugmyndaffæði sem fram kemur í ffumvarpinu. Kennarasamband Islands er „andvígt því að yfirstjóm dagvist- armála verði færð ffá menntamála- ráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. KI telur óheppilegt að kljúfa á þann hátt sem frumvarpið gerir ráð fýrir yfirstjóm þessa málaflokks og telur skorta tryggingu fýrir því að ekki rofni sú samfella og heildarsýn í uppeldisstarfi dagvistarstofnana og gmnnskóla sem nauðsynleg er öllu uppeldisstarfi í landinu." Fjármagnið vantar Miðstjóm Alþýðusambands Is- lands fjallaði einnig um leikskóla- ffumvarpið. í áliti miðstjómarinnar koma fram efasemdir um það að markmiðum ffumvarpsins verði náð nema að einnig verði samþykkt frumvarp til laga um fjármögnun leikskóla, sem var fylgirit með leik- skólafrumvarpinu, en einsog kunn- ugt er hefur það frumvarp ekki náð ffam að ganga í ríkisstjóminni. Þá leggur miðstjómin áherslu á að frumvörpunum, þ.e. leikskóla- frumvarpinu og fjármögnunarfrum- varpinu, verði ekki breytt á þann hátt að réttur bama til vistunar verði skertur né heldur skyldur sveitarfé- laga til uppbyggingar og rekstrar leikskólans. I umsögn miðstjómar ASI segir að það veki athygli að vistun mála- flokksins verður áfram í mennta- málaráðuneytinu en í lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga er gert ráð fyrir að viss atriði sem varða leikskólann skuli vistuð bæði í menntamálaráðuneyti og félags- málaráðuneyti. í því sambandi bendir miðstjóm ASÍ á að í nefnd- inni sem samdi frumvarpið um leikskólann hafi setið fulltrúar frá ASÍ „svo segja má að helstu sjónar- mið Alþýðusambandsins hafi kom- ist til skila í áliti nefndarinnar." I áliti BSRB segir að stjóm BSRB fagni lagaffumvarpi um leikskóla og styðji þau markmið að leikskólinn verði fyrir öll böm, óski foreldrar eftir því. Þá er stjóm BSRB því meðmælt að mennta- í BRENNIDEPLI Jóhanna Sigurðardóttir virðist einangruð í þeirri afstöðu sinni að færa hluta af málefnum leikskólans yfir í félagsmálaráðuneytið málaráðuneytið fari með yfirstjóm leikskólamála. „Stjóm BSRB styð- ur eindregið það átak til eflingar og uppbyggingar leikskólans sem boð- að er í ffumvarpi til laga um leik- skóla.“ Ymis sveitarfélög sendu inn álit sitt á ffumvarpinu. Þar vekur mesta athygli niðurstaða borgarráðs Reykjavíkur, sem mælir ekki með samþykkt ffumvarpsins vegna þess að með samþykkt þess sé „um of gengið á forræði sveitarfélaga" og i öðm lagi ekki tryggt að málaflokk- urinn verði eingöngu í mennta- málaráðuneytinu. Borgarráð byggir umsögn sína á mati stjómar Dagvistar bama, en í umsögn Dagvistar bama segir: „Það er yfirlýst stefna Dagvistar bama í Reykjavík að málefni leik- skóla verði áffam vistuð í mennta- málaráðuneytinu. Samkvæmt Iaga- ffumvarpi því sem hér liggur fýrir er engan veginn tryggt að svo sé.“ Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar fjallaði einnig um málið og í umsögn þess kemur ffam að ráðið er sammála því gmndvallarsjónar- miði að dagvistarheimili fýrir böm séu uppeldis- og menntastofnanir og hljóti því að heyra áffam undir sömu yfirstjóm og gmnnskólar. Þá segir í álitinu að öll þróun í starfi dagvistarheimila hér á landi styrki æ betur þennan skilning og að víkja ffá þessu grundvallarsjónarmiði stigið heilladijúgt skref í þá átt að tiyggja rétt bama til viðunandi upp- eldisskilyrða ffá því að fæðingaror- lofi lýkur og þar til gmnnskóla- ganga hefst. I áliti Akureyringanna kemur ffam að sameiginleg yfir- stjóm allra skólastiga í mennta- málaráðuneytinu ætti að tryggja betri heildarsýn og samfellu og sameiginleg ráðgjafarþjónusta af hálfú Fræðsluskrifstofii umdæm- anna sömuleiðis. Nefndinni sem vann að leik- skólaffumvarpinu bámst þrjár um- sagnir frá sveitarfélögum á Suður- landi. í umsögn bæjarráðs Selfoss segir að félagsmálaráð bæjarins telji það spor aftur á bak að dreifa dagvistarmálum á fleiri aðila og að eðlilegt sé að þau heyri áffam undir menntamálaráðuneyti einsog verið hefúr. I umsögn félagsmálaráðs Vest- mannaeyja um leikskólaffumvarpið er lögð til sú breyting „að dagvist bama heyri alfarið undir mennta- málaráðuneytið einsog verið hef- ur.“ Bæjarstjóm Hveragerðis fagnar frumvarpinu og telur það tryggja bömum góð uppeldisskilyrði undir handleiðslu sérmenntaðs fólks. Þá telur bæjarstjómin rétt að mennta- málaráðuneytið hafi umsjón með leikskólum. I umsögninni kemur einnig ffam að bæjarstjómin telji óeðlilegt að dagvistun bama heyri undir tvö ráðuneyti og að þessi málaflokkur eigi að heyra alfarið undir menntamálráðuneytið. Flutningi dagvistarmála mótmælt Nefndinni sem vann að leik- skólafrumvarpinu barst einnig bréf sem Steingrími Hermannssyni var afhent haustið 1989 með undirskrift 1782 starfsmanna leikskóla þar sem mótmælt er hverskonar hugmynd- um um að flytja málefni leik- skóla/dagheimila í félagsmálaráðu- neytið. Þá barst nefndinni bréf ffá For- eldrafélagi leikskólans Hálsaborgar sem sent var alþingismönnum i desember sl. Þar kemur fram að foreldrar mótmæla því að dagvist- armál verði flutt að hluta til félags- málaráðuneytis. Lýst er yfir ein- dregnum stuðningi við leikskóla- ffumvaipið einsog það kom ffá for- skólanefndinni svo og við ffumvaip um ríkisffamlag til sveitarfélaga vegna leikskóla. Einnig studdist nefndin við nið- urstöðu könnunar sem foreldrasam- tökin gerðu í Reykjavík í fýrra, en þar kemur ffam að 72 prósent for- eldra bama sem eiga böm á dag- vistarheimilum telja að þessi mála- flokkur eigi eingöngu að heyra undir menntamálaráðuneytið. -Sáf Miðvikudagur 30. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.