Þjóðviljinn - 30.01.1991, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Georgía
Stofnun þjóðvarðarliðs ákveðin
Virðist eiga að koma í stað sovéska hersins þarlendis. Tilskipun um sameiginlegt eftirlit
hers og lögreglu lýst ógild
ing sovéska Iýðveldisins Ge-
orgíu samþykkti í gær í einu
hljóði að lýðveldið komi sér upp
þjóðvarðarliði, er taki við hlut-
verkum sovéska hersins þar-
lendis. Eru ungir menn sam-
kvæmt samþykktinni skyldugir
til að ganga í þessar fyrirhug-
uðu liðssveitir og eiga refsingar
yfir höfði sér ef þeir óhlýðnast
kvaðningu um það.
Pólland
12%
efnahags-
samdráttur
Verg þjóðarframleiðsla Pól-
lands skrapp saman um 12 af
hundraði s.l. ár, samkvæmt
upplýsingum frá hagstofu
pólska ríkisins. Er þetta kennt
hörðum sparnaðarráðstöfun-
um stjórnvalda, sem gerðar
voru í þeim tilgangi að koma á
markaðsbúskap í atvinnulíf-
inu.
1 framleiðslu ríkisrekinna
iðnfyrirtækja varð á árinu hrap,
því að hún minnkaði um 23 af
hundraði. Raunlaun lækkuðu um
28 af hundraði og við það dró
mjög úr neyslu. Það hafði alvar-
legar afleiðingar fyrir mörg fyrir-
tæki er framleiða fyrir innan-
landsmarkað.
Að sögn vestrænna hagfræð-
inga var enginn hagvöxtur hjá
Pólverjum árið 1989. S.l. ár tók
Þýskaland við af Sovétríkjunum
sem helsta viðskiptaland Pól-
lands. Var um fjórðungur allra ut-
anríkisviðskipta Pólverja á árinu
við Þjóðverja.
Gorbatsjov Sovétríkjaforseti
hefur fordæmt fyrirætlanir stjóm-
valda og þinga annarra lýðvelda
af sama tagi og má búast við að
nú stefiii í alvarlegan árekstur
með honum og Georgíustjóm, því
að með áminnstri samþykkt virð-
ast Georgíumenn hafa gengið
lengra i þá átt að koma sér upp
eigin her en nokkurt annað sov-
éskt lýðveldi hingað til.
Ráðamenn í Georgíu virðast
gera ráð fyrir að landar þeirra,
sem nú em í sovéska hemum,
þjóni þar skyldutíma sinn á enda,
en að hætt verði að kveðja nýliða
í þann her í Georgíu. Samkvæmt
fyrstu fréttum um þessa samþykkt
Georgíuþings er þó ýmislegt í
óvissu um þetta.
Borís Jeltsín, Rússlandsfor-
seti, sagði í s.l. mánuði að vera
kynni að Rússland kæmi sér upp
eigin her, með fúllveldisyfirlýs-
ingu sinni tók Ukraína sér rétt til
þess og Eystrasaltslýðveldin þijú
krefjast þess að Eistir, Lettar og
Litháar í sovéska hemum verði
einungis látnir gegna herþjónustu
í ættlöndum sínum.
Vera má að sú ákvörðun vam-
ar- og innanríkisráðuneyta Sovét-
rikjanna að láta hermenn taka þátt
í löggæslu með lögreglunni í
helstu borgum hafi ráðið úrslitum
um að Georgíumenn ákváðu að
stofna þjóðvarðarlið. Þing þeirra
lýsti i gær þá tilskipun ráðuneyt-
anna ógilda hvað Georgíu við-
véki. Rússneska stjómin for-
dæmdi þessa tilskipun einnig í
gær og sagði í henni felast gróft
brot gegn fullveldi lýðveldisins.
Ráðuneytin tvö segja þessa
ráðstöfún nauðsynlega til að
draga úr glæpum, sem hefur farið
fjölgandi og em fyrir löngu orðn-
ir stóralvarlegt vandamál í sov-
éskum borgum, en fijálslyndir
Sovétmenn og sjálfstæðissinnar í
lýðveldum telja að með þessu
nýja eftirlitsfyrirkomulagi eigi að
bæla niður andóf gegn sovésku
stjóminni og hemum.
Reuter/-dþ.
Vinningstölur laugardaginn
26. janúar 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 7.231.840
2. iTM 5 150.728
3. 4af 5 243 5.349
4. 3af 5 7.555 401
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
12.314.842 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Hermenn sovétstjórnar - ákvörðunin um að skipa þeim til löggæslustarfa vekur ugg og snörp gagnviðbrögð
lýðvelda.
Fiölmiðlun
Sex risar drottnandi um aldamót?
Risafyrirtæki um útgáfu og
fjölmiðlun láta til sín taka á
æ fleiri sviðum og þenjast út svo
ótt að um aldamótin verður að
líkindum svo komið, að ein sex
risafyrirtæki ráði mestu á þess-
um vettvangi. Er þetta sam-
kvæmt skýrslu frá Alþjóðlegu
vinnumálastofnuninni (ILO).
Af fjölmiðlunarrisum sem
ILO spáir svo bjartri framtíð em í
frétt um þetta tilnefndir Time
Wamer Inc, bandarískur og
stærsta fjölmiðlasamsteypa
Markaðir - kyrrð
og friður
Rólegheit einkenndu gull- og
verðbréfamarkaði í gær og hráol-
íuverðið á heimsmarkaði var
19,65 dollarar á tunnu hjá North
Sea Brent Blend í Lundúnum
(verðspá fyrir mars). Bendir það
til þess að í fjármála- og við-
skiptaheiminum séu menn þessa
stundina ekki yfrið áhyggjufúllir
af Persaflóastríði.
Tisch fyrir rétt
Harry Tisch, fyrmm forseti
austurþýska verkalýðssambands-
ins sem nú er ekki lengur til, var
leiddur fyrir rétt í Berlín í gær,
ákærður fyrir spillingu og fjár-
drátt. Er hann sá fyrsti af forustu-
mönnum austurþýska ríkisins úr
fiokki kommúnista sem fyrir slíku
verður. Tisch er 63 ára. Til standa
réttarhöld yfir tveimur úr sama
fomstuhópi, Erich Mielke, fyrmrn
æðsta manni öryggisþjónustunn-
ar, og Erich Honecker, sem lengi
var æðsti maður ríkis og ríkis-
flokks.
Chevenement
segir af sér
Jean-Pierre Chevenement,
vamarmálaráðherra Frakklands,
sagði af sér í gær út af óánægju
með stefnu stjómarinnar í Persa-
flóadeilu. Við tekur af honum Pi-
heims, Hachette í Fralddandi,
News Corp Plc í eigu Ástralíu-
mannsins Ruperts Murdoch,
Thomson Corporation í Kanada
og Maxwell Communication
Corp Plc í Bretlandi.
Eftir þessu að dæma em það
engilsaxar, sem ráða munu mestu
í fjölmiðlun á komandi ámm, sem
og raunar hingað til.
Fjölmiðlunarrisamir fram-
leiða nú ekki einungis blöð og
bækur, heldur og kvikmyndir,
myndbönd, segulbandstæki,
erre Joxe, innanríkisráðherra og
eindreginn stuðningsmaður Mitt-
errands forseta. Chevenement,
sem er rúmlega fimmtugur og var
rótttækur vinstrisinni á yngri ár-
um, var frá upphafi Persaflóadeilu
gramur Mitterrand út af því að
honum þótti forsetinn taka of ein-
dregna afstöðu með Bandaríkjun-
um í deilunni.
Varalið gegn hryðju-
verkahættu
Sænska lögreglan hefúr kvatt
til starfa 200 varaliða vegna hættu
á hryðjuverkum út ffá Persaflóa-
stríði. Verður liðsauki þessi not-
aður til aukinnar öryggisgæslu
við sendiráð og ýmsa staði aðra í
Stokkhólmi. Talsvert hefur verið
um hermdarverk, sem talið er að
framin hafi verið af stuðnings-
mönnum íraks, frá því að Persa-
flóastríð braust út, í Evrópu og
annarsstaðar, einkum í Grikklandi
og Tyrklandi, en hingað til hefúr
ekki mikið manntjón hlotist af
því.
Flugvélatjón
Bandamenn í Persaflóastríði,
sem nú hefur staðið yfir í tæpar
tvær vikur, segjast hafa skotið
niður 49 stríðsflugvélar fyrir Irök-
um frá ófriðarbyrjun og misst 25
sjálfir, þar af nokkrar vegna vélar-
bilana og annarra óhappa. Hafa
Bandaríkjamenn þar af misst 16
flugvélar og Bretar sex. Af flug-
geisladiska o.fl. Náin sambönd
eru komin á með risafyrirtækja-
samsteypum þessum annarsvegar
og framleiðendum í iðnaði og
auglýsingafyrirtækjum hinsvegar,
segir í skýrslunni.
Þar segir ennfremur að þótt
fjölmiðlunarrisamir hugsi hnatt-
rænt, muni þeir fyrst og ffemst
starfa út ffá vissum stórborgum í
vestræna heiminum og eru í því
sambandi nefhdar New York,
Lundúnir, París og Sydney.
Reuter/-dþ.
liðum sem með þessum vélum
bandamanna vom er einn látinn,
svo vitað sé með vissu, en 27 eru
skráðir týndir eða teknir höndum.
Lokasigur f Sómalílandi
Talsmaður eins uppreisnar-
flokksins í Sómalílandi lét hafa
eftir sér í gær að Mohamed Siad
Barre, forseti þar síðan 1969, væri
nú kominn heilu og höldnu til
smáeyjar einnar sem heyrir undir
Kenýu. Barre, sem samkvæmt
sumum fféttum er um sjötugt, en
að annarra sögn um áttrætt, flýði á
sunnudag frá Mogadishu, höfuð-
borg Sómalílands, og fór fyrsta
áfangann akandi í skriðdreka og
þann síðasta á bátkænu. Sómalsk-
ir uppreisnarmenn, óvinir Barre,
munu nú hafa unnið Iokasigur í
striðinu við hann.
Þjóðverjar firra sig
ámæli
Þýska stjómin hefúr ákveðið
að leggja fram 5 5 miljarða doll-
ara í viðbót upp í herkostnað
bandamanna í Persaflóastriði.
Áður hafa Þjóðveijar lagt ífam
eða lofað að leggja ffam 3,6 mii-
jarða til vígbúnaðarins og stríðs-
ins þar syðra. Mun stjómin hafa
tekið ákvörðun um aukið ffamlag
til að firra sig ámæli vesturveld-
anna, er telja að Þýskaland hafi
staðið heldur slælega með þeim í
Persaflóadeilu.
6.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. janúar 1991