Þjóðviljinn - 30.01.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1991, Síða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Sjálfstæðismálin og kratapennarnir Eitt er það sem menn geta reitt sig á í umræðunni. Þegar sjálfstæðismál íslendinga (í víðum skilningi) eru á dagskrá, þá er eins víst að Alþýðublaðið og helstu höfundar þess blaðs og hins óháða og gulleita fylgirits þess, Pressunnar, reynist óþarfastir allra. Óþarfastir þeirri ágætu sérvisku að íslendingar ráði sem mestu sjálfir um þjóðlíf sitt og framvindu þess. Þetta kemur oft og iðulega fram á liðnum misserum, í Evrópuumræðunni. Það eru kratapennarnir sem ræki- legast eru haldnir Evrópufíkni. Sem brýst fram í því, að allt er margtíundað sem Evrópubandalagið segir um eigið ágæti og sögulega nauðsyn, en hlaupið yfir eða gert sem minnst úr öllum þeim vanda sem fylgir afsali fullveldis úr íslenskum höndum. Meira en svo: það eru einmitt kratapennarnir sem eru ákafastir í að lýsa hvern þann mann forpokaðan afturhaldsgaur sem gerist svo djarfur að efast um að í Evrópusamrunanum sé fundin leiðin til hins besta heims allra heima. Eina ferðina enn sjáum við þessi viðbrögð í umfjöll- un um þá uppákomu, að íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa gerst endurvarpsstöðvar fyrir engilsaxneskar stríðsfréttasyrpur mikinn part sólarhringsins. Við þessu hafa viðbrögð verið misjöfn: Menn hafa túlkað þetta sem bráðabirgðaástand við sérstakar aðstæður, eða undanlátssemi fyrirtæknilegum möguleikum í sjónvarpi sem stjórnvöldum hafði láðst að bregðast við áður. í rit- stjórnarskrifum þriggja dagblaða hefur komið fram ótví- ræð gagnrýni á þessa breytingu á fjölmiðlapólitík og bent á þá augljósu staðreynd, að með henni versnar staða íslenskrar tungu í svokölluðum ijölmiðlaheimi. Ekkert er hinsvegar fjær Alþýðublaðinu en gangrýn- in viðhorf af þessu tagi. í leiðara sínum um málið á fimmtudaginn var finnur blaðið ekki einu sinni neitt at- hugavert við endurvarpshlutverk íslenskra sjónvarps- stöðva, sem flestum finnst lágkúrulegt, líka þeim sem vilja opna fyrir erlent gervihnattasjónvarp. Óekkí. Blað- ið gerir sér lítið fyrir og kallar allt það sem sagt er um stöðu íslenskrar tungu í þessu samhengi „afdalahugs- un“. Það sér ekkert vafasamt við það sem gerðist, held- ur fagnaðarefni einbert - og grípur þá til þeirra öfug- mæla sem Alþýðuflokksmenn eru sérfræðingar í: það sem öðrum finnst meir en hæpið setur leiðarahöfundur upp sem einskonar sigur íslenskrar menningar, endur- varp á stríðsfréttum CNN og Sky er frelsisathöfn sem styrkir menningu íslands og þar fram eftir götunum. Alþýðublaðið segir með steigurlæti þess sem telur sig synda með tímanum að „erlendar fréttasendingar drepa ekki íslenska tungu eða rústa íslenska menn- ingu“. Því hefur heldur enginn haldið fram; hlutir gerast ekki með þeim hætti. Hitt er svo annað mál, að hér er verið að stíga enn eitt skrefið til þess að efla vægi enskrar tungu í fjölmiðlum, skref sem um leið gæti opn- að fyrir enn fleiri í sömu átt. Og sá er illa blindur sem neitar að spyrja sjálfan sig einnar einfaldrar spurningar: hve stóran skammt þola nýjar kynslóðir íslendinga af jafn voldugu og þó auðveldu tungumáli og ensku? Hve mikið telja menn óhætt að hljómi í eyrum barna af ensku með bæði þýddu filmuefni og óþýddu án þess að viðnám bili? Við höfum stærri hluta af engilsaxnesku efni inni á gafli nú þegar en nokkur önnur þjóð og svo til allt það efni sem verslað er með í bíóum og mynd- bandaleigum kemur úr sömu átt. Poppið mestallt líka, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Og nú eru semsagt að bæt- ast við fréttasendingar lungann úr sólarhringnum og þar á eftir íþróttafréttir og kannski spánnýjar poppfréttir og svo mætti áfram telja. Halda menn að slík þróun geti endalaust haldið áfram í eina átt án þess að það viðhorf láti verulega á sér kræla meðal ungs fólks, að íslenska sé alltof erfitt og sérviskulegt sveitamannamál og dugi alls ekki til allra hluta? ÁB Ólafur konungur Hákonarson verður jarðsettur I dag. Mildingur kvaddur í dag kv?ðja Norðmenn ágæt- an konung, Olaf Hákonarson, sem hefur reynst gleðilega ólíkur per- sónum í konungsfjölskyldum víðs vegar íyrir margra hluta sakir. Þótt hér sé ekki ástæða til að slúðra um orðstír og sögur af hæfni ýmissa annarra hirðmenna í nágrannalöndunum, þá er óhætt að fúllyrða að Olafur konungur skarað,i ffam úr því fólki á margan hátt. I stjómmálum hefúr hann trúlega verið einn áhrifamestur konunga, drotminga og þeirra for- seta sem svipaða stöðu hafa í nú- tímanum. Alkunna er að norskar ríkisstjómir létu þennan verðlaun- aða sjóara jafnan fylgjast grannt með kompás og sigfingu sinni, enda sat hann reglulega á þóftunni með þeim, fylgdist vel með og reyndist ráðagoður. Olafur kon- ungur ávann sér líka miklar vin- sældir almennings með ljúfri framkomu og yfirlætislausum stíl. Þótt lýðveldissinnum hafi nú sem betur fer heldur vaxið fiskur um hrygg á Norðurlöndum og í Bret- landi, þannig að líkur aukist á því að prjal og tildur hirðanna láti um síðir undan síga og endi á safninu, þá er ástæðulaust annað en að fagna því þegar ágætismenn hafa lent undir lcórónu og látið gott af sér leiða. Það,er því með fúllri virðingu sem Islendingar kveðja Olaf Noregskonung. Sumir hafa látið í það skína að umhyggja Ólafs og Norðmanna um minningu Snorra Sturlusonar og ræktarsemi við Reykholt hafi aðeins verið hluti af stórveldis- draumum Noregs, sem vilji eigna sér Leif heppna, Ameríku og helst íslensku miðaldamenninguna líka. En þetta er ástæðulaust. Norðmenn eru án efa sanngjam- astir Norðurlandaþjóða í okkar garð, og stilla sig um að klappa okkur a kollinn eins krökkum, sem því miður er æði oft plagsið- ur Dana og Svía. Refsi-ísland Þegar vaðið er í þeim herhvat- ar- flór sem birtist á vettvangi ým- issa fjölmiðla núna vegna Persa- flóaharmleiksins, þá rifjast upp að Islendingar em ekki alveg eins ffiðelskandi og vopnleysi þeirra efúr til kynna. Þeir vora meiri erfiskarlar óg refsiglaðari en Danir á yfirráðatíma þeirra hértil- lands. Það vora íslenskir embætt- ismenn með bókstafinn að vopni, en ekki danskir, sem hundeltu smælingjanapg dæmdu linnulítið, svo hlutfall Islendinga í refsivist var miklu hærra en þegna annarra svæða í danska ríkinu. Bjöm Th. Bjömsson er einn þeirra manna sem hafa bent á þetta í bókinni „Haustskipum" 1975, sem fjallar m.a. um átakanleg afdrif íslenskra sakamanna í Stokkhúsi, Rasphúsi og á Brimarhólmi. Það eru öfgar úr sjálfstæðis- baráttunni að Danir hafi beitt okk- ur einhveiju sérstöku harðræði fyrr á tíð. Danir reyndu að afnema hér niðurlægjandi vistarbandið á alþýðu manna, gegn vilja ís- lenskra þingmanna, mennta- manna og embættismanna, sem þar að auki marghöfnuðu að leiða trúfrelsi í lög, löngu eftir að því var á komið í Danmörku. Það má jafnvel segja að danskir kratar hafi haft vit fyrir pkkur og troðið fullveldinu upp á Islendinga, sem eyddu tímanum í riffildi um keis- arans skegg og vanræktu raun- verulegar framfarir í landinu, en eyddu orku sinni og hugviti í orð- hengilshátt og persónuníð öðra fremur. Og óbilgimi landans í styij- öldum byijaði ekki 17.febrúar 1991. Menn muna að Morgun- blaðið reyndi enn að duga banda- rískum málstað herforingjanna í Víetnamstríðinu, löngu eftir að víðtæk andstaða við þátttöku Bandaríkjanna hafði ratt sér tij rúms í stjómkerfinu þar vestra. I rauninni er engp líkara en stríðs- öskur margra Islendinga vegna Persaflóans núna, t.d. á síðum DV, sé hreinræktuð arfleifð þýlyndis hreppstjóranna og sýslumannanna sem hrönnuðu fólki í gapastokka og dýflissur á fyrri tið. Með illu skal íllt út reka, og allt það. Spánn norðursins Leynist kannski í íslenska þjóðareðlinu ákveðinn ofstopi sen) við viljum ekki horfa framan I? Ymsir kaþólikkar era stundum vanir að líta á Noreg sem ystu nöf mótmælendasiðar og uppnefna hann í gamni og alvöru „Spán norðursins“, vegna meintrar ís- kaldrar þröngsýni og öfga sem birtast í sumum hópum norskra mótmælenda, (og er þegar verst lætur í hefndar- og refsianda Gamla testamentisins) og bera þá saman við forstokkuðustu eintök kaþólskunnar, jámmenni á Spáni, í heimalandi Rannsóknarréttarins, þar sem falangistum reyndist auð- velt að rækta sinn blóðheita fas- isma. Þótt það komi Lúther kannski ekkert við, þá er það á allra vi- torði, að í Noregi er ansi áberandi slatti af skelkuðu fóiki, sem vill binda tilverana veralega í skorð- ur, því „agi verður að vera“ eins og góði dátinn Svæk orðaði það. Og sumir vilja tengja þetta þeirri staðreynd, að Norðmenn fangelsa stærri hluta af þjóð sinni en tíðk- ast á öðram Norðurlöndum. Hart skal.mæta hörðu, og allt það. Islendingar þykjast nú yfirleitt ekki hætishót líkir Norðmönnum á þessu sviði trúrækninnar og era stundum að halda því fram að þeir séu varla kristnaðir, heldur ósköp víðsýnir, fijálslyndir, menningar- sinnaðir og auk þess skilningsrík- ir á brestina í mannlegri náttúra. Þetta kann að vera hin versta sjálfsblinda, og umræðan um Persaflóastriðið í íslenskum fjöl- miðlum er allt í einu farin að víkka leiðir til skilnings á þjóðar- einkennum og menningarfleifð þjáninga- kristninnar þýsku sem nér hefur fengið að dafna á um- liðnum öldum. Þyturinn í vendi íetismans skekur leiðara DV essa dagana. Húsagatilskipun Harboes hefúr þá senntlega í rúm 200 ár átt sitt lúmska innskot í hjörtunum. Bömin fái sitt stríð Best er sennilega að lesa stríðsleiðara DV þessa dagana með hliðsjón af arfleiðinni úr hús- agatilskipun Harboes og Stóra- dómi og líta á höfúndana sem meðvitaða eða ómeðvitaða „Spánveija norðursins", með til- vísun til norsku hörkunnar sem áður er getið. Lítum svo á orð Jón- asar Knstjánssonar í leiðara DV í gær, sem nefnist „Friðardúfur baka ófrið“: „Enn era friðflytjendur að grafa undan vestrænum hugsjón- um. Þeir halda mótmælafúndi og skrifa undir mótmælaskjöl gegn hemaði bandamanna við Persa- flóa. Þeir fara í skólana og hræða bömin gegn stríði. Þeir vilja, að komandi kynslóðir hafni stríði al- gerlega." Nú er það einfaldlega svo, að fríðarsinnamir telja með stríðinu meiri hættur á ffamlengingu of- beldis, hörmunga og ójöfnuðar heldur en með öðrum lausnum á Kúvæt-málinu, sem ekki ómerk- ari menn en Jóhannes Páll II páfi og Willy Brandt fyrram Þýska- landskanslari hafa lagt til. En í leiðara DV segir svo hvorki meira né minna: „Friðflytj- endur á Vesturlöndum eiga óbein- an þátt í stríðinu við Persaflóa. Það era þeir, sem hafa fengið Saddam Hussein til að halda, að hann komist upp með landvinn- inga sína. Sá, sem boðar skilyrðis- lausan frið, er nytsamur sakleys- ingi, sem sogar að sér óírið.“ Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og allt það. ÓHT ÞJOÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.T Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Ragnar Kartsson, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjórí: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiðsla, rítstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvfk. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Heigarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.