Þjóðviljinn - 30.01.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 30.01.1991, Side 5
Reiknum ekki með kraftaverkum „Flestum er orðið Ijóst algert tilgangsleysi þeirra deilna sem allt oflengi settu marksitt á starf í Alþýðubandalaginu, “ segir Steingrímur Sigfússon ráðherra og varaformaður Alþýðubandalagsins í miðvikudagsviðtali Þjóðviljans. Ástandið í Alþýðubandalag- inu virðist nú miklu betra en áður. Hverju þakkar þú það? Ég er sammála þeirri afstöðu sem felst í spumingunni að heilsufar Alþýðubandalagsins er orðið betra. Þar kemur margt til. I fyrsta lagi held ég að flestum hafi verið orðið ljóst, raunar löngu ljóst flestum, algert tilgangsleysi þeirra deilna sem allt of lengi settu mark sitt á starf í Alþýðu- bandalaginu. I öðm lagi hafa framboðsmál flokksins verið að leysast með farsælum hætti í hveiju kjördæminu á fætur öðm. Þetta hefur gefið flokksmönnum aukið sjálfstraust á sama tíma og þeir em að horfa upp á vandræða- ganginn í öðmm flokkum. I þriðja lagi hefur flokkurinn með starfi sínu og þátttöku í ríkisstjóm verið mikill áhrifavaldur, hann hefur skipt máli og afsannað kenningar andstæðinga sinna um að hann hefði ekki lengur hlutverki að gegna í íslenskum stjómmálum. Þetta allt hefur auðveldað mönn- um að þjappa sér saman. Er flokkurinn að breytast og ef svo er í hvaða veru? Já, auðvitað er Alþýðubanda- lagið að breytast i takt við breytta tíma, nýjar aðstæður og ný verk- efni í stjómmálum. Ég er hins- vegar eindreginn talsmaður þess að þrátt fyrir breytingatíma varð- veiti flokkurinn trúnað við þau gmndvallaratriði sem hann bygg- ir á. Hver eru þau? Þau em jöfnuður í lífskjömm og aðstöðu, virk barátta fyrir lýð- ræði, mannréttindum og friði, og varðstaða um efnahagslegt og stjómmálalegt sjálfstæði lands- ins. Þú hefur stundum talað um grænan sósíalisma. Hvað áttu við? Já, ég er búinn að tala um grænan sósialisma i fimmtán ár eða ffá því að ég ákvað að ganga til liðs við Alþýðubandalagið, ffekar en að stofha flokk græn- ingja sem var til umræðu á náms; ámm mínum í Háskólanum. I mínum huga era sósíalismi og umhverfisvemdarstefna tvær greinar á sama meiði, og ég hef þá trú að menn nái meiri árangri með því að sameina þær áherslur í ein- um stjómmálaflokki heldur en að dreifa kröftunum. Grænn sósíal- ismi er hugarfar þar sem menn umgangast náttúruna og nýta auð- lindir án þess að ganga á rétt komandi kynslóða til að minnsta kosti sambærilegra lífsgæða og við njótum. Blint lífsgæðakapp- hlaup og gróðahyggja er tekin af stalli, en í staðinn sett virðing fyr- ir náttúmnni og líffíkinu og um leið lögð áhersla á að búa sem flestum jöfh og mannsæmandi lífskjör. Stangast þetta ekki á við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að semja um smíð erlends álvers á Islandi? Jú, það Iiggur í hlutarins eðli að erfitt er að samræma uppbygg- ingu mengandi stjóriðjustarfsemi áherslum um umhverfisvemd og jöfnuð. Ég tel þó ekki að þetta þurfi að vera ósættanlegar and- stæður og hef því treyst mér til að fylgja þeirri stefnu flokksins að útiloka ekki stjóriðju ef ýtmstu kröfum um mengunarvamir er mætt. Ekkert lát er á byggðarösk- uninni í landinu. Sérðu raun- hæfar Ieiðir tii að snúa henni við á allra næstu árum? Ég held að það séu engin kraftaverk til, sem á stuttum tíma leysi þau margbrotnu vandamál, sem byggðaröskuninni valda. Ég tel þó, að við séum þegar með störfum þessarar ríkisstjómar búnir að leggja grunninn með ýmsum aðgerðum sem hins vegar taka nokkum tíma að skila ár- angri. Ég á þar fyrst og fremst við gijörbreytt starfsskilyrði atvinnu- veganna á landsbyggðinni, en betri afkoma undirstöðugreina at- vinnulífsins, sjávarútvegs og landbúnaðar, fer að sjálfsögðu að skila sér með vaxandi umsvifum á landsbyggðinni. Ég hlýt líka að nefna stórar ákvarðanir um sam- gönguffamkvæmdir sem munu gerbreyta Iífsskilyrðum í heilum íjórðungum að ógleymdum atrið- um eins og jöfhun símkostnaðar. Þetta og margt fleira er óumdeil- anlega í rétta átt, en við skulum ekki búast við kraftaverkum. Landbúnaðurinn nýtur verndar hér sem annarsstaðar. I Gattviðræðunum er stefnt að breytingum á stuðningi við iandbúnað og að auka frelsi í viðskiptum með landbúnaðár- vörur milli landa. Stenst ís- lenskur landbúnaður slíkar breytinggar og samkeppni? Já, ég er sannfærður um að hefðbundinn búskapur mun halda velli svo fremi að starfsskilyrðum hans sé ekki breytt fyrirvaralaust eða með ósanngjömum hætti. Hér era að mörgu leyti ákjósanleg skilyrði til búskapar og aðstæður til að ffamleiða fyrsta flokks há- gæðavöm. Út frá því ber að skoða framtíðarmöguleika landbúnaðar- ins, en ekki eingöngu þeim erfið- leikum sem landbúnaður hér eins og víðast hvar annarsstaðar á vesturlöndum hefur gengið í gegn um undanfarin ár. Framtíðin ligg- ur í hágæða- og hollustuvömm. I því samhengi er staða okkar sterk. Verða styrkveitingar og nið- urgreiðslur vegna landbúnað- arframleiðsiunnar viðvarandi ástand á ísiandi? Útgjöld ríkisins í tengslum við landbúnað hafa verið á hraðri niðurleið undanfarin ár. Þau hafa lækkað úr 11-12% af rikisútgjöld- um niður í 4,5% á síðasta ári. Ég er sannfærður um að áframhald verður á þessari þróun samtímis því að landbúnaðurinn vimiur sig út úr þeim erfiðleikum sem um- framffamleiðsla og fallandi verð á mörkuðum hafa valdið. Skyn- samlegasta aðferðin til þess er að semja um aðlögun framleiðslunn- ar að markaðsaðstæðum og nauð- synlegar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir. Þetta er ná- kvæmlega það sem viðræður rík- isvaldsins og bænda um nýjan gmndvöll búvöruframleiðslunnar snúast um. Hversu langt eru samningar um nýjan búvörusamning komnir? Margháttuðum undirbúningi að gerð nýs samnings er að verða lokið. Ég geri mér vonir um að í sjónmáli sé víðtæk samstaða um samning sem i raun er ný land- búnaðarstefna til næstu ára. Til viðbótar viðræðum rikisins og bænda, er unnið af miklum krafti í nefnd, þar sem fulltrúar verka- lýðshreyfmgarinnar og vinnuveit- enda ásamt fulltrúum bænda og landbúnaðarráðuneytis eiga sæti. Nefndin tók til starfa í kjölfar kjarasamninga á sl. ári, og er ég ánægður með það jákvæða and- rúmsloft sem skapast hefur milli þessara aðila. Ertu að tala um nýja þjóð- arsátt um iandbúnað? Já, því ekki það. Hin hreina ímynd landsins hefur verið til umræðu. Hug- myndir eru uppi um að „selja“ þessa ímynd á heimsmarkaði ferðamála, að ekki sé talað um matyæli. Vantar ekki mikið á að ísland sé „markaðshæft“ I þessu efni? Sem betur fer hefur ísland enn upp á mikið að bjóða á þessu sviði, en það er því miður ekki meðvitund okkar sjálffa að þakka. Nær væri að segja að það væri þrátt fyrir margskonar kæm- leysi sem við höfum sýnt. Lítil iðnvæðing og fámenni ásamt legu landsins langt frá menguðum meginlöndum hefur bjargað okk- ur. Eg held þess vegna að það sé enn ekki of seint að breyta við- horfum og taka upp nýja um- gengnishætti við landið. Ég get nefht frárennslismál, sorphirðu, skipulagslausa umferð um há- lendið og auðvitað betra skipulag búskapar með tilliti til landkosta, sem dæmi um svið þar sem við þurfum og getum tekið okkur tak. Þá getum við staðið undir nafni og það skapar stórkostlega mögu- leika. Hverjir eiga að sjá um „markaðssetningu“ þessara möguleika? Opinberir aðilar, í samvinnu við öflugar samsteypur fyrir- tækja. Mönnum hættir til að gleyma hversu örsmá íslensk fyr- irtæki em í samanburði við þann gífurlega kostnað sem sölustarfi erlendis fylgir. Þetta verðum við áþreifanlega vör við í ferðaþjón- ustunni þar sem Flugleiðir, okkar langstærsta fyrirtæki á því sviði, er eins og dvergur innan um ris- ana. Mig undrar þess vegna oft þegar menn tala jafnvel um það sem ffamfaraspor i okkar útflutn- ingsstarfsemi að skipta sölusam- tökunum í sjávarútveginum upp í smærri einingar. Það er sama hvort við horfúm á þann kostnað sem er samfara alþjóðlegri mark- aðssetningu, eða þróun í sammna fyrirtækja á hinum sameinaða Évrópumarkaði, nær væri að ræða um aukið samstarf og jafn- vel sameiningu sölufyrirtækjanna í öflugri einingar. Stríðir þetta ekki gegn stefnu þinni í samgöngumálum, en þar hefur þú opnað fyrir aukna samkeppni við Flugleið- ir? Nei, alls ekki. Ég hef opnað fyrir samkeppni þar sem ég tel skilyrði fyrir hendi og rök mæla með að samkeppni bæti þjónustu. Innbyrðissamkeppni okkar sjálffa í útflutningsstarfsemi myndi hins vegar veikja fyrirtækin og fyrst og ffemst koma keppinautum og hinum erlendu kaupendum til góða. Sporin hræða í þessum efn- um, og það væri grátlegt að end- urtaka sömu vitleysuna þegar hver tróð skóinn niður af öðmm í tilgangslausri samkeppni um að selja. Verður Alþýðubandalagið í næstu ríkisstjórn? Á því em verulegar líkur, og það á þangað fúllt erindi. En Steingrímur Jóhann, verður hann í þeirri ríkis- stjórn? Pass. hágé Miðvikudagur 30. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.