Þjóðviljinn - 30.01.1991, Síða 9
J
MENNING
Tónlist
Myrkir
músíkdagar
lýsa upp
skammdegið
Níu tónleikar á átta dögum. Flutt verða yfir 40
verk og þar af um helmingur íslensk sem mörg
hver eru nú frumflutt á íslandi
Franski strengjakvartettinn „Le sextour á cordes de Lille“ spilar 13. febrúar
Hægt er að kaupa afsláttarkort Kammersveitar Reykjavíkur og
sem gildir á alla tónleika hátíðar- fást þau í íslensku ópenmni og ís-
innar nema tónleika Sinfóníu- lenskri tónverkamiðstöð.
hljómsveitar Islands og tónleika ing
Norræna húsið
Hundraó þúsund
gestir
Dagana 9.-16. febrúar
stendur Tónskáldafélag íslands
fyrir Myrkum músíkdögum og
mun þar vera mikil tónlistar-
veisla á ferðinni.
Myrkir músíkdagar voru fyrst
haldnir árið 1980 og síðan annað
hvert ár ffaman af, en nú síðustu
árin hafa þeir verið árlegur við-
burður. Segja forsvarsmenn Tón-
skáldafélagsins að Myrkir músík-
dagar séu hugsaðir sem ljósgeisli
í skammdeginu og veiti síst af nú
þegar stríðshörmungar dynja yfir
mannfólkið.
A þeim 8 dögum sem tónleik-
amir standa yfir verða haldnir níu
tónleikar og einn fyrirlestur, og
verður áhersla lögð á frönsk,
finnsk og íslensk tónverk, en yfir
20 íslensk verk verða flutt á tón-
leikunum og mörg þeirra frum-
flutt á Islandi.
Myrkir músíkdagar hefjast
laugardaginn 9. febr. kl. 17 í Ás-
kirkju, en þá flytur Reykjavíkur-
kvartettinn tónlist eftir Jón Leifs,
Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjömsson og Karólínu Ei-
ríksdóttur.
Framsögumenn verða Guð-
mundur Steinsson leikskáld:
Hvert er erindi leiklistarinnar við
samtímann? Ása Hlin Svavars-
dóttir Ieikari: Hvaða hlutverki
gegna fijálsir leikhópar? Gunnar
Ámason heimspekingur: Hlut-
verk listarinnar i daglegu lífi
fólks. Bára Lyngdal Magnúsdóttir
leikari: Böm og Ieiklist, hvar á að
byija? Sverrir Ólafsson fram-
kvæmdastjóri fjármála- og stjóm-
10. febrúar mun Edda Er-
lendsdóttir píanóleikari leika í Is-
lensku ópemnni kl. 17, verk eftir
Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnars-
son, Miklos Maros, Franz Lizt,
Atla Ingólfsson, Pierre Boulez og
Alban Berg.
Þann 11. febr. kl. 20, einnig í
Islensku óperunni, flytur Caput-
hópurinn tónlist eftir Iannis Xe-
nakis, Jónas Tómasson, Láms H.
Grimsson og Kaija Saariaho.
Þriðjudaginn 12. febr. kl. 20
verða flaututónleikar í íslensku
óperunni og leikur Manuela Wi-
esler tónlist eftir Magnús Bl. Jó-
hannsson, André Jolivet, Þorkel
Sigurbjömsson, Kjartan Ólafsson
og Kaija Saariaho.
I Islensku ópemnni þann 13.
febr. kl. 20 flytur franski strengja-
sextettinn Le sextuor á cordes de
Lille tónlist eftir Luis de Pablo,
Amold Schönberg, Hjálmar H.
Ragnarsson og N’C. Thien Dao.
Kammersveit Reykjavíkur
flytur tónlist eftir Jón Nordal í
Langholtskirkju fimmtudaginn
14. febr. kl. 20. Föstudaginn 15.
febr. verða tvennir viðburðir á
í bandaríska kvikmynda-
tímaritinu „Variety“ birtist í
des. sl. yfirlit sem sýnir að kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar
„I skugga hrafnsins“ hefur ver-
ið sýnd í almennum kvik-
myndahúsum vestra.
Þetta verk Hrafns er fyrst ís-
dagskrá. Atli Heimir Sveinsson
flytur fyrirlestur um sjónvarpsóp-
em sína Vikivaka í Norræna hús-
inu kl. 17, en kl. 20 á Kjarvals-
stöðum flytur slagverksleikarinn
Roger Carlsson verk eftir Iannis
Xenakis, Áskel Másson og Per
Nörgaard.
Siðasta dag Myrkra músik-
daga, laugardaginn 16. febr.,
verða tvennir tónleikar. í Há-
skólabíói kl. 14 flytja Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Le sextuor á
cordes de Lille, Hamrahlíðarkór-
inn og einsöngvaramir Signý Sæ-
mundsdóttir, Jóhanna Þórhalls-
dóttir, Jón Þorsteinsson og Krist-
inn Sigmundsson tónlist eftir
Iannis Xenakis, N’C. Thien Dao
og Hróðmar I. Sigurbjömsson en
verk hans Ljóðasinfónía er byggt
á Ljóðaljóðum Biblíurmar.
Lokatónleikar músíkdaganna
verða svo síðar þennan sama dag
kl. 17 í íslensku ópemnni en þá
mun semballeikarinn Elisabeth
Chojnacka leika verk eftir Iannis
Xenakis, Maurice Ohana, Franco-
is B. Mache og Luc Ferrari.
lenskra kvikmynda til þess að fá
dreifingu í bandarískum kvik-
myndahúsum. Samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins hafði myndin
halað inn í Bandaríkjunum rúma
90 þús. dollara um miðjan des.,
eða nokkuð á aðra miljón króna.
Háskóla-
tónleikar
í dag
Vorstarf Háskólatónleika
hefst í dag kl. 12:30 í Norræna
húsinu, en alls verða fluttir 12
tónleikar á misserinu. Á þess-
um fyrstu tónleikum koma
fram klarinettuleikararnir
Kjartan Óskarsson, Óskar Ing-
ólfsson og Sigurður 1. Snorra-
son. Kjartan leikur auk þess á
basset-horn.
Á tónleikunum verða flutt
verk efíir þrjá mið-evrópska tón-
smiði, Laszló Kalmare, Wolf-
gang Amadeus Mozart og Jenö
Takacs.
Norræna ráðherranefndin
hefur samþykkt að stofna nýja
stöðu á skrifstofu Norræna
hússins. Norræna húsið er
þannig ein af fáum stofnunum
sem heyra undir Norræna ráð-
herraráðið, þar sem starfs-
mönnum fjölgar.
Gerðar hafa verið ýmsar lag-
færingar á húsinu að undanfomu í
því skyni að bæta þjónustu við
gesti. Samkvæmt upplýsingum
forstöðumanns hússins á blaða-
mannafúndi í fyrradag koma um
100.000 gestir í Norræna húsið
árlega, þar af er um helmingurinn
fólk frá hinum Norðurlöndunum.
Margt verður á boðstólum í
húsinu á næstu mánuðum, meðal
annars námskeið í islensku fyrir
Norðurlandabúa. Kaffistofa húss-
ins hefúr verið opnuð aftur eftir
gagngerar breytingar í eldhúsi.
Skipt hefur verið um tækjakost og
afgreiðsluborð. Kaffistofan hefur
lengi verði vinsæll viðkomustað-
ur gesta og mun þjónusta við þá
ganga greiðar fyrir sig eftir breyt-
ingamar. Næstu mánuði verða
margvísleg dagskráratriði á veg-
um hússins ffá öllum Norðurlönd-
unum, þar með talið Grænlandi,
Færeyjum og byggðum Sama. 16.
og 17. febrúar verður norsk bóka-
sýning og tvær sýningar frá leik-
húsinu í Þrændalögum. Síðustu
helgina í febrúar verður opnuð
sýningin Samaland í anddyri
hússins og litlu síðar sænskar og
danskar bókakynningar. 16. mars
hefst svo finnsk kvikmynda- og
menningarvika og stendur til 24.
mars. Seinna á árinu eru svo fyrir-
hugaðar danskar, norskar og
sænskar kvikmyndavikur.
Samvinna við „systurhúsin"
Norðurlandahúsið í Færeyjum og
Norrænu menningarmiðstöðvam-
ar á Álandseyjum og Grænlandi
fer vaxandi og hafa stofnanimar
samvinnu um ýmsar dagskrár í
löndunum.
Þá á Norræna húsið aðild að
fjölmennri norrænni umhverfis-
ráðstefnu í júní og fjölmiðlaráð-
stefnu í ágúst. hágé.
AEÞÝÐ'IJBANPAEAGTÐ
Málefnaspjall
Fyrsti málefnafundur ársins á Punkti og pöstu (Torfunni) f kvöld, mið-
vikudagskvöld, frá kl. 20.30. Kynntar hugmyndir um starfið framund-
an; spjallað um styrjaldirnar.
Stjórnin
ÆFR
Stjórnarfundur
Stjórnarfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins i Reykjavík
verður föstudaginn 1. febrúar kl. 18 að Laugarvegi 3, 4. hæö.
Dagskrá:
1. Starfiö framundan.
2. Kosningamálin.
3. Önnur mál. Stjórn ÆFR
Leiklistarþing
Leiklistarsamband íslands
boðar til árlegs leiklistarþings
laugardaginn 2. feb. kl. 9:30-
18:00 að Hótel Lind, Rauðarár-
stíg 18.
unarsviðs IBM: Leikhúsið og
einkafjármagnið, svigrúm eða
fjötrar? Tinna Gunnlaugsdóttir
leikari: Hvaða kröfú á áhorfand-
inn á hendur leikhúsinu? Páll
Baldvin Baldvinsson leikhús-
fræðingur: Hvað er listræn
stefna?
Þátttökugjald kr. 600 greiðist
við innganginn.
Hrafn á listanum
L
LANDSVIRKJUN
Útboð
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í forsteyptar
einingar vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (Sand-
skeið - Hamranes) í samræmi við útboðsgögn BFL-13.
Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum
30. janúar 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitis-
braut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð
kr. 2.000,-.
Steypa skal 163 undirstöður og 175 stagfestur, heildar-
magn steypu 307 rúmm.
Afhenda ber einingarnar í þrennu lagi, 25. mars, 29. apr-
íl og 20. maí 1991.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis-
braut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 22.
febrúar 1991 fyrir kl. 12:00, en tilboðin verða opnuð þar
þann dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
Reykjavík, 28. janúar 1991
ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 9