Þjóðviljinn - 30.01.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 30.01.1991, Qupperneq 12
Rauði krossinn Sól úr sorta r Atak til hjálpar stríðshrjáðum hafið hjá Al- þjóða Rauða krossinum Langflest fórnarlömb stríða nú á dögum eru óbreyttir borgarar. Víða í heiminum geisa stygaldir og dag hvern deyja eða hljóta örkuml böm, konur og gamalmenni. ■ SPURNINGIN ■ Lestu tímarit? Kristín Jóhannsdótir nemi: Já, það geri ég og þá einkum popptímarit. Guðmundur Skúlason sjómaður: Eg kaupi engin sjálfur en les þau sem veröa á vegi mínum. Björn Vilhjálmsson nemi: Já, aðallega erlend tímarit en mjög lítið af innlendum. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar hafa geisað meira en hundrað stríð í heim- inum sem krafist hafa fleiri en 1000 mannfórna hvert. A árinu 1988-89 voru 36 styrjaldir háð- ar sem höfðu samanlagt kostað 5 miljónir manna lífið; fórnar- lömb þessara átaka telja rúmar 30 miljónir. Þessar staðreyndir voru kveikjan að því að Alþjóðahreyf- ing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fóru nýverið af stað með alheimsátak til hjálpar stríðs- hijáðum. A íslandi hefur átakið hlotið slagorðið: Sól úr sorta. Stríð hafa tekið breytingum; 90 af hundraði stríðsreksturs nú- tímans fara fram innan landa- mæra einstakra ríkja og jafnhátt hlutfall fómarlamba eru óbreyttir borgarar. Þá er átt við þá sem láta lífíð, hljóta örkuml eða eru hrakt- ir á flótta frá heimkynnum sínum. Til samanburðar voru ljórtán af hundraði fómarlamba fyrri heimsstyijaldarinnar óbreyttir borgarar og 67 af hundraði í þeirri seinni. Þjáningunum linnir seint Athygli Qölmiðla beinist helst að ríkjum þegar þar hefjast borg- arastyrjaldir eða erjur milli landa. Þegar átökum linnir, eða stríðið stendur ámm saman, dvínar áhugi fjölmiðlanna. Sjónum þeirra er yfirleitt ekki beint að fjölmenn- asta hópi fómarlamba stríða; bömum, gamalmennum og kon- um. Þær þjáningar koma oft ekki í ljós fyrr en að loknum átökum. Sem dæmi má nefha að frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til ársins 1982 létu meira en 4000 manns lífið í Póllandi vegna virkra jarðsprengja, næstum því 9000 manns særðust af sömu völdum. Árið 1989 vom fimmtán miljónir manna taldar landflótta í heiminum vegna stríðs, þurrka eða hungursneyðar. Níu af hveij- um tíu þessara landfiótta manna flúðu heimkynni sín vegna hem- aðarátaka. Á fundi með talsmönn- um RKl og blaðamönnum kom ffam að átakið hefði verið mörg ár í undirbúningi. Það væri tilvilj- un ein að farið væri af stað með það á sama tíma og stríð geisar við Persaflóa. Guðjón Magnús- son, formaður RKl, sagði tilgang- inn með átakinu að vekja athygli almennings á afleiðingum stríða. Hann sagði að hægt væri að breyta þessu ástandi; hægt væri að leysa ágreiningsmál manna á milli án stríða. Guðjón sagði og eitt af mark- miðum alheimsátaksins vera að ffæða fólk, ekki síst hermenn og ríkisstjómir, um Genfarsáttmál- ana um alþjóðleg mannúðarlög. Hann sagði alltof ofl brenna við að menn þekktu ekki þau lög. Meðal þess sem gert verður á þessu átaksári verður að halda málþing um mannúðarlög og Genfarsáttmálana. Fleira er á döfinni vegna átaksins. í lok apríl verður haldin ljósmyndasýning; Böm í stríði. Þá hófst átakið í haust með myndasamkeppni fýrir böm í grunnskólum. Barst fjöldi mynda og hafa tíu þeirra verið valdar til að verða sendar til höfúðstöðva Rauða krossins í Genf þar sem þær verða með í alþjóðlegri keppni. Einnig verður haldin sýn- ing á milli 50 og 80 þeirra mynda sem bárust. Á alþjóðadegi Rauða krossins þann 8. maí næstkomandi verður síðan fjársöfnun. Gengið verður í hvert hús á landinu. Slík söfnun fer ffam á sama degi um heim all- an. Vemdari átaksins er frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti Is- lands. Rauði krossinn hefur einn- ig fengið þau Guðrúnu Agnars- dóttur, Gylfa Þ. Gíslason og Matt- hías Johannessen sér til aðstoðar. BE Óttar Sigurðsson slökkviliðsmaður: Já, en þó einkum þau tímarit sem fjalla um fólk. Annars er ég alæta á þau. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Sími641012 .....----------- ....— .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.