Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 1

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 1
Laugardagur 2. febrúar 1991 — 23. tölublað 56. árgangur Ein með öllu. Mynd: Jim Smart. Saltfiskur Heildsalar í startholum Þegar farnir að plœgja jarðveginn á erlendum saltfiskmörkuðum ef svo kynni að fara að einkaleyfi SIF verði afnumið. Magnús Gunnarsson: Allt vaðandi ytra i tilboðum frá íslenskum heildsölum Svo virðist sem heildsalar og aðrir fískútflytjendur sem standa fyrir utan Sölusamtök íslenskra fískframleiðenda, séu fyrir nokkru farnir að plægja jarðveginn á erlendum saltfísk- mörkuðum, ef svo kynni fara að einkaleyfí SÍF á útflutningi salt- físks verði afnumið. Meðal annars hefur Þjóðvilj- inn heimildir fyrir því að fulltrúi frá íslenskum nýfiski, fyrirtæki Björgvins Guðmundssonar fyrr- verandi borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins í Reykjavík, hafi verið staddur á Italíu fyrir skömmu, til að bera i víumar við þarlenda saltfiskkaupendur. En eins og kunnugt er þá hef- ur Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins lýst því yfir oftar en einu sinni að einkaleyfi SÍF á útflutningi saltfisks sé tíma- skekkja og því þurfi að breyta til meira ftjálsræðis. Því hefúr meira að segja verið fleygt að kratar reyni að notfæra sér þetta mál sér til framdráttar í kosningabaráttunni, sem fram- undan er, með því að afnema einkaleyfi SÍF. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Jón Asbjömsson heildsali og fiskútflytjandi hefúr staðfest að fiskútflytjendur séu þegar famir að undirbúa sig fyrir þessa breyt- ingu, þó svo að hans mati verði SIF áfram með 90% af markaðn- um eftir sem áður í samkeppni við aðra útflytjendur. Sjálfur hefur Jón selt fisk á saltfiskmarkaðina í tvö ár gegnum fyrirtæki í Eng- landi og hefur jafnffamt leyfi ffá utanrikisráðherra til að selja salt- fiskflök til Spánar. Jón Ásbjömsson segir að ut- anríkisráðherra hafi farið alveg sérstaklega mjúkum höndum með SIF þar sem á annað ár sé síðan ráðherrann tilkynnti þeim að þessar breytingar væru fyrirhug- aðar. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri SIF segir að það sé engin launung að á erlendum salt- fiskmörkuðum sé allt vaðandi í tilboðum frá íslenskum heildsöl- um og öðmm í bransanum, þar sem látið er að því liggja að einkaleyfi SÍF verði von bráðar afhumið. Magnús segir að auðvit- að hafi þetta gert SIF erfitt fyrir og haft í for með sér verulegt óör- yggi á mörkuðunum. Áffamhaldandi einkaleyfi SIF eða ekki brennur fyrst og fremst á þeim 300 saltfiskframleiðendum sem em innan sölusamtakanna, en þeir hafa tvívegis með skömmu millibili staðfest með yf- ir 90% atkvæða að núverandi fyr- irkomulag verði óbreytt. Á þann hátt sé íslenskum best borgið. hagsmunum -grh Suður-Afríka Apartheid senn á enda? Til stendur að afnema flokkun landsmanna eftir kynþáttum og lög sem tryggja hvítum bændum bróðurpart rœktarlands Forseti Suður- Afríku, F. W. de Klerk, tilkynnti í gær í ræðu á þingi að flest þau apart- heid-lög, sem enn gilda þar- lendis, yrðu afnumin á næstu mánuðum. Verður þá m.a. af- Iögð flokkun sú á landsmönn- um eftir kynþáttum, sem hefur verið meginatriði í apartheid- kerfinu. Ennfremur stendur til að fella úr gildi lög sem skipta fólki nið- ur á búsetusvæði eftir kynþáttum og tryggja hvítum mönnum ljón- spartinn af landi til akuryrkju og kvikfjárræktar. Komast frétta- menn og stjómmálaffæðingar svo að orði í framhaldi af ræðu forsetans að nú sé ljóst að saga apartheids, sem verið hefur við lýði í Suður- Afríku í fjóra ára- tugi, sé senn á enda. „Þetta er það sem ég sagði strax fyrir 20 árum að gera ætti, en ég er fegin að þeir skuli nú hafa komið því í verk,“ sagði He- len Suzman, fyrrverandi þing- maður sem lengi var nánast ein inn það á þingi að beita sér gegn apartheid. Þingmenn íhaldsflokksins, sem vill hafa apartheid áfram, gengu af þingfundi í mótmæla- skyni er de Klerk flutti ræðuna. Sá ílokkur hefur mikið fylgi meðal hvítra bænda, og af þeirra hálfu hefur undanfarið borið mest á andspymu við umræddar fyrirætlanir stjómarinnar. Hinsvegar er talið líklegt að samtökum blökkumanna þyki að ekki sé nógu langt gengið með þessu og ekki nógu fljótt. Nelson Mandela, einn af leiðtogum Afr- íska þjóðarráðsins (ANC), skor- aði þannig nýverið á ríki heims að draga hvergi úr viðskipta- hömlum gegn Suður-Affíku fyrr en blökkumenn þar hefðu fengið kosningarétt. En fréttaskýrendur segja að eftir þessa ræðu de Klerk verði mjög erfitt fyrir ANC og önnur samtök, sem beita sér gegn apart- heid, að sannfæra ráðamenn ríkja heims um að de Klerk sé ekki full alvara með að afnema kerfi þetta. Af hálfú framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins hefúr því þegar verið lýst yfir, að nú sé tími til kominn að draga úr hömlum bandalagsins á viðskiptum við Suður-Afríku. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.