Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 2

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 2
FRETTIR Örvggis- og varnarmálanefnd Tímaskekkja í hlákunni Hjörleifur Guttormsson: Til komið vegna hvatningar frá bandaríska herliðinu. Jón Baldvin Hannibalsson: Eðlileg áætlanagerð um eðlilegan viðbúnað Hjörleifur . Gutttormsson, Alb., sagði að skipulags- nefnd sú um öryggis- og varn- armál sem dóms- og utanríkis- ráðuneytin standa að sé tíma- skekkja. Hann sagði að sér kæmi það spánskt fyrir sjónir á sama tíma og verið væri að draga úr hernaðarumsvifum í Evrópu væri aftur á móti verið að auka þau umsvif hér á landi. Þetta kom fram er Hjörleifur beindi fyrirspum um þessa nefhd til utanríkisráðherra Jóns Bald- vins Hannibalssonar. I svari hans kom fram að nefndarskipunin hefði ekki verið rædd í ríkistjóm- inni og hefði reyndar verið að undirlagi dómsmálaráðuneytisins en ekki síns ráðuneytis. Nefnd þessari er ætlað að samræma áætlanir sem varða vamar- og liðsdreifingaráætlanir herliðsins á Islandi, vamir hem- aðarlega mikilvægra staða, vam- ar- og liðsaukaáætlanir Nató á Norður- Atlantshafinu, stuðn- ingsáætlanir viðtökulands (Host Nation Support Plans) og neyðar- áætlanir Almannavama ríkisins. Pawek Kwasniewski sýnir stuttmyndir og fremur gjörninga í Nýlistasafninu i kvöld. Hann segir mynd slna af ls- landi hafa verið brotakennda áður en hann kom. Margir Pólverjar hafa heyrt um Laxness og fornsögurnar. Mynd: Kristinn. Nvlistasafnið Pólskir gjörningar Hver gjörningur er sérstakur og verður ekki endurtek- inn. Það er undir því komið hvernig sambandi ég næ við áhorfendur hversu vel tekst til í kvöld, sagði Pawek Kwasni- ewski, póiskur listamaður sem dvalið hefur á íslandi íum tíma. Hann ætlar í kvöld kl. 20.30 að fremja gjöminga í Nýlistasafh- inu og sýna nokkrar stuttmyndir frá Póllandi, Finnlandi og Hol- landi. Hann sagðist lítið geta sagt frá gjömingunum fyrirfram. Þeir væru aldrei eins og ekki væri A sjónum Aukin umhverfisvernd Þorbergur Þórhallsson: Geysileg breyting í viðhorfum sjómanna og unnt er. Þessum úrgangsefhum er síðan dælt upp í gegnum svo- kallaða austursskilju í réttnefndan soratank og þar eru þessi efni geymd þar til í höfn er komið. Þá er því dælt yfir í tankbíl þess olíu- félags sem útgerðin skiptir við. Sömuleiðis er öllu sorpi haldið til haga um borð aiian túrinn, sem getur orðið nokkuð mikið að vöxt- um og þá sérstaklega um borð í frystitogurum. Þar má m.a. nefna umbúðaleifar, plast, pappír, tvista, tuskur og annað hvaðeina. Til að spara plássið hafa ein- stök skip tekið í notkun svonefnd- ar ruslpressur. Þorbergur segir að Siglinga- málastofhun geri síðan úttekt á því hvort kröfum hennar um mengun- arvamir sé framfylgt og hvort tæk- in séu í lagi. -grh Það hefur orðið alveg geysileg breytíng til batnaðar í við- horfum manna tíl umhverfis- verndar á sjónum. Hér á árum áður dældu menn úrgangsolíu viðstöðulaust í sjóinn og hentu nánast öllu rusli. En það er sem betur fer liðin tíð,“ segir Þor- bergur Þórhallsson yfirvélstjóri á flakafrystitogaranum Haraldi Kristjánssyni HF 2. Um fjögur til fimm ár eru síð- an að útgerðir skipa voru skyldað- ar til að hafa um borð skilvindur til að hreinsa brennsluolíu og smurol- íu og allskyns úrgang af olíuefhum sem ekki em nýtanleg til brennslu, og til hreinsunar á þeirri olíu sem kann að leka frá vélunum. En það safnast alltaf eitthvað af vatni og olíu á botninn á vélarrúminu, þó reynt sé að halda því í skefjum eins Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra sá ekkert at- hugavert við þetta og sagði að þetta fæli ekki i sér aukin umsvif herliðsins, heldur væri um að ræða eðlilega áætlunargerð varð- andi eðlilegan viðbúnað varðandi ástand sem kynni að skapast komi til hættuástands eða ófriðar. Hann sagði að ekki væri um nýja stefnumótun að ræða, heldur væri verið að bæta framkvæmd á þegar ákveðnum hlut. Hjörleifur benti hinsvegar á rit Alberts Jónssonar, sem útgefið er af Öryggismálanefnd, þar sem fram kemur að íslensk stjómvöld hafi verið hvött til að auka stuðn- ing sinn sem viðtökuland (Host Nation). Og sagði Hjörleifúr að skipun þessarar nefndar væri til komin vegna hvatningar frá her- liðinu og yfirboðumm þess í Bandaríkjunum. -gpm Verðlag Hækkanir hjá Pósti og sfma Um mánaðamótin hækkuðu gjaldskrá Pósts og síma nokkuð. Hækkanir á gjaldskrá símans nema að jafnaði um 3,5 af hundraði og sama er að segja um póstburðargjöld, að undan- skildu burðargjaldi fyrir 20 gramma bréf sem hækkar um fjögur prósent. Svo dæmi séu tekin um ein- stakar hækkanir á gjaldskránni mun símtal í flokki 3 milli Reykjavíkur og Egilsstaða kosta frá og með 1. febrúar að telja 20,55 kr. miðað við dagtaxta, en er nú 19,80. Burðargjald fyrir 20 gramma bréf innanlands og til Norðurlandanna verður 26 krónur og 31 króna til annarra landa Evr- ópu. í fréttatilkynningu stofnunar- innar segir að þessar hækkanir hafi verið ákveðnar með hliðsjón af forsendum fjárlaga og séu nauðsynlegar til að Póstur og sími geti staðið undir rekstri, fjárfest- ingum og greiðslu 550 miljóna króna framlags í rikissjóð. Skoðanakönnun DV Ríkisstjórnin með meirihluta Sérkennileg niðurstaða. Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meirihluta en ríkisstjórnin fær einnig hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega ef miðað er við niðurstöðu skoð- unarkönnunar sem DV birtí í hægt að endurtaka gjöming. Hann gat heldur engu um það svarað hversu lengi hver gjömingur mun vara. -Það fer allt eflir undirtekt- um áhorfenda. Það eina sem ég get gert til að undirbúa mig er að átta mig á rýminu. Vel má vera að áhorfendum hundleiðist ég og þá kvel ég þá ekki með löngum gjömingi. Gangi hins vegar allt vel frem ég fleiri en einn gjöming í kvöld, sagði listamaðurinn. Pawek sagðist hafa hitt nokkra listamenn að máli og séð hvað menn væm að gera hér á landi. Hann sagðist vera undrandi á því hversu margt væri að geijast og gerast í íslenskri list. Hér virt- ust honum listamenn mun fijórri og ffamúrstefnulegri en t.d. í Þýskalandi. Pawek ætlar að reyna að komast í samband við sem flesta listamenn sem em að skapa óhefðbundna list og stendur jafh- vel til að bjóða nokkmm að koma til Póllands og sýna verk sín þar. Pawek sagðist því miður að- eins geta dvalið á Islandi í viku. Hann fékk styrk til fararinnar frá alþjóðlegum listasamtökum. Listamaðurinn er víðfömll, hann hefúr sýnt gjöminga víða um heim og kenndi í finnskum lista- háskóla um skeið. Uppákoma Pa- weks Kwasniewskis hefst, eins og áður sagði, kl. 20.30 í Nýlista- safninu i kvöld. BE gær. Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú 50,4% ef teknir eru þeir sem tóku afstöðu í könnun- inni. Það vekur athygli að þrátt fyr- ir þetta mikla fylgi Sjálfstæðis- flokksins nýtur ríkisstjómin fylg- is 52,4% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Skýring þess er sú að mun fleiri taka afstöðu til þess hvort þeir em fylgjandi eða and- vígir ríkisstjóminni heldur en til þess hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kosningar væm nú. Ein- ungis 16,7% em óákveðnir í af- stöðu sinni til ríkisstjómarinnar og 2,7% neita að svara. Hinsvegar em 37,2% óákveðnir í afstöðu sinni til ílokkanna og 5% neita að svara. Alþýðubandalagið kemur mjög illa út úr þessari könnun, fengi 6,6%. Alþýðuflokkurinn fengi 10.1%, Framsóknarflokkur 21,9% og Kvennalisti 9,5%. Þá fengi Þjóðarflokkurinn 0,9%, Flokkur mannsins og Heima- stjómarflokkur 0,3% hvor, en Borgaraflokkurinn mælist ekki. Allar tölumar em miðaðar við þá sem tóku afstöðu. -Sáf B Akranes Leikskólinn fær mest Fjárhagsáœtlun Akraness: 498 miljónir í heildartekjur Akranesi verið í kreppu undanfar- in ár. Þannig hækka aðstöðugjöld- in aðeins um rúmlega þijú prósent á milli ára nú. I fTumvarpinu er reiknað með að Akumesingar greiði 319 milj- ónir í útsvar á þessu ári, en bærinn leggur á 7,5 prósent í útsvar. Tekj- ur af aðstöðugjöldum eiga að verða tæplega 61 miljón og fast- eignaskattur á að skila rúmlega 67 miljónum. Aætlað er að rekstrargjöld nemi 388 miljónum, svo til ffam- kvæmda verða samtals 110 milj- ónir króna. Þar af fara 35 miljónir í gjaldfærða fjárfestingu. Stefnt er að því að 34 miljónir króna fari í byggingu leikskóla á árinu og 21 miljón til byggingar tónskóla. Jón Pálmi segir að skuldir verði lækkaðar lítillega á árinu ef frumvarpið gengur eftir. -gg ygg'ng leikskóla verður kostnaðarsamasta fram- kvæmdin á vegum Akranes- bæjar á árinu samkvæmt frum- varpi að fjárhagsáætlun. Alls verða 79 miljónir króna af- gangs til nýframkvæmda, ann- arra en gatnagerðar og hol- ræsaframkvæmda, en heildar- tekjur bæjarins eru áætlaðar 498 miljónir króna. Að sögn Jón Pálma Pálssonar bæjarritara er gert ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs hækki um 9,5 prósent milli ára, en til samanburðar má nelha að tekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar hækka um nær 17 af hundraði ffá fyrra ári. Munurinn liggur fyrst og ffemst í þvi að íbúum Akraness fækkaði talsvert á síðasta ári, en íbúum Hafnarfjarðar fjölgaði um 4,5 af hundraði í fyrra. Auk þess hefúr atvinnulífið á 2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.