Þjóðviljinn - 02.02.1991, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Síða 3
FRETTIR Fasteignagiöld Raunlækkun á undanförnum árum Þórður Skúlason um mótmæli verkalýðsfélaga vegna fasteignagjalda: Það hefur orðið raunlœkkun á tekjum sveitarfélaga af fasteignagjaldi Mótmæli verkalýðshreyf- ingarinnar vegna álagn- ingar fasteignagjalda sveitarfé- laga eru að hluta til á misskiln- ingi byggð. Þvert á móti hefur orðið raunlækkun á tekjum sveitarfélaganna af þessu gjaldi ef miðað er við framfærsluvísi- tölu áranna 1987-1990. Auk þess hafa nokkrir kaupstaðir lækkað álagningarhlutfallið nú og önnur hafa ijölgað gjalddög- um. Þetta segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, í samtali við Þjóðviljann. Ýmis verkalýðs- félög hafa að undanfomu mót- mælt því sem kallað hefur verið hækkanir á fasteignagjöldum sveitarfélaga nú. Þ&E Akranesi Slær í bak- seglin Sementsverksmiðjan og Járnblendið hafna þátttöku í björgunar- aðgerðum. Rúmur mánuður frá því gjaldþrots var krafist Tilraunir til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot skipasmíða- stöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi halda enn áfram. Talsvert bakslag kom þó í seglin þegar ljóst varð að Sementsverksmiðjan og Jámblendiverksmiðjan ákváðu að taka ekki þátt í aðgerðunum. Farið hafði verið fram á að verksmiðj- umar legðu samtals 11-12 miljón- ir í fyrirtækið. - Það var einfaldlega mat okk- ar að þetta dæmi gengi ekki upp miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir. Grundvöllurinn var ekki nógu traustur, segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Se- mentsverksmiðju ríkisins, við Þjóðviljann vegna þessa. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, segir að tilraunum til þess að bjarga fyrirtækinu verði haldið áfram þrátt fyrir ákvarðanir verksmiðjanna. Hann segir að Akranesbær standi fyllilega við fyrirheit sín, en reiknað hefúr ver- ið með að bærinn leggi fram nýtt hlutafé upp á 25 miljónir króna. Auk þess hefur verið gert ráð fyrir að ríkið, Landsbankinn og fleiri aðilar leggi ffam verulegar fjárhæðir í nýju hlutafé, með nið- urfellingu skulda og með lánum. Um 70 manns starfa nú hjá Þ&E, en starfsmenn vom vel á annað hundrað fyrir fáum mánuð- um. Fyrirtækið fékk greiðslu- stöðvun síðast liðið sumar og fékk hana framlengda til nóvember- loka. Þá var því lýst yfir að búið væri að tryggja áffamhaldandi rekstur fyrirtækisins, en það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða reyndist ekki reiðubúinn að taka þátt í end- urfjármögnun íyrirtækisins og fór fram á gjaldþrotaskipti fyrir jól. Síðan er liðinn rúmur mánuður án þess að aðgerðir hafi borið árang- ur. Skuld Þ&E við lífeyrissjóðinn var komin í 18 miljónir króna, sem jafngildir um það bil tveggja ára greiðslum í sjóðinn. -gg Að sögn Þórðar hefúr þó á undanfomum ámm orðið raun- lækkun á tekjum sveitarfélaganna af fasteignagjaldinu ef miðað er við framfærsluvísitölu. Til dæmis bendir hann á að gjaldstofn vegna fasteignagjalds hækkaði um 13,7 prósent á milli áranna 1989 og 1990, en á sama tíma hækkaði ffamfærsluvísitalan um 15,5 pró- sent. - Eg tel að sveitarfélögin hafi haldið álagningu gjalda innan marka þjóðarsáttar eins og þau höfðu verið hvött til. Auðvitað er það sveitarfélögunum kappsmál að verðlag haldist stöðugt. Hins vegar hafa mörg sveitarfélög ver- ið í erfiðri stöðu fjárhagslega og em að gera átak í að rétta fjárhag- inn við. Það hlýtur að vera hags- munamál íbúanna að þetta takist, segir Þórður við Þjóðviljann. Kaupstaðimir sem lækka álagningarhlutfallið nú em Kefla- vík, Borgames, Olafsvík, Húsa- vík, Seyðisfjörður og Grindavík. Reykjavíkurborg lækkaði hlut- fallið einnig hjá fyrirtækjum til mótvægis við nýtt sorpeyðingar- gjald. Auk þess er Þjóðviljanum kurtnugt um að Eyrarbakki og Stokkseyri hafa einnig lækkað hlutfallið. Hins vegar hækkar álagningin á atvinnuhúsnæði í Bolungarvík og á Höfn í Homafirði. -gg Dagana 8. 9. og 10. febrúar næstkomandi munu SEM-samtökin efna til sölu á rauðum nefjum í fjáröflunar- skyni og verður ágóðinn notaður til lokafrágangs og lóðarvinnu á nýbyggingunni við Sléttuveg. Á myndinni eru velunnarar SEM-hópsins og fyrir henni miðri Egill Stefánsson formaður samtakanna. Mynd: Jim Smart. SEM-samtökin Dagur nefsins SEM-samtökin, sem eru sam- tök mænuskaddaðra, fögnuðu því í gær að hinar sérútbúnu íbúðir að Sléttuvegi eru fok- heldar. Stefnt er að því að fyrstu íbúarnir flytji þangað inn í júní í sumar. í næstu viku verður safnað fé til lokafrágangs húss og lóðar með sölu á rauðum nefjum, og Oskudagurinn 13. febrúar verður dagur nefsins. Fyrsta skóflustungan að hús- inu var tekin í maí í fyrra, en ffamkvæmdin til þessa hefur ver- ið fjármögnuð með því söfnunar- fé sem safnaðist þegar sjónvarpað var ffá_ sérstöku söfúnarátaki á Hótel Islandi og greiðslum ffá Húsnæðisstofnun ríkisins. Þá hef- ur Búnaðarbanki Islands aðstoðað við ljarmögnun byggingarinnar og eins hefúr Reykjavíkurborg styrkt SEM vegna félagsmið- stöðvarinnar sem er á fjórðu hæð hússins. En alls eru 20 íbúðir í húsinu. Að sögn Egils Stefánssonar formanns SEM-samtakanna er búist við að 15-17 fjölskyldur muni búa í húsinu þegar þar að kemur, en alls eru félagar í sam- tökunum 50- 60 manns. —grh Bensín Tíuaura- hark Lítrinn af 95 oktana blýlausu bensíni á svipuðu verði hjá öll- um olíufélögunum Þegar byrjað var að dæla 95 oktana bensíni á bfla í gærmorg- un kostaði lítrinn 58,10 krónur hjá Olíufélaginu hf., 57,90 hjá Olíuverslun íslands hf. en 58 krónur sléttar hjá Skeljungi hf. Olíufélags-menn lækkuðu hins vegar lítrann hjá sér niður í 57,80 þegar þeir fféttu af lægra verði keppinauta sinna hjá Olís og bjóða þeir því nú lægsta verðið - munar þar tíu aurum. Súperbensín, eða 98 oktan, kostar 60,70 krónur hver lítri. Þar er verðið það sama hjá öllum olíu- félögunum þrátt fyrir fijálsa álagn- ingu. Fyrir þá sem geta notað 92 oktana blýlaust bensín er lítrinn af því ódýrari en á nýja 95 oktana bensíninu. 92 oktana bensínlítrinn kostar 54,40 krónur, en Verðlags- ráð ákveður verðið á því. BE A Iþýðuflokkurinn Prófkjör um helgina Fleiri kallaðir en verða útvaldir. 13 manns í framboði til sex efstu sœta á framboðslista Opið prófkjör Alþýðuflokks- ins í Reykjavík verður haldið um þessa helgi. Víst er að hluti þeirra 13 einstaklinga sem eru í framboði mun ekki hafa erindi sem erfíði í prófkjörinu, því aðeins er kosið um skipan í sex efstu sæti á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosning- arnar. Kosningin er bindandi. Frambjóðendur i prófkjörinu eru þau Birgir Amason, hagffæð- ingur, Össur Skarphéðinsson, líf- ffæðingur, Valgerður Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri, Ragn- heiður Davíðsdóttir, blaðamaður, Helgi Daníelsson, lögregluþjónn, en þessi fimm gefa kost á sér í þriðja til sjötta sæti, Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráðherra, sem býður sig eingöngu fram í annað sætið, Gunnar Ingi Gunn- arsson, læknir og Guðmundur Haraldsson, bólstrari, en þeir tveir gefa kost á sér i fjórða til sjötta sæti, Þorlákur Helgason, blaða- maður og kennari, sem er i ffam- boði í fyrstu þjú sæti listans, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, er '\ framboði i fyrsta sæti, Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, sem er í framboði í fjögur fyrstu sætin, Magnús Jónsson, veðurfræðingur, er sá eini sem geíúr kost á sér í öll sætin, og síðastan skal telja Þröst Ólafsson, hagfræðing, sem er ein- göngu í framboði til þriðja og fjórða sætis. Eins og fyrr segir stendur prófkjörið yfir í dag og á morgun og verður kosið milli klukkan 10 og 19 báða dagana. Kjörstaðir era tveir, í Gerðubergi fyrir íbúa Breiðholts og í Ármúlaskóla fyrir íbúa annarra borgarhverfa. -rk Laugardagur 2. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 HELGARRUNTURTNN ÁRSHÁTÍÐAVERTÍÐIN er að skella á og í tilefhi þess setja hinir ýmsu skemmtistaðir upp sjóv til að trekkja að. Á Breiðvangi hafa nokkr- ir vinir Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar tekið sig saman og sett saman dagskrá byggða á söngferli hans. Nefnist dagskráin Við eigum samleið. Á Hótel Sögu verður framsýnd í dag ný skemmtidagskrá sem nefnist Næturvaktin, en umgjörð hennar er næturlífið í París og Berlín á milli- stríðsáranum. Það era þeir bræður Halli og Laddi auk Bessa og dans- meyjanna Guðmundu og Ingibjargar sem sjá um fjörið. BLÚSINN á upp á pallborðið um þessar mundir og stöðugt skjóta nýir blúsarar upp kollinum. Blái fiðringurinn leikur á Púslinum annað kvöld, sunnudag, en það er söngkonan Linda Gisladóttir sem túlkar þessa blökku tónlist. Og Bubbi Mortens heldur sína fyrstu tónleika á þessu ári á Borginni í kvöld. Úr dægurflugunum í klassíkina: Á morgun sunnudag heldur Hljómleikafélagið fyrstu tónleika sína í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar við Hraunberg 2. Það era Joseph Ognibene homaleik- ari og Krystyna Cortes píanóleikari sem flytja verk eftir Schumann og Hindemitho.fi. Tónleikamir heQast kl. 17. BIBLÍUDAGURINN er á morgun og í tilefni hans er útvarpað frá guðs- þjónustu í Hafnarjjarðarkirlgu kl. 11. Seinna um daginn verður aðal- fúndur Hins íslenska biblíufélags haldinn í Laugameskirkju. Sama dag er lesið úr þýðingum í Listasafhi Sigurjóns Ólafssonar. Hér er um að ræða nokkur öndvegisverk sem gefin vora út fyrir síðustu jól. Dagskrá- in hefst kl. 15. Og á Akureyri era Vinartónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar í íþróttaskemmunni á sunnudag kl. 17. Páll Pampichler er hlj ómsvei tarstj óri. NÁTTÚRUUNNENDUR geta skroppið í fjöraferð í dag kl. 13.30 með Náttúravemdarfélagi Suðvesturlands og Náttúrafræðistofú Kópavogs. Farið verður frá Garðakirkju og skoðuð fjaran þar fyrir neðan. Seinna um daginn er svo hægt að skoða uppskera ferðarinnar í víðsjá í Náttúra- stofunni. Fyrsta vetrarferð af fjóram hjá Ferðafélagi íslands verður far- in á sunnudag kl. 13. Kynntar verða verstöðvar og verleiðir á Vatns- leysuströnd. Utivist verður með Reykjavíkurgöngu á sunnudag kl. 10.30. íslandsnefnd Norræna umhverfisársins verður með málþing í Norræna húsinu í dag kl. 14, undir yfirskriftinni Umhverfisímynd og hagsæld á ís- landi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.