Þjóðviljinn - 02.02.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Page 5
 Þegar verðtrygging launanna var af- numin á sinum tíma, með alræmd- um aðgerðum ríkisstjórnar Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks, þá þótti þeim sem ráða mestu um peningamál lands- manna ekki ástæða til að afnema verð- tryggingu peninganna. Það var með ððr- um orðum talið sjálfsagt að verðmæti vinnuframlagsins yrði ekki fastákveðið, en verðgildi peninganna mátti hins veg- ar ekki raskast. Verðgildi dagsverksins varð um leið minna, menn fengu einfald- lega minna af vörum og þjónustu fyrir hvern vinnudag en áður. Ættu menn aft- ur á móti verðgildi dagsverks í pening- um þá var allt í lagi, á hverju sem gekk var þess kirfilega gætt að fyrir hverja slíka krónu fengist alltaf jafn mikið af vörum og þjónustu. Dagsverk í vinnu og dagsverk ípeningum Vissulega er rétt að fara með gát þegar hafðar eru uppi vangaveltur um verðtrygg- ingu og vexti. Enda þótt það siðferðilega mat sem felst i því að verðtryggja peninga en ekki vinnu sé rangt, þá er ekki nema rétt að muna að víxlverkunin sem fólst í verð- tryggingu launanna leysti ekki vanda sem kom fram í óðaverðbólgu ár eftir ár. Dag einn hækkaði verðlagið, á eftir hækkuðu launin til að mæta hækkun verðlagsins, næst hækkaði verðlagið aflur, meðal ann- ars með þeim rökum að launin hefðu hækk- að. Þetta er hringur sem allir kannast við og var rofinn með því að afnema verðtrygg- ingu launanna, en hefði auðvitað mátt ijúfa með þvi að banna verðhækkanir rétt eins og Iaunahækkanir. Svona hugleiðingar tók enginn „f]ármálaráðgjafí“ undir á þeim dögum. Nú er vissulega rætt um að afnema verðtryggingu á Ijárskuldbindingum og koma hér á líku fyrirkomulagi og tíðkast með siðuðum þjóðum. Samt er eins og eng- inn þori alveg að takast á við verkefnið, líklega af ótta við að það verði ekki nógu vinsælt, því svo trausta fótfestu hafa pen- ingamir í þjóðfélaginu að allar verðtryggð- ar fjárskuldbindingar skulu standa á meðan þær endast, þó verðtrygging á nýjum skuldbindingum verði ekki lengur leyfð. Okureðaeðlileg ávöxtunarkrafa íslendingar hafa alla tíð verið við- kvæmir fyrir okri. Að taka stórfé fyrir að Iána manni peninga þótti aldrei stórmann- legt og oftast flokkað undir rán af siðlaus- asta tagi. Á meðan verðbólgan brann sem glaðast í efnahagskerfmu var eins og slakn- aði á hinni ströngu afstöðu fólks til okurs, og með auknu frelsi í vaxtamálum hafa vextir sem áður heíðu verið nefndir okur fengið á sig virðulegri nöfn eins og ávöxt- unarkrafa. Fyrir utan það að vextimir snerta pyngju hvers einasta manns í landinu hafa þeir líka stórpólitíska þýðingu, þeir eru leikur að tölum sem kemur ríkisstjóm vel eða illa eftir atvikum. Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans, skrifaði grein í Þjóðviljann í gær og vakti athygli á tveimur mikilvæg- um atriðum er varða vaxtamál. Hann sagði meðal annars: „Þeir sem fylgdust með umræðum um vaxtahækkunarmálin í bankaráðum, á Al- þingi og í blöðum, hlutu að veita því at- hygli, að stjómarandstaðan, sérstaklega fúlltrúar Sjálfstæðisflokksins, voru miklir áhugamenn um að hækka vexti. 1 sífcllu var klifað á því, að verðbólgan væri meiri en ríkisstjómin vildi vera láta og af þeim ástæðum ættu vextir að hækka. Einnig var sagt að ríkisstjómin sækti svo stífl eftir inn- lendum lánum að óhjákvæmilegt væri að hækka vexti af markaðsástæðum. Ýmsu var borið við, eins og því, að nauðsynlegt væri að hækka vexti á óverð- tryggðum lánum til samræmis við háa vexti á vísitölubundnum lánum.“ Hér kemur Lúðvík að pólitísku mikil- vægi vaxta. Stjómarandstaðan tekur undir kröfúr um hækkun þeirra, vegna þess að það þjónar pólitískum stundarhagsmunum. Þetta er hinsvegar gert með rökum sem eiga að hafa á sér „faglegan“ svip. Hver tekur ákvörðun um vexti? Þegar íslandsbanki hækkaði nafhvexti fyrir skömmu og frægt varð, lét bankinn fýlgja að þetta yrði hann að gera til að gæta jafnvægis milli verðtryggðra og óverð- tryggðra lána og reikninga. Ekki varð betur skilið en peningar á óverðtryggðum reikn- ingum fæm frá bankanum, gott ef ekki út úr leiðindum eða vegna þess að þeim hafl að vera að keppa við em að mjög miklu Ieyti ákvarðaðir af fyrirtækjum sem þeir eiga sjálfir. Þegar íslandsbanki hækkaði vextina hjá sér í haust, og af urðu miklar deilur, beitti bankinn m.a. þeim rökum að sparifjáreigendur fæm með fé sitt annað til ávöxtunar, því yrði að hækka vexti á til- teknum inn- og útlánum. En hvert skyldi það fé hafa farið annað en til verðbréfafyr- irtækjanna og nefndur banki mun vera einn stærsti aðilinn á því sviði. Samkeppni er áreiðanlega holl þar sem hún á við og getur komið neytandanum raunvemlega til góða. Hitt sýnist ljóst að sú hringferð peninganna milli banka og verð- bréfafyrirtækja sem sömu bankar eiga og nefnd er „samkeppni á peningamarkaði“ hefur enn ekki komið landsmönnum að marki til góða í lækkuðum vöxtum." Samstaða í stað samkeppni Það sem hér er verið að segja er í stuttu máli þetta: Það ríkir í reyndinni ekki sam- keppni á „fjármagnsmarkaði“ sem leiðir til lækkandi vaxta eins og þeir vilja halda fram sem mjög em hallir undir afskipta- leysi ríkisvaldsins af ákvörðunum um verið misboðið með þvi að af þeim vom greiddir of lágir vextir. Með þessu er auð- vitað verið að segja að peningamir leiti þangað sem ávöxtunin er best, rétt eins og engir taki ákvarðanir um ferðalag pening- anna um hina flóknu krákustíga fjármála- lífsins. I forystugrein Þjóðviljans 12. janúar slðastliðinn var fjallað um hringferð pen- inganna. Þar sagði meðal annars: „Bankamir em I aðalatriðum ffjálsir að því að ákveða vextina, en á að vera bannað að hafa samráð sín í milli um þær ákvarð- anir. Nú vill svo til að bankar og sparisjóð- ir eiga líka öflugustu verðbréfafyrirtækin. Þetía hefur í for með sér að sú samkeppni sem á að vera aðhald bankanna er að mestu í skötulíki. Þeir vextir sem bankamir eiga Það ríkir í reyndinni ehJd samkeppni á „fjármagnsmarkaði “ sem leiðir til lækkandi vaxta eins og þeir vilja halda fram sem mjög eru hallir undir afskiptaleysi ríkisvaldsins af ákvörðunum um vexti. I rauninni verður ekki betur séð en að í stað samkeppni sem á að leiða til lækkunar vaxta sé komin samstaða um að halda vöxtunum uppi. vexti. í rauninni verður ekki betur séð en að í stað samkeppni sem á að leiða til lækk- unar vaxta sé komin samstaða um að halda vöxtunum uppi. Sé þetta rétt vitnar það auðvitað um fullkomið ábyrgðarleysi gagnvart því sem er að gerast í þjóðfélag- inu, þar sem reynt er að með tiltækum ráð- um að halda í stöðugt verðlag. Þetta er vissulega alvarleg ásökun, en varla út í blá- inn þegar þess er gætt hvemig bankastofn- anir komast af í þessu landi um þessar mundir. Hér er rétt að vitna aftur í grein Lúðvíks. „I Vísbendingu frá 3. janúar 1991 seg- ir: „Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækkuðu á árinu 1990 að meðaltali um 2,8% frá fyrra ári, úr 6,5% i 9,3%. Aðeins árið 1988 vom þessir vextir hærri. Ársvext- ir visitölubundinna lána hækkuðu að með- altali um 0,2%, úr 7,8% i 8,0%. Þetta em hæstu vextir frá því almenn vísitölubinding var tekin upp árið 1979, ef undan er skilið árið 1988. Raunvaxtaþróun á árinu 1990 bendir til þess að bankamir hafi ekki náð að láta vaxtalækkanir fylgja takti hjöðnun- ar verðbólgu. Raunvextir óverðfryggðra lána vom að meðaltali 1,3% hærri en vísi- tölubundinna lána.“ Þeir sem þetta lesa sjá auðvitað, að fyr- irslátturinn um að nauðsynlegt væri „að hækka vexti á óverðtryggðum lánum til samræmis við vexti verðtryggðra lána“, var gjörsamlega tilefnislaus. Vextir óverðtryggðra lána höfðu hækk- að meira en verðtryggðra. Vextir beggja lánaformanna höfðu hins vegar hækkað á raunvaxtagmndvelli. í nóvemberhefti rits Seðlabankans kemur þetta skýrt ffarn. Þar er sagt að á þriðja ársíjórðungi ársins 1990 hafi vaxta- hækkun óverðtryggðra lána verið 12,3% miðað við 5,3% verðbólgu. Hækkun útlánsvaxta Landsbankans, sem samþykkt var 30. janúar s.l., jaffigildir því að útlánsvextir á ársgrandvelli verð- tryggðra og óverðtryggðra lána, verði 15,5 til 16%. Meðaltal vaxtamunar á innláns- og út- lánsvöxtum verður þá 8,4% til 8,7%. Þetta er auðvitað óhæfilega mikill vaxtamunur, á sama tíma og gert er ráð fyr- ir að almennir launamenn búi við óbreyttan kaupmátt í besta falli. Að meðaltalsvextir skuli vera, umffam fúlla verðtryggingu, 8% árið 1990 við rikjandi þjóðarsátt er hneyksli. Allir ættu að sjá, að það er ósann- gjamt að launafólk sé sett á 0 á sama tíma sem þeir sem lána út peninga fá 8% í raun- vexti.“ Hvað er rétt og hvað er rangt Það er í rauninni óþarfi að bæta miklu við það sem að ofan greinir. Við búum sýnilega í þjóðfélagi þar sem meiri áhugi er á að tryggja raungildi peninga en vinnu. Þar að auki þykir eðlilegt að þeir sem hafa tekjur af peningum greiði lægri skatta en hinir sem vinna sér inn sömu upphæð með hefðbundnu brauðstriti, en þetta gerist með skattleysi vaxtatekna. Hvað em eðlilegir vextir verður auðvitað alltaf deiluefni, en það kemur til með að verða erfitt að koma hér á skikkanlegu fyrirkomulagi sem tekur eðlilegt mið af því sem er að gerast í kring um okkur, ef bankar og fjármálastofnanir ætla til ffambúðar að krefjast helmingi meira fyrir sinn snúð en sambærilegar stofnanir í grannlöndunum. Því munu fylgja endalausar vaxtaverkir fyrir fjöl- skyldur og atvinnulíf í landinu. hágé. Laugardagur 2. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.