Þjóðviljinn - 02.02.1991, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR
Persaflói
Olíubrákin þokast norður
Saúdi-Aröbum gefst tóm til að vernda vatnsvinnslustöðvar
Illllll
HÍÍÍÍET
100 km
AíKhafjj •
AiJubayl •^®
! Al Chubar •
BAHREIN
QATAR
Sunnanvindur er nú á Persa-
flóa og hefur það orðið til
þess að olíubrákin mikla, sem
undanfarna daga hefur færst
með hafstraumi suður með
austurströnd Saúdi- Arabíu,
þokar nú norðureftir. Er hætt-
an á að brákin stöðvi vinnu í
vatnsvinnslustöðvum Saúdi-
Araba þar á ströndinni því
minnkandi í bráðina.
Straumar í flóanum Arabíu-
megin stefna yfirleitt suður, en á
því getur orðið breyting, sérstak-
lega þegar sunnanátt er. Þessi hlé
á ferð straumsins suður standa þó
sjaldan lengur en í tvo sólar-
hringa.
Saúdi-Arabía fær mestan
hluta neysluvatns síns með því að
vinna það úr sjó og úr brunnum.
Tvær vatnsvinnslustöðvar í Jubail
á Persaflóaströnd Saúdi-Arabíu,
sem brákin ógnar, sjá höfúðborg-
inni Riyadh fyrir þremur fjórðu
hlutum drykkjarvatns hennar.
Mikill viðbúnaður er þegar
þar á flóanum til að stöðva brák-
ina og veiða hana ofan af sjónum.
En það verður erfíðleikum bundið
og kemur til með að taka æðitíma,
því að aldrei íyrr hefur nándar
nærri eins mikið magn af hráolíu
runnið út í sjó í einu. Á 160 km
löngum kafla liggur á haffletinum
þykkt og svart lag af hráolíu. Tal-
Kortið sýnir hvernig straumar
liggja f Persaflóa. Þeir gera að
verkum að hætta er á að
olíubrákin mikla berist suður með
ströndum Saúdi-Arabfu, Katars
og Sameinuðu
arabafurstadæmanna og síðan
upp að strönd frans.
ið er þama séu komnar út í sjó 11
miljónir tunna af olíu, eða álíka
mikið og fyllir þijú tankskip af
stærstu gerð.
Bandamenn í Persaflóastriði
segja að írakar hafi valdið um-
hverfishryllingi þessum, sem fel-
ur í sér bráða hættu fyrir sjávar-
dýra- og fúglalíf í og á flóanum
og hafi þeir dælt mestum hluta ol-
íunnar út í sjóinn ffá Kúvæt.
írakar halda því hinsvegar
fram að flugher bandamanna hafi
valdið olíuslysi þessu með því að
sprengja sundur írösk tankskip,
fullfermd olíu, og olíuleiðslur.
Reuter/-dþ.
Persaflóastríð
Herkona stríðsfangi?
Konur í Bandaríkjaher, sem hafa heyrt af meðferð
íraka á stríðsföngum og aðförum þeirra
í Kúvœt, jyllast óhugnaði við hvarf
vopnasystur sinnar
Hvarf konu í bandaríska
hernum í Saúdi-Arabíu,
sem talið er að Irakar hafi tekið
til fanga, hefur verið ofarlega í
stríðsfréttunum allrasíðustu
daga. Hún var í flutningaein-
ingu og hvarf í ferð eftir vegi
sem liggur vestur á bóginn frá
Kúvæt, skammt frá írösku
iandamærunum.
Hvarf konu þessarar og grun-
ur um óhugnanleg örlög hennar
hafa vakið athygli á kvenfólki í
Bandaríkjaher, en það er þar nú
allmargt. Samkvæmt lögum og
reglum eru þær ekki í bardagaein-
ingum, en hinsvegar margar í her-
einingum af ýmsu tagi sem að-
stoða bardagaeiningar og eru því
oft framundir fremstu víglínu.
Segir sig sjálft að ekki þarf mikið
út af að bera til að fremstu aðstoð-
areiningamar lendi í bardögum
eða verði fyrir óvinaherflokkum.
írakar hafa illt orð á sér hvað
meðferð á striðsfongum varðar.
Miklar líkur em á að flugmenn
bandamanna, sem hafa orðið
fangar þeirra i yfirstandandi
stríði, hafi sætt pyndingum. Þá
hafa margar fregnir borist af ill-
virkjum íraska hersins í Kúvæt,
sem þekkt samtök um mannrétt-
indamál telja m.a. að sannar séu
að miklu leyti. Samkvæmt þeim
fregnum, sem oft hafa borist með
flóttamönnum, hefur þar verið
mikið um nauðganir, að sumra
sögn jafnt á körlum sem konum.
Bæði nota írakar nauðganir sem
pyndingaaðferð og eins hefúr
þetta verið dægrastytting her-
manna.
„Ég er gráti nær í hvert sinn er
ég hugsa um það sem hún ef til
vill verður að þola,“ segir banda-
rísk herkona um hina horfnu
vopnasystur sína.
„Ég held að konur eigi erfið-
ara með að afbera nauðganir en
karlmenn,“ sagði önnur.
Aðrar bandarískar herkonur
aðspurðar um þetta sögðu að ekki
væri við hæfi að gera sérstakt
veður út af hvarfi konunnar vegna
kynferðis hennar; konumar í
Bandaríkjaher væru einfaldlega
hermenn, alveg eins og karlmenn-
imir þar.
Bandarlsk herkona, kvödd til þjónustu á Persaflóasvæði, kveður dóttur
slna - einnig konurnar I hernum geta orðið striðsfangar (raka.
írakar segjast hafa tekið með þær „samkvæmt íslamslög-
nokkrar herkonur bandariskar til máli (sharia) og Genfarsamþykkt-
fanga og segja að vel verði farið inni um meðferð stríðsfanga“.
íslamslöemál í Súdan
Sunnlendingar
undanþegnir
Omar Hassan al-Bashir, for-
maður herforingjastjórnar
þeirrar er nú ríkir I Súdan, hef-
ur staðfest með undirritun að
mönnum verði héðan í frá refs-
að fyrir glæpi og afbrot þarlend-
is samkvæmt íslamslögmáli
(sharia).
Undanþágu frá þessu fá þó
suðurhéruð landsins, þar sem
kristnir menn og heiðingjar búa.
Að öðm leyti er Súdan mestanpart
íslamskt og arabískumælandi.
Borgarastyijöld hefúr geisað í
Súdan síðan 1983 milli sunnlend-
inga og stjómvalda, sem eru arab-
ísk og íslömsk, og voru það eink-
um tilraunir stjómvalda til að
þvinga sharia upp á sunnlendinga
sem hleyptu ófriðnum af stað.
Með undanþágunni nú mun stjóm
Bashirs vera að mælast til friðar
við uppreisnarmenn í suðri.
Persaflóastríð
400 Irakar teknir til fanga
Ekkert lát á loftsókn bandamanna. Taka Khajji talin áróðurssigur fyrir Saddam
Saúdiarabískar og katarskar
hereiningar höfðu í gær að
mestu náð aftur á vald sitt smá-
borginni Khafji, en samkvæmt
sumum fréttum var þó þar eitt-
hvað enn eftir af írökum í fel-
um í rústunum eftir bardagann
og sættu þeir áverkum við and-
stæðinga sína. Að sögn tals-
manns saúdiarabíska hersins
féllu um 30 írakar í bardögum
um borgina, 33 særðust og um
400 voru teknir til fanga.
Saúdi-Arabar og Katarar
höfðu þá ekki gefið upp tölur um
sitt manntjón í bardaga þessum.
Borgin er illa leikin eftir viður-
eignina og götumar stráðar stein-
steypuflykkjum, sem losnuðu úr
byggingum við sprengingar,
brenndum flökum af brynvögnum
beggja aðila og líkum fallinna
hermanna.
Hin óháða sovéska fréttastofa
Interfax hafði í gær eftir heimild-
um í sovéska hemum, sem frétta-
stofan telur áreiðanlegar, að Irak-
ar hafi misst um 1500 manns
fallna í bardögum þar á kúvætsk-
saúdiarabísku landamærunum frá
því að þeir réðust suður yfir þau á
þriðjudagsnótt. En þessi tala er
langt yfir þeim tölum, sem banda-
menn hafa gefið upp um mannfall
íraka í fyrstu landbardögum
stríðsins.
Um 80 km vestar réðist íraskt
skriðdrekalið í gær suður yfir
landamærin en hrökk til baka
undan bandarískum landgöngu-
liðum.
Ýmsum getum er leitt að til-
gangi Saddams Iraksforseta með
áhlaupum þessum, sem hann í
fijótu bragði séð virðist ekki hafa
haft annað upp úr en talsvert
manntjón og missi tuga skrið-
dreka og annarra vígvéla. Fransk-
ir sérfræðingar um hemað og
Austurlönd nær segja að vera
kunni að hann sé að reyna að
spana óvini sína til meiriháttar
landorrustu áður en þeir séu til-
búnir til hennar og einnig hafi að-
gerðir þessar verið ætlaðar til
uppörvunar írökum almennt og
stuðningsmönnum þeirra i araba-
heiminum. í Bagdað hefur verið
mikið látið af frægðarverkum,
sem sagt er þar að íraski herinn
hafi unnið í bardögum undanfama
daga, og bæði í Irak og öðmm ar-
abalöndum mun mönnum hafa
þótt nokkuð til þess koma að
Irökum skyldi takast að taka borg
í óvinalandi og halda henni um
skeið.
Breskir herfræðingar hafa
sagt að líklegast sé að Saddam
hafi með áhlaupunum verið að
reyna að átta sig á hvar banda-
mannaherinn væri öflugastur fyr-
ir, til þess að komast á snoðir um
hvaðan helst mætti vænta áhlaupa
frá honum, þegar hann hæfi sókn
á landi. Vöm íraka í Khafji virðist
hafa verið allhörð og bendir það
til þess að bandamenn megi búast
við hörðu viðnámi landhers
þeirra. Af áhlaupum þeirra þykir
og mega ráða að ekki hafi enn
tekist að ijúfa flutningaleiðir suð-
urhers þeirra.
Loftsókn bandamanna beind-
ist í gær einkum að landher íraka í
Kúvæt og Suður-írak, í þeim til-
gangi að einangra hann, lama lýð-
veldisvarðliðið sem hefst við á
bakvið fremstu vamarlínur og að
fyrirbyggja frekari áhlaup af hálfú
íraka.
Stór bandarísk stríðsflugvél,
af gerðinni AC-130, hrapaði til
jarðar í Kúvæt í fyrradag er hún
tók þar þátt í árásum á írösku
áhlaupasveitimar. Um afdrif
þeirra manna, 14 talsins, sem með
henni voru, er ekki vitað.
Reuter/-dþ.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1991