Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 7
p jölskyldan í húsinu við
Skólagerði 21 í Kópavogi er
líklega dæmigerð íslensk
neysluljölskylda. Hún býr í
rúmgóðu húsnæði, á tvo bfla,
sóar orku, lætur frá sér ókjör af
sorpi og notar hin ýmsu eitur-
efni sem þykja þörf í hverju
heimilishaldi. En nú standa fyr-
ir dyrum miklar breytingar á
heimilinu. Þau eru orðin ein af
grænu fjölskyldunum og blaða-
manni dylst ekki að þau taka
það hlutverk sitt alvarlega.
- Lífsvenjur okkar munu
breytast eins og við treystum okk-
ur til. En það má spyrja hvort það
sé mögulegt að breyta lífsvenjun-
um mikið í grænna horf. Hve
mikið átak er þetta íyrir venjulegt
fólks eins og okkur, spyr Guð-
mundur Guðjónsson, landfræð-
ingur.
Guðmundur, Ólöf Guð-
mundsdóttir sérkennari og bömin
þeirra þrjú eru ein af átta grænum
fjölskyldum í Kópavogi og eiga
að vera það næstu ijóra mánuð-
ina. Verkefnið hefst á morgun.
Grænu íjölskyldumar em
verkefni á vegum norræna um-
hverfisársins. Það felst í því að
fjölskyldur í 25 norrænum bæjum
leitast við að breyta lífsvenjum
sínum markvisst í þágu umhverf-
isins. Auk fjölskyldnanna í Kópa-
vogi, verða fjölskyldur í Grinda-
vík, á Akranesi, á Eyrarbakka og í
Neskaupstað með i verkefninu á
Islandi.
Það má búast við að ýmsar breytingar verði ( þessu eldhúsi á næstu mánuðum. Frá vinstri: Ólöf, Guðmundur, Stefán, Vala og Sölvi. Mynd: Kristinn.
■'; fm
IðÍ •— Æm
Græn bylting á heimilum
Þessar fjölskyldur eiga að
draga úr orkunotkun og bens-
íneyðslu, draga úr umbúðum og
sorpmagni um leið, hætta að nota
vömr sem umhverfinu stafar sér-
stök hætta af. Þær eiga að halda
dagbók, mæla sorp og flokka,
skrá niður ferðir sínar í fjöl-
skyldubílnum og gefa svo skýrslu
að verkefninu loknu.
Þetta verður mikið verk, en
Guðmundur og Ólöf líta fyrst og
ffemst á þetta sem skemmtilegt
verkefhi.
Gripu tækifærið
- Það hefur blundað i okkur
áhugi á því að breyta lífsstílnum
þannig að það komi umhverfinu
betur. En við höfum ekki látið
verða af því að gera neitt i þessu
fyrr en nú. Þegar auglýst var eftir
grænum fjölskyldum ákváðum
við að grípa tækifærið, því svona
getum við tekið okkur tak með
hvatningu og leiðbeiningu ann-
arra. Það hefur virkilega vantað,
segir Guðmundur.
Þau hjónin segjast sannfærð
um að þau hefðu aldrei tekið upp
á því að breyta lífsháttum sínum í
þessa átt upp á eigin spýtur.
Þau eiga tvo bíla og nota þá
óspart. Annar þeirra er átta gata
ameriskur, sem Ólöf hefur notað
til þess að koma krökkunum í
- Krakkarnir vita af
þessu og munu eflaust
veita okkur strangt að-
hald. Það þýðir ekki að
svindla fyrir augunum á
þeim.
vistun. Nú hefur hún strengt þess
heit að skilja bílinn oftar eftir
heima.
Þessi grænu áform þeirra hafa
ekki farið ffam hjá fjögurra ára
syni þeirra. Einhveiju sinni þegar
Ólöf var að fara með strákana í
vistun heyrðist í þeim stutta:
Mamma, þú mátt ekki skilja bíl-
inn eftir í gangi fyrir framan leik-
skólann.
Þetta var atriði sem Ólöf hafði
ekki hugsað mikið út í áður, en
drengurinn hafði heyrt einhvers
staðar og tekið afar alvarlega.
- Krakkamir vita af þessu og
munu eflaust veita okkur strangt
aðhald. Það þýðir ekki að svindla
fyrir augunum á þeim, segir Guð-
mundur.
Fórnir
Þau hafa um skeið keypt end-
urunninn klósettpappír og eldhús-
þurrkur, en að öðru leyti hafa þau
ekki litið sérstaklega eftir um-
hverfisvænum vömm í hillum
verslana. Þau viðurkenna til
dæmis fuslega að þau hafa notað
pappadiska í stórum stíl þegar
þeim hefur þótt það henta. Svo og
alls kyns einnota umbúðir. Nú
verða ýmis þægindi að víkja fyrir
hagsmunum umhverfisins.
- Nú lítum við fyrst á verðið
og kaupum það ódýrasta. En þeg-
ar verkefnið verður komið í gang
reynum við fyrst að leita uppi um-
hverfisvænar vörur og kaupa svo
það ódýrasta meðal þeirra, segir
Guðmundur.
Þau segjast bæði reiðubúin að
færa fjárhagslegar fómir fyrir um-
hverfið. En þegar betur er að gáð,
- Þetta verður skemmti-
legt verkefni í fjóra mán-
uði
Við gerum ráð fyrir að
þetta muni breyta tals-
verðu hjá okkur, en það
er ómögulegt að segja til
um það fyrirfram hverju
þetta mun skila.
kemur í ljós að líklega verður
spamaður af þessu verkefhi. Þau
nota minna bensín, minna heitt
vatn, kaupa minna af vörum í ætt
við pappadiskana og svo mætti
lengi telja. Auk þess er alls ekki
víst að umhverfisvænar vörur
kosti meira en aðrar.
Breytingar
Það er að mörgu að huga þeg-
ar fjölskylda vill komast upp úr
hinum fasta neyslufarvegi íslend-
inga. Guðmundur og Ólöf telja að
líf þeirra muni taka miklum breyt-
ingum.
- Við erum mjög ánægð með
að hafa ákveðið að leggja okkar af
mörkum í þágu umhverfisvemd-
ar, en áður höfum við litið svo á
að umhverfið sé heldur á ábyrgð
einhverra annarra. Við höfum lif-
að of mikið í núinu hingað til og
hugsað of mikið um okkur sjálf,
en auðvitað verðum við að hugsa
til þess að við berum ábyrgð á því
umhverfi sem bömin okkar eiga
að búa við í ffamtíðinni.
- Þetta verður skemmtilegt
verkefni í fjóra mánuði
Við gemm ráð fyrir að þetta
muni breyta talsverðu hjá okkur,
en það er ómögulegt að segja til
um það fyrirfram hveiju þetta
mun skila. Við munum teygja
okkur eins langt í þessu og við
treystum okkur til.
-gg
Neskaupstaður
Lítið framboð af umhverfisvænum vörum
w
C g óttast mest að það verði
“ erfitt að nálgast umhverfis-
vænar vörur hér í Neskaupstað.
Auk þess má búast við að þetta
verði mikil vinna. En við höfum
áhuga á þessu og ég held að
þetta verði spennandi, segir
Benedikt Sigurjónsson í Nes-
kaupstað.
Benedikt er einn fimm með-
lima grænu fjölskyldunnar þar í
bæ. Þegar auglýst var eftir þátt-
takendum í verkefnið í Neskaup-
stað sýndi enginn því áhuga, svo
Benedikt, Jóna Katrin kona hans
og bömin þeirra þijú vom fengin
til þess að vera fulltrúar bæjarins.
Benedikt er forstöðumaður
íþróttahússins í Neskaupstað, en
Jóna Katrin er ritari á sjúkrahús-
inu.
Benedikt kynntist umræðu
um umhverfisvemd í Danmörku
fyrir mörgum áram og segir ís-
lendinga eiga langt í land í þess-
um efnum miðað við aðrar þjóðir.
- Það er ekki langt síðan orð-
ið umhverfisvænn var ekki einu
sinni til í islenskri tungu, en við
emm eitthvað að taka við okkur.
Það þarf þó að verða hugarfars-
breyting í þessu hjá Islendingum,
segir hann.
Græna ljölskyldan í Neskaup-
stað á einn bíl. Hann er ekki sér-
lega neyslugrannur, en fjölskyld-
an býr við þær aðstæður að geta
gengið til vinnu og i skóla og það
gerir hún. Benedikt á ekki von á
að græna lífið breyti miklu um
notkun á bílnum, en heldur þó að
hægt verði að draga úr notkun
hans.
Sorp
I þessu verkefhi á vegum nor-
ræna umhverfisársins er mikil
áhersla lögð á að kaupa umhverf-
isvænar vömr og draga úr sorpi.
- Eg er hræddur um að það
verði mjög erfitt að nálgast um-
hverfisvænar vömr hér. Við lifum
nú bara venjulegu lífl enn sem
komið er, en höfum verið að líta
eflir slikum vömm undanfarið og
höfúm orðið vör við að úrvalið er
lítið. En kaupmenn hafa tekið vel
í að útvega umhverfisvænar vörur
og kannski eram við strax farin að
hafa óbein áhrif með þessu.
- Það getur einnig orðið erfitt
fyrir okkur að losna við efnaúr-
gang ýmiss konar á viðunandi
hátt, því hér er ekki boðið upp á
neina aðstöðu til þess. Sorp-
hreinsun er í ólestri hér eins og
víðast annars staðar, en ég vona
að á því verði tekið af festu. Það
er dýrt, en ég geri mér vonir um
að með tilkomu umhverfisráðu-
neytis verði meiri líkur á að sveit-
arfélög fái stuðning til þess að
leysa þessi mál sín.
Erfitt
- Það er til dæmis erfitt fyrir
okkur að selja Island sem ferða-
mannaland eins og málum er nú
háttað. Hingað komu til dæmis út-
lendingar siðast liðið sumar og
þeir furðuðu sig mikið á reyknum
og ólyktinni sem leggur frá sorp-
haugum Islendinga, segir Bene-
dikt.
Hann segist ekki eiga von á að
lífsvenjur fjölskyldunnar verði
orðnar gerbreyttar að fjómm
mánuðum liðnum. Hann telur þó
Benedikt Sigurjóns-
son, grœningi í Nes-
kaupstað: Það verður
spennandi að taka
þátt í þessu. Það þarf
að verða hugarfars-
breyting íþessum efn-
um hjá Islendingum
að þetta muni verða erfitt að ýmsu
leyti, ekki síst að þurfa stöðugt að
hafa hugann við umhverfið í dag-
lega lífinu.
- Við þurfum að venjast þvi
að hugsa alltaf í þessa vem, en
það eina sem ég óttast er að það
verði erfitt að fá umhverfisvænar
vömr. Við munum þó reyna að fá
kaupmenn til að vera okkur innan
handar. Þeir verða að skilja eins
og aðrir að þessar vörur koma
þegar fólk fer að hugsa meira um
þessa hluti, segir Benedikt Sigur-
jónsson -gg
Laugardagur2. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA7