Þjóðviljinn - 02.02.1991, Blaðsíða 10
MINNING
Herborg Húsgarð
Fædd 18.2. 1932 - Dáin 23.1. 1991
Á mánudaginn verður til graf-
ar borin Herborg Húsgarð, sem
lést 23. janúar, langt um aldur
fram. Hálfa ævina og rúmlega það
höfúm við þekkst. A þessum tíma
höfúm við stofnað fjölskyldur og
alið upp böm og ræktað frænd-
garðinn. Við erum í sömu stóru
fjölskyldunni og tengslin voru ná-
in og góð.
Eg sá Herborgu fyrst í Osló
þegar ég kom við hjá Jens bróður
mínum á leið til Stokkhólms.
Hann kynnti mig þar fyrir verð-
andi mágkonu, og það varð hún
nokkru síðar. Herborg vann þá í
Osló í fagi sem á þeim tima var
litt þekkt, en það er meinatækni.
Þar lærði hún þetta starf.
Herborg er færeysk að ætt og
uppruna, fædd og uppalin í Götu á
Austurey. Hún ólst upp í stórri
fjölskyldu með sterkar rætur i
færeyskri menningu og sterka
þjóðemiskennd. Að heiman hélt
hún til Noregs og stundaði þar
skóla og vinnu í nokkur ár. Þar
kynntist hún Jens, sem tók hana
með sér til jslands og gerði hana
að miklum Islendingi, þótt tengsl-
in við foðurlandið rofnuðu ekki á
neinn hátt.
Þau Jens stofnuðu bú í
Reykjavík eftir að Jens kom heim
ffá námi. Þau eignuðust 4 böm,
en fyrsta bamið dó rétt eftir fæð-
ingu. Hin bömin em: Sverrir, við
nám í veðurfræði í Osló; Unnur,
við nám í píanóleik í París og Ei-
ríkur Magnús, í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti. Sambýlismaður
Unnar er Birgir Jóakimsson aug-
lýsingateiknari. Þessi fjölskylda
bjó öll í Bakkaseli þar til nám er-
lendis tvistraði hópnum nokkuð.
Sambýlið gekk einstaklega vel og
var fjölskyldan einstaklega sam-
rýnd bæði i blíðu og stríðu.
Fyrstu búskaparárin á Islandi
vom enginn dans á rósum. Þá
þurfti að koma þaki yfír fjölskyld-
una og þurfti til þess æma vinnu
og erfiði, sem hjónin tóku bæði
óskiptan þátt í. Það vom oft lang-
ir dagar og erfitt að ná endum
saman. En allt gekk þetta og furðu
fljótt rættist úr efnahagnum. Her-
borg fór fljótlega að vinna í sínu
fagi, meinatækni. Fyrst vann hún
á Keldum, en síðar á rannsókna-
stofum tengdum Landspítalanum.
Rétt áður en hún veiktist var búið
að ákveða að hún tæki að sér
deildarstjórastarf í meinatækni á
Borgarspitalanum. Af því varð
ekki vegna veikindanna.
Það sem mest einkenndi Her-
borgu var hversu lífsglöð hún var.
Hún var skemmtileg í umgengni
og hafði mikla ánægju af að hafa
fólk í kringum sig. Hún bauð því
oft fólki heim með litlum fyiir-
vara. Þessa nutu tengdafólk, sam-
starfsmenn hennar, samstarfs-
menn Jens, auk þess sem systkini
hennar og frændfólk úr Færeyjum
naut oft gestrisni hennar. Lífs-
gleði hennar hélst jafnvel eftir að
sjúkdómurinn var farinn að rista
hana djúpum rúnum og hún vissi
vel að hverju stefndi og það innan
skamms.
Nú er Herborg öll og mikill
harmur er kveðinn að fjölskyld-
unni í Bakkaseli. Þau hafa misst
mikið og munu lengi sakna. Það
er ekki auðvelt að hugga og það
gerir enginn nema tíminn. En
megi hann sem í öllu og allsstaðar
býr veita ykkur huggun harmi
gegn. Haukur Tómasson
Mig langar með fáum orðum
að þakka Herborgu samfylgdina.
Herborg Húsgarð var gift Jens
Tómassyni föðurbróður mínum.
Hún var frá Götu á Austurey í
Færeyjum.
Allt mitt líf var Herborg til
staðar, en hún var sú kona sem óx
og stækkaði í huga mínum. Að
ytra útliti varð Herborg stöðugt
fallegri og smartari í tauinu, eins
varð hún skemmtilegri, opnari og
ræðnari.
Herborg var sérstök. Heimili
hennar, gestrisni, talandi, allt var
þetta svolítið framandi. Enda var
hún færeysk og hafði búið um
skeið í Noregi. Þennan bakgrunn
flutti hún með sér til Islands.
Herborg var ein traustasta
stoðin i minni föðurfjölskyldu og
minnist ég margra boða og heim-
sókna. Kærastar eru mér þó
stundir sem við móðir mín áttum
með henni og Jenna síðastliðinn
nóvember þegar ég var stödd
heima. Herborg var hress og kát,
þrátt fyrir veikindi og vissu um
hvert stefndi.
Elsku Jenni, Unnur, Sverrir,
Eiríkur og Birgir, missir ykkar er
mikill en megi sama andlega
þrekið og jákvætt viðhorf sem
einkenndi Herborgu allt fram á
hennar dauðastund verða ykkur
styrkur í þessari þraut.
Sigrún Hauksdóttir
Herborg, færeysk vinkona
mín, er dáin. Ég kynntist henni
fyrir nær 2 áratugum, þegar ég var
að stiga min fyrstu skref sem full-
orðin manneskja, nýbúin að afla
mér starfsmenntunar, eignast bam
og farin að vinna. Hún var hins
vegar með margra ára starfs-
reynslu að baki, og bömin Sverrir
og Unnur komin vel á legg. Okk-
ur varð strax vel til vina.
Síðan höfum við verið starfs-
félagar, með nokkmm hléum þó,
þar til i haust er hún fór að vinna á
sýkladeildinni á Borgarspítalan-
um. Hafði ég hlakkað mjög til ná-
ins samstarfs á ný. En það fór á
annan veg. Hún gat aðeins unnið í
nokkra daga.
Eins og menn bregðast við líf-
inu, þannig taka menn og dauðan-
um. Og Herborg var hetja allt líf-
ið, ftarn í dauðann.
Rétt innan við tvítugt,
skömmu eftir lát föður sins, tók
hún sig upp frá Færeyjum og fór
til Oslóar, þar sem hún lagði stund
á örvemfræði, sem þá var ung
fræðigrein. Útskrifaðist hún sem
meinatæknir og vann síðan i
nokkur ár. Það segir meir en
nokkuð annað, að hún fékk
kveðju um hver jól í 30 ár frá
vinnufélögunum í Osló.
í Osió kynntist hún mannsefn-
inu sínu, Jens Tómassyni jarð-
fræðingi, sem þar var við nám og
þess vegna lágu leiðir hennar til
íslands.
Um Herborgu má segja, hún
var drengur góður. Heiðarleikinn
og réttsýnin vom hennar leiðar-
ljós, bæði hvað varðaði menn og
málefni. Fordómalaus var hún,
Maðurinn með ljáinn vægir
engu og gleymir heldur engum.
Hann hefúr nú, enn einu sinni,
sýnt mátt sinn á svo ótvíræðan
hátt, að við, sem ennþá bíðum eft-
ir feijunni, eigum erfitt með að
sætta okkur við miskunnarleysið.
Gerða, mín kæra mágkona, var
frá okkur tekin að morgni 14.
janúar síðast liðinn á Borgarspit-
alanum, þar sem hún dvaldi sín
síðustu missiri eftir þung áföll,
sem sviptu hana ferlivist og þeirri
guðsgjöf að geta tjáð sig. Hafi það
góða fólk, sem hjúkraði seinasta
spölinn, þökk fyrir.
Gerða var af vestfirsku bergi
brotin, fædd í Byrgisvík á Strönd-
um 22. april 1919, fmmburður
foreldra sinna, hjónanna Rikeyjar
Eiríksdóttur, fæddrar á Gullhúsá á
Snæfjallaströnd, og Sæmundar
Guðmundssonar frá Byrgisvík i
Veiðileysufirði á Ströndum. Hún
var vatni ausin og skírð Engil-
gerður, en þótti sjálfri á unglings-
ámm sínum nafh sitt fúll hátíðlegt
og stytti það upp frá því. Hún var
í meðallagi há, lagleg, ljós yfirlit-
um, bláeygð með mikið ljósgult
hár og hélt æskublóma sínum og
glæsileik i útliti á undraverðan
hátt til hinstu stundar. Hún var
góðum gáfum gædd og með af-
brigðum bókhneigð og vel lesin.
Hún var einkar þægileg og
innileg i allri umgengni, strang-
heiðarleg, væg í dómum og elsku-
leg við alla samferðamenn sína.
Hlátur hennar var einkar hvellur
og smitandi og sannarlegur skap-
bætir.
Gerða var eins og áður sagði
elst níu systkina sinna. Á undan
henni em farin þau Kristin, Stein-
þór, Ester og Ingimundur, en hana
lifa þau Hafsteinn, Elín, Guðríður
og Dóra.
Gerða fluttist til Siglufjarðar
með foreldmm sínum á unga aldrí
og ólst þar upp.
Þann 4. febrúar 1951 giftist
hún eftirlifandi manni sínum
Trausta Jónssyni vélstjóra, og var
það þeim báðum mikið gæfuspor.
Órfáum dögum er nú vant í að sú
sambúð næði fjömtíu ámm. Með
þeim hjónum var jafnræði, gagn-
kvæm virðing og elska, enda trú-
mennska við hvort annað, fjöl-
skyldu og vini algjör.
Gerða átti bamaláni að fagna,
en hún eignaðist tvö mannkosta
böm, þau Ríkharð Sæmund og
Ásdísi. Rikharð er kvæntur Bryn-
stolt og skapmikil. Hún var hrók-
ur alls fagnaðar.
Herborg var mjög fær meina-
tæknir. Hún hélt sér vel við í fag-
inu og það var gott að leita til
hennar með vandamál. En ekki
síst var þroskandi að ræða við
hana um lífið utan rannsóknastof-
unnar. Um gleði og sorg, bama-
uppeldi og stjómmál, unglinga og
listir. Hún gaf mér innsýn í fær-
eyska menningu. Hún var stolt af
uppmna sínum, þótt trúlega hafi
hún stundum goldið hans í þessu
landi. Og hún var stolt af bömun-
um sínum, enda hafði hún ástæðu
til. Sverrir stundar nú nám í veð-
urfræði í Osló, á fomum slóðum
foreldra sinna. Unnur er í ffarn-
haldsnámi í píanóleik í París.
hildi Þorsteinsdóttur og eiga þau
tvær dætur, Gerði sem er gift Ósk-
ari Emi Jónssyni, og Svandísi.
Brynhildur reyndist Gerðu sem
besta dóttir og var einkar kært
með þeim til hinstu stundar. Ásdís
var gift Giinter Forrs og eiga þau
dótturina Irju Jónínu. Til þess var
tekið hve bömin hennar, Bryn-
hildur og sonardætumar sýndu
henni mikla umhyggju og ræktar-
semi í veikindum hennar.
Seint mun okkur nákomnum
gleymast hver stoð og stytta þau
Gerða og Trausti vom foreldram
hennar, þegar ellin sótti á, enda
fór svo, að þau tóku móður henn-
ar til sín þegar hún varð ekkja.
Hjá þeim átti hún einstaklega fag-
Sambýlismaður hennar, Birgir
Jóakimsson, er þar líka við nám.
Eiríkur, yngsta bamið, stundar
nám i menntaskóla.
Hún sagði við mig, þegar Ijóst
var að hveiju stefndi, að það gerði
henni striðið léttbærara að vera
þess fullviss að hún þyrfti ekki að
hafa áhyggjur af bömunum.
Ég hef aldrei áður fylgt vini
að landamærum lífs og dauða. Og
enn einu sinni kenndi hún Her-
borg mér. Með því að tala sem
fyrr af hreinskilni og djúpu viti,
og nú um dauðann. Eg er þakklát
fyrir að hafa átt Herborgu að vini.
Jens og fjölskyldunni sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Helga Erlendsdóttir
urt ævikvöld í öryggi, umvafin
elsku og umhyggju. Það kunni
hún vel að meta og var þakklát
fyrir.
Það kom þvi nokkum veginn
af sjálfú sér, að að Ríkey genginni
féll forystu- og móðurhlutverkið í
þessum stóra hópi á herðar Gerðu.
Ámm saman stóð heimili þeirra
öllum ættgarðinum og vinum op-
ið, og stóð Trausti þar svo sannar-
lega undir nafni.
Þaðan streyma nú minningar
um hugann, um hin margbreyti-
legu vandamál, sem leyst vom
með brosi á vör, eða um gleðina,
sem fyllti sali á hamingjustund-
um. Þessar minningar allar em
dýrmætar nú. Að lokum viljum
við hjónin þakka Trausta fyrir ást
hans og tryggð við Gerðu og fyrir
það hve einstakur eiginmaður
hann reyndist henni. Það er sárara
en orðum taki, að þau skuli ekki
fá að njóta saman sumarhússins
síns á Ámarstapa, sem veitti þeim
svo mikla ánægju hin seinni árin
að koma upp og stendur nú að
lokum fúllbúið. En svona er lífið.
Við hjónin og bömin okkar
þökkum Gerðu að leiðarlokum
alla samfylgdina, sem aldrei bar
skugga á, og flytjum fjölskyldu
hennar allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Ágúst Karlsson
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir
Herborg Húsgarð
Bakkaseli 21
Reykjavík
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn
4. febrúar kl. 13.30.
Jens Tómasson
Sverrir Jensson
Unnur Jensdóttir Birgir Þ. Jóakimsson
Eiríkur Jensson
Gerður Sæmundsdóttir
Kveðja ffá mágkonu
Strengur lífs í brjósti þér er brostinn
og lifsins göngu hér á jörðu er hætt
í himna sölum krýpur þú við krossinn
i kærleiks örmum þess er allt fær bætt.
Sem ástrik móðir og eiginkona varstu
og ungum bömum kærleik amma gaf
óskir þeirra ætíð verða stærstu
er stefna þau á lífsins mikla haf
Á sjúkrabeði lengi máttir líða,
er stundin kemur þá fellum við tár.
Við hrópum: Dauði viltu ekki bíða.
Við þökkum þér nú, vina, sérhvert ár.
Ásta mágkona
Gerður Sæmundsdóttir
F. 22. apríl 1919. -D. M.janúar 1991
Örfá kveðju- og þakkarorð
10-SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1991