Þjóðviljinn - 12.02.1991, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Qupperneq 3
FRETTIR Útvegsbankahúsið Dómhús við Lækjartorg Kaupverðið tœpar 200 miljónir króna. Aðsetur héraðsdómstóls í höfuðborginni eftir stjórnkerfisbreytinguna íjúli á næsta ári Ríkissjóður keypti í gær Út- vegsbankahúsið við Lækj- artorg af íslandsbanka fyrir tæpar 200 miljónir króna, eða hvern fermetra á um 47 þúsund krónur. Ákveðið hefur verið að í framtíðinni verði þar aðsetur héraðsdómstóls í höfuðborginni og næsta nágrenni eftir stjórn- kerflsbreytinguna í dómsmál- um sem kemur til framkvæmda á næsta ári. Kaupverð hússins er virði þess samkvæmt fasteignamati 1. desember 1990 og greiðist með skuldabréfi til níu ára. Skulda- bréfið er verðtryggt samkvæmt byggingarvísitölu og með fostum 6,7% vöxtum. Fyrsta afborgun er þann 31. desember í ár. Áætlaður kosmaður við að koma dómstólunum fyrir í húsinu er um 115-120 miljónir króna. Gert er ráð fyrir verulegri endur- nýjun á fyrstu og annarri hæð í aðalhúsi og á fjórðu hæð í norður- byggingunni, svokölluðu Páls- húsi. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið til notkunar þann 1. júní 1992 þegar Borgardómur, Saka- dómur Reykjavíkur, Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum og að hluta til embætti borgarfógeta sameinast í einum dómstól, Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Að mati kaupenda má búast við umtals- verðum margfeldisáhrifum í mið- bænum með tilkomu sérstaks Dómhúss við Lækjartorg, sem mun efla þar mannlíf og viðskipti. Samningurinn um kaup ríkis- sjóðs á Utvegsbankahúsinu á ræt- ur að rekja til stofnunar íslands- banka hf. árið 1989, en þegar rík- ið seldi hlutabréf sín í Utvegs- bankanum hf. var því meðal ann- ars áskilinn forkaupsréttur að þessari gömlu húseign bankans. -grh AB Austurlandi Einar Már í öðru Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður verður í efsta sæti lista Alþýðubandalagsins á Austurlandi í þingkosningun- um í vor. Einar Már Sigurðsson sem er frá Neskaupstað líkt og Hjörleifur er í öðru sæti. I þriðja sæti er Þuríður Backman Egilsstöðum og í því fjórða er Álfhildur Ólafsdóttir Vopna- firði. Sigurður Ingvarsson Eski- firði er í fimmta sæti. Á fundi kjördæmisráðs um listann lögðu Seyðfirðingar til að sjötti maður á listanum Bjöm Grétar Sveinsson Höfn í Homa- firði tæki sæti Einars Más sem tæki fjórða sæti, en þar sem hvor- ugur þeirra léði máls á þessu þá var tillagan dregin til baka. Seyð- firðingamir vom horfnir af fundi ráðsins þegar listinn var einróma samþykktur s.l. föstudag. Ásgeir Magnússon formaður kjördæmisráðsins sagði að for- valsnefndin hefði raðað á lista eft- ir settum reglum og hefði verið leitast við því að dreifa sætunum eftir stöðunum einsog reglur gerðu ráð fyrir, en að ekki hefði komið til að gengið yrði framhjá því að Hjörleifur og Einar Már hefðu fengið langflest atkvæða í forvalinu. En Seyðfirðingar höfðu gagruýnt að tveir menn frá Nes- kaupstað væm í tveimur efstu sætunum. Ásgeir sagði að í stóm kjördæmi væri ekki hægt að gera öllum til hæfis, en hann taldi víst að mikill meirihluti Seyðfirðinga myndi styðja þennan lista. í sjöunda sæti er Öm Ingólfs- son Breiðdalsvík, þá er Oddný Vestmann í áttunda sæti, Guðrún R. Aðalsteinsdóttir Höfn í Homa- firði er í þvi níunda og neðsta sæt- ið skipar Aðalbjöm Bjömsson Vopnafirði. -gpm Bridge Omar Sharif á Flugleiðamót Kvikmyndaleikarinn og hjartaknúsarinn Omar Sharif verður í hópi keppenda á níunda opna Flugleiðamótinu í bridge, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum um helgina. Alls verða fjórtán erlendir spilarar á mótinu og auk Sharifs em þar heimsþekkt nöfn eins og Paul Chemla frá Frakklandi, Zia Mahmood frá Pakistan og lands- lið Austurríkis sem varð Evrópu- meistari fyrir fimm árum. Þegar hafa yfir 200 spilarar skráð sig til leiks og þar á meðal allir sterkustu bridgespilarar landsins. í verðlaun em 650 þús- und krónur sem skiptast á milli 6 efstu para og þriggja efstu sveita á mótinu sem hefst með parakeppni á föstudagskvöldið næstkomandi. -grh Heimamarkaður forsenda markaðssetningar Þau mistök áttu sér stað í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans sl. föstu- dag, að í undirfyrirsögn við grein Einars Vals Ingimundarsonar, Vetni: Orkugjafi framtíðar, að heimamarkaður varð að heims- markaði og gjörbreyttist þá merk- ing setningarinnar. Rétt átti undirfyrirsögnin að vera svona: Þróun heimamarkað- ar er forsenda markaðssetningar í Evrópu. Flotinn gæti nýtt vetni á næstu fimm ámm og olíuinnflutn- ingur minnkað um 50%. Einar Valur og lesendur em beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Ritstj. ÞORMÓÐUR RAMMI HF. TEKJUVIRÐISMAT 1 2 3 FramlegÖ FramlegÖ Framlegð 14,20% 12,60% 11,70% Heildartekjur 1.020 1.020 1.020 Framlegö 145 129 119 Afskriftír .... ( 62) ( 62) ( 62) Vextir langtímalána (8% af 550 mkr.) .... ( 44)( 44) ( 44) Vextir afuröalána (10% af 90 mkr.) .... ( 9 ) ( 9)( 9) HagnaÖur 30 14 4 Mat miöaö viö 10% arösemiskröfu 300 140 40 Mat miðaö viö 15% arösemiskröfu 200 93 27 Taflan sýnir mismunandi niðurstöðu á verði hlutabréfa Þormóðs ramma hf. eftir breytilegri framlegðarprósentu og mismunandi arðsemiskröfu. Taflan er unnin af fjármálaráðuneytinu, en fýrsti dálkurinn og 10 prósent arð- semiskrafa er niðurstaða Rlkisendurskoðunar varðandi verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Hvað kostar eitt fyrirtæki? Fjármálaráðherra dregur í efa hæfni Ríkisendurskoðunar til að meta verðmœti hlutabréfa í Þormóði ramma hf Páll Pétursson var mótfallinn sölunni og telur ráðherrann hafa gaukað jólagjöf að félögum sínum Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra gagn- rýndi Ríkisendurskoðun harkalega fyrir skýrslu stofn- unarinnar um sölu hluta hluta- bréfa ríkisins í Þormóði ramma hf. Siglufirði. í utandagskrár- umræðu í Sameinuðu þingi í gær. En Ólafur Ragnar hafði farið fram á umræður um skýrsluna á þingi auk úttektar á Ríkisendurskoðun. Ríkisendur- skoðun komst að þeirri niður- stöðu að hlutabréf Þormóðs ramma hf. væru 250-300 miljón króna virði, en að við söluna voru bréfin metin á 150 miljón- ir króna. Og kom það mat fram í skýrslu sem fjórir þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra höfðu beðið um varðandi söl- una. Fagleghæfni Ólafiir Ragnar dró í efa að Ríkisendurskoðun gæti faglega lagt mat á verðmæti hlutabréf- anna og fann hann skýrslu stofn- unarinnar flest til foráttu. Hann gagnrýndi sérstaklega að stofnun- in heföi komist að einni klipptri og skorinni niðurstöðu og benti á að eðlilegra heföi verið ef stofn- unin heföi tekið fyrir mismunandi forsendur i mati sínu og þannig fengið breytilega niðurstöðu. Fjármálaráðherra sagði að forsendur Ríkisendurskoðunar í mati sínu væri ekki í takt við raunveruleikann og að tölur varð- andi hvorttveggja framlegð og arðsemi væru óeðlilegar auk þess sem stofhunin stæði i hugtaka- ruglingi. Benti Ólafur Ragnar á, og vitnaði til töflu sem er birt hér að ofan, að væri framlegðarpró- sentunni breytt litilsháttar færi matið á hlutabréfunum umsvifa- laust niður í 140 miljónir króna. Hann sagðist þess viss að hluta- bréfin heföu verið seld langt yfir raunvirði. Ólafur Ragnar taldi framlegð- arprósentu Rikisendurskoðunar (dálkur 1 í töflunni) allt of háa og benti á að stofnunin hefði miðað við stöðu fyrirtækisins eitt undan- farið ár en ekki þijú undanfarin ár sem heföi verið eðlilegra. Hann vildi einnig meina að ávöxtunar- krafan sem stofhunin hefði reikn- að með væri alltof lág og benti á að 10 prósentin sem Rikisendur- skoðun reiknaði með meira en helmingi lægri en reiknað væri með víða erlendis. Þá benti ráðherrann á að Rík- isendurskoðun heföi í engu reynt að meta verðmæti bréfanna á al- mennum markaði. Og sagði Ólaf- ur að framkvæmdastjóri verð- bréfadeildar Islandsbanka Sigurð- ur B. Stefánsson hefði talið i des- ember s.l. þegar bréfin voru seld í BRENNIDEPLI Fjármálaráðherra sagði að forsendur Ríkisendurskoðunar í mati sínu væri ekki í takt við raunveruleik- ann og að tölur varð- andi hvorttveggja framlegð og arðsemi vœru óeðlilegar auk þess sem stofnunin stæði í hugtakaruglingi. að þau væru ekki tæk á verðbréfa- markaði. Maikaðurinn ráði Ólafur Ragnar sagði að mark- aðsverðið væri eina rétta verðið þ.e. það verð sem, seljandi væri tilbúinn til að selja á og það verð sem kaupandi væri tilbúinn að kaupa á. ,Aítlum við að endurrreisa það hagkerfi sem er að falla í Sov- étrikjunum?“ spurði hann. Hann sagði að í niðurstöðu Rikisendur- skoðunar fælist að stofnunin tæki ekki mark á markaðnum. Fjár- málaráðherra taldi það undarlegt ef talsmenn fijáls markaðar á Is- landi teldu nú rétt að fara til Rík- isendurskoðunar og spyrja hana um verð hlutanna í stað þess að láta markaðinn sjá um þá hlið málanna. Að lokum, eða eftir tæpa tvo klukkutíma, sagði Ólafur Ragnar að hann heföi sýnt fram á það með óyggjandi rökum að niður- staða Ríkisendurskoðunnar væri hæpin og beinlínis villandi og sagðist hann á þessu stigi ekki vilja taka dýpra í árinni en svo. Páll Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins i Norður- landskjördæmi vestra og fyrsti beiðandi umræddrar skýrslu Rik- isendurskoðunar tók næstur til máls og gagnrýndi hann Ólaf Ragnar harkalega. Sagði hann fjármálaráðherra hafa vaðið elg- inn í hartnær tvo tíma án þess að hafa hrakið rök Ríkisendurskoð- unar i einu eða neinu. Hann taldi rétt að miða við eitt ár en ekki þijú varðandi framlegðarreikn- ingana þar sem staða fyrirtækis- ins heföi verið bætt fyrir tilverkn- að fjármálaráðherra. Páll sagði að fyrirtækið heföi líklega skilað 1220 miljón króna hagnaði á síð- asta ári. Á móti sölunni Þá gagnrýndi Páll söluna á hlutabréfunum í Þormóði ramma hf. sem hann var og er mjög mót- fallinn. Hann taldi að Olafur Ragnar heföi fært félögum sínum á Siglufirði jólagjöf með sölunni því hún hefði verið gjöf. Ólafur sagði að hann heföi engin tengsl við kaupenduma og heföi fyrir söluna aldrei hitt þá. Páll taldi að réttast heföi verið að ríkissjóðður heföi haldið hluta- bréfunum, en að næstbesti kostur- inn heföi verið að selja 200 Sigl- firðingum bréfin en ekki að sam- eina Dröfn hf., Egilssíld hf. og Þormóð einsog gert var. Páll sagði að hagsmunum rik- issjóðs heföi verið fómað með sölunni, en hann taldi að fyrirtæk- in tvö sem um er getið að ofan heföu verið ofmetin, bæði af Ól- afi Ragnari og af Ríkisendurskoð- un. Líkt og Páll lýsti Pálmi Jóns- son, Sjfl., því yfir að Rikisendur- skoðun ætti fyllsta traust skilið og að til hennar væri borið fyllsta traust. Hann taldi hinsvegar að menn bæm ekki fullt traust til fjármálaráðherra. Pálmi sagðist ekki mótfallinn sölu hlutabréfa ríkisins, en taldi hér rangt að mál- um staðið. Hann sagði að við söl- una heföi i engu verið gætt jafn- ræðissjónarmiða né viðskipta- sjónarmiða. Pálmi gagnrýndi að hlutabréfin heföu ekki verið aug- lýst og þeir 175 Siglfirðingar sem heföu viljað kaupa fyrirtækið heföu verið hunsaðir. Ólafur Ragnar taldi hlutabréfm hafa ver- ið nægilega auglýst þó það hafi einungis verið gert á Siglufirði þar sem eitt skilyrði sölunnar heföi verið að fyrirtækið héldi áfram að starfa á Siglufirði og að kvóti skipa félagsins færi ekki úr héraði. -gpm Þriðjudagur 12. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.