Þjóðviljinn - 12.02.1991, Side 6

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Side 6
ERLENDAR FRETTIR Persaflóastríð Vondaufir friðflytjendur r r Kína, Sovétríkin, Indland og Iran með friðartillögur á prjónunum, en Irahar segjast ekki vilja sjá vopnahlé jyrr en að unnum fullum sigri Talsverður skriður hefur síð- ustu daga komist á viðleitni ýmissa ríkja til að binda endi á Persaflóastríð, en vonir í dauf- ara lagi um árangur, sem tekn- ar voru að vakna, dóu að mestu út á sunnudag vegna neikvæðra undirtekta frá írak. Friðarviðleitni þessi er eink- um af hálfu þriggja aðila, Sovét- ríkjanna, Kína og ýmissa ríkja sem eru aðilar að Samtökum ríkja utan hemaðarbandalaga. I þeim samtökum, sem aldrei hafa verið ýkja virk, em 102 ríki, langflest í þriðja heiminum. Jevgeníj Prímakov, áður kunnur sem sendimaður sovét- stjómar til Saddams íraksforseta, er nú lagður af stað til Bagdað eina ferðina enn. Er gefið í skyn í Moskvu að Prímakov muni reyna að fá Saddam til að kalla her sinn frá Kúvæt gegn því að sovéska stjómin sjái til þess að Irak verði ekki refsað meira en orðið er fyrir árásina á emírsdæmið og tjónið sem Irakar hafa valdið þar. Frétta- skýrendur í Moskvu, sovéskir sem erlendir, em ekki bjartsýnir á árangur og segja sumir að vera kunni að Gorbatsjov forseti hafi gert Prímakov út af örkinni aðal- lega í greiðaskyni við íhalds- menn, sem vilji að Sovétríkin dragi sig frá Bandaríkjunum í Persaflóamálum. Frá Kína er lagður af stað Yang Fuchang varautanríkisráð- herra og ætlar til Sýrlands, Tyrk- lands, Júgóslavíu og írans, að sögn stjómartalsmanna i Peking til að flýta fyrir friði við Persa- flóa. Vestrænir stjómarerindrekar þar í borg telja hinsvegar að aðal- erindi Yangs sé að reyna að blíðka þá araba, sem gramir em Kína fýrir að hafa ekki stöðvað með neitunarvaldi ályktanir Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn írak. Utanríkisráðherrar ríkja í Samtökum ríkja utan hemaðar- bandalaga koma í dag saman á ráðstefnu í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, til að ræða möguleika á að stilla til fríðar. Af þessum Vladímír Krjútsjkov, forstjóri KGB, sovésku leyniþjónustunnar. Hann og aðrir forkólfar íhaldsmanna þarlendis eru sagðir vilja draga úr samstöðu Sovétríkjanna með vesturveldunum (Persaflóadeilu. ríkjum em það einkum Indland og Iran, sem beita sér í því máli. Að sögn indversku fréttastofunn- ar UNI leggja stjómir ríkjanna sameiginlega til að írak lofi að flytja her sinn frá Kúvæt, síðan verði bardögum hætt og eftir það verði herir (að líkindum beggja aðila) fluttir af stríðssvæðinu undir eflirliti S.þ. En ekki blæs byrlega fyrir upptöldum friðflytjendum, þar eð Irak harðneitar enn sem áður að sleppa Kúvæt og andstæðingar þess í stríðinu sætta sig ekki við neitt minna. Bagdaðútvarpið sagði aukheldur i gær að aldrei skyldi það verða að Irakar sam- þykktu vopnahlé fyrr en þeir Liðhlaupum fjölgar Að sögn talsmanna banda- manna í Persaflóastríði laumuðust í gær 75 íraskir hermenn frá sínum mönnum og gáfu sig á vald banda- rískum, saúdiarabískum og egypsk- um herflokkum. Er þetta mesta lið- hlaup úr íraksher á einum degi frá stríðsbyijun, að sögn talsmannanna. Saúdiarabískur talsmaður hafði eftir liðhlaupunum að manntjón íraks- hers væri orðið mikið af völdum loftsóknar bandamanna og víga- móður liðsmanna mjög á þrotum. Umferðarþvaga yf ir Kúvæt Bandamenn í Persaflóastríði beina nú loftsókn sinni mjög að stöðvum írakshers í Kúvæt og er haft eftir bandarískum flugherfor- ingjum að af þessari ástæðu sé flug- umferðin yfir emírsdæminu orðin svo mikil að veruleg hætta sé á árekstrum. Nefhir einn foringinn sem dæmi að stundum hafi fýrir komið að árásarflugvélar hafi orðið að víkja frá skotmörkum án þess að hafa kastað á þau sprengjum til að aðrar flugvélar, sem fýlgdu þeim fast á eftir, kæmust að. Líbería Gleymdist vegna Persaflóastríðs Helmingur landsmanna flosnaður upp ogflúinn m búar V-Afríkuríkisins Lí- I beríu eru - eða voru til skamms tíma - að minnsta kost 2,5 miljónir og af þeim hefur um helmingur flúið heimili sín af völdum borgarastríðsins þar síðastliðið ár, samkvæmt skýrslu sem gerð var að tilhlut- an innflytjenda- og flótta- Tsjernobyl: fjórar miljónir veikar Vladímír Lomeiko, ambassa- dor Sovétríkjanna hjá UN- ESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu í gær að yfir fjórar miijón- ir manna þjáðust af afleiðingum geislunar sem þeir hefðu orðið fyrir af völdum kjarnorkusiyss- ins í Tsjernobyl 1986. Af þessum fjórum miljónum væru um 800.000 böm. Víktor Gubanov, formaður nefndar á veg- um sovésku stjómarinnar sem fýlgist með afleiðingum slyssins, sagði fýrr í mánuðinum að yfir 70.000 manns hefðu á s.l. ári verið fluttir frá hémðum þeim í Hvíta- Rússlandi og Ukraínu, sem enn em menguð af völdum geislunar- innar er slysið olli. mannanefndar Bandaríkja- þings. Að sögn aðila á vegum Sam- einuðu þjóðanna em um 400.000 líberískir flóttamenn í Gíneu, um 250.000 á Fílabeinsströnd og all- margir í Ghana, Nígeríu, Malí, Gambíu og Sierra Leone. I Líber- íu sjálffi er og margt fólk, sem flosnað hefur upp af völdum stríðsins. Edward Kennedy, yngsti Kennedybróðirinn og öldunga- deildarþingmaður fýrir Massac- husetts, kynnti skýrsluna á þingi í fýrradag og sagði að heimurinn hefði gleymt Líberíu vegna Per- saflóastríðsins. Væm kringum- stæður almennings þar nú hörmu- legri en í flestum öðmm löndum heims. Bandaríkin hafa þegar lagt fram rúmlega 127 miljónir dollara til hjálparstarfs þar og önnur ríki rúmlega 44 miljónir dollara, en samkvæmt skýrslunni þarf miklu meira. Landbúnaðarframleiðsla hefur hrapað niður úr öllu valdi sökum ófriðar og upplausnar. Stríðið í Líberíu hófst í árslok 1989. Síðustu mánuði hefur þar lítið verið barist en ástandið er ótryggt áffam. í Monróvíu, höf- uðborg landsins, situr Amos Sawyer, forseti með stuðningi Nígeríu, Ghana og fleiri grann- ríkja, en uppreisnarmenn viður- kenna hann ekki og hann virðist takmarkaðs stuðnings njóta meðal landslýðs. Reuter/-dþ. Líberfskur uppreisnarmaður, sem sett hefur upp grímu til að gera sig sem óguriegastan - ófriðurinn hefur bitnað fyrst og fremst á vopnlausum löndum hans. Reykvíkingar-nágrannar! Missið ekki af fundi ráðherra Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars, Steingríms og Svavars á Holiday Inn, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:30 - 22:20 Fundarefni: Árangur ríkisstjórnarinna, verkefni þeirrar n Fundarstjóri: Guðrún Helgadóttir Umræðustjórar: Auður Sveinsdóttir Már Guðmundsson Umræður - fyrírspurnir - svör Alþýðubandalagið Litháen 90 af hundraði með sjálfstæði Úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Litháen, sem fram fór á Iaugardag til að kanna viðhorf landsmanna i sjálfstæðismálinu, urðu þau að rúmlega 90 af hundraði þeirra er kusu lýstu sig fylgjandi því að landið yrði sjálfstætt ríki. Kjör- sókn var tæplega 85 af hundr- aði. Niðurstöður þessar benda til þess að ekki aðeins hafi þorri Lit- háa greitt atkvæði með sjálfstæði lands síns, heldur einnig margir þar búandi Rússar og Pólveijar. Af þessum tveimur þjóðemum em stærstu þjóðemisminnihlutamir í landinu. Af þeirra hálfu hefur nokkurrar andstöðu gætt við sjálf- stæðisbaráttuna og ljóst er að und- anfamar vikur hafa sovésk yfir- völd reynt af ffemsta megni að beita þeim fýrir sig gegn Litháens- stjóm og sjálfstæðissinnum. Nú þykir ljóst að stuðningur þjóðem- isminnihlutanna í Litháen við sov- ésku stjómina og herinn sé minni en ýmsir töldu og má raunar vera að úr þeim stuðningi hafi dregið við aðfarir sovéska hersins í Eystrasaltslöndum undanfarið. Belgíska stjómin lét í ljós í gær að hún vonaði að úrslitin yrðu til þess að sovéska stjómin tæki í alvöru upp samningaumleitanir við Litháa með það fýrir augum að leysa deilur Litháens og Sovétríkj- anna á friðsamlegan hátt. í yfirlýs- ingu um þetta er bent á að Belgía hafi aldrei viðurkennt innlimun Eistlands, Lettlands og Litháens í Sovétríkin. Reuter/-dþ. 6.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.