Þjóðviljinn - 12.02.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Side 11
 Maqnús H. Gíslason skrifar M r A FÖRNUM VEGI 28 Spilamennskunni í gærkvöldi lauk auðvitað með kaffidrykkju og tilheyrandi kræsingum, meðal hverra voru nýsteiktar lummur, hrein himnaríkis-fæða. Eg bað um að ýtt yrði við mér kl. 8 væri ég ekki farinn að láta á mér kræla þá, því nú átti ég drjúga dagleið fýrir höndum, yfir Hnjótsheiði og síðan eftir Rauð- asandinum, allt inn að Saurbæ. Þar hafði ívar kaupfélagsstjóri boðað fund kl. 2. Ég taldi mig þvi ekki mega fara seinna úr Örlygs- höfninni en kl. 9 og miðaði þá við að vera kominn í Saurbæ nokkru áður en fúndurinn átti að hefjast. Húsfreyjan í Efri-Tungu náði mér í rúminu kl. 8 þegar hún kom inn til mín með morgunkaffið. Og auðvitað var svo ekki við annað komandi en að borða vel og dyggilega áður en ég færi. Ég hafði hugsað mér að fara gang- andi og sú ákvörðun breyttist í engu þótt ég fengi nú í fyrsta sinn á þessu ferðalagi leiðindaveður, norðanstorm og bleytuhríð. Það var heldur ekki um neinn bílveg að ræða yfir Hnjótsheiðina og hesta hafði ég enga séð. En viti menn: Sem ég var að renna niður síðustu skeiðunum af sveskju- grautnum birtist Einar kaupfé- lagsstjóri með tvo til reiðar. Þeim Júlíusi hafði þá ekki litist á það að sleppa mér einum, ókunnugum og gangandi upp á Hnjótsheiði í tvísýnu veðri. Um 10-leytið héldum við Ein- ar úr hlaði. Ég reið brúnum hesti, ættuðum úr Húnaþingi, að því er Einar sagði mér, engum gæðingi en rólegum og traustum. Mér fannst Hnjótsheiðin hálf ömurleg, grýtt, gróðurlítil og fremur ógreiðfær yfirferðar, svo óvíða gátum við farið nema fetið. Veðr- ið hefur að vísu alltaf einhver áhrif á það hvemig manni hugn- ast umhverfið og vel má vera að mér hefði sýnst heiðin hýrlegri í björtu og góðu veðri. Götumar niður af heiðinni lágu svo til um hlaðið á Nausta- brekku, vestasta bænum sem þá var í byggð á Rauðasandi. Ekki sýndist mér þar beinlínis búsæld- arlegt. Graslendið virtist lítið nema túnið en sandauðn allt í kring. En þama bjó samt íslensk gestrisni. Bóndinn gekk í veg fyr- ir okkur og bauð í bæinn. Ég átti erfitt með að forðast ffeistinguna. Ekki af því að mig munaði svo mjög í kaffi. En ég hef alltaf verið veikur fyrir því að „reka inn nef- ið“ á bæjum þar sem ég hef ekki komið áður. Og naumast fæ ég færi á því öðm sinni að líta inn á Naustabrekku. Ég skaut málinu til Einars. Hann mátti gerst um það vita hve lengi við yrðum að ríða inn að Saurbæ. Og hann taldi ömggast að halda viðstöðulaust áfram. Þar með fauk út í veður og vind eina tækifærið á ævinni til þess að litast um innandyra á Naustabrekku. Og svo riðum við þá áfram inn Rauðasandinn og var nú veðrið orðið allt annað og betra en uppi á heiðinni. Rauði- sandurinn er falleg sveit. AIl- breitt, slétt undirlendi milli fjalls og fjöru. Á hægri hönd blasti við Breiðaíjörðurinn en til vinstri risu Qöllin, snarbrött og klettótt. Reið- færi var hið besta eftir sandinum og skilaði okkur Einari óðfluga í áttina að Saurbæ. Nú þurfti ég ekki að líta á kortið til þess að glöggva mig á nöfhum bæjanna, sem við fórum ffamhjá, Einar kunni þá þulu alla utanað, auk þess að vita deili á hveijum þeim, sem þama bjó. Og svo komum við þá að hinu foma höfðingja- setri, Bæ á Rauðasandi, eða Saur- bæ, eins og staðurinn mun oftast nefndur nú. Við Einar fómm beint heim að samkomuhúsinu og skildi nú leiðir. Einar, sem reynst hafði hinn ágætasti ferðafélagi og leiðsögumaður, vildi ekki taka eyri fyrir samfylgdina og hestlán- ið og sagðist gefa Sambandinu þetta lítilræði. Fundurinn var vel sóttur, mættu menn ffá þvínær hverjum bæ á félagssvæðinu og umræður urðu almennar. Að fúndi loknum gengu þeir með mér heim í Saurbæ Ivar og tengdasonur húsffeyjunnar, sem bað mig að kalla sig Bensa, hann væri því vanastur. Bensi var skrafhreifinn og sagði mér ýmis- Iegt af sínum högum. Hann haíði verið hinn mesti slysarokkur. Einu sinni datt með hann hestur og var sá óvenju stór og þungur. Lenti Bensi undir klámum og meiddist talsvert á maganum. Öðru sinni var hann að bisa við að taka upp stein og slitnaði þá æð í bakinu á honum. Og þegar hann vann við sjúkrahúsbyggingu á Patreksfirði datt hann ofan úr „syrlansi“ og var það mikið fall. Bensi var ekki nema þrítugur og gat því átt von á að eiga eftir að lenda í ýmsum mannraunum áður en yfir lyki. Vonandi hafa þær þá ekki orðið honum skeinuhættari en þessar, sem afstaðnar voru. Við Ivar og Bensi sátum svo á tali til W. 1. -mhg Um heilagar kýr Bréf til Starra í Garði Sæll og blessaður og hafðu þökk fyrir bréfið. Ein af fyrstu heimsóknum mínum í Garð er mér enn minnis- stæð. Þá hitti ég þig í fjósi, þú sast undir vel haldinni kú og mjólkað- ir með gamla laginu. Við skipt- umst á glaðlegum orðum og það var einhvemveginn eins og heim- urinn utan við fjós þitt skipti litlu máli, enda em vanheilagar ís- lenskar kýr ekki þekktar af þvi að hafa áhyggjur stórar af því sem mannskepnan er að fást við eða skrafa um. En þetta var eigi að síður á árum mikils stríðs og blóðugs, sem staðið hafði ámm saman og átti enn eftir að standa í nokkur ár. Það var styijöldin í Ví- etnam. Núna er stríð við Persa- flóa, þannig að þeim er nokkur vorkunn sem hafa litla trú á að heimurinn fari batnandi. Þrátt fyrir þetta er ég ekki í þeim hópi, ég er að minnsta kosti sannfærður um að heimurinn sé betri en hann var, þrátt fyrir allt. Þú varst að tala um alræði peninganna í bréfinu á þriðjudag- inn. Það er út af fyrir sig rétt að flest snýst um peninga í þessu þjóðfélagi okkar, en það er aftur á móti ekkert nýtt. Sjálfur man ég auðvitað ekki jafn langt aflur og þú sem ert fæddur skömmu eftir fyrri heimsstyijöldina en ég í þeirri síðari miðri. En ég man vel fyrstu árin eftir striðið heima á Norðfirði, hvemig mannlífið tók stórstígum breytingum í krafti þeirra peninga sem striðið hafði skapað. Róttækir menn voru þá nýbúnir að fá í hendur öll völd í bænum. Þeir lögðu af stað með kröfuna um réttláta skiptingu auðsins í annarri hendi og hug- myndir um það hvemig nota mætti peningana til þess að bæta mannlífið í hinni. Þegar þeir byij- uðu var alræði peninganna algert; ég ætti kannski að segja að ríkt hafi alræði þeirra peninga sem ekki vom til hjá norðfirskum verkalýð á þriðja og fjórða ára- tugnum. Alræði peninga er vafalaust jafngamalt því tiltæki mannkyns- ins að nota peninga sem mæli- kvarða á veraldleg verðmæti. Þess vegna stendur pólitík nútím- ans um peninga hvort sem okkur líkar það nú betur eða verr. Hún stendur um ráðstöfun þeirra verð- mæta sem þjóðin skapar. Við sem emm á vinstri vængnum, og stefnum að jöfnuði í víðtækum skilningi, viljum þess vegna að verðmætunum sé ráðstafað á ann- an veg en hægri vængurinn vill. Það er greinilegt á þér að þú ert lítið hrifin af aðild okkar að ríkisstjóminni og ekki fær þjóð- arsáttin merkilega einkunn. Um þjóðarsáttina ætla ég ekki að ræða að sinni, utan það að segja að hún var tímabundin aðgerð, ætluð til þess að leggja grunn að batnandi lífskjömm. A næstu mánuðum verður skorið úr um það hvort hún hefur þjónað til- gangi sínum. Um aðild okkar að ríkisstjóm vil ég hins vegar fara nokkram orðum. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að Alþýðu- bandalagið eigi að vera sem oft- ast og lengst í rikisstjóm og taktu nú eftir: jafnvel þótt flokkurinn komi alls ekki öllu því í verk sem hann vildi og verði stundum að gera fleira en okkur þykir bein- línis gott. Alþýðubandalagið á að vera flokkur sem vill ráða, flokk- ur sem vill tefla fram hugmynd- um sínum í þeim eilífu stjómar- myndunarviðræðum sem sam- steypustjómir á Islandi em. Ef við gemm það ekki, þá dæmum við okkur einfaldlega úr leik, lát- um andstæðingum okkar eflir að semja sín í milli um það hvemig þjóðfélaginu skuli stjómað. Það þætti mér vitlaus pólitík, því með því móti væri Alþýðubandalagið orðið að þeirri heilögu kú sem ekki mætti ómaka eða óhreinka fremur en þær indversku. Heyri ffá þér í næstu viku. Kveðjur til Jakobínu. hágé. í DAG ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Einræðisherrar fasistaríkjanna koma saman á ráðstefnu ( dag. Franco og Sunerfara til Italiu. Talið að Hitler muni einnig fara til fundar við Mussolini. Þýzk árás á Grikkland yfirvofandi? Al- þýðan verður að vekja yfirvöldin til aðgerða i loftvarnamálunum. Hver dagur er dýrmætur. Fram- kvæmdirnar þola enga bið leng- ur. Það verður strax að skipa nýja framkvæmdastjórn i loft- varnamálum með nóg fjárráð og vald. 12. febrúar þriðjudagur. Sprengidagur. 43. dagur ársins. Sólarupprás f Reykjavik kl. 9.34 - sólarlag kl. 17.51. Viðburðir Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) rithöfundurfæddur 1873. Verkalýðs- og sjómanna- félagið Bjarmi á Stokkseyri stofnað 1904. DAGBÓK APOTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 8. til 14. febr. er I Garðs Apóteki og Lyfjabúöinni Iðunni. Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Siðamefnda apótekiö er opiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrrnefnda. LÖGGAN Reykjavík...................« 1 11 66 Kópavogur...................» 4 12 00 Seltjarnarnes...............» 1 84 55 Hafnarfjörður...............« 5 11 66 Garðabær....................« 5 11 66 Akureyri....................* 2 32 22 Stökkviið og sjúkrabðar Reykjavik...................» 1 11 00 Kópavogur...................« 1 11 00 Seitjarnarnes...............« 1 11 00 Hafnarfjörður...............« 5 11 00 Garðabær....................« 5 11 00 Akureyri....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavik, Seltjarn- ames og Kópavog er I Heilsuverndar- stöð Reykjavfkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tímapantanir í « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vaktvirka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspltalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspit- alans er opin allan sólarhringinn, ® 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags (slands er starfrækt um helgar og stórhátiðir. Simsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, « 53722. Næturvakt lækna, « 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni b 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, n 22311, hjá Akureyrar Apóteki, » 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar ( « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, rr 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartlmar: Landspitalínn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga ki. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra- tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimlli Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Al- mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Oldrunarlækningadeild Landspítal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadelld: Heim- sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitall Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35, b 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum timum. n 91-28539. Sálfræðlstöðin: Ráögjöf I sálfræöi- le(jum efnum, » 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt i síma 91 -11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Alandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Oplð hús" fyrir krabbameinssiúk- linga og aðstandendur þeirra I Skóg- artííið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra I« 91- 22400 og þar er svarað alia virka daga. Upplýsingar um eyðni: tr 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aöstoö viö konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða oröið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, b 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: »91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stfgamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i » 686230. Rafveita Hafnarfjaröar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 11. febrúar 1991 Sala Bandarikjadollar...........53,79000 Steriingspund.............107,09600 Kanadadollar...............46,47700 Dönsk króna.................9,59590 Norsk króna.................9,43600 Sænsk króna.................9,83720 Finnskt mark................15,17990 Franskur franki.............10,85020 Belglskurfranki............. 1,79510 Svissneskur franki.........43,28650 Hollenskt gytlini...........3280380 Vesturþýskt mark............36,95640 Itölsk llra.................0,04911 Austunfskur sch..............5,25370 Portúgalskur escudo......... 0,41830 Spánskur peseti..............0,58790 Japansktjen.................0,41140 Irsktpund...................98,26100 KROSSGÁTA Lárétt: 1 erill 4 skömm 6 blekking 7 úrgangur 9 karimannsnatn 12 helti 14 loga 15 hrúgu 16 kinn 19 skriffæri 20 vanþóknun 21 ánægja Lóðrétt: 2 dropi 3 spil 4 laslelki 5 spiri 7 undr- andi 8 mótfallin 10 stór- an 11 hrósaði 13 smá- ger 17 fæða 18 márv- uður Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 mátu 4 spor 6 gát 9 ótal 12 jarða 14 róa 15 Itf 16 lokka 19 kólf 20 óður21 ataði Lóðrétt: 2 ári 3 ugga 4 stóö 5 oka 7 skrekk 8 gjalla 10 talaði 11 lof- orð 13 rök 17 oft 18 kóð Þriöjudagur 12. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.