Þjóðviljinn - 19.02.1991, Side 2

Þjóðviljinn - 19.02.1991, Side 2
FRETTIR Lögreglufélag Suðurnesia Mótmæla yfirgangi herlögreglu r Þorgeir Þorgeirsson: Oánœgja vegna vopnaburðar herlögreglu, auk nokkurra atvika sem upp hafa komið Lögreglufélag Suðurnesja mótmælir harðlega yfir- gangi herlögreglu á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli, segir í ályktun frá félaginu sem samþykkt var á fundi þess á sunnudaginn. Þá bendir félagið einnig á að viðbrögð við kvörtunum þeirra hafi engin verið af hálfu yfir- stjómar embættisins og Vamar- málaskrifstofu utanrikisembættis- ins. Pétur Thorsteinsson, sendi- ráðunautur Vamarmálaskrifstof- unnar, sagði í samtali við Þjóð- viljann að honum hefði enn ekki borist ályktun félagsins en að lög- reglustjóra hefði fyrir alllöngu verið falið að leysa úr þeim ágreiningi sem upp væri kominn milli herlögreglu og íslenskra lögreglumanna. Hann sagði aðal- umkvörtun lögreglunnar vera þá að frá því í sumar hefðu vopnaðir hermenn komið í hliðin við vaktaskipti og jafnvel verið vopn- aðir utan vallar. Þetta væri hins vegar í samræmi við vamarsamn- inginn og ekkert við það að at- huga. Pétur sagðist ekki skilja að- finnslur lögreglumannanna. Mál- ið væri nú í athugun og því væri ekki meira um það að segja á þessu stigi. Þorgeir Þorgeirsson, lög- reglustjóri á Vellinum, vildi sem minnst um málið segja. Hann sagði að ákveðin óánægja hefði rikt meðal starfsmanna vegna vopnaburðar hermanna. Auk þess hefðu komið upp atvik sem reynt hefði verið að leysa. Vegna Persaflóadeilunnar var eftirlit á svæði hersins hert og herlögregla tók að bera vopn, sem hún mun ekki hafa gert síðan á sjötta áratugnum. Ekki náðist í talsmenn stjóm- ar Lögreglufélagsins en lögreglu- menn í félaginu staðfestu áður- nefnda ályktun og sögðu vopna- burð herlögreglu einan sér ekki ástæðu mótmæla þeirra, heldur væri hér um að ræða bæði gömul og ný ágreiningsatriði. Einstakir félagsmenn vildu ekki tjá sig um málið vegna þess að stjóm félags- ins hefur mótað stefnu um það hvemig taka skuli á því. Formað- ur félagsins sinnir um þessar mundir öðrum störfum og Stefán Karl Baldursson, sem gegnir embættinu í fjarvist hans, var rúmfastur í gær. Pétur Thorsteinsson var innt- ur eftir því hvort rétt væri, eins og fram kom í DV fyrir stuttu, að fyrirmæli hefðu komið frá Vam- armálaskrifstofúnni um að kanna hvort starfsmaður lögreglunnar Bandarlskir hermenn ásamt (slenskum lögreglumanni við eitt hliðanna inn á yfirráðasvæði hersins. Nú hefur risið upp ágreiningsmál milli hers og lögreglu vegna þess sem lögreglumenn kalla margháttaðan yfirgang herlögreglu gegn (slenskum lögreglumönnum á Vellinum. Mynd: Jim Smart. hefði farið út fyrir starfssvið sitt og brotið trúnað er hann ræddi við DV um ágreining við herinn. Sagði Pétur að skrifstofan hefði einungis beðið um nákvæmar upplýsingar um það sem gerst hefði jþegar til deilna milli herlög- reglu og íslensks lögreglumanns kom. Lögreglustjóra hefði verið falið að kanna málið og fyrirhug- að væri að leysa öll deiluatriði sem fyrst. Fundur Lögreglufélagsins lýsti yfir hneykslun á hótunartóni í viðtalinu við Pétur í DV sl. laug- ardag. Þá samþykkti fúndurinn að skipa nefnd til að taka saman þau fjölmörgu umkvörtunarefni, sem enga úrlausn hafa fengið hjá yfir- stjóm og Vamarmálaskrifstof- unni. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er mikil samstaða meðal lög- reglumanna á Suðumesjum í mál- inu, sem enn hefúr ekki verið til lykta leitt. BE Norrœn skólaskák Islendingarnir hlutskarpastir Norðurlandameistarar íþremur aldursflokkum af fimm. Fengu níu vinn- inga af tíu í lokaumferðinni I* slensku keppendurnir á Nor- ræna skólaskákmótinu, sem haldið var í Færeyjum að þessu sinni, brugðust ekki þeim von- um sem bundnar voru við þá: íslendingar urðu Norðurlanda- meistarar í þremur aldurs- flokkum af fímm og samtals fékk íslenska sveitin 39 og hálf- an vinning af 55 mögulegum. Einkum stóðu íslensku kepp- endurnir sig vel á lokasprettin- um og hluti níu vinninga af tíu mögulegum í síðustu umferð sem tefld var á sunnudags- kvöld. Helgi Áss Grétarsson sigraði í aldursflokki 13-14 ára. Hann hlaut fimm og hálfan vinning af sex mögulegum. Magnús Óm Úlfarsson varð í örðu sæti í sama flokki. Amar E. Gunnarsson varð hlutskarpastur í flokki 11-12 ára. Hann hlaut fjóra og hálfan vinn- ing., I yngsta aldursflokknum, 10 ára og yngri, sigraði Jón V. Gunn- arsson með fimm og hálfan vinn- in8-. Ólafúr H. Ólafsson, annar lið- stjóra íslenska liðsins, segir að frammistaða sinna manna hafi verið með ágætum. - Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með útkomuna, segir Ólafúr. Næstir á eftir Islendingum í samanlögðum vinningafjölda urðu Norðmenn með 33 vinninga og í þriðja sæti lentu Danir með 32 og hálfan vinning. í fjórða sæt- inu lentu Svíar og Finnar i því sjötta. Gestgjafamir, Færeyingar, urðu neðstir með 13 og hálfan vinning. En þeim er huggun harmi gegn að stutt er síðan byij- að var að stunda skákiþróttina með skipulögðum hætti í Færeyj- um. -rk Frá afhendingu gjafarinnar, f.v. Alper Mehmet ræðismaður, Örlygur Hálf- danarson forseti SVFl, Sir Richard sendiherra og Hannes Þ. Hafstein forstjóri. Slysavarnafélagið fær ratsjá Sendiherra Breta á íslandi, Sir Richard Best, heimsótti aðalstöðvar Slysavamafélags íslands nýlega og afhenti fyrir hönd rikisstjómar sinnar forseta félagsins, Örlygi Hálfdanarsyni, og forstjóra þess, Hann- esi Þ. Hafstein, ratsjá af vönduðustu gerð. Við afhendinguna rifjaði Sir Richard upp giftudrjúgt starf félagsins í þágu nauðstaddra og væri gjöfin framlag í þágu sameiginlegrar viðleitni í þeim efnum að stuðla að auknu öryggi sjófarenda umhverfis ísland. Gervitunglamyndir af Islandi Landmælingar Islands hafa gefið út tvær gervitunglamyndir með skýringum, í mælikvarða 1:100.000. Um er að ræða tvær mismunandi útgáfur af sama svæði, sem afmarkast af Esju og Þingvallavalni í norðri og suður- strönd landsins í suðri. Myndin var tekin úr bandaríska gervi- tunglinu Landsat 5, 7. september 1986 og em báðar myndimar unnar eftir sama tölvusegulband- inu, en notuð mismunandi bylgju- bil rafsegulrófsins við tölvu- vinnsluna. Önnur myndin er inn- rauð í breyttum litum sem sýnir einkar vel mun á grónu og ógrónu landi, en hin myndin er í venju- legum litum, svipað því og sést á ljósmyndum. Myndimar em í stærðinni 44x52 cm og fást 1 kortaverslun Landmælinga Is- lands, Laugavegi 178, Reykjavík og er verð hvorrar myndar kr. 493. Súldin á Tveimur vinum Súldin spilar á mivikudags- kvöld á Tveimur vinum og heíjast tónleikamir kl. 22. Súldin leikur frumsamið efni af nýútkomnum geisladiski, Blindflug. Súldina skipa Steingrímur Guðmundsson trommur, Páll Pálsson bassa, Lár- us H. Grimsson hljómborð og flautu, Tryggvi Hubner gítar og Marten van der Valk slagverk. Sveigjanlegt fóstrunám I ágúst hefst dreift og sveigj- anlegt fóstmnám í Fósturskóla Is- lands. Námið og inntökuskilyrði verður sambærilegt við hefð- bundið fóstmnám. Náminu er dreift á 4 ár. Hér er um að ræða staðbundið nám í húsakynnum Fósturskóla íslands, alis 12 vikur á ári, og fer það ffarn í ágúst, janúar og júní. Einnig er boðið upp á stutt námskeið, fámenna nemendahópa í heimahéraði nem- enda eða næsta nágrenni. Þá er fjamám og verklegt nám. Um- sóknarfrestur verður auglýstur síðar. Upplýsingar í síma 91- 83866 daglega kl. 13-14 og i síma 97- 11757. Gítarævintýri íHafnarborg í kvöld kl. 20.30 mun japanski gítarleikarinn Kazuhito Yamas- hita halda tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði. Á efnisskrá em Til- brigði um stef eftir Mozart eftir Sor, Folios eftir Takemitsu og tvö verk í eigin útsetningu, Sellósvíta nr. 6 eftir Bach og Sinfónía frá Nýja heiminum eftir Dvorák. Yamashita er fæddur árið 1961 og hóf ungur gítamám. Hann nam m.a. hjá Segovia og hefur marg- sinnis unnið til verðlauna. Hann hefúr haldið tónleika um allan heim og hljóðritað 42 hljómplöt- ur. Hann er af mörgum talinn einn af athyglisverðustu gítarleikumm í heimi. Sönglög á háskólatónleikum Stefán Amgrímsson bassi og Bjami Þór Jónatansson píanóleik- ari koma fram á háskólatónleik- um í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30. Þeir munu flytja sönglög eftir íslensk og erlend tónskáld. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.