Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 6
Schwarzkopf og lærifeður hans „Slormin' Norman" Schwarzkopf - honum tókst betur til en lærifeðrum hans, að því er nú verður séð. Þrátt fyrir alla hátæknina í nútíma- hernaði minnir landorrustan í Persa- flóastríði talsvert á Schlieffen-áætlun Þjóðverja frá aldamótum og slag Hanni- bals og Rómverja við Kannæ Eitt af mestu keppikeflum herstjómenda í stríði hefur í ald- anna rás verið að umkringja óvinaherinn og tortíma honum síðan. Hefur það verið talið væn- legast til þess árangurs að ger- sigra andstæðinginn með lág- markskostnaði fyrir sigurvegar- ann, með það fyrir augum að and- stæðingurinn yrði fyrir slíku áfalli að ekki þyrfti miklar áhyggjur af honum að hafa um nokkra fram- tíð. Hannibal var mikill snillingur við þetta, þótt ekki dygði það honum til endanlegs sigurs á óvinum sínum Rómverjum. Orr- usta Karþverja undir forustu hans við Rómverja við Kannæ (Cannae) 216 f.Kr. er ein þeirra frægustu í sögunni og alla tíð síð- an hafa herstjómendur haft af henni hliðsjón og tekið herstjóm Hannibals þar til fyrirmyndar. Samanklemmdar legíónir Hannibal hafði við þetta tæki- færi lið miklu minna en Rómverj- ar, en lokkaði þá i gildru með því að hafa fylkingarmiðju sína til- tölulega veika. Þegar orrusta tókst, varð fylkingarmiðja Kar- þverja því að láta undan siga fyrir rómversku legíónunum. En hers- höfðingjar Rómverja vöruðu sig ekki á að Hannibal hafði bestu hersveitir sínar ásamt riddaraliði í fylkingarörmum, lét þær ráðast að rómverska hemum frá báðum hliðum og sveigja fylkingararma hans aftur fyrir miðfylkinguna, sem hugsaði ekki um annað en að fylgja eftir undanhaldi kar- þversku miðfylkingarinnar, uns allur rómverski herinn var um- kringdur. Rómverjar biðu þar einn af mestu hemaðarósigmm sögu sinnar og samkvæmt einum af söguriturum fomaldar misstu þcir þar álíka marga menn fallna og Saddam í nýafstöðnu Persa- flóastríði, miðað við sumar ágisk- Hannibal - vann ormstuna en ekki stríðið. anir. Framfarir í hemaðartækni þurfa ekki einhliða að þýða meiri manndráp í styrjöldum. Von Schlieffen greifi, formað- ur þýska herráðsins kringum s.l. aldamót, var einn af mörgum lærisveinum Hannibals. í upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri hugð- ust Þjóðveijar gersigra Frakka, og vinna þar með skjótan og algeran sigur í stríðinu, samkvæmt áætlun sem von Schlieffen hafði gert og kenndi við Kannæorrustu. Von Schlieffen gerði að vísu ráð fyrir að aðeins annar fylkingararmur andstæðingsins yrði sveigður aft- ur fyrir bak hans. Búist var við að Frakkar myndu hefja sinn hemað með því að skipa öflugasta hluta hers síns til sóknar inn í Elsass- Lóthringen (sem þeir og gerðu), en á meðan skyldi meginher Þjóðverja sækja fram í gegnum Belgíu og Norður-Frakkland, beygja vestur fyrir París, snúa síðan við og sækja austur og loka þar með franska herinn inni í austurhéruðum Frakklands milli Sviss og Niðurlanda. Saddam bjóst við landgöngu Hefði þetta tekist, er ekki ósennilegt að Þjóðverjar hefðu haft fullan sigur í stríði þessu á fá- einum mánuðum. En það tókst ekki, af mörgum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Dagur Þorieífsson Þýskir hermenn grafa sér skotgrafir ( heimsstyrjöldinni fyrri - eftir að framkvæmd Schlieffenáætlunar fór út um þúfur tók kyrrstöðuhernaður við af hreyfihernaði. Ekki er ólíklegt að þegar Stormin’ Norman, eins og Banda- rikjamenn kalla Norman Schwarzkopf, yfirhershöfðingja sinn á Persaflóasvæði, hafi hugs- að til þeirra Hannibals og von Schlieffens er hann undirbjó sókn þá, sem færði her hans að því er virðist fullan sigur á íjórum dög- um. Aætlun hans minnir meira á Schlieffen-áætlunina en á her- stjóm Hannibals við Kannæ. ír- akar voru plataðir til að halda að bandamannaherinn myndi beina meginþunga sóknar sinnar ann- arsvegar inn í Kúvæt úr suðri en hinsvegar utan af Persaflóa. Víg- girtu írakar því sem ákafast suð- urlandamæri Kúvæts og strönd þess og skipuðu þar hersveitum sinum og vopnum sem þéttast. Þar sem íraski herflotinn var svo til allur skotinn í kaf, banda- mannaflotinn gífurlega sterkur og landgöngulið Bandaríkjamanna með það orð á sér að vera víga- legasti hluti landhers þeirra var ekki nema eðlilegt að Saddam gerði ráð fyrir þessu. Leiftursókn að Evfrat og Basra Meginsókn Schwarzkopfs var hinsvegar gerð norður yfir írask- saúdiarabísku landamærin þó nokkum spöl vestur af Kúvæt, þar sem írakar höfðu lítinn viðbúnað íyrir. Sá sóknarher, bandarískur, breskur og franskur, geystist áfram land- og loftleiðis norður að Evfrat og beygði í austur í átt- ina að Basra. Þar með var íraski suðurherinn, hálf miljón manna eða meira, kominn í vörpuna. Undanhaldsleiðin austur, fyrir botn flóans, var að mestu lokuð vegna þess að flugher banda- manna hafði eyðilagt vegi og brýr á þeim slóðum. Eins og sakir standa er svo að sjá að Schwarzkopf sé sem her- stjómandi og áætlanasmiður á þeim vettvangi orðinn meiri ham- ingjumaður en þeim Hannibal og von Schlieffen lánaðist að verða. Hann naut líka ýmissa hlunninda sem þeir áttu ekki kost á. Fjar- skiptatækni Bandaríkjamanna og algerir yfnburðir þeirra og banda- manna þeirra í lofti gerðu þeim ekki aðeins fært að lama íraska herinn að miklu leyti, áður en orr- usta á landi tókst, heldur og að fylgjast nákvæmlega með hreyf- ingum óvinarins. Vegna þess hve fljótt íraski flugherinn var sleginn út óð Saddam hinsvegar í villu og svima um hreyfmgar banda- mannahersins. Enn má nefna að Karþverjar og Þjóðveijar höfðu við áminnst tilfelli á móti sér kjarkmikla heri, en íraski herinn varð hinsvegar mestanpart að gjalti þegar í sókn- arbyijun. Bandamannaherdeildir þær, bandarískar, saúdiarabískar, eg- ypskar, sýrlenskar, katarskar, sem sóttu að írökum þar sem þeir höfðu búist við þeim, þ.e.a.s. að sunnan yfir kúvætsk-saúdiarab- ísku landamærin, komust með til þess að gera lítilli fyrirhöfh gegn- um víggirðingar þær, sem Irakar höfðu haft meira en hálfi ár til að koma sér upp. Danmörk/Litháen Stjórnmálasamband þegar auðið verður Afstaða Dana til stjórnmálasambands við Litháen virðist nálgast afstöðu Islendinga íþeim málum Ríkisstjórnir Danmerkur og Litháens hafa ákveðið að taka upp að nýju stjórnmála- samband á milli ríkjanna, þeg- ar það verði möguiegt kring- umstæðna vegna, samkvæmt frétt frá Ritzau í gær. Utanríkisráðherrar ríkjanna, Uffe Ellemann-Jensen og Algird- as Saudargas, tilkynntu þetta er samningur milli ríkjanna var undirritaður í danska utanríkis- ráðuneytinu í gær. Er svo að sjá að með þessu sé afstaða Dan- merkur til stjómmálasambands við Litháen komin nálægt af- stöðu Islands. I samningnum er vísað til þess, að Danmörk viðurkenndi Litháen sem sjálfstætt ríki 1921 og hefur aldrei viðurkennt inn- limun þess í Sovétríkin 1940. Þar stendur og að ríkin muni í sam- ræmi við samning gerðan í fyrra hafa samslarf á sviðum efhahags- , iðnaðar- og tæknimála. Til stendur að þau geri með sér samning um samvinnu í menn- ingar- og fræðslumálum og vís- indum. Ellemann-Jensen sagði við þetta tækifæri að danska stjómin hefði skilning á bæði táknrænni og raunverulegri þýðingu hins nýundirritaða samnings, er fæli í sér einskonar viðurkenningu á Litháen. Hann sagði ennfremur að danska stjómin myndi á næstu dögum undirrita svipaða samn- inga við Eistland og Lettland. Þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hefur samþykkt að fulltrúarþjóðþinga utan Norð- urlanda geti í framtíðinni setið þing ráðsins sem áheymarfulltrú- ar. Það þýðir að þeir geta fylgst með fundum á þinginu, en það er undir forsætisnefndinni komið hveiju sinni hvort gestimir fá málfrelsi. Þýðir þetta til að mynda að fulltrúar þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna geta komið til þingsins á næsta ári sem áheymarfulltrúar, í stað þess að koma þangað sem gestir eins og nú. Sendiráð Sovétríkjanna í Kaupmannahöfn afhenti Anker Jðrgensen, forseta Norðurlanda- ráðs, ítrekuð mótmæli á miðviku- dag vegna afskipta Norðurlanda af sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. í bréfi sendiráðsins er m.a. lýst yfir óánægju sovésku stjómarinnar með veru gestanna frá löndunum þremur á þingi ráðsins og látin i ljós undrun yfir því að öðrum lýðveldum í Sovétríkjunum skuli ekki einnig hafa verið boðið að senda þangað gesti. dþ/-gg. 6 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.