Þjóðviljinn - 01.03.1991, Page 11
Um
ímynd
djöfulsins
w
i
samskipt-
um
kristinna
og
íslams
Úr rtlunda og næstneðsta dvalarstað vítis þar sem sáðmenn klofnings og hneykslunar eins og Múhameð og All taka út kvalir slnar. Mynd: Gustav Doré.
Heilög stríð og vanheilög
egar þetta er skrifað er
Saddam Hussein íraksfor-
seti endanlega búinn að fallast á
ályktanir Sameinuðu þjóðanna
með svo afgerandi hætti, að
fjölþjóðaliðið við Persaflóa hef-
ur lýst yiir vopnahléi. Eftir 42
daga hernað úr lofti og á landi
eru tvö iönd þar sem búa 19
miljónir manna sem rjúkandi
rústir, írak og Kúvæt, og fyrstu
fregnir herma að striðið hafi
kostað allt að 150 þúsund
íraska hermenn lífið auk tug-
þúsunda óbreyttra borgara.
Mannfall í Kúvæt skiptir vænt-
anlega einnig þúsundum eða
tugum þúsunda. Mannfall í
fjölþjóðaliðinu skiptir einhverj-
um hundruðum. Með þessum
árangri telur fjölþjóðaliðiö sig
hafa tryggt „frið og alþjóðlegt
öryggi á svæðinu“ eins og álykt-
anir Sameinuðu þjóðanna
kveða á um.
Aðrir halda því fram að þetta
hafi verið ónauðsynlegt stríð.
Meðal þeirra var yfirmaður
ítalska flotans á svæðinu, en hon-
um var reyndar sagt upp starfi
strax eftir yfirlýsingu sína.
Það þarf sterk rök til að rétt-
læta það blóðbað og þá eyðilegg-
ingu sem þama hefur átt sér stað.
Sú helsta réttlæting, sem að okkur
hefur verið borin, er fólgin í þeirri
fullyrðingu Bush forseta og her-
foringja hans, að Saddam Hussein
sé óútreiknanlegur bijálæðingur
sem verði að stöðva.
Ekki skal því á móti mælt, að
Saddam Hussein er búinn að
vinna þjóð sinni og samfélagi
þjóðanna óbætanlegt tjón með yf-
irtöku Kúvæt, ógnarstjóm sinni
þar og hrapallegum mistökum
sem hann og ríkisstjóm hans
gerðu eftir að striðið var hafið.
Það er ekki nema eðlilegt að hann
sé kallaður til ábyrgðar fyrir mis-
tök sín og misgerðir. En sjaldan
veldur einn þá tveir deila, og vist
er að ef sú fullyrðing reyndist rétt,
að hægt hefði verið að frelsa Kú-
væt án þess að til þessa striðs
kæmi, þá er ábyrgð Bandaríkj-
anna og fjölþjóðaliðsins ekki
minni en Saddams Husseins.
Þetta er reyndar fullyrðing
sem ekki er hægt að sanna, því
miður. En það hefur heldur ekki
verið sannað enn, að þessi hildar-
leikur hafi borið þann ávöxt „að
tryggja frið og alþjóðlegt öryggi á
svæðinu". Fátt bendir reyndar til
að svo muni verða, og fáir virðast
gera sér grein fyrirþví hvert fram-
hald þessa máls muni verða.
Bandaríkjamenn halda hins vegar
fast við þá kenningu sína að
Saddam sé brjálæðingur sem
ryðja þurfi úr vegi. íraska þjóðin
skuli enn fá að gjalda fyrir þennan
valdsmann sinn, þar til hún hafi
losað sig við hann.
Þessi afstaða er í engu sam-
ræmi við samþykktir Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki
í hlutverki þeirra að skipa þjóð-
höfðingja í aðildarríkjunum. Það
er innanríkismál Iraka að gera
upp sakir við sína valdsmenn.
Þessi afstaða Bandaríkjanna lýsir
hins vegar ekki bara valdahroka,
hún lýsir einnig bamalegri ein-
feldni sem varla er vænleg til ár-
angurs í því að skapa öryggi og
traust á milli þjóða. Þessi ein-
feldni felst í því að draga upp þá
mynd af andstæðingnum að hann
sé brjálæðingur eða ímynd hins
illa.
ímynd hins ilia
Slík aðferð er reyndar vel
þckkt úr sögunni og á sér margar
hliðstæður, bæði í nútíð og fortið.
Ekki síst í samskiptum kristinna
manna og múslima. ítalski rithöf-
undurinn Umberto Eco er að velta
því fyrir sér í nýlegri tímarits-
grein, í hvers konar mynd okkur
Vesturlandabúum sé tamt að sjá
hið illa. Hann bendir á að almennt
siðgæði leyfi það varla lengur að
hið illa sé tengt við afbrigðilegt
útlit eða hegðun, kynferði, hör-
undslit, kynþátt eða fötlun, svo
dæmi sé tekið. Það þyki ekki
lengur fínt að fara með háðsglós-
ur eða hryllingssögur á kostnað
negra, fávita eða Kínveija. Hann
minnir á að hryllingssögur vís-
indaskáldskaparins af illvættum
utan úr geimnum séu nú þegar úr
sér gengnar og hafi í rauninni
aldrei virkað, því þeir óvættir lík-
ist ekki nægilega þeim persónum
sem okkur sé illa við í daglegu
lífi.
Þess vegna hafi hugvitsmenn í
kvikmyndabransanum fundið upp
á þeim sataníska hryllingi sem
birtist í okkur sjálfum, í djöfúlóðu
bami eða i nágrannanum sem
haldinn er djöfullegri en hálfdul-
inni áráttu.
Hins vegar heldur Eco því
fram að áráttan til að sjá hið illa í
hinu afbrigðilega blundi undir
niðri. Hann fullyrðir þannig að úr
því þegjandi samþykki, sem fólk
hafi almennt sýnt gagnvart Persa-
flóastriðinu, og þeirri ástríðufullu
glápsýki sem fólk hafi fyllst
gagnvart ekkert segjandi sjón-
varpssendingum frá Flóabardag-
anum, megi lesa að fólk fagni nú
vel þegnu leyfi til þess að sýna
kannski ekki hatur, en að minnsta
kosti ótta og andúð gagnvart þeim
sem em dekkri á hömnd en geng-
ur og gerist. Til dæmis aröbum.
Ekki svo að skilja að andúðin á
Saddam Hussein sé með öllu
óverðskulduð, heldur miklu frek-
ar að framferði hans hafi komið
eins og hver önnur himnasending
hvað þetta varðar. Dæmið af
Saddam sé einstakt, því í því birt-
ist ein þeirra aðferða sem ímynd-
unarafl fjöldans notar til þess að
kalla fram óvættinn í því skyni að
særa hann síðan í burtu sem
ímynd brjálæðingsins.
Brjálæðingurinn
Saddam
Það er ekki nýtt að þjóðir sjái
brjálæðinginn persónugerðan í
óvini sínum. Sjálfur segist Eco
hafa alist upp við það að Georg
Bretakonungur hafi verið úrhrak,
Churchill úrkynjaður alkóhólisti
og Roosevelt vanskapað fatlafól.
Slíkt fólk ætti sér ekki viðreisnar
von, og því myndi ítalski fasism-
inn sigra. Hitler, Ghaddafi, Nori-
ega, Khomeni og til og með Ass-
ad Sýrlandsforseti, núverandi
bandamaður Bandaríkjanna i
Flóabardaga, em einnig dæmi um
illvætti, sem stimplaðir hafa verið
geðveikir eða nálægt því sturlaðir
af Bandaríkjamönnum. Á sama
hátt hafa þeir Bush og Reagan
fengið eymamark djöfulsins hjá
ráðamönnum í ýmsum löndum ís-
lams. Ótalmörg fleiri dæmi mætti
nefna, en það mun heyra til und-
antekningar i sögunni, að þjóðir
hafi borið virðingu fyrir óvinum
sínum og reynt að skilja þá. Eco
segir að erfiðleikar Evrópu i sam-
skiptum við heim íslams í gegn-
um aldimar hafi gjaman verið
raktir til fúlmennsku Saladínsins
(sem tók Jerúsalem úr höndum
kristinna á 12. öld) eða hrotta-
skapar súltánanna. Hvort tveggja
mátti til sanns vegar færa, segir
Eco, en bendir jafnframt á að hin-
ir kristnu andstæðingar þeirra hafi
bæði brennt og hálshöggvið, og
því hafi annað hvort allir eða eng-
inn verið brjálaðir.
Hinn skjóti uppgangur íslams
á 7. og 8. öld hefiir löngum verið
mönnum ráðgáta, og var það ekki
síður á miðöldum.
Múhameð
í helvíti
\ Miðaldakirkjan leit á íslam
sem trúvillu sem vaxið hefði út
frá hinni réttu kristnu kenningu
fyrir tilverknað djöfulsins, og
töldu kristnir menn á miðöldum
að Múhameð hefði uppmnalega
verið kristinn.
Francesco Gabrieli, fræði-
maður um arabíska menningu,
segir í bók sinni Mohammad and
the Conquest of lslam að mið-
aldakirkjan hafi talið að Múham-
eð hafi fengið villukenningu sína
frá kennimanni að nafni Serge,
sem ól þá ósk í brjósti að kljúfa
kirkjuna frá rótum. Faðir Serge
átti það til að falla í trans og fá
krampaköst, og boðaði þá algjört
frelsi í kynlífi og afneitun á guð-
dómlegu eðli Krists. Sagt var að
hann hefði líka þjálfað nautskálf
til að kijúpa fyrir sér, og hafi
nautskálfurinn fært honum hina
„helgu“ bók, Kóraninn, á milli
homa sér. Þá segir saga þessi, að
faðir Serge hafi þjálfað dúfu til
þess að bera villukenningu sína í
eyra Múhameðs. Hins vegar hafi
guðdómleg forsjón verið fljót að
gripa í taumana og hafi hinn illi
villutrúarmaður, Múhameð, verið
rifinn í tætlur af svini þar sem
hann gekk öma sinna á víðavangi.
Þaðan fór Múhameð beinustu leið
til helvítis samkvæmt þessari
söguskýringu kirkjunnar manna,
og er dvöl spámannsins þar í
neðra lýst með ófogru orðbragði í
kvæðabálki Dantes, Divina
Commedia eða Hinum guðdóm-
lega gleðileik, en frásögn sú er í
Föstudagur 1. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11