Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 12

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 12
lauslegri þýðingu á óbundnu máli eitthvað á þessa leið (Canto XXVIII): Botnlaus tunna eða brostin er betur á sig komin en hinn for- dœmdi sundurskorinn frá hálsi ofan ifretstað. Milli fóta hans lafa iðrin úti, hjarta, lifur og lungu og hinn dapurlegi sekkur sem gerir skit úr þvi sem maðurinn lœtur i sig. A meðan allt þetta blasir við mér horfir hann á mig, opnar brjóst sitt með höndunum og seg- ir: „ Sjáðu nú hvernig ég er sund- urtœttur! Sjáðu hvemig Múham- eð er leikinn! Við brjóst mér grœturAlí (tengdasonur Múham- eðs) með sundurskorið andlit frá hálsi upp í hársrót. Og allir hinir, sem þú sérð hér, voru i lifanda lífi sáðmenn klofnings og hneykslunar og eru því svona á sig komnir. Djöfull nokkur er hér að baki og lætur okkur hafa það óþvegið með grimmd, og opnar í sífellu sár okkar sem hér eru kvaldir með sverði sínu, þegar við höfum gengið okkar eilifa sársaukafulla hring\’eg, en sárin lokast áður en við mœtum þessum djöfli á ný. En hver ert þú sem forvitnast um okkur i raunum, ert þú kann- ski að tefja för þina á vit refsing- arinnar sem á þig hefur verið lögð fyrir sekt þina? “ Ólík andlit íslams Það er rétt að taka það fram, að þessu kvæði úr kvæðabálknum hefur jafnan verið sleppt, þegar hann hefur verið þýddur á þjóð- tungur íslams. Þessi ófagra lýsing er sviðsett í níunda stað vítis, þar sem sáðmönnum klofnings og hneykslunar er búinn staður. Meðal nábúa Múhameðs í þess- um stað er bróðir Dolcino, stofn- andi Postulareglunnar á 13. öld, sem boðaði afturhvarf til frum- kristni og sameign á konum jafnt og jarðneskum gæðum. Bróðir Dolcino var brenndur á báli 1296. Ástæðan fyrir því að Dante og miðaldakirkjan valdi Múhameð þennan dvalarstað í víti var hneykslun manna á tiltölulega frjálslyndri afstöðu hans til kyn- lífs. Múhameð var því falsspá- maður trúvillu og forboðins hold- legs losta í augum miðaldakirkj- unnar, og það var ekki fyrr en með Upplýsingunni á síðari hluta 18. aldar að þessi ímynd spá- mannsins tók að breytast í augum kristinna. Sumir andkirkjulegir boðber- ar upplýsingarinnar sáu jafnvel í Múhameð og lögmálsbók íslams kerfi sem samræmdist skynsem- ishyggju betur en trúarkreddur krismi og gyðingdóms. Var Mú- hameð á þessum tíma ýmist upp- hafinn sem vitur veraldlegur lög- gjafi eða fordæmdur sem blóðug- ur grimmdarseggur (t.d. af Volta- ire), en þegar leið fram á 19. öld- ina og rómantíska stefnan varð ríkjandi tóku kristnir menn að huga meira að þeirri dulhyggju sem finna má í íslam. Þegar kom ffarn undir 20. öldina tóku fræði- menn á Vesturlöndum hins vegar aftur að vekja athygli á hinum fé- lagslega boðskap íslams, og margir sósíalistar litu á Kóraninn sem hvatningu um það að öreigar arabaheimsins ættu að sameinast um að heimta sinn rétt úr hendi kúgara sinna. Ólík tungumál Skilningur kristinna Vestur- landabúa á íslamskri menningu hefur því breyst mjög í gegnum aldimar, en þegar þessum menn- ingarheimum hefúr lostið saman hefúr alltaf verið gmnnt á því að djöfúllinn væri málaður á vegg- ERUNGUR Erlingur veit hvað er í húfi ef rafmagnið fer. Þess vegna berst hann ótrauður við illfærur og vonskuveður til að lagfæra línur. Hjá okkur starfa 65 línumenn sem eru reiðubúnir á nóttu sem degi til að tryggja þér öruggt rafmagn. RAFMAGNSVEITUR . RÍKISINS j lifandi afl Æ inn til að réttlæta eigin gerðir. Og á það við um báða aðila. I nýlegu blaðaviðtali er als- írskur prófessor í arabískum fræðum, Khaled Fouad Allam, spurður þeirrar spumingar, hvers vegna núverandi átök við Persa- flóa hafi jafnframt það í for með sér að menn hætti að skilja hver annan og fari að tala tvö gjörólík pólitísk tungumál? Prófessorinn segir að i menn- ingu araba og múslima hafi alltaf ríkt ákveðin tilhneiging til pólit- ískrar sameiningar, er eigi sér nafn í arabísku sem er „umma“ og þýðir móðir. Þessi tilhneiging sé því rakin til forfeðranna og hafi Kalífadæmið verið eins konar tákn þessa, þar til það var endan- lega af lagt 1924. Siðan hafi þessi sameiningarviðleitni fengið sinn farveg i þjóðemishyggju og jafn- vel sósíalískri hugmyndafræði, sem hvort tveggja eru evrópsk fyrirbæri, en þau hafi engu að síð- ur ekki orðið til þess að minnka gjána á milli þessara menningar- heima. Prófessorinn bendir á að þótt þjóðemishyggjan sé nú aflvaki í arabaheiminum, þá hafi arabar aldrei tekið landamæri mjög al- varlega. Rétt sé að hafa í huga að þjóðríkið í nútímaskilningi hafi fyrst orðið til í Evrópu með Vín- arráðstefnunni 1815, og ein af ástæðum fyrir því að arabar taki ekki of mikið mark á landamær- um sé sú, að þau hafi flest verið sett af Evrópubúum. Prófessorinn bendir jafnframt á að þótt þessi hugsunarháttur kunni að vera illsamrýmanlegur evrópskri réttarhugsun og skyn- semistrú, þá búi íslam einnig yfir sinni innri rökvísi, þar sem hið pólitíska kerfi sé leitt af Kóranin- um, sem sé guðdómleg opinber- un. Hann bendir jafnframt á, að með upplýsingastefhunni í Evr- ópu hafi komist til vegs hug- myndakerfi sem leggi alheiminn til viðmiðunar, og leitist við að setja lög sín yfir allan heiminn. Þetta geti íslam ekki fallist á, og viðbrögð araba felist i þjóðemis- vakningu. Hiö veraldlega og trúaifega Þessar vangaveltur leiða hug- ann að því, að okkur Vesturlanda- búum er það tamt að greina á milli hins veraldlega og hins trú- arlega. Það er okkur svo sjálfsagt að við hugsum ekki út í það. Það er hins vegar ekki jafn sjálfsagt fyrir múslima. Loftárásimar á íraskar borgir og „úrvalshersveitir'* íraka, sem sendar vom berskjaldaðar á flótta út í eyðimörkina síðustu daga stríðsins, eiga sér varla trúarlega réttlætingu í okkar hugarheimi. Ekki aðra en þá, sem búin hefúr verið til með þvi að skapa ímynd djöfúlsins í Saddam Hussein. Við getum kannski, eins og Dante, látið okkur dreyma um þá framtíð sem bíði hans í neðra nú þegar fyrsta þætti þessa sjónvarpsleik- rits er lokið. Það væri jafnvel efni í góðan framhaldsþátt. En þeir sem lifað hafa af þessar loftárásir í raun, ættingjar hinna follnu og afkomendur, líta málið trúlega öðrum augum. Það er ekki víst að striðið hafi verið þeim jafn heil- agt og flóttinn, en ímynd djöfúls- ins stendur þeim trúlega glögg fyrir sjónum, ekki síður en ráða- mönnum Hvíta hússins. Stundum ímyndar maður sér að mannkynið og sagan stefni fram á við til einhverrar fúll- komnunar á því sem er. En í ljósi sögunnar verður vart séð að mun- urinn á Persaflóastríðinu og krossferðum miðalda hafi verið fólginn í öðru en þeim tæknilegu breytingum sem aukin afkasta- geta og framleiðni stríðsvélarinn- ar hefúr nú sýnt fram á með óyggjandi hætti. Ólafur Gíslason 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.