Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 13
Sendibréf frá Schulzendorf E. er ellilífeyrisþegi í Schulzendorf í austmjaðri Berlínar en austurhelmingur borgarinnar var fyrrum höfuðborg Þýska alþýðulýðveldisins (DDR). Hún skrifaði íslenskri vinkonu sinni í Noregi eftirfarandi bréf á aðfangadag síðastliðinn. Schulzendorf, 24.12.1990 Keera K. Bréfíð þitt kom í dag eins og sannköll- uð jólagjöf. Við biðum eftir lífsmarki þótt við hefðum sjálf getað skrifað fyrir löngu. En við eigum annasamt ár að baki. Það hef- ur tekið á taugamar - og samt var það bara toppurinn á ísjakanum. I janúar verða mikl- ar breytingar á fostum útgjöldum, allar op- inberar niðurgreiðslur falla niður, verðlag þrefaldast og þótt við höfum stunið yflr breytingunum í efnahagslífinu árið 1990 þá mun okkur, þegar við lítum um öxl, finnast við hafa verið rík miðað við það sem við eigum í vændum. „Kortið og landslagið passa ekki saman,“ þar hefurðu rétt fyrir þér. Allt hefur breyst - við fáum áfram Al- þýðulýðveldis-ellilífeyri en greiðum Sam- bandslýðveldis-verð fyrir hluti á borð við eldsneyti, síma, póst, þjónustu (sótara, þvottahús, hársnyrtingu, húsaleigu, sorp- hirðu) - í stuttu máli allt. Þar við bætast gjöld fyrir læknishjálp, lyf elliheimili, sjúkrahús o.s.frv. Ég fæ 495 mörk í ellilíf- eyri, G. 627. En fátæktarmörkin í Sam- bandslýðveldinu eru við 850 mörk! Við borguðum 20 pfenninga fyrir bréf innan- lands og 35 til útlanda, eins og stendur eru það 50 og 70 pfenningar en á að hækka í 1 mark og 1,40. Atvinnuleysi eykst með ógn- arhraða. W., okkar góði vinur, hefur líka misst vinnuna, hann er á sjúkrahúsi sem stendur: hjartað, taugamar og maginn „fóm í rusl“. Hann er kominn með minnimáttar- kennd. Glæpum fjölgar, sjúkdómar á borð við eyðni og vímuefhafilöi em orðnir daglegt brauð. Hjá dómstólunum em vart til dóm- arar lengur - og lögreglan getur ekki hand- tekið lögbrjóta, því það þarf jú handtöku- skipun til, undirskrifaða af dómara. Margir sem farið höfðu til Sambands- lýðveldisins í gegnum sendiráðin í Ung- veijalandi og Tékkóslóvakíu 1989 gátu ekki komið undir sig fótunum í „gullna vestrinu“ og hafa snúið heim. Þeir vissu ekki um þær breytingar sem hér hafa átt sér stað og héldu að þeir fengju félagslega að- stoð með gamla Alþýðulýðveldis-laginu. Nú fá þeir hvorki húsnæði, styrk né vinnu. Þeir ráfa um borgimar, gista í jámbrautar- lestum sem gera hlé á ferðum að næturlagi - lögreglan lokar báðum augu. I Alþýðu- lýðveldinu höfðum við enga „útigangs- menn“ eða atvinnuleysingja - þessvegna var engin félagsleg aðstoð skipulögð fyrir slíkt fólk. Þeir gista í húsum sem ekki hef- ur verið haldið við og em að hruni komin, húsum þar sem vantar rafmagn, eldsneyti, vatn. Allt vora þetta óþekkt vandamál í Al- þýðulýðveldinu. Væm menn fangelsaðir vom þeir teknir i samfélagið aftur að af- plánaðri refsingu. Þeir fengu vinnu og hús- næði - þannig að þeir yrðu ekki sekir á ný. Nú vafra útigangsmennimir um borgina, stela eða fremja einhver ódæði svo að þeir verði fangelsaðir aftur og fái hlýjan klefa yfir veturinn. Héma útfrá em matgir sum- arbústaðir, eins og þú veist, og brotist hefur verið inn í marga þeirra og þeir bera þess merki að þar hefur verið gist... og þessir ill- virkjar fá færi á að vinna ný ódæðisverk: svíkja út fé, bijótast inn. Ibúamir héma vom svo bamalegir og áhyggjulausir, ekki tortryggnir. Þetta allt saman verðum við að tileinka okkur með hraði. Mikið er orðið um slys á hraðbrautun- um. Það var svo margt ungt fólk sem lang- aði til að fá sér töffaralegan vesturbíl eftir peningaskiptin. Þau fengu þá ódýrt - en margir fengu ekki skoðun. Því freista þess margir að hundsa hana og aka af stað. Hjá okkur var 80 km hámarkshraði fyrir vöm- bíla og 100 km fyrir fólksbílá. Nú vilja ungir strákar vera jafn töff og aðrir og keyra skrjóðana sína á allt að 140 km híaða. Það er orðið hættulegt að aka um á bíl héma, slysum hefiir fjölgað um 150% miðað við það sem áður var. Bændur losna ekki við afurðir sínar; stóm vömhúsakeðjumar Aldi, Plus, Karst- adt o.fl. frá Sambandslýðveldinu og Vest- ur- Berlín flæða yfir og ráða markaðnum. Bændumir okkar vom með samninga við ríkið og framleiddu það sem ákveðið var í áætluninni og allir gátu selt það sem búféð og jörðin gáfu af sér. Nú er búið með það. Þeir verða að freista þess að stilla sér upp við þjóðveg eða inni í smábæjum og bjóða vörur sinar falar. Gripahúsin era yfirfull af afurðum og kvikfé, bænduma vantar fóður en þeir em gjaldþrota. Og geti þeir selt eitt- hvað fá þeir einungis smánarverð fyrir það. Hingað til Schulzendorf koma Vestur- Berlínarbúar og kaupa svínakjöt (unggrísi sem verður að slátra vegna plássleysis) fyr- ir fimmtung af venjulegu búðarverði. Þeir auðgast á vesöldinni héma í Alþýðulýð- veldinu fyrrverandi - og fylla eigin frysti- kistur. Þetta var ekki „sameining" þýsku ríkj- anna tveggja, heldur innlimun. Við vomm gleypt. Og það varð að gerast í rniklum flýti, áður en fólkið færi að hugsa um verð- ið sem greiða yrði fyrir „FRELSIГ. Verið er að leggja niður dýragarðinn í Berlín, hann verður nú settur undir stjóm dýragarðs Vestur-Berlinar (em menn kann- ski smeykir um að dýrin hafi líka verið í ,,Stasi“?) Nei, á þennan hátt losa menn sig við keppinautana. Eins og líka í íþróttun- um. Þeir bestu em „keyptir", hinir geta ekki haldið uppi heiðri Alþýðulýðveldisins. Og það em svo mörg dæmi sem tilfæra mætti - bamaheimilin t.d. Fyrir eitt bam greiddu foreldrar 12,50 mörk á mánuði! Það nægði ekki fyrir brauðsnúðum og mjólkinni sem bömin fengu í morgunverð. Elliheimili - verðið var 105-125 mörk á mánuði. Nú hefur verðið þrefaldast. En líf- eyririnn er lágur. Ellilífeyrisþegi í Sam- bandslýðveldinu fær 70% af gömlu grann- laununum sínum. Við fáum líka 70% - en gmnnlaunin í Sambandslýðveldinu vom u.þ.b. 3000 mörk en bara 1000 hjá okkur. Framámaður í stjómmálum í Sam- bandslýðveldinu sagði um daginn að hin fimm nýju fylki (Alþýðulýðveldið) væm ekki Austur-Þýskaland heldur Mið- Þýskaland! Og með því höfðaði hann ótvr- írætt til þeirra landsvæða sem núna era í Póllandi, Sovétríkjunum og Tékkóslóvak- íu. Hefhdarstefhan dafnar í Þýskalandi. Borgarlestin er útbíuð af hakakrossum... svei, svei... Þetta er ekki lengur mitt land. Þetta líkist svo mikið ástandinu 1933! Við vomm í Noregi í sumar. Ferðina gátum við borgað á eftirfarandi hátt: sem ellilífeyrisþegar máttum við skipta 6000 mörkum á genginu 1:1 þegar peningaskipt- in fóm fram. En við G. áttum bara 2000 mörk til samans svo við yfirtókum 10 þús- und mörk hjá nágranna okkar og fylltum reikninginn okkar upp í 12 þúsund. Ná- granninn greiddi okkur 200 mörk fyrir hvem þúsundmarkaseðil - það urðu 2000 mörk handa okkur. Og það vom peningam- ir sem við notuðum í „draumaferðina“. Við höfðum keypt nýjan bíl í fyrra og rétt fyrir peningaskiptin greiddum við 10 þúsund mörk í afborgun af byggingarláninu, þess- vegna vorum við svo „blönk“. En við vild- um ekki byija lífið í Sambandslýðveldinu stórskuldug. I Alþýðulýðveldinu borguð- um við 1% vexti af láninu, nú hafa þeir hækkað í 9,5% Þannig að vesturmörk og frjáls ferðalög hvert á land sem er em reyndar ekki eina dásemdin í lífinu. Hver getur ferðast hvert á land sem er þegar hann er atvinnulaus? Við höfum breyst í „fá- tækrahæli Stór- Þýskalands“. Við erum reyndar svo heppin að ég á marga vini í Noregi og Danmörku. Við get- um heimsótt hvert annað - í báðar áttir - og það er ekki dýrt. En hvað með þá sem eiga bara ættingja í Sambandslýðveldinu? Frændur, frænkur og ömmur verða leið á að fá ættingja sína í heimsókn um hveija helgi... ...Nú er sem sagt aðfangadagskvöld... G. lagði sig - hann hvorki treystir sér til né nennir að horfa á fféttayfirlit dagsins og allt röflið um „einingu og rétt og ffelsi“. Það er staðreynd að ég á ekkert foðurland lengur. Var í Bergen í okt./nóv. Þetta var „endur- goldin heimsókn“: hjón með 3 böm vom hjá okkur eina viku í júlí. Þau sóttu mig til Kristiansand. Tekið var við mig 25 mínútna viðtal í Puddelfjord-svæðisútvarpinu 7. nóvember í sendingunni „Glasnost“. Hlust- endur vildu ffétta fleira um mig svo að ég var líka „í loftinu" þann 14. nóvember. Hitti marga kunningja í Bergen. Hjónin vinna sem kennarar og sálffæðingar í svip- uðum stofnunum og þú vinnur í. Nú er kl. 21.30 og ég ætla að horfa svolítið á sjón- varpið - og fara svo að leggja mig. Jóla- stemmning? Svei! Kcer kveðja frá E. og G. Föstudagur 1. Mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.