Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 14
Ósakhæfir
sjúklingar en
bótaskyldir!
Tryggingamál starfsfólks á sjúkrastofnunum
í ólestri. Ríkið fríjar sig af ábyrgð,
veiti sjúklingur starfsmanni áverka
Örið á hálsi Jóhanns er greinilegt, rautt og þrútið. Þrátt fyrir það að
hálft ár sé liðið siðan honum var veittur áverkinn hefur hann ekki feng-
ið bætur. Mynd: Kristinn.
„Skoðun 11. 12. 90 leiðir í
Ijós að Jóhann er með 6,2 cm
langt ör þvert á hálsinn u.þ.b. 5
cm neðan við hægri eyrnasnep-
il. Töluverð örvefsmyndun er
til staðar, enda er skurður
þvert á „húðlínur“ sem alltaf
veldur meira öri. Einnig er
venju fremur mikil örvefs-
myndun við nálarstungurnar
eftir saumaskapinn. Auðvelt er
að sjá að tekin voru 14 spor.“
Þannig hljóðar umsögn lækn-
is sem skoðaði áverkana á hálsi
Jóhanns Bjömssonar rúmum
tveimur mánuðum eftir að sjúk-
lingur á Kleppi veitti honum
svöðusár. Þrátt fyrir að hálft ár sé
liðið frá því að Jóhann hlaut
áverkann, hefur hann ekki enn
fengið þær bætur sem honum ber
að mati þeirra iöglærðu manna
sem hann hefúr leitað til.
Eins og ffam kemur í grein
Jóhanns hér í opnunni, virðist
mega ráða að öll viðbrögð og
meðferð málsins hafi verið með
eindæmum. Þá vekur þetta mál
einnig upp ýmsar spumingar um
réttarstöðu, eða öllu fremur rétt-
leysi, starfsfólks á sjúkrastofnun-
um sem verður fyrir óhappi á
vinnustað af völdum sjúklinga.
Nýtt Helgarblað kynnti sér málið
hjá nokkrum þeirra sem með mál
Jóhanns hafa og hafa haft að gera.
Skýrsla eða ekki
skýrsla?
í greininni heldur Jóhann því
fram að skýrsla um óhappið hafi
verið gerð allnokkru eftir að það
átti sér stað. Nýtt Helgarblað bar
þessa fullyrðingu undir Guðrúnu
Guðnadóttur, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra á Kleppi.
- Það er ekki rétt að skýrslan
hafi verið gerð löngu síðar, sagði
Guðrún. Slysið átti sér stað á
sunnudegi, og ég skrifaði undir
skýrsluna fjórum dögum síðar.
Það getur tæplega talist mikill
dráttur.
Guðrún segir að hún hafi ít-
rekað reynt að ná sambandi og
koma skilaboðum til Jóhanns eft-
ir að siysið átti sér stað, en án ár-
angurs.
- Ég vildi gjaman ræða við
hann og styðja á allan mögulegan
hátt. Hann hafði ekki samband
fyrr en í nóvember og bað um
skýrsluna, sem hann og fékk,
sagði Guðrún.
Jóhann sagði í samtali við
blaðið að sér þætti einsýnt að
skýrslan hafi ekki verið til í nóv-
ember þegar hann gekk eftir
henni.
- Mig var farið að lengja eflir
skýrslu um málið. Ég gekk eftir
skýrslunni í nóvember og talaði
þá við Guðrúnu. Hún svaraði því
þá þannig til, að hún þyrfti að fara
upp á deild og athuga hvað væri
til um þetta tiltekna mál, sem
þýðir það í raun að skýrslan var
tæplega til. Síðan liðu nokkrir
dagar áður en ég fékk skýrsluna í
hendur, sagði Jóhann.
Guðrún sagði að venjan í til-
fellum sem þessum sé sú að við-
komandi deild þar sem óhappið
ætti sér stað safnaði saman öllum
upplýsingum um málið og gerð
væri skýrsla um atburðinn sem
send væri Tryggingastofnun.
- Það var gert í þessu tilfelli,
og við það er engu að bæta.
Jóhann sagði að hann drægi
það í efa að Guðrún hafi mikið
reynt til þess að hafa samband við
sig, hann hefði verið mikið til
heima í mánuð eftir að slysið átti
sér stað og því hefði Guðrúnu,
sem og öðrum, verið í lófa lagið
að hafa samband við sig.
Vinnueftirlitiö
sniögengiö
Hvort sem skýrslan til Trygg-
ingastofnunar var samin skömmu
eftir atburðinn eða tveimur mán-
uðum síðar, er Ijóst að spítalinn
brást i því að Iáta Vinnueftirlit
rikisins vita af óhappinu.
Lögum samkvæmt ber at-
vinnurekanda að „tilkynna það
lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins
símleiðis eða með öðrum hætti
svo fljótt sem verða má og eigi
síðar en innan sólarhrings“ eins
og segir orðrétt í reglum um til-
kynningu vinnuslysa útgefnum af
félagsmálaráðherra 22. desember
1989.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Þórarinssonar, hjá Vinnu-
eflirliti rikisins, hefur stofnuninni
ekki borist nein tilkynning um
mál Jóhanns, þótt skýr ákvæði
séu um það í reglugerðarákvæð-
um um tilkynningar um vinnu-
slys.
- Tilkynning um þetta hefði
átt að berast til okkar. Atvinnu-
rekanda er skylt að tilkynna okk-
ur sem og lögreglu um slys á
vinnustað, sagði Sigurður þegar
Nýtt Helgarblað ræddi við hann.
Guðrún Guðnadóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, sagði að
hún hefði aldrei fengið skipanir
eða tilkynningar um það frá sín-
um yfirmönnum að tilkynna bæri
Vinnueflirlitinu um atburði sem
þessa.
- Við rannsökum ekki öll þau
óhöpp sem okkur er tilkynnt um,
það fer vitanlega eftir því hvað al-
varlegt slysið er, sagði Sigurður,
en um 700 tilkynningar um
vinnuslys bárust eftirlitinu á síð-
asta ári.
Hann sagði að vissulega væru
einhver brögð að því, að atvinnu-
rekendur tilkynni Vinnueftirlitinu
ekki um vinnuslys og að stofnun-
in hafi kært út af slíkri vanrækslu.
- í fyrra kærðum við ein tvö
fyrirtæki fyrir að sinna ekki til-
kynningaskyldunni, sagði Sig-
urður.
Ríkiö ekki
skaöabótaskylt
- Mál Jóhanns stendur þannig
að ég bíð enn eftir svari frá ríkis-
lögmanni við kröfugerð um
miskabætur fyrir þau lýti sem Jó-
hann ber eftir slysið, sagði Guðni
Á. Haraldsson, lögmaður Sóknar.
- Ég hef ítrekað óskað eftir
svörum, en ekki fengið enn. Síð-
ast þegar ég frétti hafði embætti
ríkislögmanns ekki borist grein-
argerð um málið frá Kleppi.
Guðni segir að þetta mál, sem
og önnur svipaðs eðlis, sýni hve
réttarstaða starfsmanna ríkisspít-
alanna og þeirra sem annast sjúk-
linga, er bágborin.
- Þrátt fyrir það að fólk hljóti
iíkamlega áverka í starfi af völd-
um sjúklinga, skortir bótagrund-
völl í málum sem þessum. Ríkið
sem slíkt er ekki talið bótaskylt,
þar sem það á ekki beinlínis hlut
að máli, heldur viðkomandi sjúk-
lingur eða vistmaður. Þótt menn
séu ekki taldir sakhæftr eru þeir
samt sem áður taldir bótaskyldir!
Þetta mál sýnir fyrst og fremst
réttleysi starfsfólks, sagði Guðni.
Undir þetta tók Guðrún Kr.
Óladóttir varaformaður Sóknar i
samtali við blaðið. Hún sagði að
ástæða væri til að hafa áhyggjur
af því hvemig dómstólar hefðu
tekið á hliðstæðum málum, þar
sem sjúkiingar hefðu veitt starfs-
mönnum áverka.
- Það hafa fallið einir tveir
þrír dómar í hliðstæðum málum
og þeir hafa allir verið starfs-
mönnum í óhag. Þessir dómar eru
fordæmisgefandi, og því er ekki
árennilegt fyrir þá starfsmenn
sem lenda í slíkum óhöppum að
lcita réttar síns og fara fram á
miskabætur frá ríkinu, sagði Guð-
rún Kr.
Guðni sagði að Jóhann stæði
að því leyti vel að vígi varðandi
sitt mál, að deildin var vanmönn-
uð þegar atvikið gerðist.
-1 því felst sök vinnuveitand-
ans og hann á þar af leiðandi að
bæta skaðann.
Hættunni boöiö
heim
Eins og kemur fram í grein
Jóhanns, voru aðeins fjórir starfs-
menn á vakt á deildinni þegar at-
burðurinn átti sér stað og þar af
aðeins einn karlmaður.
Aðspurð sagði Guðrún
Guðnadóttir, að því miður væru
deildir á stundum vanmannaðar,
en reynt væri eftir megni að
tryggja að ávallt væru nógu marg-
ir starfsmenn á vakt.
- Við stöndum oft frammi
fyrir erfiðum sjúklingum sem
geta verið til alls vísir. En við ráð-
um okkur til starfsins vitandi vits
að í því kunna að leynast ýmsar
hættur, sagði Guðrún Guðnadótt-
ir.
Tryggingamál
í ólestri
- Það er orðið löngu tímabært
að tekið verði á tryggingamálum
starfsfólks á sjúkrastofnunum,
sagði Guðni. Hóptryggingar
myndu bæta mikið úr þessu rétt-
indaleysi starfsmanna.
Guðrún Kr. Óladóttir sagði að
Sókn hefði átt í viðræðum við
forstöðumann Ríkisspítala um
þessi mál og ræddir hafi verið
möguleikar á því að taka upp
hóptryggingar.
- Lögreglumenn og fleiri
starfshópar á vegum þess opin-
bera eru mun betur tryggðir en
okkar félagar. Það er því löngu
tímabært að þessi mál verði tekin
til gagngerrar endurskoðunar og
eitthvað raunhæft verði aðhafst,
sagði Guðrún Kr.
Undir þetta tók Guðrún
Guðnadóttir.
- Það hefur oft verið rætt um
það að atvinnurekandinn, sem er í
þessu tilfelli ríkisspítalamir,
þyrfti að tryggja starfsmenn sína
sérstaklega fyrir meiðslum sem
þeir geta orðið fyrir af völdum
sjúklinga. Enn sem komið er hef-
ur þetta þó ekki fengist i gegn,
þótt orðið sé löngu tímabært eins
og dæmin sanna.
-rk
í samfélagi okkar hefur siðfræði oga
siðferðileg umræða löngum átt undin
högg að sækja. Ekki síst hefur það kom-
ið einna berlegast í ljós í allri opinberri
umræðu um stjórnmál og reyndar sam-
félagsmál yfirleitt, sem of oft einkennist
af allrahandanna og lítt rökstuddum
sleggjudómum á kostnað góðra raka og
þá jafnframt á kostnað sannleikans og
réttlætisins.
Einn af þeim málaflokkum sem ekki
hefúr fengið ýkja mikla umfjöllun I fjöl-
miðlum er um vinnuslys og því síður hefúr
átt sér stað einhver siðffæðileg umræða umrr
þennan málaflokk, t.d. hvað varðar sið—<
ferðileg réttindi hins slasaða og siðferði-
legar skyldur atvinnurekenda og þeirra
sem málið varðar.
Hér er ætlunin að rekja raunverulegt
dæmi um vinnuslys og allan þann siðferði-
lega vanda sem upp hefúr komið í tengsl-
um við slys þetta, með það markmið fyrir
augum að opna umræðu um þennan mála-
flokk í von um frekari úrbætur á hinum al-
menna vinnumarkaði.
Þann 2. sept. s.l. er ég I vinnu við
Kleppsspítala hér í Reykjavík og varð fyrir
því óhappi að vistmaður sker í hálsinn á
mér með glerbroti þannig að af hlýst 6 sm
langur skurður sem sauma þurfti saman
með 14 spomm og skilur eftir.sig ör.
Til þess að gera sér grein fyrir þeim
siðferðilegu erfiðleikmn sem sigla í kjöl-
farið er nauðsynlegt að átta sig á aðstæðum
þeim sem vom á viðkomandi deild þegar
umræddur atburður átti sér stað:
Starfsmenn á vakt vom fjórir: hjúkrun-
arkona sem var inni á vaktherbergi þegar
atburðurinn átti sér stað, hurð var lokuð og
læst.
Starfsstúlka af annarri deild og ólíkri;
var á aukavakt vegna manneklu. Hún var
alls óvön störfúm á umræddri deild.
Starfsstúlka sem unnið hafði á deild-
inni lengi, hún var bundin við tvo sjúklinga
á s.k. yfirsetu og sjálfsmorðsgát á öðrum
gangi sem nefnist B-gangur og var hurðin
að honum lokuð þegar atburðurinn átti sér
stað. Þegar starfsmenn em bundnir á yfir-
setu yfir sjúklingum t.d. vegna sjálfsvígs-
hættu eins og í umræddu tilviki mega þeir
ekki undir neinum kringumstæðum hafa
athyglina af viðkomandi sjúklingi.
Sjálfúr er ég fjórði starfsmaðurinn á
vakt og eini karlkyns starfsmaðurinn.
Nauðsynlegt er að karlmenn séu á vakt
vegna þess hve stimpingar og ofbeldis-
hneigðir vistmenn em tiltölulega algengir,
en á þessari tilteknu vakt vantaði tilfmnan-
lega a.m.k. einn karlmann til viðbótar og
því má segja að vaktaskipan deildarinnar
hafi aukið líkumar fyrir því að atburður
sem þessi varð að vemleika.
Vistmaðurinn sem verknaðinn ffamdi
var fyrir löngu þekktur fyrir uppivöðslu-
sama og ofbeldishneigða hegðun sem bæði
yfirmönnum og fostum starfsmönnum
deildarinnar var vel kunnugt um.
Stjómendum deildarinnar var því vel
kunnugt um við hveiju mætti búast og því
var það af þeirra hálfú vítavert kæmleysi
að deildin var ekki betur mönnuð starfs-
mönnum umræddan dag en raun bar vitni.
Mönnunin var í lágmarki, auk þess sem
einn starfsmaður var með öllu óvanur og
hjúkmnarfræðingur vaktarinnar sem þegar
slysið átti sér stað hafði lokað sig inni á
vaktherbergi átti við geðræn vandkvæði að
stríða og stóð þar af leiðandi ekki undir
þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera yfir-
maður á vakt.
Slysið og tildrög þess vom á þá leið að
viðkomandi vistmaður hafði verið uppi-
vöðslusamur dágóða stund uns ég mat
ástandið sem svo að hann væri ekki hæfúr
til að vera annars staðar en inni á herbergi
sínu næstu klukkustundimar. Samkvæmt
ákveðnu meðferðarprógrammi sem honum
var gert að fylgja átti hann að vera á her-
bergisvist í klukkustund ef hann hagaði sér
ekki sem skyldi að mati starfsmanna innan
um annað fólk á deildinni.
Ég visa honum á herbergi og fer hann
þangað, held ég störfum mínum áffam uns
ég verð var við viðkomandi vistmann þar
sem hann stendur fýrir utan herbergi sitt og
virtist ógnandi að sjá með eitthvað í ann-
14-SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ