Þjóðviljinn - 01.03.1991, Page 19

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Page 19
Að svíkja verkafólkið Ert þú ekki eins og allir hinir, hreiðrar um þig með flottheitum, en gleymir öllum loforðum um að gera okkur lífið bœrilegra? Það kemur alltaf yfir þá á DV öðru hvoru að taka að sér rót- tæknina í þjóðfélaginu. Engu lík- ara en að ritstjómin þar eigi sér áætlunarbúskap með almanaki þar sem merkt er við svosem tvo daga á ári eitthvað á þessa leið: Nú er tími til að minnast á órétt- lætið i þjóðfélaginu. Brattan launastiga. Þá sem verða útundan. Og það er skrifaður ritstjórapistill sem á pörtum er svo rauður, að það er engu líkara en að bylting- ar- og grasrótarhyggja 68-kyn- slóðarinnar hafi verið geymd í salti einmitt á ritstjómarskrifstof- um DV. Launþegaflokkur og þjóðarsátt Þetta kom nú upp í hugann á dögunum, þegar lesa mátti f DV laugardagspistil eftir Hauk Helgason aðstoðarritstjóra sem hann kallaði „Þarf flokk laun- þega?“. Þar lagði hann út af stjómarandstöðuffamboði i Dags- brún sem hann taldi til komið vegna þess að verklýðsforystan væri þreytt og löt og verklýðs- flokkamir einnig svo slappir, að ekki væri nema von að menn minntust á þann möguleika að stofna nýjan Verkamannaflokk. Aðalinntakið í því sem Hauk- ur er að segja er svo á þessa leið: Þjóðarsáttin var góð og ekki um annað að gera en skrifa undir hana. Um leið var þjóðarsáttin vond vegna þess að hún lét hina lægstlaunuðu borga herkostnað samfélagsins við þetta samkomu- lag. Von aö nefnt sé I sjálfú sér er hér um réttmæta athugasemd hjá Hauki að ræða. Þjóðarsátt kemur mishart niður á samfélagshópum og verst niður á þeim sem eiga sér fæstra kosta völ. Og það em eins og fyrri dag- inn þeir lægstlaunuðu. Ýmsir aðr- ir hafa margar smugur til að kom- ast hjá þeirri kjarafrystingu sem þjóðarsáttin var gerð um. Aðstoðarritstjóri DV segir svo, að þetta gerist vegna þess að þeir lægstlaunuðu komist ekki að með sín sjónarmið við samninga- borð og þeir hafi ekki þau áhrif sem skyldi, m.a. á þá flokka sem helst ættu að taka mál þeirra að sér, Alþýðubandalag og Alþýðu- flokk. Verkamannafor- seti skammaður Við skulum ekki efast um að A- flokkamir eigi hér hlut að máli og beri ábyrgð á. En áður en lengra er haldið skulum við bregða okkur í annað land, þar sem líka er um það rætt hátt og í hljóði að verið sé að svíkja launa- fólkið. En það er Pólland. Það sagði frá því í frétt á dög- unum, að reiðir pólskir kola- námumenn hefðu ruðst inn á lóð forsetahallarinnar Belvedere til að gera hróp að Lech Walesa, sem kosinn var forseti landsins fyrir aðeins þrem mánuðum. Þeir sögðu, að hann væri sama afstyr- mið og kommúnistaforingjamir sem áður réðu í landinu: „Þú lo- faðir að gera okkur lífið bæri- legra, en það eina sem þú og þínir líka hafa gert er að hreiðra um ykkur í flnum húsum.“ Reiði verkamannanna er skilj- anleg og þeim mun sárari sem Walesa er „verkamannaforseti". Hann er rafvirki og hlaut sinn pól- itíska ffama í frjálsum verka- mannasamtökum, Samstöðu, sem réðust mjög gegn hverskyns for- réttindum. 1 þeim réði miklu (en ekki öllu) sú jafnaðar- eða „verkamannahyggja“, sem finnst að allt sem er umfram t.d. „tvö- föld eða þreföld verkamanna- laun“ sé glæpsamlegt misrétti. (Þetta er réttlætismat sem hefur verið útbreitt á lslandi til skamms tíma.) Er þetta alltaf svona? Svo líður ffam tíminn. Sam- staða steypir flokksræði Komm- únistaflokksins og fær meirihluta á þingi. Efhahagsráðgjafar hennar taka stefnu á einkavæðingu og markaðsbúskap. Þeir sögðu að meðalið yrði beiskt, en það hefur Iiklega orðið enn beiskara en menn áttu von á. Ekki síst vegna þess, að meðan verðlag er frjálst og hefur hækkað stórlega þá eru laun ffyst og í gangi eru lög sem refsa fýrirtækjum með sérstökum sköttum ef þau gerast svo djörf að hækka kaupið við fólkið. Walesa hafði í stjómartíð Mazowieckis gagnrýnt þessa hörku sem hefur rýrt kaupgetu al- mennings um amk 30% á einu ári. Út á þá gagnrýni (og fyrri frægð náttúrlega) var hann kosinn for- seti Póllands. En svo tekur hann við völdum og verður að segja við verkamenn sem ryðjast inn á hans grasflöt að hann geti ekki breytt lögum um bann við launahækk- unum. Og það er eflir honum haft, að „pólsk málefni“ séu mun flóknari að sjá úr forsetahöllinni en skrifstofum Samstöðu í Gdansk. Hvað er nú þetta? Er þetta enn eitt dæmið um þann sannleika sem allir eiga svo auðvelt að koma sér saman um: að vald spill- ir? Eða er það áminning um það að öll þjóðarsátt (í Póllandi er það þjóðarsátt um upptöku markaðs- kerfis) sé þess eðlis, að frá þeim er tekið sem minnst hafa? Meðan þeir sem betur eru settir eiga sér marga möguleika til að bæta á sig blómum, eignablómum, kjara- blómum? En því er þetta sagt nú sem síðast var nefnt, að bæði á ís- landi og í Póllandi eiga sér stað miklar eignatilfærslur til nýríkra hópa, sem kunna að snúa hverri kreppu sér í hag. Jafnaðarhugsjón vönkuö Það er áð sönnu margt ólíkt með þessum löndum tveim. En þó er sitthvað sameiginlegt með þeim (og mörgum öðrum evr- ópskum samfélögum okkar miss- era). Til dæmis það, að verklýðs- samtök og hreyfingar þeim tengd- ar eru veikburða og eiga sér hvorki aðferð né sannfæringar- krafl til að fylgja eflir í raun al- mennum siðferðilegum kröfum um að „það má ekki gleyma þeim sem verst eru settir“. Satt best að segja eru íslensk- ir launamenn mun betur settir en þeir pólsku. Þeir eru ekki beittir sömu hörku. Einhveijar mildandi aðgerðir eru í gangi. En samt er þetta hér áberandi: hvort sem er í Póllandi eða á Islandi (eða í jafn- aðarmannavíginu Svíþjóð) þá sjá Ámi Bergmann menn undanhald fyrir þeirri kröfu, að markaðslögmál skuli ráða. Að þau megi ekki trufla neitt sem heitir með einhverjum „sérstökum aðgerðum" sem ætlað er til dæmis að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr býtum. Vissir hnútar í efnahagslífi t.d. kratavíg- isins Svíþjóðar, ásamt með hruni ríkiskommúnismans í Austur- Evrópu eru látnir virka saman í áróðrinum gegn öllum hugmynd- um um að pólitískur vilji, samfé- lagsleg krafa um réttlátari skipt- ingu gæða, megi snúa upp á þær samkeppnisreglur sem allt á að lúta. Ekki aö undra Þetta er náttúrlega dapurlegt, en svona er það nú samt. Það má náttúrlega segja að Alþýðubandalag eða Alþýðu- flokkur eða Samstaða í Póllandi hafi brugðist sínu fólki að nokkru eða öllu. Það er gagnrýni sem réttmæt er, að minnsta kosti ef hún kemur „frá vinstri" ef svo mætti segja. Ef menn aftur á móti, eins og þeir gera oddvitar DV, trúa á markaðslögmál óskert, á fjármagnsfVelsið, á lágmarksaf- skipti stjómmálamanna af kjara- málum og þar fram eftir götum, þá er engin ástæða fyrir þá sömu að undrast það eða hneykslast á því að láglaunafólk fari halloka í samfélaginu. Láglaunafólk hlýtur blátt áfram að standa höllum fæti í hægrisveiflu af því tagi sem nú var nefnd. Það getur síst af öllum fylgt eftir kröfum um kjarabætur. Markaðslögmál og tæknivæðing eiga engar skyldur við þetta fólk, þau skötuhjú standa reyndar sam- an að þeirri þróun, að það þarf æ færra fólk til að reka framleiðslu- apparatið. Við stöndum svo and- spænis nýrri stéttaskiptingu, sem klýfur launafólk eftir því hvort það fer vel eða illa út úr tækni- byltingu. Og ef ekki væri sú skrýtna þverstæða, að þótt ekki sé þörf nema fyrir tiltölulega fáa í framleiðslu, þá er þörf fyrir alla sem neytendur og kaupendur vöru, þá væri helvíti hart í heimi. En þessi þverstæða heldur uppi einhverskonar velferðarkerfum til að allir komi eitthvað við sögu neyslunnar og til að ekki hlaðist upp óviðráðanleg spenna í samfé- laginu. Margt getur gerst Sá vanmáttur til vinstri sem er staðreynd víða um lönd, hann er ekki algjör að sönnu. En hann er nógu mikill til þess að við lifum nú tíma vaxandi bils milli þeirra sem úr litlu hafa að spila og þeirra sem ofan á tróna. Þetta bil er enn ekki svo stórt, gremjan enn ekki svo sterk, að hún dugi til að fólk hristi af sér deyfö og beri fram á nýtt þær jafnaðarkröfur sem svo mjög hafa sett svip á evrópsk samfélög síðastliðin hundrað ár. Fólk nöldrar, það sendir forsetan- um sínum og ráðherranum sínum tóninn, en mikið meira er það ekki. Hitt er svo annað mál að ekkert ástand er til langframa og krafan „við eigum líka rétt til að lifa eins og menn“ mun sækja í sig veðrið. Eins gott fyrir þá sem einhverjar taugar hafa haft til þeirrar kröfú að vera ekki búnir að gleyma henni svo rækilega þegar þar að kemur, að hún komi aftan að þeim og geri þeim bilt við. Föstudagur 1. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.