Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 21

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 21
HELGARMENNINGIN Ólafur H. Torfason ræðir við Aillohas, samíska rithöfundinn, tónlistar- og myndlistarmanninn sem veitt voru bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í vikunni - Þú hlýtur núna verðlaun fyrir bókmenntir, en þér er hœlt fyrir árangur í mörgum listgrein- um. Er það sérstakt persónuein- kenni þitt að fást við margs konar viðfangsefni eða eru Samar fjöl- bragðamenn svona yfirleitt? - Við Samar erum ekki, - af- sakið orðbragðið, — fagídíótar. Fjölhæfni skiptir miklu máli í samísku þjóðfélagi og menningu. Við höfum vanist því að hver maður verði að geta fengist við margs konar verkefni hversdags, það leiðir af aðstæðunum. Nils Aslak Valkeapaa, sem hefur tekið sér höfundamafnið Aillohas, var hér í boði Norræna hússins um síðustu helgi og kynnti þá verk sín og samíska menningu, ásamt Einari Braga rit- höfúndi. Einar Bragi hefúr þýtt ýmis verk úr samísku og aukinheldur heimsótt Aillohas á heimili hans norður í Finnlandi, í krikanum milli Svíþjóðar og Noregs. Sagði Einar margt frá því hver áhrif það hefði haft á sig að gista hjá þess- um heimsborgara þama í samísku byggðinni. Aillohas er víðfomll maður um heiminn, enda víða verið fulltrúi samísku menningar- innar, og býr velbúnu menningar- heimili með heimsbókmenntum, tónlist og sjaldgæfum gripum ým- issa heimshoma. - Eg er Finni, segir Aillohas, en móðir mín norsk, framættir dreifast svo um Svíþjóð. Móður- mál mitt er samíska, en ég hef aldrei lært hana, það var ekki kennd önnur tunga í skóla en finnska. Þótt Samar telji ekki nema um 50 þúsund manns, em þeir dreifðir um stórt svæði og samískan á sér nokkrar mállýskur. Eg tel hana þó eitt tungumál, þótt samar eigi raunar stundum í erfið- leikum með að skilja hverjir aðra. En við eigum sömu þjóðsögur og arfsagnir, sama myndmál. Aöyrkja á samísku - Er erfiðara að þýða Ijóð af samísku á önnur mál en gengur og gerist milli tungumála, vegna sérstöðu þjóðarinnar? - Samískan hefur styrka stöðu, er blæbrigðaríkt, ríkt og stolt tungumál og ég reyni að not- færa mér það til fúlls. Ég miða ekki við það að auðvelt sé að þýða verk mín á önnur mál. Möguleikamir á auðveldum þýðingum fara eftir því með hvaða hugarfari höfundurinn semur sinn texta, sitt ljóð. Ætli maður sér að fá Nóbelsverðlaun- in, að komast á alþjóðamarkað- inn, útheimtir það ákveðna að- ferð. Ég skrifa bara fyrir Sama. Það er eins og hver önnur tilviljun að ég skuli hafa hlotið verðlaun Norðurlandaráðs. En auðvitað væri léttara að þýða skáldskapinn minn á önnur tungumál ef ég hefði það í huga frá upphafí að reyna að komast á alþjóðamark- að. Pólitík hjartans Nils Aslak var spurður að því í umræðunum í Norræna húsinu um samíska menningu, hvort hann væri fyrst og fremst að túlka persónuleg málefni sín eða hvort hann liti á framlag sitt sem þátt í réttindabaráttu Samanna. Nils As- lak sagðist ekki vilja ræða stjóm- mál, væri ómögulegur fram- kvæmdamaður i þeim, en talaði frá hjartanu og væri nærtækara að fást við hlutina á heimspekilegri hátt: „Ég skýri frá söngnum í brjósti mér.“ Aillohas um Samafötin: Þetta er ekki þjóðbúningur, þetta eru hversdagsfötin mín. Mynd: Kristinn. Hins vegar viðurkenndi hann að hafa verið þátttakandi í því á sínum tíma að móta hugmynda- fræði og gmndvöll í baráttu Sa- manna fyrir viðurkenningu á rétt- indum sínum og sérstöðu. Nils Aslak sagðist finna sterkt til með Eystrasaltsþjóðum, Kúrdum, be- dúínum og öðmm hópum sem ekki fá notið fúllra réttinda eða viðurkenningar. Hann sagðist ekki hafa trú á því að fríður kæm- ist á í heiminum fyrr en slíkir hóp- ar fengju sín réttindi. Það væri til dæmis ljóður á Norðurlandasam- vinnunni, að enginn Sami ætti sæti í norrænu ráðherranefndinni. Nils Aslak var einnig spurður að því hvort Samar stefndu að því Æviskrá Aillohas Nils Aslak Valkeapaa, Aillo- has, er fæddur 23. mars 1943 í finnska hluta Samalands þar sem nefnist Palojoensuu og býr þar á foðurleifð sinni í Pattikka. Hann er víðfrægur jojkari eða þjóð- söngvaflytjandi, og eins og Einar Bragi segir í kynningu um hann: „...dýrlegt ljóðskáld, afbragðs teiknari, stórsnjall ljósmyndari, hagur tónsmiður, leikari af guðs náð, ræktunarmaður samískrar tungu, hefur rannsakað og ritað um menningararf Sama meira en flestir aðrir". Aillohas hefur gefið út bæk- umar Kveðja frá Samalandi (rit- gerðir 1971), Bjartar nætur (ljóð 1974), Syng, kliða, þröstur (ljóð 1976) og Silfúræðar lindarinnar (ljóð 1981). Ljóðabækumar þijár vom 1985 endurútgefnar í stóm safni, Víðemin í brjósti mér, sem lagt var fram til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1987. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1991 hlaut hann síðan lyrir risabókina Faðir minn, sólin (myndir og ljóð 1988) og var hún reyndar lögð fram bæði árin 1989 og 1990. Hann hefur gefið út, einn eða í samvinnu við aðra, fleiri en tíu hljómplötur. (Byggt á grein Einars Braga í bæklingi um bókakynningar Nor- ræna hússins 1991.) að stofna eigið þjóðríki eða öðlast sjálfstæði með einhveijum hætti. Hann svaraði með því að benda á, að Samar væm ein elsta þjóð heims. Fullveldi í formi ríkisvalds væri bara eitt skref í kerfinu, og væri það skoðað í heimssamhengi áttuðu menn sig á að ríkisstofnun af því tagi leysti ekki vanda smá- þjóða og hópa eins og Samanna. Stofnun þjóðríkis væri ekki lykill að paradís. Mikilvægara væri að fá fúlla viðurkenningu á réttind- um Samanna sem þjóðflokks og tækifæri til að vinna með eigin menningu. Ekki til þess að skapa einangmn, heldur til að geta náð út til allra. Það sem menning Sa- manna getur gefið heimimum er tilfinningin um samræmið við náttúmna, samhljómurinn. - Aðgreiningu og mismunun kynþáttanna þarf að ljúka um all- an heim, segir Aillohas, það er heiminum mikilvægt að allir njóti sömu viðurkenningar. í Finnlandi viljum við Samar njóta sömu rétt- inda og viðurkenningar og Samar í Svíþjóð og Noregi, en á það hef- ur skort. Finnskir Samar hafa ekki þau réttindi til lands, vatns og hreindýraræktar sem þeim em tryggð í nágrannalöndunum. Þetta er hitamál og ég er ósáttur við margt i þeim tillögum sem nú hafa komið fram í Finnlandi, en vil ekki ræða það nánar hér og nú. Tónlist Aillohas er til á mörg- um hljómplötum og í Norræna húsinu jojkaði hann af munni fram, en gat þess að margir hefðu formælt sér ákaft, vegna þess m.a. að hann hefúr þróað ákveðnar tónlistarhefðir, tekið upp hljóð- færaslátt við jojk- þjóðsöngvana osfrv. - Ég hefði verið drepinn fyrir mitt jojk á sínum tíma, segirNils- Aslak, fyrir þau helgispjöll að breyta út af grónum hefðum. En ég tel mikilvægt að staðna ekki. Jojkið er eitt elsta tónlistarform heims og gamli klassíski stíllinn fylgir mér líka. Ef þjóð vill lifa, lifir hún. Ef menning ætlar að lifa, verður hún líka að vera skapandi, þola nýbreytni. Það tók mikið á mig að reyna að þróa jojkið, en ég byijaði að jojka því ég elska jojk og vil að það haldi áfram. Menn hafa óskað mér til helvítis út af þessu. Sé bannað að jojka í parad- ís er mér sama hvort ég lendi í annarri vist. - Hvað ertu nú helst, rithöf- undur, myndlistarmaður, tónlist- armaður? - Ekkert sérstakt. Ég er bara ég' A ÓHT Við Samar höfum margt að gefa heiminum Föstudagur 1. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.