Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 26

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 26
Visthæfni Japana Japanar hafa stofnað sér- stakt sendiherraembætti fyrir alþjóðleg umhverfismál. Und- anfarin ár hafa á þeim dunið ásakanir þess efnis að umhverf- ismái væru þeim lítt að skapi. Sérstaklega væru þeir hirðu- lausir utan síns heimalands. Dæmin af skefjalausum hval- veiðum og risarcknetaútgerð þeirra, sem er sögð vera á góðri leið með að útrýma ýmsum fisk- stofnum í Kyrrahafi, hafa fengið hárin á mörgum umhverfisvinum um veröldina til að rísa af skelf- ingu. Því verður heldur ekki mót- mælt, að stærsti markaður verald- arinnar fyrir regnskógaharðvið er í Japan og með þeirri eftirspum verður það fátækum nágranna- þjóðum mikil freisting að halda áfram eyðingu regnskóganna. Það fréttist heldur ekki svo af iðnaðarmengun um alla suðaust- ur- Asíu að Japanar séu ekki vændir um verknaðinn, beint eða óbeint, sem stærstu eigendur fjár- magns þar um slóðir. I Japan hafa menn verið eink- ar tregir til að viðurkenna hinar neikvæðu hliðar iðnbyltingarinn- ar. Hún hefur að sönnu gert Japan að einu voldugasta fjármálaveldi veraldar, en hins vegar skilið eftir sig svöðusár í umhverfinu. Meðal þeirra var Minamata mengunarslysið á sjöunda ára- tugnum. Þar hafði kvikasilfri ver- ið hleypt óhindrað út i sjóinn frá verksmiðjum í gúmmí- og plast- framleiðslu. A nokkrum árum færðist það upp í gegnum fæðu- keðjuna og komst í fisk, sem síð- an var neytt á svæðinu. Afleiðing- ar þessa urðu hryllilegar. Dauðs- fólí urðu af völdum eitursins og fólk lamaðist eða þjáðist allt lífið af taugasjúkdómum. Fjöldi van- skapaðra bama fæddist eftir þetta og mikil málaferli fylgdu í kjöl- farið. Gífurlegur tími fór í rann- sóknir og vitnaleiðslur. Fómar- lömbin fengu Iitlar bætur. Japön- um er alls ekki vel við að rifja upp þessa sögu. Það vakti líka töluverða at- hygli, þegar hermaðurinn Yukoi Shoichi kom fram á Guam-eyju eftir að hafa farið huldu höfði í 28 ár eftir lok síðari heimsstyrjaldar- innar. Hann var rannsakaður og mældur hátt og lágt af læknum og öðrum vísindamönnum. Reyndist m.a. kvikasilfursmagnið í hári hans vera 2 ppm (hlutar úr milj- ón). Þegar hann haíði dvalið í To- kyo í tvo mánuði var mælingin endurtekin og var þá kvikasilfurs- magnið orðið 5 ppm. Nokkrir mánuðir vom þá látnir líða og mælingin endurtekin. Var þá magnið komið upp fyrir 8 ppm. Um svipað leyti bárust einnig fréttir frá Anaka og Tasaki héruð- unum. Bændum var ráðið frá því að rækta þama grænmeti því að í hveitikomi og sæturótum hafði fundist gnðarlegt magn af hinum baneitraða þungmálmi kadmíum. Sömu sögu er að segja frá hrís- gtjónaökrum nærri Tokyo, jarð- vegur var orðinn mjög mengaður og afurðir úr honum óneysluhæf- ar. „I hugum manna er japanskt Iand eitt hið mengaðasta í heimi,“ sagði japanski umhverfisvinurinn Mitchi Mathais og víst er að margir eru honum sammála. Þessari ímynd á „græni sendi- herrann", Nobutoshi Akao, að reyna að breyta. Það verður hins vegar ekki létt verk. Fjárhags- áætlun verkefnisins hljóðar upp á 3 miljarða dala, en 65% þess fjár skulu reyndar notuð í þágu áróð- urs fýrir kjamorkuvæðingu. Japanar þekkja hörmungar geislavirkninnar manna best frá Hirosima og Nagasaki. Kjam- orkuandstæðingar hafa alltaf ver- ið fjölmennir og fjölgaði stórlega eftir rússneska Tsjemobyl kjarn- orkuslysið. Kjamorkuver hafa samt verið notuð til orkufram- leiðslu í Japan undanfarin 20 ár og em nú um 40 slík í notkun. 9. febrúar sl. varð fyrsta kjamorkuslysið í Japan, 340 km frá Tokyo, í kjamorkuverinu í Mi- hama. Þótt ekki hafi verið um stórslys að ræða, hleypti það miklum titringi í kosningabarátt- una í Aomori, þar sem stendur til að reisa endurvinnsluverksmiðju á geislavirku eldsneyti, líkt og Is- lendingar þekkja frá Dounreay. Annar frambjóðendanna í Ao- mori er eindreginn kjamorkuand- stæðingur og telja margir að hann muni sigra. Japanska ríkisstjómin hefur reyndar á stefnuskránni að reisa önnur 40 kjamorkuver á næstu 20 ámm, en margir telja að þá áætlun verði hún að endur- skoða í kjölfar þessa óhapps. 1971 tók umhverfisstofnun Japans til starfa. Tekið var með festu á mörgum málum. Kröfum- ar, sem nú em t.d. gerðar til út- blásturs bifreiða, em meðal hinna ströngustu á jörðinni. Loftgæðakröfur, sem Japanar gera til iðju, sem skilur brenni- steinsoxíð og köfnunarefnisoxíð út í umhverfið em margfalt strangari en í Bandaríkjunum eða Bretlandi skv. upplýsingum frá OECD. Enda mælist styrkur köfnunarefnisoxíða fjórfalt hærri í bandarískum stórborgum en í japönskum. Fyrirtækjum em veittar sér- stakar skattaívilnanir til að tryggja sem bestar mengunar- vamir. Hinn gríðarlegi vöxtur bílafiotans gerir samt meira en að vega upp lofthreinsunina. Japanar gera sér grein fyrir því að í óefni stefnir. Þeir vom þriðju i röðinni á „heimsafrekalistanum" 1989, hvað varðaði koldíoxíðmengun. Létu alls frá sér 259.000.000 tonn C02. Aðeins Bandaríkin (1.224.000.000) og Sovétríkin (1.035.000.000 tonn) vom þeim fremri. Japanar hafa nú skuldbundið sig til að auka ekki þessa mengun allt fram til ársins 2010.1 sönnum japönskum anda binda yfirvöld miklar vonir við möguleika Jap- ana að þróa hreinsitækni fýrir aðra jarðarbúa í baráttunni við gróðurhús-áhrifin í framtíðinni. Þeir hafa, Iíkt og aðrar öflugar iðnaðarþjóðir, komið auga á þá mikiu möguleika sem mengunar- iðnaðurinn á til vaxtar í framtíð- inni. Hugmyndir þeirra em m.a. þær að allri aðstoð við þriðja heiminn íýlgi skilyrði um meng- unarvamir, sem kostaðar séu af fjármagninu, sem til hjálparstarfs er ætlað. I Tokyo verður að fá sérstök leyfi til að hefja hávaðasama starfsemi, t.d. húsbyggingar. Lestar em sérlega lágværar og titringur frá þeim í lágmarki. Við- urlög em við því að þeyta fiautur. Með þessu hefur tekist vel að hemja „borgaröskrin", sem víða þekkjast frá öðmm stórborgum. Þótt margt sé vel gert í þessari stofnun, varð þar engu að síður hvellur mikill fýrir nokkmm vik- um. Forstöðumaðurinn, Ishim- atsu Kitagawa, var rekinn vegna andstöðu sinnar við stíflufram- kvæmdir í Nagtara-ánni, en hún er í miklu metum sem laxveiðiá. Herra Kitagawa lenti opinberlega í hávaðarifrildi við ráðherrann sem ber ábyrgð á stiflunni og vakti þetta mál mikla athygli í Japan. Ekki síður að valinn var maður í stað Kitagawa, að nafni Kazup Aichi, sem samþykkti all- ar stífluframkvæmdimar þegar í stað. Þetta vakti mikla reiði og mótmælaöldu á meðal umhverfis- vina, sem fer stöðugt fjölgandi í þessu háþróaða landi. A hverju kvöldi má sjá ung- linga í höfmngagervi á skemmti- stöðum Tokyo. Andstaðan gegn hvalveiðum hefur nefnilega einn- ig náð til Japans. Þar þvemeita kennarar í skólum að fýlgja rök- semdafærslu ríkisstjómarinnar og stofnana hennar um hugtakið „vísindaveiðar“, sem fundið var upp á Islandi. Japönskum skóla- bömum er kennt að meta og virða vistkerfið til að tryggja framtíð sína og afkomenda sinna. Nátt- úradýrkun hefur líka verið mikil- vægur þáttur í japönskum trúar- brögðum í þúsundir ára og því í fijóan jarðveg að sá. Vísindahvalkjötið er hins vegar selt í japönskum kjörbúð- um fýrir lítil 30.000 yen hvert kíló, eða sem nemur 25.000 krón- um íslenskum. Er nema von að ís- lenska hvalfangara klæji í lófana? Við eigum verk að vinna Inn á borð til mín barst í vikunni rit frá Greenpeace- samtökunum. I því er að finna upplýsingar um starf og stefnu þeirra. Ritinu er dreift um allt land og er augsýnilega ætlað það hlutverk að bæta ímynd samtakanna á meðal lslend- inga. Forsvarsmaður Islandsdeildar samtakanna, Ami Finnsson, segir m.a. í ávarpi: „Eitt af brýnustu verkefnum samtíðarinnar er að móta nýjar reglur um það hvemig nýta megi auðlindir jarðar án þess að kom- andi kynslóðir - böm okkar og bamaböm - beri skarðan hlut frá borði. Það er sameiginlegt verk- efni okkar að vemda náttúrana. Vettvangurinn er í senn íslenskur og alþjóðlegur. A sviði náttúravemdar hafa Islendingar, líkt og aðrar þjóðir, verk að vinna. Vemdun hafsins og auðlinda þess stendur íslending- um nærri. Framlag þeirra við gerð hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna ber vitni um það.“ Samskipti okkar við Green- peace hafa verið býsna brokkgeng í gegnum árin og í kjölfar „hvala- máisins“ vora samtökin ekki beinlínis í hávegum höfð hérlend- is. Það versta við þetta var, að um- hverfismálaumræðan í landinu varð hart úti. „Grænfriðungur“ varð almennt skammtaryrði um okkur öll, sem létum okkur þessi mál varða. Því var einnig haldið fram að næsta baráttumál samtakanna yrði áreiðanlega það að snúa sér að lífsbjörginni, fiskinum í sjón- um, og banna Islendingum að veiða hann. I riti samtakanna er vilja þeirra í þessum efnum lýst: að beita sér fýrir fiskveiði- stefnu sem tryggir fjölbreytni og viðgang fiskstofna um heim allan, sem era afar mikilvægir fýrir jafnvægi í lífkerfi sjávar og til manneldis.“ Undir þessi orð held ég að flestir Islendingar hljóti að geta tekið. Gott dæmi um nákvæmlega þessi atriði era deilumar sem loðnuveiðimenn eiga nú við vís- indamenn Hafrannsóknastofnun- ar um stærð loðnustofnsins. Þar sýnist sitt hveijum en flestir held ég séu sammála um að fara að öllu með gát. Islendingar eiga að setja niður gamlar deilur við Greenpeace og berjast fremur við hlið þeirra fýrir kjamorkuvopnalausum höfum og skynsamlegri nýtingu fiskstofh- anna. Þar geta Islendingar verið öðrum þjóðum góð fyrirmynd. I útgáfumálum era Gren- peace- samtökin til fyrirmyndar að mörgu leyti. Vandaðasta ritið, sem á bókamarkaðinum er um þessar mundir um gróðurhús- áhrifin, er bókin GLOBAL WARMING. Útgáfa hennar er fjármögnuð af samtökunum. Þau hafa nú einnig hafið útgáfu bóka- flokks um hafsvæði Evrópu. Fyrsta bókin í flokknum er um Norðursjó. Höfundur er dr. Malc- olm MacGarvin. í henni er að finna stórkostlegar náttúralífs- myndir og greinargóða lýsingu á ógnuninni sem Norðursjónum stafar af mengun frá aðliggjandi löndum. Ég hvet náttúrafræðikennara til að verða sér úti um þessa vönd- uðu bók, sem er tilvalin sem ítar- efni í vistfræðikennslu. EinarValur Ingimundarson 26.SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.