Þjóðviljinn - 02.03.1991, Side 1
Laugardagur 2. mars 1991 —43. tölublað 56. árgangur
Það var mikið um dýrðir (Ólafsfirði (gær þegar göngin um Ólafsfjarðarmúla voru vfgð. Bærinn var fánum prýddur og flestir vinnustaðir lokaðir. Bæj-
arbúar fjölmenntu I skrúðgöngu að gangaopinu.
Steingrfmur J. Sigfússon samgönguráðherra og þingmaður kjördæmisins opnaði göngin formlega að viðstöddum forseta Islands, Vigdfsi Finnboga-
dóttur, og fjölda annarra gesta, auk heimamanna. Við gerð ganganna hafa verið sprengdir 130 þúsund rúmmetrar af bergi f 1000 sprengingum.
Göngin kosta um 1250 milijónir. Þau eru mesta mannvirki sinnar tegundar hér á landi, rúmir þrfr kílómetrar að lengd, auk vegskála.
Ljósmynd HMP.
Fjármálaráðherra
Stórframkvæmdum
verði flýtt
Ljóst að af framkvœmdum við byggingu nýs álvers verður ekki í ár. Ólafur Ragnar Grímsson:
Oll skynsemi mælir með því að við hugum að öðrum fjárfestingum í ár til að
tryggja atvinnu í landinu
Olafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, hefur
sett fram þær hugmyndir í rík-
isstjórninni að stjórnvöld leiti
ráða til þess að auka fjárfest-
ingu og tryggja atvinnu þar sem
sýnt þyki að ekki verði ráðist í
virkjunarframkvæmdir og
undirbúningsframkvæmdir við
byggingu nýs álvers í ár.
Olafiir Ragnar sagði í samtali
við Þjóðviljann í gær að þar sem
allt benti til þess að af fram-
kvæmdum vegna smíði nýs álvers
hér á landi yrði ekki í ár, væri
ástæða íyrir menn að beina sjón-
um sínum að öðrum verkefhum til
að tryggja atvinnu og auka fjár-
festingu, en Þjóðhagsstofnun hef-
ur spáð því, að að óbreyttu aukist
atvinnuleysi nokkuð frá því í
fyrra og verði um tæp tveir af
hundraði í ár.
Meðal þeirra fjárfestingar-
verkefha sem Ólafur Ragnar legg-
ur til að stjómvöld geri kleift að
ráðist verði í í ár er smíði nýs
flugskýlis á Keflavíkurflugvelli,
en Flugleiðir hafa óskað eftir því
við stjómvöld að heimild verði
veitt til niðurfellingar á aðflutn-
ingsgjöldum sem tengjast bygg-
ingu skýlisins, breikkun Reykja-
nesbrautar, endurbótum og stækk-
un á Egilsstaðaflugvelli verði
flýtt, heimild verði veitt í lánsfjár-
lögum fyrir ábyrgðum til hafhar-
ftamkvæmda í Þorlákshöfn í
tengslum við smíði þilplötuverk-
smiðju sem þar stendur til að
verði reist og athugað verði hvaða
opinbemm framkvæmdum megi
hraða og hvemig það opinbera
geti með einum eða öðram hætti
stuðlað að nýsköpun og atvinnu-
uppbyggingu úti á landsbyggð-
tnm.
Ólafur Ragnar sagðist hafa í
hyggju að leggja það til f fram-
varpi til lánsfjárlaga sem afgreitt
verður fyrir þinglausnir í vor að
aðflutningsgjöld vegna smíði nýs
flugskýlis á Keflavíkurflugvelli
verði felld niður, svo og að ríkis-
sjóður gangist í ábyrgðir og geri
kleift að ráðast i endurbætur á
hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn, en
viðræður hafa staðið yfir við
breskt fyrirtæki um uppbyggingu
þilplötuverksmiðju sem hefði
mjkil áhrif á atvinnumöguleika á
staðnum og að lántökuheimild
verði veitt vegna lagfæringa á og
breikkunar Reykjanesbrautar.
- Það er erfítt að meta um hve
mikla fjármuni er að ræða sem
varið yrði til fjárfestinga með
þessu móti. Talsverður hluti af
þessu yrðu útgjöld þeirra fyrir-
tækja sem að framkvæmdunum
standa þótt ríkissjóður greiði fyrir
framkvæmdum með niðurfellingu
aðflutningsgjalda og lántöku-
heimildum og ábyrgðum. Gróft
áætlað má þó gera ráð fyrir að hér
væri um einn til tvo miljarða
króna að ræða, sagði Ólafur
Ragnar.
Hann sagði að Ijóst væri af
umsögn Landsvirkjunarmanna að
ekki verður ráðist í virkjunar-
framkvæmdir fyrr en orkusölu-
samningur við Atlantsálsfyrirtæk-
in liggur fyrir. - Það virðist sýnt
að hann muni ekki verða lagður
fyrir á þessu þingi. Þessvegna
mælir öll skynsemi með því, að
menn hugi að öðrum fram-
kvæmdum í ár, fyrst að af álveri
verður ekki, sagði Ólafur.
-rk
Persaflóadeila
Segir Saddam
af sér?
Franska blaðið Le
Monde heldur þvi
fram að hann hafi
beðist hœlis íAlsír, sé
dauðhrœddur við
Israela og að Tareq
Aziz og herforingjar
muni taka við
af honum
Franska blaðið Le Monde hélt
því fram í gær að Saddam íraksfor-
seti hefði ákveðið að láta af völd-
um og fara úr landi. Hefði hann
beðið ríkisstjóm Alsírs um leyfi til
að setjast að þarlendis.
Le Monde, sem hefur góð sam-
bönd við ráðamenn í fyrrverandi
Norður- Afríkulöndum Frakka,
segir að alsírsk stjómvöld séu ekk-
ert hress yftr þessari beiðni, en
muni ekki þora annað en að verða
við henni vegna mikilla vinsælda
íraksforseta þar í landi. Myndi
Alsírsstjóm að öllum líkindum
fara fram á það við bandamenn í
Persaflóastríði að þeir létu vera að
stefha Saddam fyrir stríðsglæpi ef
hann segði af sér og færi úr landi.
Það fylgir fréttinni að Saddam
óttist Israela manna mest og hafi
valið Alsír sem búsetuland í fram-
tíðinni m.a. vegna þess hve langt
það sé frá ísrael. Hann hafi fyrst
hugsað sér að fara til Jemens eða
Súdans, en hætt við það vegna þess
að hann hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að þau væru of nálægt
ísraelum. Blaðið heldur því fram
að alsírskir ráðamenn hafi þegar
upplýst frönsku stjómina um þetta.
Le Monde segir að Saddam
muni ætla að láta af völdum fljót-
lega eða þá að hann kunni að verða
neyddur til þess innan skamms.
Nánir samstarfsmenn hans og aðrir
forastumenn Baathflokksins, ríkis-
flokks Iraks, reyni þó að telja hann
á að vera við völd áfram. Líklegast
væri að helstu ráðamenn í Irak að
honum fömum yrðu Tareq Aziz,
utanríkisráðherra, og einhveijir
herforingjar. Blaðið heldur því
ennfremur fram að kona Saddams
og böm séu í Máritaníu, en það ríki
tók afstöðu með honum í Persa-
flóadeilu. Var því þegar haldið
fram fyrir nokkram vikum að fjöl-
skylda Saddams væri þangað kom-
in, en máritanska stjómin bar á
móti því að það væri rétt.
Franska utanríkisráðuneytið
vildi í gær ekkert segja um þessa
frétt í Le Monde og ambassador
Alsírs í Bandaríkjunum neitaði því
að hún væri sönn. Aðspurður hvort
líklegt væri að Alsírsstjóm bærist
slík beiðni svaraði ambassadorinn:
„Iraska þjóðin verður sjálf að
ákveða hvemig hún bregst við nú-
verandi kringumstæðum.“
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær stjóm
sína ekkert vita hvort satt væri sagt
um þetta í Le Monde. Yrði Banda-
ríkjastjóm beðin að stefna Saddam
ekki fýrir striðsglæpi ef Alsíringar
tækju við honum, gæti hún ekkert
ákveðið í þvi máli fyrr en hún hefði
ráðfært sig um það við bandamenn
sína í Persaflóadeilu.
Reuter/-dþ.