Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Blaðsíða 2
FRÉTTÍft ■rr,*í3 it't Garðar GuðjónssoD, Kaupmannahöfn Þing Norðuriandaráðs hafa á undanfðrnum árum orðið mun alþjóðlegri og þetta var sérstaklega áberandi nú. í fyrstu mætti þessi þróun nokk- urri andstöðu, einkum hjá Finnum, en nú held ég að allir séu sáttir við hana, sagði Ólafur G. Einarsson, formaður ís- Iensku sendinefndarinnar á þingi Norðurlandaráðs, í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Ólaf- ur er jafnframt annar tveggja fulltrúa íslendinga í forsætis- nefnd ráðsins. 39. þingi Norðurlandaráðs lauk í Kaupmannahöfh i gær með umræðum um samstarf Norður- landa við Eistland, Lettland og Litháen. Fjölmargar tillögur um samstarf landanna lágu fyrir þing- inu og voru afgreiddar í gær. Meðal annars er fyrirhugað að koma á samstarfí í umhverfismál- um, menningar- og menntamálum og í efnahagsmálum. Sjálfstæðisbarátta lýðveld- anna þriggja við Eystrasalt og af- skipti Norðurlanda af henni hefur sett sterkan svip á þingið, en eig- inlegt samstarf Norðurlanda hefur fallið í skuggann. Fulltrúar þjóð- þinga Eistlands, Lettlands og Lit- háens hafa verið sérstakir gestir Húsnœðismál Hundruð í erf iðleikum Afgreiðsla á beiðnum um húsbréf vegna greiðsluerfiðleika hófst 26.febrúar sl.. Slík húsbréf verða einungis afgreidd í 12 mánuði Frá miðju síðasta ári hafa ekki verið til peningar til að afgreiða umsóknir þeirra sem eru i greiðsluvandræðum, sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. - Beðið var eftir því að við fengjum úrlausn frá þvi opinbera, sem kom með Iögunum sem voru samþykkt 19. desember sl. og heimila að veitt séu lán í formi húsbréfa til þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum, sagði Sig- urður. Vegna þess að við höfum ekki getað afgreitt nein slík erindi frá sl. sumri hafa beiðnimar hlaðist upp. Lögin gera einungis ráð fyrir að húsbréfúm til þeirra sem em í erfiðleikum með að greiða sín Ián verði veitt í 12 mánuði, til 19. desember á þessu ári. Sigurður kvaðst ekki vita hvemig tekið yrði á beiðnum sem bæmst eftir það. Alþingi yrði þá að fjalla um það mál. Vonir standa til að með nýja kerfmu fækki þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum, að sögn Sigurðar. Byijað var að afgreiða beiðnir þeirra sem em í greiðslu- vandræðum 26. febrúar síðast- liðinn. Hraði afgreiðslna fer eftir þvi hvað við fáum margt starfs- fólk til að vinna verkið . Við vonumst til að það gerist fljótt og vel. Undanfarið hefur verið í und- irbúningi að fá fleira starfsfólk, og tveir nýir starfsmenn hafa þeg- ar komið til liðs við okkur, sagði framkvæmdastjórinn að lokum. BE þingsins og fengu tækifæri til þess að ávarpa það í sérstökum umræðum. Sovétmenn hafa hins vegar verið lítt hrifnir af afskiptum Norðurlanda af þessum málum, sem þeir telja vera innanríkismál. Þeir hafa í tvígang komið á ffam- færi mótmælum vegna þessa. — Það er ekki ágreiningur um að Norðurlöndum beri að aðstoða Eystrasaltslöndin í baráttu sinni með einum eða öðrum hætti. Það er hins vegar annað mál hvað hin einstöku ríki gera í því að taka upp bein diplómatísk tengsl við þessi ríki. Þar höfúm við Islend- ingar gengið lengst og ég er ekki í minnsta vafa um að hinarþjóðim- ar munu koma á eftir okkur, sagði Ólafúr G. Einarsson um þetta við Þjóðviljann í gær. Umræðumar á þingum Norð- urlandaráðs snúast gjama að miklu leyti um sjálft samstarfið og framtíð þess. Þetta var ekki síður áberandi nú. Staða Norður- landanna gagnvart Evrópubanda- laginu var þingfúlltrúum ofarlega í huga, en þar em ýmsar blikur á lofti. Danir em í Evrópubandalag- inu og Svíar hyggjast sækja um aðild. Norðmenn og Finnar vilja láta reyna á árangur af viðræðum EFTA og EB um sameiginlegt efnahagssvæði, en háværar raddir em uppi um það í Noregi að Norðmenn eigi að fara að dæmi Svía. Carl Bildt, formaður sænskra íhaldsmanna, tók svo djúpt í ár- inni að samstarfið innan Norður- landaráðs væri staðnað og að Norðurlönd ættu öll sem eitt að ganga í EB. Þar sjá menn fyrir sér að Norðurlönd geti starfað saman á nýjum vettvangi á áhrifarikari hátt en nú. Ólafúr G. Einarsson segist ekki sammála þessum sjónarmið- um sænska hægrimannsins. - Ég held að enginn í íslensku sendinefndinni taki undir þetta, hvar í flokki sem hann stendur. Hægrimenn í Skandinavíu hafa hins vegar allir lýst því yfir að Norðurlönd eigi að ganga í EB og á því byggist þessi afstaða þeirra til Norðurlandaráðs. Þeir segja að þegar Norðurlönd verði komin í EB nýtist samstarfið þeim betur en nú. Það er hins vegar aldeilis ekki fyrirsjáanlegt að Islendingar fari á þennan nýja vettvang, sagði Ólafur G. Einarsson. Hafnarfiörður Skortur á handf lökurum r Formaður Hlífar: Brýnt að kenna Islendingum handflökun og flatningu fisks ásamt nýtingu hráefnisins Sigurður T. Sigurðsson for- maður Verkamannaféiags- ins Hlífar hefur lagt fram þá tll- lögu í atvinnumálanefnd bæjar- ins og hjá stjórn Vinnumiðlun- ar Hafnarfjarðar, að sem fyrst verði komið á fót námskeiðum í handflökun og flatningu fisks ásamt nýtingu hráefnisins. Að mati Sigurðar T. beinist áhugi hafnfirskra fiskverkenda sí- fellt meira að handflökun, því hún er talin skila állt að 5% betri nýt- ingu iieldur en vélflökun. Áhugi fiskverkenda á þessu er ekki síður tilkominn vegna hins háa verðs sem verið hefur á fiskmörkuðum. Aukin eftirspum eftir handflökur- um hefúr hinsvegar leitt í ljós að ekki nógu margt íslenskt verka- fólk kann til verka við að flaka fisk og af þeim sökum hafa fisk- verkendur orðið að leita eftir er- lendu vinnuafli í störfin. Þegar starfa yfir tíu erlendir verkamenn við handflökun í Firðinum og lík- legt að þeim Qölgi ef íslendingar fást ekki til starfans. Á sama tíma eru tugir verkafólks atvinnulaust. I tillögunni er lagt til að leitað verði til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs með greiðslu kostnaðar og til Fiskvinnsluskólans með skipu- lagningu og umsjón með nám- skeiðunum. Áhersla er lögð á að atvinnulaust verkafólk sæki nám- skeiðin og ennfremur verði leitað til fiskvinnslufyrirtækja að það sendi fólk á námskeiðin án launa- skerðinga og þá sérstaklega þau fyrirtæki sem þegar hafa erlent fólk í vinnu. -grh Stýrimannafélag Islands Nauðsyn á nýrri þyrlu C tjórn Stýrimannaféiags ís- w lands skorar á alla alþingis- menn að sameinast um að koma því til leiðar að samningur verði gerður nú þegar um kaup á fulikominni og öflugri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Að mati stjómar Stýrimanna- félagsins sannaðist það á dögun- um, þegar þyrla Gæslunnar bjarg- aði áhöfn Steindórs GK undir Krísuvíkurbjargi, að þyrla er eina björgunartækið sem getur komið að notum þegar aðrar aðferðir til björgunar eru nánast útilokaðar. Því teiur stjóm Stýrimannafé- lags Islands að það sé lífsnauð- synlegt að Gæslan fái nýja, stærri og öflugri björgunarþyrlu til auk- ins öryggis fyrir sjófarendur og alla aðra sem í háska lenda. -grh Llst á þremur hæðumListamennimir Kristbergur Pétursson, Magnús S. Guðmundsson og Tryggvi Þórhalls- son opnuðu myndlistarsýningu á göngum menntamálaráðuneytisins fyrir skömmu.Á sýningunni eru 35 verk; olfumálverk, graffkmyndir og teikningar. Þórunn Hafstein opnaði sýninguna. Þórunn minntist á að verkin vaeru mislangt að komin. Verk Kristbergs eru sunnan úr Hafnarfirði, verk Tryggva úr túnfæti ráðuneytisins en mál- verk Magnúsar eru komin alla leið norðan úr Hrfsey, þar sem hann býr og starfar.Tryggvi og Kristbergur voru hvattir til að segja nokkur orð um verk sfn. Tryggvi sagði verk sfn fjalla um heimsmynd manna og þá baráttu sem þeir geta lent f vegna heimsmynda sem að utan berast. Kristbergur sagði að honum hefði tekist að gefa öllum myndunum nafn á sfðustu stundu og væri nú uppiskroppa með orð. Magnús gat ekki verið viðstaddur opnunina.Tryggvi Þórhallsson sýnir Ijósmyndagrafík á fyrstu hæðinni, Magnús málverk á þeirri annarri og Kristbergur hefur hengt upp olíu- og grafíkmyndir á þriðju hæðinni.Sýning piltanna stendur til 19. aprll næst- komandi. Þetta er fimmta sýningin (ráðuneytinu og er tilganaurinn m.a. að minna á að menntamálaráðuneyt- ið er ekki sfður menningarráöuneyti, að sögn Þórunnar. A myndinni eru Kristbergur Pétursson og Tryggvi Þórhallsson við verkið Hvolf eftir þann sfðamefnda. BE. Mynd: Kristinn. Eimskip 341 miljón króna hagnaður Nýr Foss ífiotann Á síöasta ári var hagnaður af rekstri Eimskips að upphæð 341 miijón króna sem er um 4,7% af veltu, og arðsemi af eigin fé var 11%. Rekstrartekjur félagsins og dótturfélaga þess námu í fyrra 7.306 miljónum króna, en voru 6.136 miljónir árið þar á undan. Hækkunin á milli ára er því um 19%. Eigið fé félagsins var um 3.902 miljónir króna í árslok 1990 og eiginfjárhlutfall 45%. Heildar- flutningar Eimskips í fyrra námu um 993 þúsundum tonna og er það 5% aukning ffá árinu á undan. Eimskip og dótturfyrirtæki þess eru með 15 skip í fostum rekstri og voru starfsmenn félags- ins að meðaltali um 732 á síðasta ári. í dag mun félagið taka á móti nýju gámaskipi í Hamborg, Detti- fossi, sem smíðað var 1982. Kaup- verð skipsins í maí í fyrra var tæp- ar 700 miljónir króna. Burðargeta þess er um 7.700 tonn og mun það sigla á Norðurlandaleiðum félags- ins ásamt systurskipi sinu Bakka- fossi sem Eimskip hefúr á leigu. -grh Norðurlandaráð Alþjóðamál í fyrirrúmi 2 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.