Þjóðviljinn - 02.03.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 02.03.1991, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Kúvœt Persaflóadeila Olíuframleiðslan í rúst Mannvirki eyðilögð eða stórskemmd við allar olíulindir landsins, margar standa í báli Eyðileggingin á olíulindum og olíumannvirkjum í Kú- væt virðist vera jafnvel enn meiri en búist hafði verið við, samkvæmt bráðabirgðarann- sókn sem KOC, kúvætska oiíu- félagið, lét fara fram jafnskjótt og Iraksher var þaðan flúinn. Telur KOC að kveikt hafi verið í öllum olíulindum landsins eða mannvirki við þær eyðilögð og skemmd, þótt eldur hafi ekki allsstaðar komið til. Um 950 olíulindir voru starf- ræktar i Kúvæt fyrir innrás íraka og kveiktu þeir í þeim flestum með sprengingum. I sumum lind- anna kviknaði þó ekki við spreng- ingamar, en mikið tjón varð þar eigi að síður á mannvirkjum. Mannvirki við yfir 30 lindir urðu fyrir miklum skemmdum í loft- árásum bandamanna. Mestöllu tjóninu á olíulindun- um ollu írakar síðustu dagana áð- ur en þeir flýðu frá Kúvæt, og liggur i augum uppi að fyrirætlun þeirra hefúr verið að leggja at- vinnu- og efnahagslíf emírsdæm- isins gersamlega í rúst, fyrst þeir fengu ekki að halda þvi. En Mus- ab al-Yaseen, einn af ráðamönn- um í KOC, gagnrýndi einnig bandamenn í þessu sambandi og sagði að þeim hefði átt að vera ljóst að sum olíumannvirkjanna, sem flugher þeirra eyðilagði eða skemmdi, hefðu ekki hafl neina þýðingu fyrir stríðsrekstur íraks. Fyrir innrásina 2. ágúst fram- leiddi Kúvæt næstum tvær milj- ónir tunna af olíu á dag. Nú hefur emírsdæmið aðeins 16 daga forða af olíu til notkunar innanlands og getur nú svo farið að þetta mikla oliuútflutningsriki komist í þær kröggur að neyðast til að flytja inn olíu. Reuter/-dþ. Kólera í Sambfu Um 600 manns hafa látist úr kóleru undanfarna fjóra mánuði í Sambíu, að sögn Rauða krossins þar í landi. Segja talsmenn Rauða krossins að kólerufaraldur þessi sé sá versti sem geisað hafi þar í landi í marga áratugi og verði hann stöðugt skæð- ari. Hann hefur breiðst út til grann- landsins Mósambik. Himinninn yfir Kúvæt svartur af reyk frá brennandi olfulindum - varla verður hægt að hefja vinnslu úr einni ein- ustu af lindunum þegar (stað. Salvadorskur leiðtogi látinn Guillermo Ungo, einn þekkt- ustu stjórnmálamanna Mið- Ameríkuríkisins Salva- dors, lést nýlega í Mexíkóborg, 59 ára að aldri. Hann var for- maður Lýðræðislegu byltingar- fylkingarinnar, vinstrisinnaðra stjórnmálasamtaka sem eru pólitískur armur Farabundo Marti-skæruliðanna (FMLN). Þeir Ungo og Jose Napoleon Duarte, fyrrum Salvadorforseti sem lést s.l. ár, voru lengi vinir og samstarfsmenn og síðan andstæð- ingar. Ungo var talsmaður mála- miðlunar og sátta, tók sæti í stjóm Salvadors 1979 en sagði sig úr henni eftir þijá mánuði og gekk síðan í lið með FMLN, enda þótt oft gætti ágreinings milli hans og róttækari manna þar í liði. Síðast- liðinn áratug var hann að mestu í útlegð, lengst af í Panama. Reuter/-dþ. Ungo - talsmaður sátta á vettvangi haturs og borgarastyrj- aldar. Frönsk ekkia Sagaði elskhugann sundur Simone Weber, sextug ekkja frönsk, var í vikunni í borg- inni Nancy dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar eftir að rétt- urinn hafði úrskurðað að hún hefði myrt elskhuga sinn og sagað lík hans í parta með raf- magnssög. Þetta er talið hafa gerst 1985 og mun Simone hafa runnið í skap við elskhugann vegna þess að hann hafði með öðrum konum jafnframt henni. Skaut hún hann í höfuðið, sagaði líkið sundur til að geta komið því af höndum sér og varp- aði líkamshlutunum í fljótið Mame. Rétturinn komst að þeirri nið- urstöðu að ekkjan hefði framið morðið í reiðikasti, en ekki haft það í huga fyrirffam. Hún var við sama tækifæri sýknuð af ákæm um að hafa myrt á eitri eiginmann sinn, sem var 30 ámm eldri en hún. Var hún ákærð fýrir að hafa myrt hann til að komast yfir eigur hans. Reuter/-dþ. Irak samþykki skilmála Annars verði hernaðarað- gerðir gegn því hafnar á ný. Yfir 100.000 íraskir her- ntenn sagðir hafa verið teknir til fanga Bandaríkjastjórn vill að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að hernaðaraðgerðir gegn Irak verði hafnar á ný ef það gangi ekki að friðarskilmálum í uppkasti að ályktun, að stjórnin ætlar að leggja fyrir ráðið og er þegar til athugunar hjá stjórnum þeirra ríkja, sem aðild eiga að ráðinu. Gert er ráð fyrir því í uppkastinu að viðskipta- og flutningabannið á írak verði ekki numið úr gildi að svo stöddu. Þess er krafist í því að íraks- stjóm standi við það loforð sitt að gangast undir allar þær samþykktir, sem Öryggisráð hefúr gert viðvíkj- andi Persaflóadeilu. Um viðskipta- bannið er það að segja að írak er þegar heimilt að flytja inn lyf og sjúkragögn, en bannað er að flytja þangað matvömr nema með sér- stöku leyfi ráðsins. Margaret Tut- wiler, talsmaður bandaríska utanrik- isráðuneytisins, sagði í fyrradag að Bandaríkjastjóm legði áherslu á að bann við vopnasölu til íraks yrði áfrarn í gildi meðan Saddam Huss- ein væri þar við völd. Af öðrum kröfúm má nefna að Irakar láti þegar lausa alla stríðs- fanga og alla Kúvæta og aðra út- lendinga, sem em fangar í Irak eða dveljast þar nauðugir. Jafhframt muni bandamenn byija að sleppa írökum, sem þeir tóku til fanga í striðinu, en samkvæmt nýjustu töl- um um það em fangar þessir talsvert yfir 100.000. Búist var í gær við að fiilltrúar herstjóma bandamanna og íraka myndu hittast einhversstaðar í írak í dag til að ganga frá reglum um framfylgd vopnahlésins. Reuter/-dþ. Einkabílismi í Albaníu Albanska stjómin hefúr ákveðið að héðan í frá skuli einstaklingum þarlendis heimilt að eiga bíla, en við því hefur legið bann í fjóra áratugi. Einnig fá ríkisfyrirtæki nú leyfi til að selja bíla og bifhjól í eigu sinni einstaklingum. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms á Italíu og í Kína Itölsk stiómvöld bjóða fram styrki handa Islendingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1991-92. Styrkimireru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjár- hæðin nemur 800.000 lírum á mánuði. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins K(na bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms í Klna skólaárið 1991-92. Jafn- framt hafa kínversk stjórnvöld tilkynnt að Islenskum náms- mönnum verði gefinn kostur á námsdvöl þar ( landi án styrks. Umsóknum um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afrit- um prófskírteina og meðmælum, skal skilað til mennta- málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavlk, fyrir27. mars n.k. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði á HÖFN I HORNAFIRÐI OG I ÞORLÁKSHÖFN. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 ferm. að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, óskast send eignadeild fjármálaráðuneytisins, Amarhvoli, 150 Reykjavík, fýrir 12. mars 1991. Fjármálaráðuneytið, 1. mars 1991 LÖGREGLUSTJÓRINN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Sími (92) 11795, 54463 Lausar stöður Vegna afleysinga hjá lögreglu og tollgæslu emb- ættisins á komandi sumarorlofstímabili, eru nokkr- ar stöður lausar til umsóknar. Þá eru einnig lausar til umsóknar fastar stöður hjá lögreglu, sem ráðið verður í að loknu orlofstímabili. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni og verða póstsend umsækjendum sé þess óskað. Umsóknum skal skilað til skrifstofu minnar fyrir 1. apríl n.k. Lögreglustjórinn Keflavíkurflugvelli

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.