Þjóðviljinn - 02.03.1991, Qupperneq 11
MINNING
Leifur Trausti Þorleifsson
Hólkoti
F. 13. október 1911 -D. 24.febrúar 1991
Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu síðastliðinn sunnu-
dag. Heilsa hans var orðin tæp um
nokkur undanfarin ár, en þó kom
andlát hans svo snögglega, að-
standendum hans nokkuð á óvart.
Leifur var fæddur á Búðum í
Staðarsveit. Foreldrar hans voru
hjónin Dóróthea Gísladóttir og
Þorleifur Þorsteinsson, sem þá
höfðu nýlega byggt sér íbúðarhús
á Búðum, nálægt því sem Búðaós
fellur í sjó ffam og nefndu húsið
Vinaminni.
Eina systur átti Leifúr,
Björgu, f. 6. júní 1919.
Dóróthea og Þorleifúr höfðu
komið með Finnboga Lárussyni
og konu hans Björgu Bjamadótt-
ur, þegar þau keyptu Búðir 1906,
og settust þar að og ráku þar út-
gerð, landbúskap og verslun. Þau
komu frá Gerðum í Garði, þar
sem þau höfðu stundað samskon-
ar atvinnu. Þorleifúr hafði verið
formaður á bátum Finnboga þar í
Garðinum og hélt áfram for-
mannsstarfl í útvegi Finnboga á
Búðum.
Dóróthea var starfsstúlka hjá
Björgu húsfreyju, og vann eink-
um við innanbæjarstörf, þar voru
mikil umsvif á stóru heimili þar
sem voru mörg böm þeirra hjóna
og margt starfsfólk við hinn um-
fangsmikla rekstur sem þar fór
fram.
Þorleifúr þótti mjög laginn og
heppinn sjómaður og stundaði sjó
nokkuð alla sína ævi, en einnig
var hann bóndi og stundaði bú-
skapinn af umhyggju og snyrti-
mennsku.
Leifur ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst i Vinaminni og síðar
i Hólkoti í Staðarsveit. 1914
keypti Þorleifúr ásamt Þorsteini
foður sínum jörðina Hólkot og
ráku þar félagsbú um nokkur ár,
þar til Þorsteinn og kona hans
fluttust til Þuríðar dóttur sinnar,
sem þá var farin að búa í Máva-
hlíð í Fróðárhreppi. A yngri ámm
vann Leifúr fyrst og fremst við bú
foreldra sinna, en stundaði einnig
sjó á vetrarvertíðum á Suðumesj-
um og á vorvertíðum á Amar-
stapa á Snæfellsnesi, einnig fór
hann a.m.k. eitt sumar á síldveið-
ar.
Við ffáfall foður síns, en hann
lést í júlí 1938, mjög fyrir aldur
fram, tók hann við bústjóm með
móður sinni um fimm ára tímabil
og var þá nokkuð bundinn við bú-
skapinn.
Arið 1940 eignaðist hann
fjögurra smálesta opinn vélbát og
stundaði róðra á honum ffá Búð-
um þegar stundir gáfust. Dórót-
hea og Leifúr leigðu jörðina
1943, Þórði Gíslasyni og Mar-
gréti Jónsdóttur sem bjuggu þar í
tvö ár. Aftur tóku þau Dóróthea
og Leifur við jörðinni og bjuggu
þar í þtjú ár; 1948 leigðu þau
jörðina þeim sem þetta ritar og
bjó ég þar næstu tuttugu árin.
Enn tóku þau Dóróthea og
Leifúr við jörðinni og héldu þar
heimili, en ráku ekki búskap með
hefðbundnum hætti.
Dóróthea og Leifur höfðu tek-
ið svo mikla tryggð við jörðina að
þar vildu þau una ævi sinnar daga
og stóðu við það og áttu þar
heima til dauðadags, enda bæði
með fastmótaða skapgerð, og
vildu ekki bregðast ætlunarverki
sínu.
A þessum árum stundaði
Leifur sjóróðra bæði frá Búðum
og einnig Ólafsvík, oftast einn.
Bátinn sem hann keypti 1940
hafði hann endurbyggt heima á
Hólkoti á þeim árum sem hann
var ekki við búskap.
Heilsu Dórótheu var nú mjög
tekið að hnigna og dvaldist hún
oft síðustu árin hjá skyldfólki
sínu og öðru hvoru á sjúkrahús-
um. Hún lést í október 1982, á
nítugasta og sjöunda aldursári.
Eftir lát- móður sinnar var
Leifur oftast einn í Hólkoti. Öðru
hvoru brá hann sér þó á sjó á litl-
um plastbáti sem þeir áttu í félagi
hann og Leifúr nafni hans í Máva-
hlíð.
Heilsa Leifs var orðin mjög
tæp síðustu árin. Hann var lengi
búinn að þjást af bakraun og svo
um árabil var hann mjög mæðinn
og var mað asma og átti erfitt með
alla áreynslu.
Ungur maður og fram eflir
ævi var Leifúr mjög kraftmikill
og fylginn sér við öll störf og
hlífði sér hvergi, enda kappsfúllur
og afburða afkastamikill svo að á
orði var haft að enginn vissi afl
hans þegar hann vann að setningu
báta í Amarstapalendingu, en trú-
legt að þá hafl hann ofreynt á
þrekið og ekki beðið þess bætur
eftir það.
Að leiðarlokum hef ég per-
sónulega margs að minnast um
löng samskipti okkar. Hann var
ævinlega tilbúinn að veita mér
aðstoð við það sem ég var að fást
við í búskapnum, þó einkanlega
við byggingar því að hann var
mjög laginn og reyndar góður
smiður, þótt ekki hefði hann lært
sérstaklega til þeirra hluta. Þá var
oft gott að njóta hjálpar hans við
heyskapinn þegar mikið lá við að
hirða hey undan rigningu. Hann
vílaði ekki fyrir sér að vaka alla
nóttina lil þess að ljúka verkinu
svo vel mætti fara.
Leifur var hygginn vel og
hugsaði mikið um náttúru lands-
ins og vildi að þjóðin væri með-
vituð um þau gæði sem landið
hefur að bjóða og væri gætinn um
meðferð gróðurs, einkum var
honum hugleikin skógrækt og
hafði af litlum efnum hafið til-
raun með gróðursetningu tijá-
plantna í landareign sinni. Einnig
hafði hann mjög mikinn áhuga á
að islenska þjóðin varðveitti vel
sjálfstæði sitt og afsalaði sér ekki
forræði sínu yfir auðlindum
landsins og menningararfleifð.
Eina dóttur átti Leifur, Konný
Breiðíjörð, og er hún búsett hús-
ffeyja í Reykjavík. Hún á tvö
böm, pilt sem heitir Leifur og
stúlku sem heitir Margrét. Þau
hafa reynst Leifi mjög vel og hef-
ur nafni hans verið mjög um-
hyggjusamur við afa sinn og veitt
honum margar ánægjustundir í
einsemdinni.
Að lokum færi ég dóttur hans
og fjölskyldu hennar og öðrum
ættingjum og vinum innilegar
samúðarkveðjur við fráfall Leifs
og bið Guð að blessa þeim minn-
inguna um traustan vin.
Kristján Guðbjartsson
Minningar frá bamæsku birt-
ast gjaman í huganum sem mynd-
ir á tjaldi, jafnvel eins og stutt at-
riði í kvikmynd. Myndin af Leifi
á Hólkoti, er ég sá hann í fyrsta
sinn fyrir 34 árum, stendur mér
enn ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum.
Ólafsvíkurrútan stöðvaðist
við afleggjarann að bænum Hólk-
oti í Staðarsveit og út steig maður.
Lítil stúlka, nýkomin í sveit til
vandalausra, skynjaði að þar kom
maður sem ungu heimasætumar á
bænum biðu með mikilli eftir-
væntingu. Hann gekk heim á leið,
hægum en ákveðnum skrefúm,
hallaði svolítið fram á við og var
ekki laust við að hann stigi öld-
una. A andliti hans Ijómaði elsku-
legt bros.
Maðurinn var þreyttur enda
nýkominn af sjónum og lagði sig
til svefns og svaf lengi, lengi. Yf-
ir honum hvíldi einhver dulúð og
þrátt fyrir ítrekaðar spumingar
bamsins kom fátt annað í ljós en
að maðurinn hét Leifúr Þorleifs-
son og var bróðir húsfireyju,
stundaði sjómennsku og var kom-
inn heim yfir háannatímann til að
hjálpa við heyskapinn.
Á annarri mynd, sem birtist á
tjaldinu, situr hann í litla eldhús-
króknum við gluggann, með birt-
una í hnakkann, og hellir á kaffi-
könnuna af ólýsanlegri alúð og
gætni. Við hlið hans er opin
skúffa full af skrúfúm og furðu-
hlutum sem hann virðist geta
breytt í hvað sem er ef á þarf að
halda. Hjá honum sitja litlar
stúlkur og borða hafragrautinn
sinn og hann spjallar við þær á
sinn sérstæða hátt með glettni í
augum og hefúr samræðumar
gjaman eitthvað á þessa leið:
„Jæja, heillin mín, hvemig líst þér
nú á...?“ Þar var ekki hjalað um
eitthvert ómerkilegt dægurmál
eins og fullorðnum er gjamt þeg-
ar talað er við böm, heldur
var rætt um lífið og tilveruna og
undur náttúrunnar; þama fóm
fram heimspekilegar samræður.
Leifúr hafði lag á að tala
þannig við böm, eða öllu heldur
hlusta á þau, að þau fundu til sín
og þorðu óhrædd að láta skoðun
sína í ljós, hversu kjánaleg sem
hún var, án þess að eiga á hættu
að verða að athlægi. Líklegast
hefur þessi eiginleiki átt þátt í því
að hann gat lokið því verki sem
honum var kærast og talaði siðar
um sem ævistarf sitt; hann smíð-
aði sér bát sem hann gerði út á i
mörg ár.
Hann átti eldgamlan og lúinn
trébát sem þótti góður til sjós,
flutti hann heim að Hólkoti, reif
hann í sundur borð fyrir borð og
sneið nýtt í stað þess sem rifið var
og kom því fyrir á sínum rétta
stað. Ekki var vinnuaðstaðan góð
og verkfæri af skomum skammti
en hann vandaði valið á efniviðn-
um. Oft þurfti hann að vera út-
sjónarsamur til að leysa tæknileg
vandamál sem komu upp við
smíðamar og þá naut hann sín
vel. Borðin vom negld saman
með saumi sem varð að halda við
á meðan hann var hnoðaður. Ekki
var aðra hjálp að fá en telpu-
hnokkana á bænum sem krupu
tímunum saman undir bátnum og
studdu með slaghamri við saum-
inn á meðan Leifur barði þvert á
naglana. Enn er það nokkur ráð-
gáta hvemig hann gat fengið okk-
ur til að eyða fríinu sem við áttum
frá skyldustörfunum í að krjúpa
þama undir bátnum.
Á milli þess sem hann smíð-
aði ræddi hann við okkur um alla
heima og geima. Hann hafði mik-
inn áhuga á náttúruvisindum og
undmm alheimsins og hugsaði í
miklu stærri víddum en margir
samtímamenn hans, það skildi ég
síðar. Á sjötta áratugnum varð
honum tíðrætt um hættu á gróður-
eyðingu, ofnýtingu fiskstofna og
annarra náttúruauðlinda, ofbeit
búljár og ýmis þau eíni sem menn
em að vakna til vitundar um nú
um allan heim.
Ekki skipti hann ofl skapi en
þó átti hann til að taka kostulegar
rispur þar sem hann æsti sig yfir
heimsku mannanna. Þeim ræðum
lauk alltaf á sama hátt með því að
hann staldraði við, kimdi og sagði
glettnislega: „Ja, nú varð ég reið-
ur.“ Svo var ekki rætt meira um
það.
I mínum huga var Leifúr
heimsmaður. Ekki í venjulegum
skilningi þess orðs heldur vegna
þess að hann hugsaði stórt og í
víðu samhengi. Þetta var merki-
legt fyrir þær sakir að hann var í
eðli sínu einfari og síðari hluta
ævinnar var hann einbúi á Hólk-
oti.
Einhvem veginn hafði ég það
alltaf á tilfinningunni að hann
vildi lifa fijáls utan við daglegar
reglur samfélagsins, stunda sínar
veiðar og nærast og hvílast á þeim
tímum sem honum hentaði, hvort
sem það fór saman við hefðir ann-
arra eða ekki, og láta hveijum
degi nægja sína þjáningu.
Síðustu æviárin var hann
reglulega heilsuveill en vildi fyrir
alla muni búa í koti sínu eins
lengi og stætt var. Reyndar gerði
hann það miklu lengur og bar að
þakka það umhyggju og hjálp-
semi nágranna hans og vina á
næsta bæ, Bláfeldi, og svo dóttur
hans og ættingjum.
Þrátt fyrir það að oft var hann
svo lasburða að hann gat ekki far-
ið út úr húsi dögum saman virtist
hann aldrei einangrast í andanum.
Við ræddumst oft við í síma á síð-
ari árum. Þá viðraði hann hug-
myndir sínar um merkilega hluti
eins og upphaf heimsins, stöðu
heimsmála og samskipti Islands
við aðrar þjóðir og velti jafnan
upp nýjum og fiumlegum fleti á
hveiju máli.
Leifúr endaði ævi sína á afar
táknrænan hátt. Hann lést um
borð í gamla bátnum sínum sem
hann var að vitja um eftir óveðrið
á dögunum. Við hlið hans stóð
bóndinn á Bláfeldi sem alltaf hef-
ur reynst honum vel. Það var
engu líkara en að hann væri að
leggja af stað í sína síðustu sigl-
ingu. í þetta sinn ekki til fiskveiða
heldur á vit hins ókunna sem hann
hafði velt svo mikið fyrir sér.
Marta Ólafsdóttir
Lilja Kjartansdóttir
F. 24.janúar 1905 —D. 8.febrúar
br. s.l. fór gekk beint að húsinu okkar, f
Föstudaginn 15. febr. s.l. fór
fram útfor Lilju Kjartansdóttur,
Efstahjalla 23, Kópavogi en hún
lést 8. febr. 1991. Lilja var fædd
24. jan. 1905 að Stóru-Skógum í
Miðdölum, Dalasýslu. Foreldrar
hennar voru Guðríður Guðmunds-
dóttir og Kjartan Einar Daðason,
þau eignuðust 10 böm.
Lilja eignaðist 4 böm með
manni sínum Júlíusi Bjamasyni,
þau slitu samvistir. Þau urðu fyrir
þeirri þungu sorg að missa eldri
soninn, Kjartan, 13 ára gamlan.
Með nokkrum fátæklegum
orðum langar mig að minnast
elskulegrar frænku minnar. Eg
sakna hennar, og gegnum huga
minn renna minningabrot og allt
em það góðar og bjartar minning-
ar. Ég gleymi seint indælum sum-
ardögum sem hún átti með okkur,
nokkrum úr íjölskylduhópnum,
vestur í Flatey. Þetta var í fyrsta
skipti sem hún kom þangað, þótt
Sigríður systir hennar hefði búið
þar ámm saman, en á þeim tíma
sem það var, leyfðu hvorki efni né
aðstæður henni ferðalög. Lilja
gekk beint að húsinu okkar,
Bræðraminni, og sagði að þetta
væri húsið hennar Siggu, hér
hefði hún oft komið í draumum
sínum. Þennan tíma sem Lilja
dvaldi í Flatey, þá orðin fullorðin
kona, fór hún iðulega með á smá-
fisk. Hún lét sig ekki vanta í slík-
ar ævintýraferðir. Hún gladdist
með bömunum í fjölskyldunni
sem fengu „alvömfisk" en vor-
kenndi þeim sem fengu aðeins
marhnút á færið sitt. Lilja elskaði
allt sem hét að ferðast og notaði
hvert það tækifæri sem henni
gafst til að sjá sig um þegar líða
tók á ævi hennar. Utanlandsferðir
hennar vom henni mikil upplifun.
Lilja var vel gefin og fróð, ein-
staklega minnug og myndaði sér
skoðun á flestu því sem til um-
ræðu var hverju sinni. Lilja var
fost fyrir og óhrædd við að láta
skoðanir sínar í ljós og lítilmagn-
ann varði hún ætíð.
Við systraböm hennar, hér i
Stykkishólmi, emm henni inni-
lega þakklát fyrir allt, ekki síst
fyrir hve fús hún var að gera sér
ferð vestur til að vera með okkur á
hátiðarstundum.
Kveðjustundin í Fossvogs-
kirkju verður okkur ógleymanleg.
Þar hjálpaðist allt að, fagurt vetr-
arsíðdegi, undurfagur söngur og
hljóðfæraleikur sem seint gleym-
ist. Svona hefði frænka mín, Lilja
Kjartansdóttir, viljað hafa þetta. -
Aðstandendum öllum sendi ég
samúðarkveðjur.
Gréta
Við kvöddum þig vina
ikyrrlátu veðri
þá kvöldsól úr skýjunum
braust.
Þú áttir þitt takmark
í vöku og vinnu
og visku frá drottni þú hlaust.
Þú stóðst jafnan upprétt
i störfum þins tima
þvi starfsgleðin veitti
þér þrótt.
Þvi gleðjast við mcettum
við gröfina þína,
nú guð hefur bamið sitt sótt.
Einar
Laugardagur 2. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11