Þjóðviljinn - 02.03.1991, Page 16
RAFRÚN H.F. —
Smiðjuvefi 11 E
Alhliða
rafverktakaþjónusta //mm
Sími 641012
— SPURNINGIN
Hverjir verða bikar-
meistarar í handbolta,
Víkingur eða ÍBV?
Þorvaldur Einarsson
lögmaður:
Ég fylgist ekkert með þessu. En
fyrst það eru þessi tvö þá finnst
mér líklegast að Vikingur vinni.
Magnús Ragnarsson
verkamaður:
Víkingur, þeir eru mjög góðir.
Harpa Hafbergsson
nemi:
Ég veit það ekki. Ég fylgist ekk-
ert með þessu.
Rafn Sigurðsson
tölfræðingur:
ÍBV.
AUGLÝSINGASÍMAR
ÞJÓÐVILJANS
eru
681310 og 681331
Grandi hf.
Fiskur-
Já takk
Grunnskólanemendur á höfuðborgar-
svœðinu kynntu sér undirstöðuatvinnu-
grein landsmanna í gær
Fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtækið Grandi hf. í
Reykjavík bauð í gær öllum
grunnskólanemendum í 6.
bekk á höfuðborgarsvæðinu,
um tvö þúsund talsins til að
sjá með eigin augum þá nytja-
fiska sem þar eru unnir og
fylgjast með vinnslu sjávaraf-
urða.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem fyrirtækið býður grunn-
skólanemendum til sín og er
ráðgert að þetta verði árviss við-
burður.
Margir krakkanna sem
þama vom mættir höfðu aldrei
áður séð fisk, eins og hann kem-
ur frá borði fiskiskips og því
leyndi forvitnin sér ekki þegar
hann var skoðaður. Að sama
skapi höfðu fæst þeirra áður
komið í fiskvinnsluhús og séð
hvemig fiskurinn er unninn áð-
ur en hann er sendur á erlenda
markaði. Ekki var annað að sjá
en að krakkamir hefðu gaman
af öllu því sem bar fyrir augu
þeirra, enda margt forvitnilegt
að gerast í fiskvinnslunni, auk
þess sem þeir fengu smá nasa-
sjón af því hvemig það er að
vinna við undirstöðuatvinnu-
grein landsmanna.
Aftur á móti getur almenn-
ingur hvergi virt fyrir sér lifandi
fiska, nema þá í Vestmannaeyj-
um, og hlýtur það að vera um-
hugsunarefni fyrir hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi og yfirmenn
menntamála.
Grandi hf. er eitt af stærstu
fiskvinnslu- og útgerðarfyrir-
tækjum landsins; gerir út sjö
togara og er með um 400 manns
í yinnu. A síðasta ári veiddu
togarar fyrirtækisins 23 þúsund
tonn af fiski að verðmæti 1.235
miljónir króna. Af þessum afla
komu um 16 þúsund tonn til
vinnslu hjá fyrirtækinu, auk
þess sem fiskur var keyptur af
fiskmörkuðum.
-grh
Ekki er hægt að segja
að skatan sé beint að-
laðandi fiskur, þó mörg-
um fmnist hún ómiss-
andi á matseðlinum
þegar svo ber undir.
Mynd: Kristinn.
FLUGLEIDIR
Aðalfundur Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1991 í
Höfða, Hótel Loftleiðum og hefst kl. 14.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild
til stjómar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar
hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir
aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, Hlutabréfadeild á 2. hæð
frá og með 13. mars n.k. frá kl. 9.00 til 17.00 og fundardag til kl. 12.00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrif kl.
12.00áfundardegi.
Stjórn Flugleiða hf.