Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1991, Blaðsíða 1
X>yÓDVii,yi nn 53. tölublað_Laugardagur 12. mars 1991 56.árgangur Smúlað að loknum starfsdegi. Mynd: Jim Smart. Atvinnulausum fækkar um þúsund manns Atvinnulausum fækkaði um þúsund manns í febrúar og atvinnuleysisdögum um 23 þúsund frá mánuðin- um á undan. Þessi fækkun átti sér öll stað utan höf- uðborgarsvæðisins, en þar var atvinnuástandið nán- ast óbreytt frá fyrra mánuði. Þó fjölgaði atvinnu- lausum í Reykjavík um 50 manns en fækkaði lítils- háttar í Kópavogi og Hafnarfírði. Þetta kemur fram í yfírliti vinnumálaskrifstofu felagsmálaráðuneytisins um at- Þar kemur fram að sem hlutfall af mannafla var skráð atvinnuleysi á landsbyggðinni 4,4% að meðal- tali í janúarmánuði síðastliðnum en lækkaði í 2,5% í febrúar. Þar var það þó tvöfalt meira en á höf- uðborgarsvæðinu þar sem atvinnu- leysið reyndist vera 1,2%. Sam- kvæmt kjördæmum var atvinnu- leysið mest á Norðurlandi vestra 4,1%, næstmest á Austurlandi 3,4% og þvínæst á Norðurlandi eystra 3,2%. Minnst var atvinnu- leysið eins og svo ofl áður á Vest- íjörðum eða 0,2%. Að öðru leyti voru í febrúar- mánuði skráðir 47 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu. Þeir skiptust þannig á milli kynja að 26 þúsund dagar féllu til hjá körlum en 21 þúsund atvinnuleysisdagar hjá konum. Þetta jafngildir því að 2.200 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysiskrá í febrúar en það svarar til 1,7% af áætluðum mannafla samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Síðasta virka dag febrú- armánaðar voru þó 2.300 manns á atvinnuleysiskrá, eða nokkru fleiri en að meðaltali í mánuðinum, sem gæti bent til þess að áhrif loðnu- brestsins væru ekki að fullu komin fram í atvinnuleysistölum. Skráðir atvinnuleysisdagar í síðasta mán- uði voru þó engu að síður 12 þús- und fleiri en að meðaltali í sama mánuði síðastliðinn yimm ár. Af einstökum stöðum úti á landi þar sem atvinnulausum hefur fækkað til muna frá mánuðinum á undan má nefha Akranes, Grundar- fjörð, Sigluljörð, Skagaströnd, Ól- afsfjörð, Siglufjörð, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Grýtubakka- hrepp, Seyðisfjörð, Vopnafjörð, Bakkagerði, Reyðarfjörð, Fá- skrúðsfjörð, Breiðdalsvík, Djúpa- vog, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyr- arbakka, Vestmannaeyjar, Grinda- vík, Keílavík og Sandgerði. -grh Tveir unglingar vaidir aö dauða Ulfars Sautján ára piltur og fimmtán ára stúlka hafa ját- að að hafa rænt og veitt Úlf- ari Úlfarssyni, 28 ára göml- um Reykvíkingi höfuðáverka sem leiddu hann til dauða. Sömu aðilar hafa viðurkennt að hafa ráðist að manni við Hverfisgötu sömu nótt, barið hann og rænt. Pilturinn hefur ekki áður komið við sögu réttvísinnar en stúlkan fyrir þjófnað. Þessir atburðir gerðust aðfaranótt 3. mars síðastlið- inn og fannst Úlfar látinn þá snemma um morguninn á baklóð við Bankastræti 14. Hitt fórnarlambið varð á vegi lögreglunnar í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir árásina þar sem hann var illa á sig kominn vegna áverka sem hann hlaut. Ránsfengur unglinganna reyndist vera um tvö þúsund krónur úr báðum ránunum. Á blaðamannafundi Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær kom fram að í báðum árásunum hafði stúlkan lokk- að fórnarlömbin inn í sitt hvort portið þar sem pilturinn réðst að þeim. Hann var ekki vopnaður barefli heldur var hann með griflur á höndum sem hann hafði fest á jám- plötur. Þessi búnaður var svo hulinn innaní leður- hönskum sem hann bar. Ekki vildi lögreglan upp- lýsa hvað það hefði verið sem leiddi til handtöku ung- linganna, annað en það að upplýsingar þar um hefðu borist til hennar. Sigurbjöm Viðar Eggertsson deildar- stjóri hjá RLR sagði að lög- reglan hefði haft úr litlu að moða við rannsókn þessara mála I upphafi en komist þó fljótlega að þeirri niðurstöðu að sömu aðilar hefðu verið að verki I báðum árásunum. Á blaðamannafundinum kom fram að Úlfar hefði látist um hálftíma eftir að honum hafði verið veittir áverkar á höfði. Við yfirheyrslur yfir ung- mennunum hefur komið fram að þau vissu ekki af láti Úlf- ars fyrr en seinna þegar það kom fram í fréttum. Þar hefur einnig komið fram að þau voru undir áhrifum áfengis en ekki annarra vímuefna. Þegar hefur verið lögð fram krafa um rúmlega mánaðar gæsluvarðhald og að stúlk- an verði sett undir forsjá Barnaverndarnefndar. Að mati lögreglu er búist við að stúlkan, sem er undir lögaldri verði vistuð hjá Unglinga- heimili ríkisins. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.