Þjóðviljinn - 16.03.1991, Side 2
Sókn inn í framtíðina
Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir upp á klukku-
stuna eða dag hvenær þinglok verða en líklega
verður þinghaldi lokið þegar Þjóðviljinn kemur
næst út, á þriðjudag. Eins og jafnan fyrr við
þessar aðstæður er mikið um að vera á AÍþingi,
mörg og þýðingarmikil mál þurfa afgreiðslu við á
síðustu dögum þingsins. Vegna kosninganna í vor
er óvenju heitt í kolunum og fer í þeim efnum líka
að venju.
Kjörtímabilið hefur verið óvenju viðburðaríkt og
pólitísk umskipti mikil. Ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar leið útaf í pólitískum hugmyndaskorti eftir
rúmlega ár. Við blasti fullkomið reiðileysi í atvinnulífi
og verðbólgan mældist í tugum prósenta. Við þessi
skilyrði gekk Alþýðubandalagið til liðs við það sem
eftir var af ríkisstjórninni og Steingrímur Hermanns-
son myndaði nýja stjórn seinni hluta ársins 1988,
sem siðan hefur verið aukið við með aðild Borgara-
flokksins.
Varla verður deilt um að mikil umskipti hafa orðið
í þ óðfélaginu á þessi tímabili, vafalaust meiri en
nokkurn óraði fyrir, og munar þar mest um þjóðar-
sátt um efnahagslegan stöðugleika.
Eins og gefur að skilja er stjórnarandstaðan,
einkum Sjálfstæðisflokkurinn, í verulegum vand-
ræðum því mið- og vinstri flokkunum hefur tekist að
koma böndum á verðbólguna en haldið jafnframt
frið við öll helstu samtöklaunafólks og atvinnurek-
enda, vissulega með alkunnri undantekningu sem
snertir BHMR.
Kosningabaráttan er með öðrum orðum háð við
þau skilyrði að frá er að fara ríkisstjórn sem skilur
eftir sig verk sem allir eru sammála um að þurfti að
vinna. En hún er líka háð við þau skilyrði að allir
ættu að vera sammála um það sem gera þarf næst.
En þá kemur heldur betur annað hljóð í strokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram ábyrgðarlausu
hjali um skattalækkanir, stöðva á meint skattahækk-
unaráform vinstri stjórnarinnar í fyrstu lotu, en byrja
síðan að skera. Eins og fyrri daginn er því sleppt að
segja frá hvar eigi að skera útgjaldamegin til að
mæta niðurskurðinum teknamegin. Flokkurinn hefur
komið sér upp nýjum formanni, sem er því vanastur
að geta haft alla þá peninga til ráðstöfunar úr borg-
arsjóði sem hann hefur kært sig um. Þar að auki
hefur hann hvorki þurft að spyrja kóng né prest um
hvernig með fjármunina skuli fara. Það verður
gæfulegt eða hitt þó heldur ef flokkurinn kemst til
aukinna áhrifa undir stjórn hins nýja formanns með
skattalækkunaráráttuna í farteskinu, sem í fram-
kvæmd leiðir augljóslega til aukins misréttis í þjóð-
félaginu þar sem dregið er úr tekjujöfnunarmögu-
leikum skattakerfisins.
í þessu efni á Sjálfstæðisflokkurinn því miður
bandamann í Alþýðuflokknum. Hlýleg afstaða hins
nýkjörna formanns Sjálfstæðisflokksins til Alþýðu-
flokksins vakti enda athygli á dögunum. Alþýðu-
flokkurinn hefur ekki verið fáanlegur til að taka upp
sérstakt skattþrep fyrir mjög háar tekjur, né heldur
að skattleggja fjármagnstekjur. Hans vegna verðum
við enn að búa við skattakerfi sem jafnar ekki lífs-
kjörin nema að takmörkuðu leyti, hans vegna verð-
um við að sætta okkur við að tekjur af peningum
eru friðaðar fyrir armi skattanna en tekjur af vinnu
bera fulla skatta.
Lífskjarajöfnun verður ekki náð nema með sam-
ræmdu átaki sem tekur til launa og margvíslegra
aðgerða af hálfu ríkisvaldsins. Alþýðubandalagið
hefur gert lífskjarajöfnun að aðalinntaki kosninga-
baráttunnar. Þetta er ekki einasta í eðlilegu sam-
ræmi við grundvallarhugsjónir flokksins heldur eina
skynsamlega og raunhæfa leiðin til að halda stöð-
ugleika í þjóðfélaginu. í henni felst vörnin fyrir vel-
ferðarþjóðfélagið og sóknarfæri inn í framtíðina.
hágé.
ÞjÓnVIIJINN
Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. mars 1991
Síða 2