Þjóðviljinn - 16.03.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 16.03.1991, Page 4
Ágreiningur , Dagur Þorleifsson skrifar Emjenixak FKBTTIflR Honecker og Margot kona hans, fyrrum fræöslumálaráðhen-a, í gönguferö I skóginum skammt frá hersjúkrahúsinu I Beelitz. Var samið um flótta Honeckers til Mos Erich Honecker, sem 1971-89 var helsti ráöa- maður austurþýska rík- isins sem leið undir lok s.l. ár, er enn á ný ofar- lega á baugi í alþjóða- stjórnmálum, flestum á óvart. Sovésk stjórnvöld hafa nú til- kynnt þeim þýsku að á miðviku- dag hafi leiðtoginn fyrrverandi, sem kominn er undir áttrætt, verið fluttur til Moskvu, þar sem hann muni gangast undir lækn- isaðgerð. Þýska stjórnin krafðist þess í fyrradag af sovésku stjóminni að hún sendi gamla manninn aftur til föðurlands hans, en þar hefur stað- ið til að honum yrði stefnt fyrir rétt. Er hann sakaður um ábyrgð á dauða þeirra manna, er austurþýsk- ir landamæraverðir skutu til bana er þeir reyndu að flýja frá Austur- Þýskalandi til Vestur- Þýskalands. Þýska stjórnin segir að þessi brottflutningur Honeckers úr landi sé brot á alþjóðalögum og sovésk stjórnvöld viðurkenna að út frá sjónarhóli þeirra laga sé þessi ráð- stöfún þeirra ekki óaðfinnanleg, en færa fram sér til afsökunar að þau hafi gert þetta af mannúðarástæð- um. Honecker var skorinn upp við krabbameini s.l. ár og er sagður þjást af hjarta- og nýmasjúkdóm- um. Klaus Kinkel, dómsmálaráð- herra Þýskalands, sagði í gær að þessi ráðstöfun sovéskra stjóm- valda væri „ótrúleg" og auk annars brot á samningum Þýskalands og Sovétríkjanna. „Og það em engir samningar milli bananalýðvelda,“ sagði Kinkel. En hann bætti því við að hann teldi ótrúlegt að Honecker yrði framseldur og þar með væri að Hkindum búið með allar fyrirætlanir um réttarhöld yfir honum. Nokkm eftir að Honecker lét af völdum í október 1989 leitaði hann hælis í sjúkrahúsi sovéska hersins í Beelitz, skammt frá Potsdam, og hefúr dvalist þar síðan. Dómsmála- yfirvöld í Berlín hafa mælst til þess að hann yrði framseldur, en sovésk yfirvöld tregðast gegn því. í Þýskalandi ganga nú fjöllun- um hærra sögusagnir um bak- tjaldamakk milli þarlendra ráða- manna og sovéskra um örlög Honeckers. Otto Lambsdorff, for- maður Frjálsdemókrataflokksins þýska, sagðist í gær hafa gmn um að hópur þingmanna i æðstaráði Sovétríkjanna hefði neitað að greiða atkvæði með endanlegri staðfestingu sexríkjasamningsins um sameiningu Þýskalands, nema því aðeins að Honecker yrði forðað frá málsókn, og þar sem staðfest- ing samningsins var meginmál fyr- ir stjórn Gorbatsjovs hafi hann ekki séð sér annað fært en að gefa eftir fyrir þingmönnum þessum. I austanverðu Þýskalandi, þar ♦ sem áður var riki Honeckers, efúð- ust sum blöðin um það í gær að þýska stjórnin væri eins reið og hneyksluð og hún létist vera. „Þetta hefði ekki getað gerst án þess að sambandskanslarinn (Helmut Kohl) hefði lagt blessun sína yfir það“, stóð í leiðar^ í Dresdner Morgenpost. Leiðarahof- undur lætur í Tjós gmn um að um þennan flutning á Honecker hafi verið samið þegar í júlí í fyrra, er þeir Gorbatsjov og Kohl hittust í Kákasus og mddu úr vegi ágrein- ingsefnum viðvíkjandi sameiningu Þýskalands. Berliner Zeitung lætur í ljós að Bonnstjómin hafi að öllum líkind- um ekki síður en sú sovéska verið ófús að láta koma til rétt- arhalda yfir Honecker, þar eð við slíkan málarekstur hefði trúlega eitt og annað orðið opinbert sem háttsettir þýskir stjórnmálamenn vildu síður að kæmist i hámæli. um þróunarsjóð I viðræðum Evrópubandalags- ins og Fríverslunarsambands Evr- ópu (EFTA) um fyrirhugað Evr- ópskt efnahagssvæði, sem bæði bandalög myndi, er enn um að ræða verulegan ágreining út af sjóði, sem gert er ráð fyrir að stofnaður verði fátækari EB-ríkj- um til hjálpar. Þessi ríki óttast að þau verði útundan í efnahagsmálum ef EFTA- ríkin, öll tiltölulega þróuð og auðug, sameinast EB í sameig- inlegum markaði Evrópsks efna- hagssvæðis. En í gær sagði Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráð- herra Finnlands, að EFTA-ríkin kærðu sig ekkert um að leggja ffarn í fyrirhugaðan sjóð til hjálpar EB- ríkjum þessum, þar eð einnig í EFTA-löndum væru landshlutar sem þyrftu slíkrar aðstoðar við. Ennffemur, sagði Salolainen, yrðu öll Vestur-Evrópuríki að gaum- gæfa vel gang mála í austurhluta Evrópu og vera reiðubúin til auk- innar aðstoðar við ríki þar. Þá er ljóst að EFTA-ríki hafa ekki sætt sig við að ákvarðanataka í málum Evrópska efnahagssvæð- isins verði eingöngu í höndum EB., í EFTA eru Austurríki, Sviss, ísland, Noregur, Svíþjóð og Finn- land. Austurríki hefur þegar sótt um aðild að EB og sænska þingið hefur veitt stjóm sinni umboð til að leggja fram aðildarumsókn fyr- ir hönd Svíþjóðar. A Böévar Guðmundsson skrifar Café Liberation og íbúðin við Blekingegötu Eitt umfangsmesta afbrotamal 1 sögu Danmerkur er að syngja sitt síðasta vers þessa dagana eftir tveggja ára yfirheyrslur og rannsókn. Það hefur að sjálfsögðu horfið dálítið í skugga um- byltinganna í Austur-Evrópu og nú síðast stríðsins við Persa- flóa, og er það þó á undarlegan hátt tengt hvoru tveggju. Það væri því ekki alveg ástæðulaust að gera örlitla grein fyrir þessu máli nú þegar örlög viðkomandi aðila eru um það bil að ákvarðast fyrir dómi. Þetta afbrotamál er kallað Blekingegötumálið i Danmörku, eftir götu í friðsömu íbúðarhverfi á Amager, sem reyndist vera miðstöð fyrir skipulagningu bankarána, mannráns, vopnarána og peningaútflutn- ings. Hinn róttæki andi sjöunda ára- tugarins var ekki alltaf jafn friðsam- ur á svipinn, ungir róttæklingar sögðu samfélaginu stríð á hendur og börðust með öllum tiltækum vopn- um fyrir því sem þeir álitu betri heim. Hryðjuverkahópar á borð við Baader-Meinhof og Rote Armee Fraktion réttlættu aðgerðir sínar með því að hið kapítalíska iðnaðar- samfelag væri svo gegnum rotið að öll meðul væru heimil til að koll- varpa því. Og samúð margra þeirra sem aðhylltust þennan hugsunarhátt lá hjá striðandi lýði þriðja heimsins og þeim sem höfðu mátt flýja sitt heimaland. En Danir eru friðsamt fólk, og fæsta gmnaði að danskir róttækling- ar blönduðu sér í alþjóðapólitík öðruvísi en að safna fé með happ- drætti eða safna gömlum fötum og skóm handa fátækum frelsisherjum í Afríku og Asíu. Á íslandsbryggju á Amager, þar sem göturnar heita Vestmannaeyjagata og Reykjavíkur- gata og fleiri góðkunnum nöfnum, stofnaði á 8. áratugnum hópur ungra stuðningsmanna stríðandi frelsisafia kaffihús sem opinberlega skyldi vinna að fjárstuðningi við þriðja heiminn og hét því fagra nafni Café Liberation. Afbrot jukust mjög í Danmörku á 9. áratugnum, en það var alveg í takt við þróunina annars staðar í heiminum og því engin ástæða til að gcra sér alvarlega rellu út af því. En óneitanlega þótti mörgum liart hvað framin voru stundum stór bankarán og fæst þeirra komust upp. Þannig var t.d. með vopnað rán í „Den Danske Bank“ í Lyngby árið 1983, þar sem ræningjamir komust á brott með einn stærsta feng í sögu danskra bankarána. Það komst aldrei upp hverjir ræningjarnir voru, en sama ár voru tveir arabar handteknir á Charles de Gaulle fiugvellinum í París og franska lögreglan lagði hald á sex miljónir danskra króna sem þeir höfðu í farangri sínum. Þessir náungar voru báðir félagar í PELP, sem cr sérdeild palestínsku frelsis- hreyfingarinnar PLO. Að sögn lög- reglunnar voru dönsku peningarnir hluti þýfisins frá bankaráninu í Lyngby. Þetta mál gleymdist fiestum í skugga annarra stórrána, og Danir héldu áfram að lifa í sínum Fróða- firði, einstöku réttlát sál lagði kann- ski leið sína í Café Liberation á Is- landsbryggju til að ræða vonsku heimsins og leggja nokkrar kaffi- krónur af mörkum til frelsis og framfara. En svo gerðist það haustið 1988 að stórt rán var framið snemma morguns er verið var að flytja pen- ingaveltu dagsins í pósthús við Kobmagergötu í miðborg Kaup- mannahafnar. Ræningjarnir sluppu naumlega með feng sinn, en áður en það varð skiptust þeir og Iögreglu- pjónar sem komu á vettvang á skot- um með þeim afleiðingum að ungur lögregluþjónn lést á staðnum. Málið vakti að vonum mikla athygli og enn sem fyrr virtist lögreglan gjörsam- Iega ófær um að leysa gátuna. Það var ekki fyrr en í apríl, vorið 1989, að dönsku dagblöðin birtu hverja rosafréttina á fætur annarri um að hópur fólks hefði verið handtekinn grunaður um aðild að undangengn- um stórránum, og að þetta fólk tengdist allt Café Liberation á ein- hvern hátt. Málið vakti strax mikla athygli, ekki hvað síst vegna þess að lögreglan krafðist þess að hópurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa aðstoðað „vopnasveit, hóp eða samtök, sem hefðu sem markmið að beita ofbeldi til að hafa áhrif á gang opinberra mála eða valda samfélagsröskun“ - eins og það heitir í 114. grein dönsku refsi- laganna, svokallaðri „lagagrein um hermdarverk“. uðu öllum sakargiftum. Leið nú og beið og lítið gerðist, blöðin staðhæfðu að ákærurök lög- reglunnar væru smá og nær ein- göngu byggð á líkum, og þar sem Danmörk er eitt þessara landa þar sem ekki er hægt að halda fólki endalaust í gæsluvarðhaldi án þess að það sé dregið fyrir rétt, töldu margir að þetta væri enn eitt merki þess hve ráðvillt og getulaus lög- reglan væri. En 3. maí 1989 varð heyrin- kunnugt í blöðum og útvarpi að bíll hefði ekið á rafmagnsmastur skammt fyrir utan Birkerod á Norð- ur-Sjálandi og að bíl^tjórinn væri lífshættulega særður. I bílnum fann lögreglan nafn eins hinna fangels- uðu frá Café Liberation, hálfa milj- ón króna, vopn og auk þess nafn og númer á íbúð við Blekingegötu a Amager. Og nú joru hjólin heldur betur að snúast. I íbúðinni við Blekinge- götu reyndist vera stórt vopnasafn, sprengiefni, vélbyssur, jarðsprengj- ur, handsprengjur og ma. 26 sprengjur tií að granda skriðdrekum. Auk þess fannst þar námkvæm áætl- un og æfingaplan fyrir ránið í Kobmagergötu, og síðar meir bæði nöfn og fingraför einstaklinga úr hópnum frá Café Liberation. Það komu einnig í ljós að sögn gögn sem sönnuðu samband hópsins við PLEP, ma. höfðu nokkrir verið í þjálfunarbúðum fyrir hermdarverka- menn í Mið-Austurlöndum. Lyklam- ir þrír sem blöðin birtu myndir af En svo gerðist það haustið 1988 að stórt rán var framið snemma morguns er verið var að flytja peningaveltu dagsins í pósthús við Kóbmagergötu í miðborg Kaupmannahafnar. Ræningjarnir sluppu naumlega með feng sinn, en áður en það varð skiptust þeir og lög- regluþjónar sem komu á vettvang á skotum með þeim afleiðingum að ungur lögregluþjónn Iést á staðnum. Lögreglan varðist allra frétta, en dagblöðin fengu fieiri og fieiri upp- lýsingar, ma. að hópurinn hefði ver- ið skyggður af lögreglunni í hartnær tíu ár og væri grunaður um fieiri hinna stærri rána, og að þau hefðu -vcrið framin til stuðnings PELP. Auk þess lét lögreglan birta í blöð- unum mynd af þremur lyklum sem fundust á hinum handteknu, sem vörðust auðvitað allra frétta um það að hvaða dyrum þeir gengju. Og það fréttist einnig að hin handteknu neit- reyndust ganga að íbúðinni í Blek- ingegötu. Eins og við mátti búast var nú auðveldur eftirleikurinn fyrir lög- regluna að fá varðhald þessa fólks framlengt. Nú er málið sem sagt að verða til lykta leitt. Enn hefur þó almenn- ingur ekki fengið fullt yfirlit yfir umfang þess. Ljóst virðist samt vera, að ákæruvaldið telji sig hafa nægar sannanir fyrir eftirfarandi at- riðum: Að hópurinn hafi skipulagt og framkvæmt fjölda rána, ma. hafi hann skipulagt rán á Svíanum J. Rausing, sem er sonur sænska auð- jöfursins sem býr til allar pappa- hymumar. Ránið var vandlega und- irbúið, það átti að ráðast á Rausing í íbúð hans í Svíþjóð og fela hann svo í sumarhúsi í Noregi og krefjast lausnargjalds, sem síðan yrði notað til aðstoðar við Palestínuaraba. Þetta fór þó í handaskolum á síðasta augnabliki. Að hópurinn hafi staðið að rán- inu í Kobmagergötu og einhver úr hópnum hafi hleypt af skotinu sem varð lögregluþjóninum að bana. Að hópunnn hafi haft náið sam- band við PLEP. Að hópurinn hafi tekið íbúðina við Blekingegötu á leigu á fölskum forsendum og notað hana til að skipuleggja starfsemi sína og auk þess geymt í henni vopn sem stolið var úr vopnageymslu sænska og norska hersins. Að hópurinn hafi búið yfir mik- illi tæknigetu, ma. haft möguleika á að hlera útvarpsrásir lögreglunnar. Að hópurinn hafi notað stolna bíla til starfsemi sinnar og ráðið yfir þrautþjálfuðum aðferðum til að komast yfir þá. Að hópurinn hafi gert skrá yfir fyrirtæki í eigu danskra gyðinga, og einnig einstaklinga. Það sem nú liggur fyrir dönsk- um dómstólum er að ákvarða sekt hvers og eins, ekki minnst hefur ver- ið reynt að komast að því hver skaut lögregluþjóninn unga sem kom á vettvang þegar pósthúsránið í Kobmagergötu var framið. Að vonum setja menn gjarnan upp pólitísk gleraugu þegar þetta mál er rætt, þeir sem hallast til hægri segja með spökum svip, að þama sé þessum vinstrimönnum réttilega íýst, ekki sé þeim trúandi til að fylgja bami yfir læk frekar en Sigga kóngsböðli. Þeir sem hafa slagsíðuna til vinstri gagnrýna hins vegar oft að- gerðir lögreglunnar, og ekki hvað síst það getuleysi hennar að hafa í áratug skyggt hóp fólks sem stund- aði vopnarán, mannrán og bankarán í stómm stíl, án þess að geta sannað nokkurn skapaðan hrærandi hlut þangað til tilviljunin rétti henni upp í hendumar klesstan bíl þar sem í var lykill og númer að íbúðinni í Blekingegötu. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. mars 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.