Þjóðviljinn - 21.03.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Síða 2
Velkomin í tölu fullorðinna. Árnaðaróskir á þessum nótum til fermingarbama birta ákveð- ið viðhorf til fermingarinnar sem vígsluat- haíhar. Fermingin er nánast manndómsvígsla í hugum sumra, athöíh þar sem bemskuárin em formlega skilin að baki. Til þess að forvitnast um manndómsvígslur eða vígslusiði almennt og hvemig fermingin lítur út í því ljósi var rætt við Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, mannffæðing og kennara við Háskóla Islands. Öllum vígslum, hvort sem það eru manndómsvígslur eða annars konar vígslusiðir, má skipta í þrjú stig samkvæmt kenningum mann- fræðingsins Amolds van Gennep. Fyrsta stigið er aðskilnaður við- komandi aðila frá samfélagi sínu. Annað stigið er eins konar milli stig, brú milli heima eða þroska- tímabil. Lokastigið er síðan inn- ganga í nýtt samfélag eða sam- hengi. Til þess að skýra þessi stig i manndómsvígslum má taka dæmi frá frumbyggjum Astralíu. Þar er bamið bókstaflega tekið frá móður sinni og aðskilnaðurinn er gerður mjög dramatískur með gráti og kveinstöfum. Ungir drengir eru látnir yfirgefa samfélagið á þennan hátt og við tekur einangrun út í eyðimörkinni. Þar sjá eldri og reyndari einstaklingar um að upp- fræða drengina. Þeir eru látnir skýr merki um vígsluna og þá breytingu sem verður á lífi þeirra. Sem dæmi um slíkt má nefna um- skurð, ör á húðinni eða brotnar framtennur. I Ástralíu fá bömin að sjá heil- aga steina ættbálksins, leyndar- dómar ættarinnar em skýrðir fyrir þeim og þau em frædd um siíja- reglumar og goðsögumar um upp- mna ættbálksins. Þetta millitímabil er tímabil reynslu, þroska og menntunar. Tímabil fræðslunnar getur varað frá nokkmm klukku- tímum eða dögum og upp í nokkur ár eftir mismunandi samfélögum. Þegar áströlsku drengirnir koma aftur til þorpsins og ganga þannig á ný inn í samfélagið er tekið á móti þeim með mikilli athöfn, há- tíð eða skemmtan þar sem dreng- imir fá gjafir, til dæmis ný föt. Eft- ir þennan tíma em þeir ekki lengur Fólk er hrætt við breytingar, hrætt við að takast á við nýjar skyldur og vígslu- siðirnir eða helgiathafnir þjóna þeim tilgangi að draga úr þessum kvíða. ganga í gegnum alls kyns raunir og erfiðleika og þurfa jafnvel að fá vitranir. Öll menntunin byggist mikið á táknrænum atriðum. Til dæmis em drengimir ekki til fýrir samfélaginu á þessu tímabili, held- ur em þeir álitnir dánir, svo þeir em málaðir hvítir en það er tákn dauðans. I mörgum samfélögum er eitthvað gert við líkama þeirra sem eiga að vígjast til þess að þeir beri böm heldur fullorðnir og takast á við réttindi og skyldur fullorðinna manna. Til dæmis mega þeir gift- ast eftir vígsluna. Þessi vígslusiður breytir sem sagt bami í fullorðna manneskju og um leið breytast öll samskipti við foreldra og ættingja. Stigin þrjú sem van Gennep fann eiga ekki aðeins við um manndómsvígslur heldur fylgja þau öllum mikilvægum atburðum á mannsævinni. Van Gennep taldi að allar breytingar sem eiga sér stað í lífinu hafi í för með sér kvíða. Fólk er hrætt við breytingar, hrætt við að takast á við nýjar skyldur og vígslusiðimir eða helgi- athafnir þjóna þeim tilgangi að draga úr þessum kvíða. Helgiat- höfnin hefur í för með sér skýrt skilgreinda breytingu og hjálpar fólki þar með að vinna með óttan- um sem fylgir breytingunni. Gott dæmi um svona er gifting. Þegar gengið er í gegnum athöfn hjá presti eða borgardómara verður mjög ákveðin breyting. Fólk er ekki lengur „par“ með óskilgreind- ar skyldur heldur verður það „hjón“. Annað dæmi sem nefna má í þessu sambandi er jarðarforin. JarðarfÖr er mikil athöfn þar sem gengið er formlega frá lífi mann- eskju. Van Gennep leggur áherslu á að skilgreining sín eigi ekki bara við um svona athafnir heldur öll tímamót í lífínu. Nú fara manndómsvígslur yf- irleiít fram nálœgt kynþroskaaldr- inum. Tengjast þœr líkamlegum þroska? Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvað hvort líkamlegar breytingar skipti svo miklu máli hvað varðar vígslumar. Sérstaklega á þetta við um stúlkur því þær ganga oft í gegnum svona vígslur án þess að hafa haft fyrstu blæð- ingar. Þær eru einnig mjög mis- gamlar þegar þær ganga í gegnum svona vígslur. Auk þess má benda á að yfirleitt miðast vígslumar ekki við einstaklinga heldur hópa. Vígsluathafnimar fara jafnvel ekki fram árlega heldur á nokkurra ára fresti og þá er safnað saman öllum börnum á ákveðnu aldursbili, til dæmis öllum drengjum sem em á aldrinum tólf til sextán ára. Vígsl- umar þurfa því ekki að vera beint tengdar kynþroskanum en óneitan- lega eru samt töluverð tengsl. 1 sumum samfélögum eru bæði stúlkur og drengir farin að lifa kynlífi fyrir vígsluna en verða auð- vitað að varast getnað. Þau geta því stundað kynlíf en gifling kem- ur samt ekki til greina fyrr en eftir vígsluathöfnina því fyrr teljast þau ekki fullorðnir einstaklingar. Beint Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur. Mynd: Jim Smart eða óbeint tengist þetta því samlífi en ekki endilega hjá hveijum ein- staklingi íyrir sig því þeir geta ver- ið á svo ólíkum aldri. Getur fermingin flokkast undir manndómsvigslu að einhverju leyti? Allt sem gerist hér hjá okkur í tengslum við ferminguna er mjög svipað því sem gerist víða í tengsl- um við manndómsvígslur og þær falla vel að flokkun van Genneps. Sem dæmi má nefna að í áströlsk- um samfélögum taka drengimir af sér bamafotin og eru í sérstökum búningum á meðan millibilstíma- bilið varir. Þegar þeir snúa til baka fá þeir ný fot, nýjan skartgrip eða eitthvað til að bera á sér. Gjafir Svefnpokar ajimgilak. Skátabúðin selur hina heimsþekktu Ajungilak svefnpoka, en Ajungilak er einn stærsti svefnpokaframleiðandi í heimi. Við hjá Skátabúðinni aðstoðum við val á þeim poka er hentar þínum þörfum. Okkar ráð- leggingar eru byggðar á áratuga reynslu. SKATABUÐIN -SMWR rRAMUR SNORRABRAUT 60 SÍM112045 fylgja oft endurkomum vígslu- bama í samfélagið og það eru þá gjafir sem ekki eru ætlaðar bömum heldur fullorðnu fólki. Allt þetta getum við séð í fermingunum okk- ar. Ef við lítum aðeins á fermingar- athöfnina sjálfa má benda á hvíta kuflinn sem allir eru íklæddir. Bömin em því öll eins, ókyngreind og ópersónuleg á meðan á milli- tímabilinu stendur. Þau tilheyra hvorki því sem á undan er gengið eða því sem kemur á eftir. Þegar þau taka kyrtilinn af sér kemur svo í ljós nýjasta tíska. Undir kyrtlun- um em engin bamafot, kjólar með slaufúm eða slfkt, heldur klæðnað- ur fúllorðins fólks. Hvað gerist svo næst? Allt er þetta í sama farveginum því næst er farið heim og þar tekur öll ættin á móti fermingarbaminu. Vestræn samfélög skera sig ef til vill úr að því leyti að það er bara ættin sem tekur við baminu en ekki allt sam- félagið en það á sér eðlilega skýr- ingu: Okkar samfélög em einfald- lega svo stór og flókin. Sameigin- legar fermingarveislur em meira að segja sjaldgæfar nema hjá ná- skyldum bömum. Tekið er á móti baminu með hátíð því til heiðurs og nú er það ekki lengur bam heldur unglingur með þeim auknu réttindum og skyldum sem því fylgja. Unglingar fá gjaman að vera lengur úti, öðl- ast meiri fjárráð og svo framvegis. Einnig er tekið öðmvísi á ungling- um en bömum af samfélaginu. Ef við skoðum gjafirnar er greinilegt að þær em ekki ætlaðar bömum. Fermingargjafir em gjafir fyrir fullorðna einstaklinga: Hljómflutningstæki og orðabækur, jafnvel á tungumálum sem bamið er ekki byrjað að læra. Gjafir sem eiga að endast. Til gamans má geta Fermingin sem manndómsvígsla: Vígsla inn í f rj álsræðistímabil ÞJÓÐVILJINN - Fermingarblað Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.