Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 11
Salóme Huld Garðarsdóttir og Jónathan G. Pedersen, sem undirbúa sig nú undir ferminguna. Mynd: Jim Smart ...engin rosaleg breyting Afhverju íókuð þið þá ákvörð- un að láta ferma ykkur? Salóme: Til þess að viðurkenna skimina. Jónantan Ég er nú ekki alveg klár á því, en fyrst við emm skírð þá verðum við eiginlega að láta ferma okkur. Þetta er staðfesting á skím- inni. Hafa hugmyndir ykkar um ferm- inguna breyst eftir að fermingar- fræðslan hófst? Salóme: Já svolítið. Mér finnst krakkamir líka yfirleitt taka ferm- inguna alvarlegar núna en þegar ffæðslan byijaði. Jónathan: Mér finnst það eigin- lega ekki. Ég hef nú reyndar aldrei komið í fermingu áður svo ég hef ekki hugsað mikið um hana en maður tekur eftir því að sumir taka ferminguna alvarlegar nú en áður en fræðslan byijaði. Það er samt engin rosaleg breyting. Hvað lœrið þið ífermingarfrœðsl- unni? Salóme: Við lærum um kirkjuna. Jónathan: Biblíuna, Jesú Krist og fæðingu hans og upprisu. Salóme: Við læmm líka hvað hin heilaga þrenningin er, um sakra- mentið og svoleiðis. Skiptir trúin ykkur meira máli núna en áður? Salóme: Kannski hugsar maður eitthvað meira um hana. Jónathan: Trúin skiptir sennilega pínulítið meira máli en áður. Finnst ykkur þið vera að verða fullorðin þegar þið fermist? Salóme: Já mér finnst það, en samt finnst mér ekki að fólk eigi að koma eitthvað öðmvísi fram við okkur þó við höfum fermst. Jónathan: Já það er alla vega tal- ið að við verðum fullorðin. Fólk segir það að minnsta kosti. Finnst ykkur fermingarathöfnin sjálf mikilvæg? Salóme: Já það finnst mér. Jónathan: Það er náttúmlega altar- isgangan þegar við drekkum blóð jesú og borðum líkama hans. Salóme: Þegar krakkamir hugsa um ferminguna þá er það aðallega altarisgangan sem þau hugsa um. Láta allir krakkar ferma sig? Salóme: Nei. Jónathan: Ég á til dæmis einn vin sem lætur ekki ferma sig og það virðist ekki skipta neinu máli þó hann einn láti ekki ferma sig. Sumir vilja að krakkar séu eldri þegar þeir fermast, hver er ykkar skoðun á því? Jónathan: Ég er nú ekki sammála þvi að við séum of ung til að ferm- ast. Mér finnst þetta ágætur aldur. Ef þið mættuð ráða, mynduð þið þá vilja breyta einhveiju í sam- bandi við ferminguna. Salóme: Nei, það held ég ekki. Jónathan: Ég held að það sé ágætt að hafa þetta bara eins og það er. Stutt spjall við tvö fermingarbörn sem hafa verið í fermingar- fræðslu í vetur. Þau heita Jónathan G. Pedersen og Salóme Huld Garðarsdóttir Nytsamar fermíngargjafir Skrifborð m/skáp og hliðarborði. Verð aðeins kr. 18.900,- Einnig margar aðrar gerð- ir af ódýrum skrifborðum og skrifborðsstólum. Bóka- og möppuhillur í úrvali. , A HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR ARMULA 3 68 69 00 PÁSKATILBOD 10-40% AFSLÁTTUR! Barnaskíðapakkar frá kr. 10.900.- Gönguskíðapakkar frá kr. 9.350.- Skíðagallar frá kr. 8.700.- Barnaúlpur frá kr. 2.900.-________ Leðurskautar frá kr. 4.490.- Tökum notaðan skíðabúnað upp í nýjan. Sendum í póstkröfu. B[SPORTl MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gegnt Tónabíói) Síða 11 ÞJÓÐVILJINN - Fermingarblað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.