Þjóðviljinn - 28.03.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 28.03.1991, Síða 2
Guðlaugur Arason: Þegar vopnin snúast , ^- -í j, ,'-í- ^ 1. kafli 23. ágúst 1980. Laugardagsnótt. - Og væri þér sama þótt þú settir háu ljósin á... eða ertu kannski að spara raf- magnið? sagði konan sem sat í ffamsæti jeppans. Hún leit eitt andartak með fyrirlitningar- svip á manninn sem sat við hlið hennar, en hélt svo áfram að stara fram fyrir sig. Regn- ið buldi á rúðunni og vindurinn svifti í þennan stóra bíl svo að hann vaggaði til á holóttum veginum. - Heyrðirðu þegar Debbi bróðir þinn var að segja frá gæsaskyttunni á Skagaströnd, sagði maðurinn eftir að hafa hækkað ljósin eitt andartak, en lækkað þau svo aftur. — Æ, góði besti, kveinkaði konan sér og ók sér í sætinu eins og hún hefði fengið óstöðvandi kláða milli herðablaðanná. - Það var einhver naggurinn að skríða í skurði hjá Naustafelli eina nóttina, hélt maðurinn ótrauður áfram. Hann var að elt- ast við gæsir sem sátu í túninu þama rétt hjá bænum og var víst kominn í dauðafæri, þeg- ar honum verður allt í einu litið heim að Naustafelli. Heldurðu að hann sjái þá ekki hvar maður stendur úti á hlaði og miðar á hann byssu — því auðvitað var hann þama í leyfísleysi. Honum bregður heldur en ekki í brún og lætur sig hverfa aftur snarlega niður í skurðinn. Eftir stutta stund gægist hann aftur upp og sér hvar karlinn stendur enn á hlaðinu og miðar á hann. Og nú þorir gæsa- skyttan ekki annað en að taka til fótanna eft- ir skurðinum og í burtu ffá manndráparan- um, ha, ha, ha! — Já, þetta finnst þér fyndið, sagði kon- an. - Fyndið? Heyrðu, þetta er ekki allt bú- ið enn. Meðan hann er að sullast þama í skurðinum er hann alltaf annað slagið að gægjast heim að bænum. En alltaf er miðað á hann. Meira að segja þegar hann er kom- inn inn í bílinn og bmnar af stað, þá stendur skyttan heima á hlaðinu og virðist ætla að skjóta á eftir honum! Bölvuð vitleysa! Það varð svolítil þögn. Sem vonlegt var fannst konunni þetta ekki vera mjög fyndið. En þótt hún væri örg yfir því að hafa þurft að ijúka af miðju ættarmóti til þess eins að keyra í roki og rigningu alla leið til Reykja- víkur, þá langaði hana samt til að heyra end- inn á sögunni, því svo vel þekkti hún mann sinn að hún vissi að sagan var ekki búin. — Nú, nú, sagði hún hlutlausum rómi án þess að líta við. Og hvað? - Heyrðu, þetta var þá Sigríður gamla í Naustafelli, sagði maðurinn og hló við. Hún hafði farið að pissa um nóttina og varð litið út um eldhúsgluggann. Þá fannst henni hún sjá einhverja hreyfingu í skurðinum og hélt að það væri tófa. Eini kíkirinn á heimilinu var á hreindýrarifflinum hans Rósa, og þess vegna lá beinast við að skoða tófuhelvítið I gegnum riffilskíkinn! - Æi, keyrðu ekki svona hratt, sagði konan. Maðurinn hægði aðeins ferðina. - Þeirri gömlu brá víst í brún þegar hún sá skottið á tófúnni dragast upp í grænan Land Rover niðri á þjóðveginum og bruna í burtu með reykjarsvæluna á eftir sér. Maðurinn var hinn ánægðasti og leið vel. Auðvitað fór hann með hálfúm huga norður á þetta ættarmót, þvi var ekki að neita. En hann var nú einu sinni kvæntur ættinni og því neyddist hann til að hanga með eins og hver annar fylgifiskur aftan í jarðýtu. En honum hafði tekist vel í þetta sinn, skotið tvær gæsir í fyrrinótt og náð frúnni í burtu áður en allt fór í bál og brand hjá ættingjunum. En hingað til höfðu öll ættarmót endað þannig. Það hafði hellirignt alla leiðina frá Blönduósi. Vegimir voru eins og hraðbraut- in uppi á Sprengisandi, burt séð ffá þessum malbikuðu vegaspottum, sem virtist hafa verið skellt niður af handahófi. En jeppinn leið yfir djúpar holumar eins og púðaskip, og fjaðurmögnuð sætin drógu úr verstu höggunum. Eftir tíu kílómetra þögn segir maðurinn: — Það er ekki mikil umferðin. Konan ansar því engu, en finnur aftur fyrir þessum óþægilega kláða milli herða- blaðanna. Ekki einn bíll þessa leið, bætti maðurinn við og tók að blístra Kostervalsinn fyrir munni sér. Þau vom nú komin yfir Holtavörðuheiði og farin að aka niður í Norðurárdalinn. Regnið hélt áfram að steypast niður og mynda kolmórauðan vamselg sem veltist eftir veginum og gróf hann sundur. Maður- inn ók varlega og reyndi eftir megni að sneiða fram hjá stærstu holunum. Þegara þau nálguðust Fomahvamm, gamla gistihúsið við heiðina, spratt konan allt í einu upp í sætinu og hrópaði: - Stoppaðu! Stoppaðu! Maðurinn snarhemlaði og leit á konu sína, eins og hún væri Þorgeirsboli. - Hvað er að? spurði hann. — Sástu ekki hjólforin þama, svaraði konan skelfd. — Hjólforin? Hva... — Svona, bakkaðu... fljótur! Af gamalli reynslu vissi hann að lítið dugði að mótmæla ef þessi kona hafði skoð- un á einhverju. Þess vegna bakkaði hann bílnum nokkra metra steinþegjandi og hljóðalaust. Jú, það leyndi sér ekki. Þama vom greinileg hjólför sem lágu út af vegin- um og niður bratta hlíðina fyrir neðan. Hjól- for eftir stóran bíl. - Jesús minn almáttugur, stundi konan. Maðurinn horfði orðlaus út um hliðar- gluggann og reyndi að rýna út í myrkrið. - Það hefur greinilega einhver farið útaf, sagði hann lágt. Og það nýlega, það sér maður á hjólfomnum. Þetta er eftir tveggja hjóla vömbíl eða eitthvað svoleiðis. Hann leit á konuna. — Eg þori ekki annað en að skoða þetta, heyrðu lánaðu mér regnkápuna mína þama aftur í. - Guð minn góður, og áin þama rétt fyr- ir neðan, sagði konan um leið og hún fór að brölta aftur í bílinn. - Þetta þarf svo sem ekki að vera neitt, neitt... réttu mér líka handkastarann sem er i kassanum. Eftir skamma stund var maðurinn kom- inn út úr bílnum, búinn að tengja kastarann og lýsti nú niður hlíðina fyrir neðan veginn. Þrátt fyrir myrkrið og rigninguna gat hann greint stóran flutningabíl sem lá á hliðinni niðri í ánni. Hann sagði konunni frá þessu. - Hvað eigum við að gera? sagði hún og starði á manninn. - Ég verð að fara þama niður, það er ekkert vit í öðm. Lánaðu mér luktina þama í kassanum. - Já, en verðum við ekki að... Jesús minn góður. Kannski er bílstjórinn einhversstaðar á leiðinni í hina áttina. En það er greinilegt að hann hefúr verið að koma að sunnan, það sér maður á hjólforunum. - Já, það er alveg rétt, en maður verður nú samt að athuga þetta, sagði maðurinn, það er ekki bara hægt að keyra í burtu frá svona löguðu. Komdu með luktina. A meðan konan leitaði að ljósinu, bætti maðurinn við með gremju í röddinni: - Heldurðu að það hefði komið sér vel núna ef ég hefði fengið að kaupa bílatal- stöðina um daginn! - Já, elskan, muldraði konan og rétti honum stóra lukt. Þú gerir það bara þegar við komum heim. En farðu varlega og vertu fljótur. - Hafðu sjúkrakassann tilbúinn þegar ég kem aftur, flýtti maðurinn sér að segja um leið og hann skellti hurðinni og veifaði. Það fór hrollur um konuna. Flutningabíllinn virtist hafa farið út af veginum, runnið niður hlíðina og lent á hægri hlið út í mórauða ána. Maðurinn sá strax að hurðin aftan á bílnum hafði opnast. Hann lýsti þar inn, hálft í hvoru í von um að sjá þar lifandi mannveru, en þar voru aðeins nokkrir kassar á hliðinni. Undarlega lítill farangur að honum fannst. En hann hug- leiddi það ekki frekar. Bíllinn var frá Akur- eyri, það gat hann séð á númerinu og stöfún- um á hlið hússins. Áin beljaði straumhörð framan á bíln- um, en manninum tókst að klöngrast þurr- fóta upp á húsið og fikra sig fram eftir því. Það setti að honum óhug þegar hann náði loks að lýsa gegnum rúðuna bílstjóramegin. Hurðina gat hann ekki opnað, hvemig sem hann reyndi. Hún hafði skekkst þegar bíll- inn Ienti á hliðinni. Maðurinn var lafmóður og fölur þegar hann náði aftur upp að jeppanum og settist inn; gleymdi alveg að fara úr blautri regn- kápunni. — Hvað sástu? spurði konan skelfingu lostin. — Bílstjórinn er dáinn þama niðri, hvísl- aði maðurinn og grúfði sig fram yfir stýrið. Þau þögðu bæði drykklanga stund. — Ertu alveg viss? spurði konan loks. - Auðvitað er ég viss, ég sá það... en ég gat ekki opnað hurðina... hann liggur bara þama... - Ofan í ánni? - Nei, það er eiginlega ekkert vatn inni í bílnum, áin er svo gmnn þama. — Við verðum að flýta okkur og komast einhversstaðar í síma, láta lögregluna vita, sagði konan. Maðurinn kinkaði kolli og bmnaði af stað. - Var hann illa farinn? spurði konan eft- ir dálitla stund. Maðurinn hugsaði sig um. — Heyrðu, nei, svaraði hann undrandi, eins og hann hefði allt í einu uppgötvað eit- hvað sem kom honum á óvart. Reyndar ekki. Hann bara lá þama. Og það var ekkert blóð. - Ekkert blóð? — Nei. Þau vom bæði hugsi. ALLSSTAÐAR ER ÞETTA ANDSKOTANS KYNLÍF Þegar góa kemur gefúr hún þorra meydóm sinn. Fyrirsögn i Morgunblaðinu LOKUM KLÓSETTUNUM! Það sem þingheimur skelfist mest þessa örlagaríku málþófs- daga er þingmaður með fangið fúílt af möppum og nýbúinn að fara á klósettið. Alþýðublaðió FUNDIN STÉTTABARÁTTA Sattaviðræður flugmanna og Flugleiða: Sátu hvorir í sínu her- berginu og ræddust ekki við. Fyrirsagnir í DV FYRR MÁ NÚ TÚLKA EN DAUÐROTA Sé huganum leyft að reika má sjá ýmisleg tákn koma ffam í leikritinu. Lilla vill pabba sinn heim, sjómanninn. Við megum semsa^t ekki missa sjónar á sjávarútveginum, undirstöðuat- vinnuveginum og gæta þess að hann verði ekki samevropskum kröbbum og marflóm að bráð. Leiklistarýni i Tímanum EN ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ BJARGA HATTI STEINGRIMS Kjötkássa í A-flokki getur leynt ýmsu- har gætu jafnvel fúndist nærföt af gömlum krata. Tíminn OG KOSNINGA- RETTUR ER AÐ KJOSA RÉTT Kjörgengi er það kallað þegar fólki er ekið á kjörstað en síoan latið ganga heim eftir að hafa kosið. Skóiabrandari í DV VAKI VAKI VASKIR MENN Þar að auki er maður orðinn sér meðvitandi um þetta menning- arlega meistarastykki Ibsens og Einars Benediktssonar og skilur betur söguþráðinn og inntak í verkmu ef manni tekst að halda ser vakandi. DV LIFI SIÐPRÚTT SAMFÉLAG! Samkvæmt kvótanum greiðir manneskjan minni skatta af ýmsu tagi ef hún sefúr reglulega hja, annaðhvort í hjónabandi eða utan hjonabands. Morgunblaöiö 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 28. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.