Þjóðviljinn - 28.03.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.03.1991, Blaðsíða 13
hæíu afspringum ensku auðstétt- arinnar, þeim sem gengu á fræg- ustu skólana og höfðu allan tíma og fjárráð til að sinna hugðarefn- um sínum. Eitt er víst, það ganga ekki aðrir í betur burstuðum skóm og fínni ffökkum. Hann skrifar stíl sem gæti verið mörg- um rithöfundum öfundarefhi, yddar setningamar þangað til þær eru óaðfinnanlegar; sest við pí- anóið og enginn veit fyrr en kom- inn er einn þjóðsöngurinn enn og heldur áhrifameiri fyrirlestra en ég hef heyrt hjá öðrum prófessor- um. En horfir reiður um öxl sé hann bendlaður við kúnst. Vegna þess að hann viðurkennir ekki hina hefðbundnu skilgreiningu á list, en eins og alkunna er hefur hún hér á landi einkennst af skýrri skiptingu í List annars veg- ar og fondur hins ómenntaða fjölda hins vegar. I síðari hópnum hefúr djassinn löngum átt fast heimili og þar af leiðandi Jón Múli líka. Ekki vegna þess að hann deili hatri lýðskrumara á fagurkerahætti, heldur veit hann sem er að lífsmáttur hins skapaða verks helgast ekki af lærdóms- gráðum listamannsins eða borg- aralegri stöðu hans. Með öðrum þjóðum hafa stærstu Iistamenn djassins aflað honum mestra vinsælda og fylg- is, en ef íslenskur almenningur hefði verið spurður um stórmenni djassins í einni af þessum óend- anlegu skoðanakönnunum, hefði Jón Múli Ámason örugglega lent í fyrsta sæti, langt fyrir ofan vini sína Louis Armstrong og Duke Ellington. Hann hefúr skrifað heila bók um djassinn, ritað um- sagnir um tónleika þar sem skýr greining birtist í knöppu formi (Steini Steingrims... kann að spila með báðum höndum, en það er meira en hægt er að segja um suma ungu pianistana okkar), kynnt djass í útvarpi í nær hálfa öld og samið djössuð lög og djasslög, þar á meðal eina is- lenska djasslagið sem kalla má þjóðareign, valsinn Vikivaka. Um suma listamenn, sem ekki náðu að safna saman kröft- um sínum til skipulegra átaka, en vom öllum öðrum fjölhæfari og skemmtilegri til samvem, hefur stundum verið sagt að þeir hafi gert lífið að list sinni. Alvöru- listamennimir væm hins vegar svo önnum kafnir við sköpunina að þeir hefðu ekki tíma til að vera skemmtilegir. Bæði skrif Jóns og lagasmíðar bera góðri listgáfú vitni, en hann hefúr líka alltaf vit- að af þeirri staðreynd að menn fá ekki annað líf til að skemmta sér og öðmm. Þess vegna getur meira að segja hversdagslegt símtal orðið að stuttum leikþætti með lágróma kynningu þar sem persónur em kynntar til sögunnar - Þetta er herra Jón Múli Ama- son, cand. phil. - síðan vindur verkinu fram með meitluðu orð- færi og tvíræðum athugasemdum og lýkur einlægt á sögu sem teng- ist umræðuefninu og þegar mað- ur ætlar að kveðja, kemur oftar en ekki - Hefúrðu heyrt... og þá koma að minnsta kosti tvær sögur til viðbótar og um það leyti sem samtalinu lýkur er maður orðinn yfirmáta sæll og glaður og lofar forsjónina fyrir að hafa ástæður til að hringja í svona mann. Enn er ótalinn sá þáttur í ka- rakter Jóns Múla sem mér hefúr þótt mest til koma; það er innlif- un hans þegar tónlist er annars vegar og skiptir þá ekki máli hvort hann spilar lag í kennslu- sfimd, situr á tónleikum eða spil- ar fyrir mann af plötuspilara heima í stofú. Hann er fúllkom- lega laus við hina lífsþreyttu af- stöðu þess sem allt þykist hafa heyrt og flestu hallmælir og er jafri leiðinleg og hún er niður- drepandi fyrir andann. Hver dag- ur ber með sér nýjar perlur tón- listarinnar, snilldarverk sem hann X skellir á fóninn þegar gest ber að garði. Síðan hlamma menn sér í stólana og hlusta í andakt og standa upp nýir og betri menn með sálarranninn fúllan af birtu. Listin er löng en lífið stutt, segir máltækið. Listarinnar vegna vona ég að líf Jóns Múla verði sem lengst og að ég fái tækifæri til að hrósa honum ennþá meira á áttræðisafmælinu. Tómas R. Einarsson Sveitadreng norður í Mý- vatnssveit þótti það ekki lítil upp- hefð að eiga til frændskapar að telja við þá rödd sem allir lands- menn þekktu úr morgunútvarpi og fféttum Ríkisútvarpsins. Hins vegar hafði honum seint komið til hugar að þessi rödd líkamnað- ist ffammi fyrir sjónum hans: Hún var útvarpið sjálft þar sem það stóð uppi á skápnum í bað- stofúnni og flutti fféttir jafnt utan úr heimi ffá Súes og Ungverja- landi sem af innlendum vettvangi eins og landhelgisdeilunni. Hún var líka höfúðborgarsólin sem stundum rann upp á himinhvelið bak við Esju eða Móskarðs- hnjúka þegar léttar öldur gjálff- uðu við Kolbeinshaus eða brotn- uðu í fjöru við Skúlagötuna. Hún tengdi alla landsmenn, var þeim samastaður í tilverunni - öryggið sjálft. En svo er það einn síðsumar- dag undir kvöld að inn í eldhús- dyr í gamla bænum á Grænavatni er allt í einu kominn ókunnur maður - og hefúr ratað inn göng- in og hvergi barið til að gera vart við sig, líkt og hann hefði skömmu áður brugðið sér út und- ir vegg. Henni ömmu minni verð- ur heldur bilt þar sem hún á engra gesta von, en ánægjubrosið fer ekki af andliti hennar það kvöld eftir að komumaður segir: „Eg er Jón Múli.“ Jafnskjótt er hann heimamaður, kominn að vitja ffænku sinnar og sumardvalar á unglingsárum meira en tuttugu árum áður, segir sögur og leikur á als oddi. Ekki er hins vegar ör- grannt um að útvarpið verði ekki jafn merkilegt og áður eftir að rödd þess hefúrþannig verið svift dulúð sinni og holdgerst í þröng- um eldhúsganginum. Eftir að gesturinn hafði kvatt á bæjardyratröppunni um kvöldið með flatbrauðspart í hendinni var hann ekki lengur bara rödd, held- ur raunverulegur afkomandi Jóns Hinrikssonar og þingeyskur upp- runi hans auk þess staðfestur enn ffekar bæði í Reykjahlíðar- og Skútustaðaætt. Og nú fór að heyrast af honum á öðrum svið- um ásamt Jónasi bróður sínum: - í ljóðum og lögum um þær mundir sem bisnissmenn vissu ekki sitt ijúkandi ráð en vildu ffesta jólunum ffam í mars til að geta grætt meira. Eða þegar ungir elskendur minntust kjarrsins græna inni í Bolabás og létu sig engu skipta hvort allra meina bót fengist við þeirri ókennilegu sýki sem stakk sér niður á meðal jám- hausa og nefndist deleríum bú- bónis. Stundum fféttist af honum blásandi f básúnu sína fyrir verkalýðinn og jafnvel marser- andi í einkennisbúningi í kröfú- göngum á fyrsta maí. Stundum var hins vegar á hann minnst í sambandi við sveiflu og amerísk- an djass og jafnvel gekk hann svo langt að láta mynda sig með rám- um og raddlitlum negra sem hét Armstrong rétt eins og súgþurrk- unarmótoramir sem á þeim árum slógu taktinn í sumarsinfóníunni á flestum bæjum í Mývatnssveit og áttu það til að springa í marga parta. Engu af þessu var unnt að koma heim og saman við gamal- gróna þingeyska bændamenn- „Jón Múli Ámason les fréttimar ingu, en eigi að síður féll maður- var þó ekki allt talið. Maður að inn ekki í áliti á þeim slóðum, og nafni Stalín hafði rikt austur I Rússíá, var að vísu löngu horfinn úr heiminum en fór hríðversnandi eftir því sem lengra leið frá láti hans. Kepptust þannig flestir við að rífa hár sitt og klæði og afneita persónunni og hlutu að launum vegtyllur ýmsar og upphefð ásamt fyrirgefningu syndanna. En einn var sá sem aldrei baðst afsökunar á tilveru sinni og skoð- unum fyrr og síðar og átti það meira að segja til að rífa kjaft og réttlæta þær í moldviðri fjöl- miðla. Auk þess hafði sá hinn sami verið settur inn eftir að hafa mótmælt á Austurvelii að íslend- ingar væm vélaðir inn í hemaðar- bandalag til að tryggja hér ævin- lega hersetu og dæmdur í fram- haldi af því til missis almennra mannréttinda. Þótt kommúnismi og uppsteit gegn landsins rétt- skikkuðum yfirvöldum væm al- mennt ekki talin til fyrirmyndar leyfðist Jóni Múla slíkt án þess að missa traust þingeyskra ffænda sinna, enda arfúr hvers kyns uppivöðslusemi sterkur á þeim slóðum eins og átti eftir að koma í ljós síðar. Minning for- feðranna spillti ekki heldur fyrir og þar var nafn afa hans eitt af þeim stóm, hvort heldur var fyrir róttækar kröfúr á sinni tíð eða annálaðan glæsileika sem marka má af sögimni um hinn sanna ar- istókrat og séntilmann, sem sýnd- ur var Islendingi í enskum klúbbi en reyndist vera Jón í Múla. Á fúndum herstöðvaandstæð- inga og sósíalista þótti það löng- um við hæfi að ekki færi annar með fúndarstjóm en Jón Múli, enda maðurinn öðrum ffernri á því sviði, ekki síst þegar safna þurfti sjóðum í rauðar fotur. Reyndust þá ýmsir ekki fast- heldnir á síðasta þúsundkall ekkj- unnar þegar hugsjónin krafðist hans með alkunnri rödd sem hver og einn fann snerta við samvisku sinni. Þó minnist ég best er ég einhveiju sinni sótti hann í bíl til einhvers fúndar - en hann mun þá hafa saknað hraðfants síns - að það var ekki fundarefhið sem við ræddum. Nei, allan tímann sagði hann mér sögur af helvítinu honum Skálaglam, sem hann taldi útspekúleraðastan hesta og hafði kynnst á þeim árum þegar hann fór með heybandslestir heim af Grænavatnsengjum. Á sjötugsafmælinu á páska- dag óska ég Jóni Múla langrar upprisu i þessu lífi við góða heilsu og flyt honum kveðjur allra Grænvetninga. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni Vetrarleikar Léttis á Akureyri íþróttadeild hestamannafé- lagsins Léttis efnir til vetrar- leika um páskana í Akureyrar- bæ, eins og í fyrra. Fengu leikar þessi feikna góðar viðtökur þá og þótti hestaáhugafólki þeir kærkomin nýbreytni. Vetrarleikamir hefjast á skír- dag kl. 14 með hópreið hesta- manna inn á mótssvæðið. Þar taka síðan við sýningar af ýmsu tæi. Laugardaginn fyrir páska hefst opin töltkeppni í öllum ald- ursflokkum kl. 10. Síðan er áætl- að að opin keppni í 150 metra skeiði hefjist skömmu fyrir kl. 15. , Á annan í páskum hefst hátíð hestamanna á fánareið og móts- setningu kl. 13. Þá verða úrslit í töltinu og gæðingaskeið. Þess má geta að alla dagana verða fjölbreytilegar sýningar, t.d. söðulreið, unglinga- og kvennasýning og fimleikar á hesti. Að sjálfsögðu verða einnig valin kynbótahross sýnd, stóð- hestar og hryssur eldri en sex vetra. Ekki má gleyma að ræktun- arbúin á Höskuldsstöðum og I Litla-Garði í Eyjafirði verða með sýningar og einnig mun Félag hrossabænda sýna valin sölu- hross. Allar keppnisgreinamar em opnar og vonast forráðamenn keppninnar eftir góðri þátttöku utanbæjarmanna og em vegleg verðlaun í boði. BE Eiður Matthfassen á gæðingnum Hrlmni, en þeir félagar sigmðu I tölti á vetrarieikunum á Akureyri ( fyrra. Föstudagur 28. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.