Þjóðviljinn - 28.03.1991, Side 23

Þjóðviljinn - 28.03.1991, Side 23
Eitt og annað um R.E.M. og nýju plötuna þeirra Fjórmenningamir frá At- hens, Georgia-fylki í Bandarikj- unum hafa nú gefið út sína sjö- undu hljóðversbreiðskífú, „Out of Time“, eftir um tíu ára sam- starf. R.E.M. hafa um alllangt skeið verið ein vinsælasta rokk- hljómsveit Bandaríkjanna — og þá í þeirri deild rokksins þar sem það skiptir ekki máli í hvemig fötum flytjandinn er. I Bandaríkjunum er fram- sækin rokktónlist, svo teygjan- leg skilgreining sem það nú ann- ars er, oft sett undir einn hatt og kölluð „ColIege-rock“ eftir þeim stað þar sem slík rokktónlist þrífst best - í háskólunum. Fjöl- margar útvarpsstöðvar háskól- anna gatspila plötur þessara hljómsveita á meðan auglýs- ingastöðvamar snerta ekki aðra tónlist en þá sem sefar hlustand- ann á milli auglýsinga. R.E.M. hafa lengi verið kóngar háskólarokksins en hafa þó upp á síðkastið verið að fóta sig á hálum ís markaðsrokksins. Lag þeirra „The One I Love“ af fimmtu plötunni „Document" varð fyrst til að slá í gegn á breiðum gmndvelli og af síðustu plötu þeirra „Green“ slógu lögin „Orange Cmsh“ og „Stand“ vel í gegn - „Stand“ komst meira að segja upp í íjórða sæti á banda- ríska smáskífúlistanum og er nú notað sem þema-lag í grínsáp- unni „Get a Life“. R.E.M. em því orðnir ráðsettir í bransanum, komnir á samning hjá Wamer Brothers og geta nokkum veginn leyft sér hvað sem er. „Við höf- um gefið út plötu á 14,3 mánaða fresti og það var kominn tími til að bijóta upp semja/ hljóðrita/ túra-hefðina,“ segir Bill tromm- ari, „tími kominn til að taka okk- ar tíma i að gera þá plötu sem okkur hefúr langað til að gera heillengi.“ Næstu R.E.M. plötu hyggjast drengimir taka upp í september og gefa út fyrir jól. „Sú plata verður hreinræktaðri R.E.M.-plata," heldur Bill áfram. „Við ákváðum að fara ekki á tónleika-túr eftir þessa plötu, og því vissum við að við þyrfitum ekki að geta endurskap- að nýju plötuna á tónleikum. Við gerðum því það sem við vild- um.“ „Eg vildi kalla nýju plöt- una „Fiction“ (Skáldskap),“ seg- ir Stipe söngvari. „Mér fannst það hæfa - allir textamir em í raun skáldskapur, þeir eru allir ástartextar. Þeir fjalla um ýmsar tegundir af ást - nema kannski ættjarðarást. Þemun em minn- ingar, ást og tími og því enduð- um við á því að nefúa plötuna „Out of Time“.“ R.E.M. Stutthærður: Stipe; með gleraugu: Mike bassa- og orgelleikari; siðhærðun Peter gítarleikari; með húfu: Bill. Platan „Out of Time“ er við fyrstu hlustun ekki jafn grípandi og síðasta platan „Green“. Það vantar einhver lög sem ryðjast á eyrun á manni og hreiðra um sig í heilanum. En tíminn vinnur með henni og eftir ítrekaðar hlustanir hefúr tónlistin byggt sér hreiður í undirmeðvitund- inni. „Radio Song“ heitir fyrsta lagið og þar baunar Stipe á stöðnun markaðsstöðvanna. Rapparinn KRS-1 á góðan leik í því lagi, enda tónlistin nálægt hans heygarðshomi, fönkað danspopp. Fyrsta smáskífan „Losing My Religion" kemur næst, sígilt gítarpopp í R.E.M.- stíl og reyndar em fleiri lög á svipuðum slóðum; „Near Wild Heaven“, „Shiny Happy People“ og „Texarkana“ poppa öll með gítar í aðalhlutverki þótt hlaðið hafi verið á lögin strengjum og homum með góðum árangri. í „Half a World away“ má heyra mjög mikil folk-rokk áhrif en „Endgame" og „Belong" em hvorki fúgl né fiskur og renna hálf ámátlega í vaskinn. Þó er enn eftir að minnast á bestu lög plötunnar, snilldarverkin „Low“ og „Honey in Me“. „Low“ er seiðandi congo-bassaverk sem jafnvel minnir á dmngalegustu verk bresku sveitarinnar Wire á köflum. „Honey in Me“ er hins- vegar frábært poppstykki og nýt- ur söngkonan Kate Pierson úr B- 52'S sín þar sérstaklega vel. Hún syngur reyndar lika í „Shiny Happy People“, en í „Honey in Me“ geislar beinlínis af henni. Frábært lag sem fer vonandi að hljóma á öldum ljósvakans sem fyrst. „Out of Time“ er engin tíma- skekkja eða fomeskja heldur enn ein sönnunin á því að þótt marg- ar hljómsveitir séu að spila svip- aða tónlist þá em R.E.M. ein- stakir í sinni röð og bera höfúð og herðar yfir aðrar bandarískar gítarpoppsveitir. Minningar, ást og tími Tónleikatíðindi í kvöld verður mikið um að vera á Hótel Borg. Þar verða „al- vöm rokktónleikar" eins og forsp- rakkamir Bootlegs sögðu. Boot- legs koma nú ffam í nýrri mynd með nýjan gítarleikara og spila væntanlega lög af tveim siðustu plötum og ný lög. HAM spila einnig með og verður eflaust heitt í kolunum þegar þessir beljakar stíga á svið. Þeir em um þessar mundir ótrúlega þéttir og viðra mörg ný og safarík lög. Þriðja bandið er svo Leiksvið fáránleik- ans sem á nokkur ár að baki þótt lítið hafi borið á þeim. Söngvari Leiksviðsins er Jói, gamli Von- brigða-söngvarinn, og ku tónlistin bera nokkur einkenni þeirrar frómu sveitar. Það er skírdagur og best að mæta snemma því tónleik- amir em búnir á miðnætti. Daginn fyrir páskadag, á laugardagskvöldið, verður Bjart- mar Guðlaugsson með tónleika á Tveim vinum. Best er að mæta snemma þá líka því allt lokar kl. 24. Edda Borg og hljómsveit skemmtir á Púlsinum sama kvöld en á mánudaginn og ffam á fimmtudagskvöld verður KK- band á ferð með heldur betur góð- an gest. Það er soul-söngvarinn Bob Manning sem hefúr starfað með mörgum þekktum tónlistar- mönnum í gegnum tíðina. Ber þar helst að nefna James Brown, Bo Diddley og The Four Tops. í seinni tíð hefúr Bob starfað með eigin sveit, Bob Manning and the soul enterprise, og ferðast um all- an heim og haldið tónleika. Leiðir KK-bands og Mannings lágu saman þegar forsprakkar KK- bands, þeir Kristján og Þorleifúr, starfræktu hljómsveitina The Grinders og spiluðu mikið á Norðurlöndum. I einu tónleika- ferðalaginu hittu þeir Manning og tókst strax mikill kunningsskapur á milli þeirra sem verður nú til þess að íslenskum tónlistarunn- endum gefst kostur á að hlýða á hinn ffábæra soul-söng Bob Mannings. Bob er kominn til landsins og æfingar eru hafnar. Það er skrítin samsetning á KK- bandinu í þessu tilfelli. KK sjálfúr og Þorleiftir eru á sínum stað en Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Sigurður Flosason saxafón- leikari hafa bæst við, að ógleymd- um sjálfúm Sigtryggi Sykurmola- trommara sem eflaust bætir nýj- um víddum við tónlistina. Að lokum er vert að minnast á að seinna afmæliskvöld Vina Dóra verður í Púlsinum í kvöld. Margir góðir gestir kíkja við og væntanlega verður boðið upp á köku. HELGARVAGG Gunnar L Hjálmarsson Soul-maðurinn Bob Manning. Fimmtudagur 28. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.