Þjóðviljinn - 28.03.1991, Side 11
Paradís eftir Masaccio (202x88
sm) á vinstri vegg. Við hreinsun
þessara mynda nú kom í ljós að
laufgreinar sem huldu kynfæri
Adams og Evu voru síðari tíma
viðbót (frá 18. öld) sem hefur nú
verið fjarlægð. Masaccio sýnir
okkur Adam og Evu í fullkomnu
vamarleysi og örvæntingu sem
undirstrikað er með nekt þeirra.
Að baki er hlið Paradísar, yfir
þeim svífur engillinn með bmgð-
ið sverðið og vísar þeim með
harðri hendi leiðina út í þann mis-
kunnarlausa heim sem lýsir á
móti þeim kaldri birtu þannig að
skuggi fellur að baki þeirra. Lík-
amar þeirra em skírt mótaðir af
ljósi og skugga og má sjá fyrir-
myndina, einkum af stöðu Evu, í
gamalli klassískri höggmyndalist,
t.d. Medici- Venusarmyndinni
grisku sem varðveitt er í Uffizi-
safninu og er ffá því um 300 f.Kr.
Menn hafa einnig þóst sjá skyld-
leika með mynd Adams og trélík-
neskju Donatellos af Kristi á
krossinum, sem varðveitt er í S.
Croce- kirkjunni í Flórens og gerð
var fáum árum áður. Átakanleiki
þessa atburðar er magnaður upp í
hrynjandinni í myndbyggingunni,
þar sem óljóst landslagið í bak-
gmnni undirstrikar drama mynd-
arinnar. Hér er maðurinn ekki
bara burtrækur úr Paradís Móse-
bókar, hér stígur hann líka í reisn
sinni og niðurlægingu fram úr
fastmótuðum og lögbundnum
heimi skólaspeki miðaldakirkj-
unnar inn í veröld húmanismans
þar sem mannleg ábyrgð, ffelsi og
reisn em óijúfanlegir þættir til-
vemnnar.
■ ■■
I myndinni Skattpeningurinn
(255x598 sm), sem er í effi
myndaröð á vinstri vegg, sjáum
við útleggingu Masaccios á sög-
unni af Kristi, Pétri og skatt-
heimtumanninum (Matt. 17, 24-
27). Sagan vísar einnig til þeirrar
deilu sem stóð um þessar mundir í
Flórens um innleiðingu skatta-
ffamtals til að tryggja réttláta
skattheimtu borgaryfirvalda
(1427).
Pétur postuli er að því spurður
hvort meistari hans gjaldi ekki
tvidrökmuna. Hann segir svo
vera. Þá spyr Kristur: Af hveijum
taka konungar jarðarinnar skatt?
Af sonum sínum eða útlendingun-
um? Pétur svarar: Af útlending-
unum. Kristur: Þá em synimir
fijálsir. En til þess vér hneykslum
þá ekki, þá far til vatnsins og renn
út öngli og tak fyrsta fiskinn sem
upp kemur. Og er þú opnar munn
hans munt þú finna stater. Tak þú
hann og greið fyrir mig og fyrir
þ'g-,
I stað þess að lýsa gangi sög-
unnar í tímaröð frá vinstri til
hægri gerir Masaccio sögu þessa
að einni sviðsmynd sem við sjá-
um fyrir okkur með Krist fyrir
miðju. Skattheimtumaðurinn snýr
baki í okkur og horfir inn í mynd-
ina en Kristur bendir í átt til Pét-
urs sem bendir að vatninu þar sem
við sjáum hann svo kijúpa með
veiðistöngina á bakkanum og taka
skattpeninginn úr munni fisksins.
I baksýn er eyðilegt landslag með
visnum tijám og fjalllendi sem
hverfur í skýjabólstra. Til hægri
er bygging sem táknar hina ver-
aldlegu borg og þar sjáum við
Pétur greiða skattheimtumannin-
um skattpeninginn úr munni
fisksins. Umhverfis Krist eru
postulamir tólf.
Mennimir sem við sjáum á
þessari mynd eru ekki tákn ein-
hverra dyggða eða hugmynda
Brottreksturinn úr Paradls (208x88 sm)
Heilagur Pétur læknar sjúka með skugga slnum (230x162 sm).
sem kirkjufeður miðalda höfðu
þegar skilgreint. Þetta em menn
sem standa fostum fótum og eru
gerendur í sögunni. Þeir hafa
klassískt yfirbragð og eru klæddir
að hætti fomgrikkja. Ábyrgðartil-
finningin skín úr andlitum þeirra,
sem em svipmikil og bera hvert
sitt sérkenni, andstætt því sem
tíðkaðist í gotnesku listinni. Það
sem Masaccio leggur áherslu á í
þessari sögu er ekki kraftaverkið í
munni fisksins, heldur sú ákvörð-
un Krists, sem postulamir standa
einhuga um, að fela Pétri verkið.
Hann er kjörinn sem fulltrúi
Krists og postulanna (kirkjunnar)
til þess að eiga viðskipti við hin
veraldlegu yfirvöld. Myndin und-
irstrikar þannig hlutverk og þýð-
ingu páfastóls í samskiptunum
við yfirvöldin í Flórens. Bygging-
in sjálf er teiknuð með réttri fjar-
víddarteikningu og opnar okkur
sýn inn í dýpt fjallanna og rýmis-
ins sem Masaccio notar til þess að
undirstrika mikilleik mannanna.
Rýmið er orðið viðfangsefni í
málverkinu á ný.
■ ■■
Ölmusan og dauði Ananíasar
(230x162 sm), sem birt er á for-
síðu blaðsins, byggir á frásögn í
Postulasögunni (4, 32-36 og 5, 1-
11) um sameignarskipulag hins
frumkristna safnaðar postulanna,
þar sem „allir landeigendur og
húseigendur seldu og komu með
andvirði hins selda og lögðu fyrir
fætur postulanna og sérhveijum
var úthlutað eftir þvi sem hann
hafði þörf til“. Ananías og kona
hans drógu hins vegar undan and-
virði eigna sinna og þegar Anan-
ías lagði aðeins hluta eigna sinna
fýrir Pétur sagði hann: „Ananías,
hví fýllti Satan hjarta þitt svo að
þú skyldir ljúga að heilögum anda
og draga undan af jarðarverð-
inu...Ekki hefur þú logið að
mönnum, heldur að Guði.“ Við
þessi hörðu orð féll Ananías til
jarðar og gaf upp andann. Eins fór
fýrir konu hans sem var í vitorði
með manni sínum.
Við sjáum á myndinni, hvar
Pétur lætur ölmusu í lófa móður
með bam á armi sér, á meðan An-
anias liggur örendur fýrir fótum
hans. Andlitið sem horfir á móti
okkur út úr myndinni er talið vera
andlit Masaccios sjálfs. Sagan
vísar enn til deilnanna um skatta-
málin í Flórens á þessum tíma um
leið og hún minnir á algjöra jafn-
aðarstefhu hinna frumkristnu
söfnuða og guðdómlegt réttlæti
þeim til handa sem falsa skatt-
framtal sitt. Enn á ný færir Mas-
accio helgisöguna inn í Flórens
samtímans með raunsærri fram-
setningu sem átti sér ekki hlið-
stæðu í 'evrópsku málverki til
þessa tima. Þetta á sérstaklega við
um lýsingu hans á konunni með
berrassað bamið á hægri armin-
um: í fasi hennar er einhver und-
arleg blanda af auðmýkt og stolti,
og Pétur virðist annars hugar: sú
hægri veit ekki hvað hin vinstri
gerir þegar ölmusan er annars
vegar. Mynd þessi er í neðri
myndaröð á gafli kapellunnar
hægra megin við tvískiptan got-
neskan glugga sem lýsir upp kap-
elluna. Andspænis henni vinstra
megin við gluggann sjáum við
Pétur ganga á götu í Flórens í
fýlgd tveggja manna, en aðrir
sjúkir og fatlaðir híma undir hús-
vegg. Þegar skuggi Péturs fellur á
þá verða þeir heilir samkvæmt
helgisögunni (Postulasagan 5, 12-
14). Einnig hér birtir Masaccio
okkur helgisögnina í nýju og mis-
kunnarlausu raunsæi.
Eins og áður er getið var það
meðal annars hlutverk Filippinos
Lippis að má út öll merki Branc-
acci-ættarinnar á þessum mynd-
um eftir að hún var fallin í ónáð.
Hann var nemandi Botticellis og
ber handbragð hans þess vitni.
Það er talið að hann hafi afmáð
andlitsmyndir Masaccios af ætt-
mönnum Brancacci-ættarinnar af
mynd sem lýsir þeim atburði þeg-
ar Pétur vekur son Teofiliusar frá
dauðum. En lengst til hægri í
þeirri mynd sjáum við hins vegar
varðveittar ómetanlegar portrett-
myndir af nokkrum þeirra manna
sem helst koma við sögu þessarar
kapellu og upphaf endurreisnar-
innar í Flórens: (frá hægri) Brun-
elleschi, Leon Battista Alberti
(arkitekt og fræðimaður um
myndlist), Masaccio og Masol-
ino.
Víða koma fýrir þekkt andlit í
þessum málverkum Masaccios,
en einmitt portrettlistin vaknaði
um þessar mundir af svefhi eftir
að hafa legið í dvala allar miðald-
ir frá hnignun rómverska rikisins.
Hún undirstrikaði það hlutverk og
mikilvægi sem húmanisminn ætl-
aði einstaklingnum.
í heild sinni eru myndimar í
Brancacci-kapellunni eins konar
undirstrikun á þýðingu og hlut-
verki páfastóls. En sá siðferðilegi
kraftur sem einkennir myndir
Masaccios ásamt með framsetn-
ingu hans á rýminu opna jafh-
framt fýrir nýja sýn á manninn og
siðferðilega ábyrgð hans. Mas-
accio opnaði með þessum mynd-
um málverkið fýrir nútímanum og
talaði máli hinna nýju valdastétta
sem komu ffarn í lok miðalda:
stétta sem sóttu vald sitt í verslun
og handverk og höfðu slitið sig
lausar undan landaðli og lénsvaldi
og því hirðlífi sem því fýlgdi í
anda síðgotneskrar skreytilistar
og omaments. Stéttir sem litu á
tilveruna af nýju raunsæi jafnt í
hinu efnislega sem andlega lífi.
ítalski listffæðingurinn Giulio
Carlo Argan segir um þýðingu
Masaccios í listasögu sinni ffá
1968: „Uppgötvun Masaccios á
sviði siðfræðinnar var jafn róttæk
og uppgötvun Branelleschis á
sviði þekkingarinnar: hún víkkar
óendanlega sjóndeildarhring
mannsins. Á sama hátt og náttúr-
an verður ekki metin í nafhi feg-
urðar eða ljótleika þá er ekki um
að ræða fýrirffamgefið réttlæti
eða ranglæti á hinu siðferðilega
sviði. Það sem málið snýst um er
ávallt og eingöngu raunveraleik-
inn sjálfur, og dómurinn snýst því
um það sem er raunveralegt eða
óraunveralegt. Það sem Masaccio
skynjar er hin mikla ábyrgð sem
leggst á manninn af þeirri einu
staðreynd að vera til, skylda hans
að horfast í augu við raunvera-
leikann.“
Raunsæið í evrópskri málara-
list var orðið til.
Ólafur Gíslason
Forsíðan:
Útdeiling ölmusunnar
og dauði
Ananlasar
(230x162 sm).
Heimildir:
Omella Casazza: L’opera completa di
Masaccio e la Capella Brancacci, 1990
Luciano Berti/Rosella Foggi: Masaccio-
catalogo completo, 1989
Luciano Berti/Antonio Paolucci: L’etá di
Masaccio, sýningarskrá 1990
Giuglio Carlo Argan: Storia dell’arte it-
rt?«i eTí&rr
o* fi/fe'feuuiniini-í vtA.j*3>iMKi.inM nrn — ur ________________
Fimmtudagur 28. mars 1991 NYTT HELGARBLAÐ
SÍÐA 11